Morgunblaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 51. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Loðnuveiðar bannaðar?  Svo gæti farið að loðnuveiðar yrðu bannaðar í dag og að aflinn í vetur, um 30.000 tonn, verði sá minnsti frá því á fyrri hluta níunda áratugarins. Mælingar standa ekki undir veiði- reglu Hafrannsóknastofnunar til að tryggja nægilega hrygningu. »Forsíða Flestir vilja Hönnu Birnu  Flestir þeirra sem tóku afstöðu til þess í skoðanakönnun Capacent um hver af borgarfulltrúum Sjálfstæð- isflokksins ætti að taka við embætti borgarstjóra af Ólafi F. Magnússyni, þegar hann lætur embætti á næsta ári, sögðust mundu vilja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. »2 Castro dregur sig í hlé  Fidel Castro skýrði frá því í gær að hann myndi ekki framar sækjast eftir embætti Kúbuforseta. Banda- ríkjastjórn hyggst ekki afnema við- skiptabann á Kúbu þrátt fyrir ákvörðunina, sem markar endalokin á hálfrar aldar valdaferli Castros. Margir þjóðarleiðtogar gagnrýndu feril leiðtogans við tímamótin í gær. »Forsíða og miðopna Uppsagnir í bönkunum  Yfir 20 starfsmönnum Glitnis hef- ur verið sagt upp síðustu vikur og tugir starfsmanna Kaupþings eiga uppsögn yfir höfði sér. »Forsíða SKOÐANIR» Staksteinar: Vandræðagangur Steingríms J. Forystugrein: Einræðisherra fer frá Ljósvaki: Hreinn skemmtiþáttur UMRÆÐAN» Suðurnesjamenn, standið fast í fætur Að loknum kjarasamningum Athugasemd við túlkun SE Er fyrirgefningin raunhæfur kostur? 3   3 3 3  3  4   +5!% . !* + 6 $ "$!! #!( .7! 3  3  3 3 3  3 3  - 81 %    3  3  3  3 3  3  9:;;<=> %?@=;>A6%BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA%8!8=EA< A:=%8!8=EA< %FA%8!8=EA< %2>%%A#!G=<A8> H<B<A%8?!H@A %9= @2=< 6@A6>%2*%>?<;< Heitast 4 °C | Kaldast -1 °C  S 8-13 m/s og él f. vestan, hægari og skýj- að með köflum eystra. SA 10-15, slydda eða rigning upp úr hádegi. » 10 Bandaríska kántrí- þungarokkssveitin Hayseed Dixie ætlar að halda óvenjulega tónleika á NASA á sunnudaginn. »36 TÓNLIST» Spiluðu fyrir AC/DC SJÓNVARP» Kvennó gat betur en dómarinn. »36 Edward Trencom er svo lyktnæmur að hann getur greint á milli fjölda tegunda osta og milli bú- garða. »38 BÓKMENNTIR» Gott þefskyn FÓLK» Geiri á Goldfinger keypti Café Oliver. »41 FÓLK» J-Lo fær 400 milljónir fyrir myndir. »37 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Mistök í Gettu betur 2. Lýst eftir stúlku 3. Blés lífi í farþega 4. Stúlkan komin fram  Íslenska krónan styrktist um 0,4% ALLS hefur fimm aukasýn- ingum verið bætt við upphaflegan sýningafjölda á óperunni La Traviata, sem gengur fyrir fullu húsi í Íslensku óperunni um þessar mundir. Þær tíu sýningar sem upphaflega voru ráðgerðar seldust allar upp fyr- ir frumsýningu 8. febrúar og hafa þær aukasýningar sem bætt hefur verið við selst upp jafnóðum. Í vik- unni var ákveðið að bæta enn tveim- ur aukasýningum á La Traviata á dagskrána. „Aðsóknin hefur farið fram úr okkar björtustu vonum og við erum að sjálfsögðu afar ánægð með þessa góðu aðsókn,“ segir Stef- án Baldursson óperustjóri. Uppsetning á óperu á borð við La Traviata er mjög kostnaðarsöm og að sögn Stefáns þarf Íslenska óper- an að borga með hverri sýningu þótt uppselt sé. „En það er svo sáralítið sem við þurfum að borga með hverri sýningu að okkur finnst meira virði að halda áfram að gefa fólki kost á að sjá verkið þótt við borgum kannski einhverja þúsundkalla með þessu á kvöldi,“ segir Stefán. Óperan slær í gegn Úr La Traviata. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÞRÓUN alhliða leikjaspilara, forrita sem geta lært af sjálfsdáðum að spila nánast hvaða leik sem er, er eitt þeirra rannsóknaverkefna sem Rannsóknasjóður styrkir á þessu ári. Verkefnið er meðal 178 verk- efna sem sjóðurinn styrkir á árinu, en 71 nýtt verkefni bættist við ný- lega. Geti nýst í sjálfstýrð farartæki Yngvi Björnsson, dósent við tölv- unarfræðideild HR, er verkefnis- stjóri leikjaspilaraverkefnisins sem fékk fimm milljóna króna styrk. Verkefnið byggist á gervigreind og er markmiðið að hanna enn full- komnari leitar- og lærdómstækni fyrir alhliða leikjaforrit en nú er til. Yngvi sagði að líta mætti á leikina sem rannsóknarstofu því gott væri að þróa nýjar aðferðir í svo vel skil- greindu umhverfi sem leikir gjarnan væru í. Leikreglurnar eru yfirleitt skýrar. „Svo er hugmyndin að taka þetta út í hvers konar hugbúnað sem lærir af sjálfsdáðum.“ Þannig má hugsa sér að slíkur hugbúnaður geti nýst í sjálfstýrð farartæki eða einkatölvur læri að laga sig að notk- unarvenjum eigenda sinna. Yngvi er með samstarfsaðila er- lendis en sagði að styrkurinn nýttist í að ráða nemanda í framhaldsnámi til verkefnisins. Hilmar Finnsson MS hefur starfað með Yngva að verkefninu. Forrit þeirra sigraði í fyrra í heimsmeistarakeppni alhliða leikjaforrita sem Stanford-háskóli stofnaði til. Yngvi kemur einnig að nýju öndvegisverkefni sem Hannes Högni Vilhjálmsson, lektor við HR, stýrir í samstarfi við CCP-tölvu- leikjafyrirtækið. Það verkefni fjallar um mannlegar vitverur í félagslegu leikjaumhverfi og fékk 13,45 millj- óna styrk á þessu ári. Yngvi sagði tilgang þess að gefa persónum í tölvuleikjum félagsvitund og mann- legri samskiptahæfni. | 8 Forritin læra af sjálfsdáðum og laga sig að venjum eigenda Í HNOTSKURN »Rannsóknasjóður styrkir 178verkefni á þessu ári. »Markmið eins verkefnisins erað gefa persónum í tölvu- leikjum félagsvitund og mann- legri samskiptahæfni. ♦♦♦ DANSKI matreiðslumeistarinn Claus Meyer kynnti hópi skólabarna hinn nýja norræna mat í Norræna hús- inu í gær og naut aðstoðar Jóhönnu Hjaltadóttur. Hann greindi jafnframt frá nýja norræna eldhúsinu á sér- stakri kynningu. Matar- og skemmtihátíðin Food&Fun, sú stærsta frá upphafi skv. upplýsingum aðstandenda hennar, hefst í Reykjavík í dag. Norræna eldhúsið verður mjög áberandi á hátíðinni í ár og verður hinn nýi norræni matur kynntur formlega í fyrsta sinn, en kynningin í gær gefur forsmekk af því sem koma skal. Í fyrra skipaði norræna ráðherranefndin sendiherra norrænna matvæla og koma þeir í fyrsta sinn saman í dag. „Þetta er í fyrsta sinn sem við kynnum hinn nýja norræna mat fyrir heimsbyggðinni,“ segir Baldvin Jónsson, einn skipuleggjenda Food&Fun og í hópi sendiherra norrænna matvæla. Matarveislan er nú haldin í sjöunda sinn. Annars veg- ar gefst almenningi kostur á að snæða mat sem þekktir gestamatreiðslumenn sjá um á tilgreindum veit- ingastöðum og hins vegar keppa sömu meistarar í elda- mennsku. Gert er ráð fyrir um 60 til 70 erlendum blaðamönnum til landsins vegna hátíðarinnar. Árvakur/Golli Gæddu sér á norrænum krásum Stærsta Food&Fun-matarhátíðin frá upphafi hefst í dag ALMYRKVI verður á tungli í nótt. Tungl verður í suð- suðaustri frá Reykjavík. Myrkvinn verður ekki áberandi fyrr en tungl gengur í alskuggann kl. 1.43, en almyrkvinn verður á fjórða tímanum og miður myrkvi klukkan 3.26. Tunglið verður svo laust við hálfskuggann klukkan 6.17 á fimmtudagsmorgun, að því er segir í almanaki Háskóla Íslands. Rauðum bjarma slær á tunglið þegar skuggi jarðarinnar fellur á það, vegna ljós- brots í efstu lögum lofthjúpsins, en birtustig rauða bjarmans segir mik- ið um hreinleika lofthjúps jarð- arinnar. Því dekkri því óhreinni. Að auki verður tunglið í Ljóninu á þess- um tíma og Satúrnus því sjáanlegur rétt hjá, með kíki. Stjörnuskoðunarfélag Seltjarn- arness verður með samkomu í Krýsuvík, við Grænavatn, um tvö- leytið í nótt og býður alla sem vilja velkomna. Von er á eitthvað léttara skýjafari í nótt en verið hefur. Almyrkvi á tungli í nótt Í rauðum bjarma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.