Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Vestmannaeyjar | Stórhríð gekk yfir Vest- mannaeyjar í fyrrinótt og í gær og hefur ekki verið meiri snjór í Eyjum í áratugi. Flestar götur voru ófærar og var fólki ráðlagt að halda sig heima við. Lögregla og Björgunarfélag Vestmannaeyja höfðu í nógu að snúast við að koma fólki úr og í vinnu og í Herjólf. Tíðindum sætir að dæmi voru um að fólk sem ætlaði með Herjólfi komst hvergi því ekki var hægt að koma bílunum um borð. Und- antekning var að sjá bíla á ferðinni og þeir sem hættu sér út óðu snjóinn í geirvörtur þar sem ófærðin var mest. Ekki var lögreglu kunn- ugt um slys á fólki en bíll lenti út af í ófærð- inni án þess að nokkur meiddist. Mesti snjór í áratugi „Þetta er mesti snjór sem ég man eftir frá því ég byrjaði í lögreglunni fyrir 25 árum,“ sagði Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Þá var hann nýkominn til vinnu. „Þeir sem lengst muna segja að ekki hafi jafnmikill snjór komið hér síðan í lok mars 1968, eða fyrir sléttum 40 árum. Þá féll hér einhver mesti snjór sem menn muna eftir,“ bætti hann við. „Ég þurfti aðstoð Björgunarfélagsins til að komast til vinnu og tók ferðin um 40 mínútur,“ sagði Jóhannes, sem býr í um kílómetra fjar- lægð frá lögreglustöðinni. Stendur hún við Faxastíg og er neðarlega í bænum. „Þetta er ótrúlega mikill snjór og skaflar sem eru vel á fjórða metra. Björgunarfélagið og við höfum verið að aðstoða fólk við að kom- ast í og úr vinnu enda ekki fært nema fyrir öfl- ugustu bíla að fara um bæinn. Höfum við ráð- lagt fólki að vera ekki á ferðinni. Ljóst að ekki komast allir með Herjólfi sem ætluðu sér að fara í dag. Þeir komast einfaldlega ekki um borð með bíla sína. Okkur er ekki kunnugt um slys en einn bíll fór út af klukkan átta í morg- un án þess að nokkur meiddist.“ Guðmundur Þ.B. Ólafsson, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyjabæjar, sagði að öll tiltæk snjóruðningstæki hefðu ver- ið kölluð út í gærmorgun en fljótlega hefði ver- ið hætt. „Við höfðum hreinlega ekki undan og fennti jafnóðum í slóðina. Við höfum reynt að halda Strandveginum opnum þannig að hægt sé að koma loðnu milli húsa. Nú bíðum við bara eftir að það stytti upp og lægi. Fyrr er ekkert hægt að gera,“ sagði Guðmundur. Braust í gegnum snjóinn til að koma mat heim til vinar Guðjón Sigtryggson hjá Björgunarfélaginu sagði að þeir hefðu verið kallaðir út um klukk- an þrjú í fyrrinótt og fyrsta verkefnið var að koma fólki heim af skemmtistöðum. „Við erum tíu og með tvo bíla. Þetta hefur gengið vel fyrir sig og núna erum við að skutla fólki um borð í Herjólf sem fer klukkan fjögur. Við vitum dæmi þess að fólk hefur ekki komist heiman að frá sér. Fréttum við af einum sem braust í gegnum snjóinn til að koma mat heim til vinar síns,“ sagði Guðjón að lokum. Enn gekk á með éljum í Vestmannaeyjum síðdegis í gær. Ekki er útlit fyrir að snjórinn fari alveg á næstunni þó spáð sé þíðu á mið- vikudaginn. Á morgun er spáð áframhaldandi frosti og á miðvikudaginn er gert ráð fyrir meiri snjókomu. Morgunblaðið/Ómar Garðarsson Fannfergi Snjóþyngsli voru í Eyjum í gær eftir stórhríð og snjóruðningstæki höfðu ekki undan. Ófært Fólki var ráðlagt að halda sig heima við. Óðu snjóinn upp að brjósti Snjóruðningstæki höfðu ekki undan í mestu snjóþyngslum í áratugi í Eyjum Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is VONSKUVEÐUR var frá Jökulsá á Sólheimasandi austur að Mýrdals- sandi í gær og var Suðurlandsvegi lokað frá Vík vestur að Skógum vegna veðurs auk þess sem ekkert ferðaveð- ur var frá Eyjafjöllum austur að Kirkjubæjarklaustri. Margir öku- menn virtu lokunina að vettugi og höfðu björgunarmenn og lögregla nóg að gera við að koma fólki í öruggt skjól. Bryndís F. Harðardóttir, formaður svæðisstjórnar Landsbjargar á svæði 16, sem er í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli, segir að gengið hafi á með miklu hvassviðri og ofankomu. Lög- regla og björgunarsveitarmenn hafi verið á fimm bílum, þremur frá Hvolsvelli og tveimur frá Vík, við að bjarga fólki og koma því til byggða. Umferð hafi verið mikil og fólk hafi ekki látið sér segjast fyrr en lögregl- an hafi komið sér fyrir á veginum og sagt hingað og ekki lengra. Enginn hafi samt verið hætt kominn, en ekk- ert hafi þýtt að ryðja því fannfergið hafi verið það mikið. Einhverja bíla hafi þurft að skilja eftir en reynt hafi verið að draga sem flesta til byggða. Að sögn Bryndísar var allt kol- ófært í Vík enda þorpið á kafi í snjó. „Veðrið hefur verið alveg glórulaust. Ég hef oft verið í byl en sjaldan séð það jafn svart. Maður sá ekki húddið á bílnum. það var bara veggur.“ Hún bætir við að í stuttu máli sagt hafi ekki verið neitt ferðaveður og fólk ætti að taka mark á því. Minnir á 1968 „Í gærkvöldi var jafnfallinn snjór farinn að nálgast 100 sentimetra, en annars eru húsháir skaflar, því að með kvöldinu hefur hvesst og skafið mjög.“ Svo segir í Morgunblaðinu 22. mars 1968 um samfellda snjókomu í Vest- mannaeyjum í tvo sólarhringa en fannfergið um helgina minnir um margt á veðrið fyrir um 40 árum. Í gærmorgun var 50 sm jafnfallinn snjór á Stórhöfða og síðan hélt áfram að snjóa fram eftir degi en undir kvöld var kominn mikill skafrenning- ur. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræð- ingur, segir á vef sínum að síðast hafi snjódýptin á Stórhöfða verið álíka mikil og nú 19. janúar 1993 en þá hafi hún mælst 56 sm. Í fyrrnefndri frétt í Morgunblaðinu kemur fram að snjórinn 1968 hafi ver- ið sá mesti í manna minnum og eng- inn vetur sambærilegur nema ef vera skyldi veturinn 1928. Einar bendir á að í hretinu 1968 hafi verið verulegar samgöngutruflanir á Suðurlandi, rétt eins og nú. Þá hafi mikið snjóað í Mýr- dal og snjóflóð fallið úr Reynisfjalli á fjárhúsin á bænum Lækjarhvammi og meira en 200 kindur drepist. Suðurlandsvegur lokaður og ökumenn í vandræðum Morgunblað/Guðmundur Karl Bílvelta Á ýmsu gekk í umferðinni. Enginn slasaðist þegar bifreið valt á mótum Biskupstungnabrautar og Suðurlandsvegar í gærkvöldi. BRESKA dag- blaðið Financial Times segir í grein á vefsíðu sinni í gær að Geir H. Haarde forsætisráðherra vilji að íslensku bankarnir rifi seglin í útþenslu- áformum sínum til að draga úr áhyggjum alþjóð- legra fjárfesta. „Bankarnir hafa gengið fram af miklu kappi í út- þenslunni; ef til vill er kominn tími til að þeir fari í saumana á þeirri stefnu,“ segir Geir í viðtali við blað- ið. Blaðið bendir á að skuldatrygg- ingaálag bankanna þriggja hafi sex- faldast á undanförnu hálfu ári en hefur eftir Geir að álagið sé alger- lega óréttlætanlegt. „Séu menn hræddir um að fá ekki endurgreitt, og um það snýst trúverðugleiki þeg- ar skuldir eru annars vegar, ættu þeir ekki að hafa áhyggjur af ís- lensku bönkunum, hvað þá stjórn landsins,“ segir Geir. Blaðið segir að ráðherrann ætli í þessum mánuði að hrinda af stokk- unum ímyndarherferð til að róa al- þjóðlega fjárfesta. „Margir vita ekki hvað er að gerast og við þurfum að taka á því,“ segir Geir í viðtalinu. Bankarnir rifi seglin Geir H. Haarde GERT er ráð fyrir að rækjuveiðar hefjist í Arnarfirði í vikunni eftir að sjávarútvegsráðuneytið heimil- aði veiðar á 150 lestum. Fyrir skömmu lauk Hafrann- sóknastofnunin könnun á inn- fjarðarækjusvæðinu í Arnarfirði. Niðurstaðan er að stofnvísitalan hefur hækkað frá því haustið 2007 og auk þess er útbreiðsla rækj- unnar mun meiri en undanfarna vetur. Í könnuninni reyndist rækjan mun stærri en oftast áður í vor- könnunum eða 188 stk. í kílói. Í kjölfar könnunarinnar lagði Haf- rannsóknastofnunin til við sjávar- útvegsráðuneytið að heimilaðar yrðu veiðar á 150 lestum af rækju á vertíðinni. Jón Þórðarson, útgerðarmaður á Bíldudal, segir að átta leyfishafar séu á rækjunni en tveir bátar, Höfrungur BA og Brynjar BA, hefji veiðarnar. Hins vegar verði rækjuverksmiðjan á staðnum ekki ræst þar sem ekki taki því fyrir svo lítið magn, en rækjan verði seld í burtu. Morgunblaðið/Ómar Löndun Frá rækjulöndun á Bíldu- dal fyrir tveimur árum. Rækju- veiðar hefjast í Arnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.