Morgunblaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 27
MINNINGAR
✝ Margrét Sig-urveig Sigurð-
ardóttir fæddist í
Sandgerði 31. júlí
1924. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 11. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigríður Jóns-
dóttir saumakona
og Sigurður Ein-
arsson fiskverkandi,
bjuggu þau á Fag-
urhól í Sandgerði,
hún var ein af tíu
systkinum og þar af var einn bróð-
ir sem lést á barnsaldri, en þrjár
systranna eru látnar, Hulda og
Svava og nú Veiga. Eftirlifandi eru
Sigríður, Margrét, Einarína, Guð-
rún, María og Þórdís.
Veiga giftist 26. desember 1949
þau eiga þrjú börn og einn son
misstu þau 11 mánaða gamlan
1975. 5) Þórður Matthías, f. 11.7.
1954, kvæntur Kristínu Sigurjóns-
dóttur, þau eiga fjóra syni og fyrir
átti Þórður fjögur börn, þar af lést
elsti sonur hans 2005, barnabörn
þeirra eru níu. 6) Ólína Herdís, f.
9.11. 1955, hún á tvær dætur og
þrjú barnabörn. 7) Steinunn Sess-
elja, f. 17.3. 1958, gift Ísak Þórð-
arsyni, þau eiga tvær dætur og fyr-
ir átti Steinunn einn son, þau eiga
fjögur barnabörn.
Veiga ólst upp í Sandgerði.
Framan af bjuggu Sigurveig og
Sigurður þar og ólu upp börn sín.
Árið 1968 fluttu þau til Grindavík-
ur, nánar tiltekið í Valhöll í Þór-
kötlustaðahverfi og bjuggu þau
þar næstu 32 árin. Þá fluttust þau
til Keflavíkur en voru þar aðeins í
2 ár og fluttust aftur til Grindavík-
ur 2002 í Víðihlíð, heimili aldraðra
eftir að Sigurður hafði fengið
heilablóðfall. Eftir að hann lést
2003 bjó Veiga áfram í Víðihlíð.
Veiga verður jarðsungin frá
Grindavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan14.
Sigurði Þórðarsyni
frá Ólafsvík, f. 8. maí
1921, d. 11. sept-
ember 2003. Börn
þeirra eru: Hafsteinn,
f. 25.11. 1947, kvænt-
ur Olgu Siggeirs-
dóttur, þau eiga einn
son og fyrir átti Olga
þrjú börn, barnabörn
þeirra eru fjögur. 2)
Einar Sigurður, f.
20.6. 1949, d. af slys-
förum 21.1. 1991, var
kvæntur Guðbjörgu
Ólafsdóttur, dætur
þeirra eru tvær og fyrir átti Einar
einn son, barnabörn þeirra eru
fjögur. 3) Svanfríður Aðalbjörg, f.
3.12. 1950, gift Ásgeiri Magn-
ússyni, þau eiga fjóra syni og sjö
barnabörn. 4) Birgir, f. 22.10. 1952,
kvæntur Kristínu Þórðardóttur,
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku hjartans mamma og amma
okkar, þú átt stað í hjarta okkar og
við munum minnast þín um aldur og
ævi. Guð blessi þig og varðveiti alla
tíð. Blessuð sé minning þín.
Steinunn, Ísak, Sjöfn og Ólöf.
Elsku amma. Ég bjóst ekki við því
að sjá þig ekki aftur þegar þú fórst á
spítalann, ég ætlaði að kíkja á þig
með stelpurnar daginn eftir, þess í
stað hringdi mamma í mig og sagði
mér að þú værir dáin. Ég brotnaði
saman og dofnaði öll upp, ég trúði
því ekki að þú værir farin frá okkur,
elsku amma mín. Ég mun sakna þín
sárt, þú varst svo stór hluti af okkar
lífi, nú verða engar ferðir upp í Víði-
hlíð í spjall og hlátur við eldhúsborð-
ið. Ég trúi því að þú sért komin til afa
og Einars frænda, og ég veit að þar
mun þér líða vel.
Mín sál og hjarta hvíli’ í þér,
en hvíl þú, Guð, í brjósti mér,
svo hver einn morgunn heims um rann
mig hitti nýrri’ og betri mann.
(Matthías Jochumsson.)
Þín nafna
Margrét Sigurveig.
Elsku langamma, við viljum bara
láta þig vita að við elskum þig og
munum sakna þín. Það var alltaf
gaman að koma til þín og fá að fara í
fínu skóna þína og fá slæðurnar þín-
ar lánaðar, og svo átturðu alltaf eitt-
hvað gott í nammiboxinu þínu uppi í
skáp.
Guð geymi þig, elsku langamma,
núna ertu komin til langafa.
Frelsarinn góði, ljós mitt og líf,
lífsins í stormunum vertu mín hlíf,
láttu þitt auglit lýsa yfir mig,
láttu mig aldrei skiljast við þig.
(Bjarni Jónsson.)
Herdís Júlía og Díana Sjöfn.
Fáein kveðjuorð til þín, Veiga.
Þú varst ein af okkur níu systrum
frá Fagurhóli í Sandgerði. Margs er
að minnast og margs er að sakna. Þú
varst dugnaðarforkur, sjómanns-
kona og sást um börn og bú af mynd-
arskap. Við systur áttum margar
góðar stundir saman og fyrr á árum
hittumst við oft með barnahópinn
okkar. Þú komst allra þinna ferða á
þínum bíl og ekkert stoppaði þig.
Takk fyrir allt, þín verður sárt
saknað.
Einlægar samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu þinnar.
Hvíl þú í friði.
Oss héðan klukkur kalla,
svo kallar Guð oss alla
til sín úr heimi hér,
þá söfnuð hans vér sjáum
og saman vera fáum
í húsi því, sem eilíft er.
(V. Briem.)
Einarína (Ninna) og fjölskylda.
Elsku amma.
Það var erfitt að trúa því þegar við
fréttum að þú værir farin frá okkur,
farin án fyrirvara. Við hefðum svo
viljað vera hjá þér og fá að kveðja
þig. En svona er lífið og allt tekur
enda fyrr en síðar. Það er samt á
tímum sem þessum sem maður rifjar
upp minningarnar og þar á heimilið
ykkar afa, Valhöll, stóran þátt. Það
var alltaf ljúft að koma til ykkar
hvort sem það var vetur eða sumar.
Hverfið austur frá heillaði og maður
var í hálfgerðri sveit í bæ. Yndisleg-
ur staður fyrir krakka að leika sér.
Það var því mikill söknuður þegar
þið fluttuð úr Valhöllinni og maður
átti erfitt með að sjá aðra fjölskyldu
fyrir sér í húsinu. Það er á svo mörgu
að taka þegar við skrifum þessi orð
til þín, amma. Minningarnar um þig
og afa eru margar og góðar. Þær
munu alltaf lifa áfram í hjörtum okk-
ar og við munum halda þeim á lofti
um ókomin ár. Við huggum okkur við
það að nú ertu komin til afa, Þórðar
bróður, Einars, Svövu og hinna sem
fóru á undan þér. Þú kenndir okkur
að hafa trúna að leiðarljósi í lífinu og
við viljum kveðja þig með bæninni
sem þú kenndir okkur þegar við vor-
um yngri og vorum hjá ykkur afa.
Við elskum þig amma og eigum
eftir að sakna þín.
Kristur minn, ég kalla á þig,
komdu að rúmi mínu.
Gakktu hér inn og geymdu mig,
Guð í faðmi þínum.
(Höf. ók.)
Sigurður Þór, Kristín María
og Björn Óskar.
Ekki átti ég von á því að fá símtal
um það að amma í Valhöll væri dáin.
Hugur minn fór á allsherjar flakk og
minningunum um góðu stundirnar í
Valhöll gleymi ég aldrei. Amma í
Valhöll var sú síðasta af ömmum
mínum og öfum sem ég átti á lífi og
þótti mér afskaplega vænt um þig.
Ég var ekki hár í loftinu þegar ég fór
að venja komur mínar í Valhöll, þar
var tekið á móti manni eins og maður
væri þvílíkt mikilmenni. Amma, þú
áttir alltaf eitthvað sem manni
fannst gott. Það var alltaf gaman að
koma í kaffi til þín, þú snaraðir fram
kaffihlaðborði á örskotsstundu og
fórst létt með það. En þar sem þú ert
nú veit ég að Guð er líka. Afi og Ein-
ar eru örugglega fegnir að vera bún-
ir að endurheimta þig aftur.
Amma þú munt eiga stað í hjarta
mínu og ég kveð þig með söknuði.
Drottinn blessi þig og varðveiti þig.
Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig
og sé þér náðugur. Drottinn upplyfti
sínu augliti yfir þig og gefi þér frið.
Amen. (4.Mos.6.24)
Kristján Ásgeirsson.
Margrét Sigurveig
Sigurðardóttir
Ég man þegar við systkinin
komum í heimsókn til þín og
fengum að leika í dótaherberg-
inu og þegar við komum úr leik
og fengum kökur og kex og
appelsín sem við vissum að þú
ættir alltaf til. Ég man eftir fal-
lega hárinu þínu og góðu aug-
unum, ég man þig, elsku
langamma.
Kveðja,
Ísak Máni.
HINSTA KVEÐJA
✝
Ástkær móðir okkar,
BRYNHILDUR GEORGIA BJÖRNSSON,
er látin.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Guðrún Jónsdóttir,
Rannveig Eyþórsdóttir,
Hjördís Eyþórsdóttir.
✝
Móðir okkar og tengdamóðir,
ARNÓRA FRIÐRIKKA SALÓME
GUÐJÓNSDÓTTIR,
síðast til heimilis
að Sléttuvegi 13,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn
17. febrúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju
þriðjudaginn 26. febrúar kl. 14.00.
Eiríkur Valdimarsson,
Arnfríður H. Valdimarsdóttir, Ólafur Árnason,
Magnúsína G. Valdimarsdóttir, Þór G. Þórarinsson,
Sigurjóna Valdimarsdóttir, Kristjón Sigurðsson,
Arnór V Valdimarsson, Guðlaug Jónsdóttir,
Páll G. Valdimarsson, Soffía Gísladóttir,
Sigurborg Valdimarsdóttir, Jón Egilsson,
Guðjón Valdimarsson, Ólafía G. Einarsdóttir,
og aðrir aðstandendur.
✝
Okkar ástkæri,
JÓN HILMAR SIGURÐSSON,
líffræðingur,
frá Úthlíð,
Sléttuvegi 13,
Reykjavík,
varð bráðkvaddur að heimili sínu laugardaginn
16. febrúar.
Gísli Sigurðsson, Jóhanna Bjarnadóttir,
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Björn Sigurðsson,
Sigrún Sigurðardóttir, Guðmundur Arason,
Kristín Sigurðardóttir, Werner Rasmusson,
Baldur Sigurðsson, Kristbjörg Steingrímsdóttir,
Guðný Guðnadóttir.
✝
Elskuleg eiginkona mín,
INDIANA INGÓLFSDÓTTIR,
Starrahólum 7,
lést á Hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn
16. febrúar,
Stefán Gunnar Vilhjálmsson.
✝
Elskulegur sonur okkar, bróðir og barnabarn,
HEIÐAR ÖRN EINARSSON
Álfheimum 40,
lést fimmtudaginn 14. febrúar.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn
22. febrúar kl. 11.00.
Einar Þór Hannesson, Hafdís Ósk Víðisdóttir,
Arnar Már Einarsson,
Víðir Björnsson, Alda Finnsdóttir,
Svanhildur Pálsdóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SÓLVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Fellsmúla 11,
Reykjavík,
lést föstudaginn 15. febrúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Einar Norðfjörð,
Guðrún Norðfjörð, Steinar V. Árnason,
Sigurbjörg Norðfjörð, Þorgeir Valdimarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.