Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 3. MARS 63. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Ófært vegna snjókomu  Stórhríð gekk yfir Vestmanna- eyjar í fyrrinótt og í gær og hefur ekki verið meiri snjór í Eyjum í ára- tugi. Vonskuveður var líka við suð- urströnd landsins frá Jökulsá á Sól- heimasandi austur að Mýrdalssandi í gær og var Suðurlandsvegi lokað frá Vík vestur að Skógum. »2 Snillingar á skákmóti  Um 100 keppendur eru skráðir til leiks á Reykjavíkurskákmótinu sem verður sett í dag. Þar af eru um 65 erlendir skákmenn og á meðal þeirra er 11 ára undrabarn frá Úkraínu sem er með 2.406 Elóstig, æfir sex tíma á dag og er með frjálsa mætingu í skólanum. »4 Neikvæð áhrif  Einar Kristinn Guðfinnsson, sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að verðhækkanir, sem nú skella með ofurþunga á landbún- aðinn, hafi augljóslega neikvæð áhrif á lífskjör bænda, afurðastöðvar og neytendur og leita þurfi leiða til að vinna sig út úr vandanum. »Forsíða Medvedev vann  Þegar búið var að telja meira en helming atkvæða í forsetakosning- unum í Rússlandi í gær var Dmítrí Medvedev aðstoðarforsætisráðherra með um 70% atkvæða. Andstæð- ingar stjórnvalda sögðu að kosn- ingasvikum hefði verið beitt. »14 SKOÐANIR» Staksteinar: Aðferðir Gestapó? Forystugreinar: Skjalavarzla í nýju ljósi | Nýr forseti Rússlands Ljósvakinn: Ribery og Gazprom UMRÆÐAN» Reykjavíkur-metró Ágæti þingmaður Lygamafía Palestínuvina? Fáar prósentur en margt fólk Öryggi og hugsanaleti Velta á fasteignamarkaðnum Stefnumótun Garðyrkjufélagsins FASTEIGNIR» Heitast -1 °C | Kaldast -10 °C  Norðaustan 3-10 metrar á sekúndu og víða bjartviðri en skýj- að að mestu um landið norðanvert. » 10 Hvort má bjóða þér að gista innan í hundi eða holræsa- röri? Heimatilbúið múslí og hárþurrka innifalin. »34 VEFSÍÐA» Hundur eða holræsarör? FÓLK» Keira Kneightley dáist að Björk. »33 Í Hljómsveit er bær- inn Fídbakki við Balalæk þar sem tónlistarmenn stunda nýyrðasmíð af kappi. »36 TÓNLIST» Á Fídbakka við Balalæk TÓNLIST» Forsala miða á Clapton- tónleika hefst í dag. »37 TÓNLIST» Með hugann við það sem er framundan. »34 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Fær 21 milljón í vinning 2. Gaman að reyna að eignast barn 3. Vont veður í Vestmannaeyjum 4. Innisnjóaðir Vestmannaeyingar ÞRÁTT fyrir mikið fannfergi á land- inu eru golfáhugamenn farnir að huga að sumrinu. Unglingar í Golf- klúbbnum Leyni settu Íslandsmet í golfmaraþoni um helgina þar sem þau skiptust á um að slá golfbolta á æfingasvæði klúbbsins í sólarhring. Hópurinn fer í æfingaferð til Spánar á næstunni og var golfmaraþonið hluti af fjáröflun þeirra fyrir draumaferðina. Boltarnir sem not- aðir voru eru gulir á litinn en það er hætt við því að stór hluti þeirra finn- ist ekki fyrr en snjóa leysir. Íslandsmet í golfmaraþoni Morgunblaðið/Sigurður Elvar Slegið í gegn Sólgleraugu og „sixpensari“ eru nauðsynlegur hluti af út- búnaði kylfinga sem ætla sér að slá Íslandsmet í golfmaraþoni. armaður skipsins bauð okkur að láta skipið brjóta sér leið í gegn- um ísinn inn í fjarðarbotn fyrir ákveðna upphæð, þar sem hann hefði hvort eð er ekkert annað að gera og gæti ekki farið að HAFÍS hefur valdið starfs- mönnum Ístaks sem vinna að virkjunarframkvæmdum við Sisimiut á vesturströnd Græn- lands erfiðleikum að undanförnu. Hafísinn gerði erfitt fyrir um að- drætti, en úr rættist í vikunni þegar 700 tonna togari var feng- inn til að ryðja sér leið í gegnum ísinn 22 kílómetra leið frá Sisimiut inn í fjarðarbotninn þar sem virkjuninni er fyrirhugaður staður. Tók það sex sólarhringa og þurfti að sprengja vakir í ís- inn þar sem hann var þykkastur til að skipið næði að ryðja rennu í ísbreiðuna. „Við erum nýbúnir að brjóta okkur leið í gegnum ísinn og fá allt fyllt upp af olíu, þannig að við erum ansi brattir í dag. Ef þú hefðir talað við mig fyrir rúmri viku hefði ég verið heldur svart- sýnni,“ sagði Guðmundur Þórð- arson byggingartæknifræðingur, sem stýrir framkvæmdunum á Grænlandi. „Það var lán í óláni að 700 tonna togari sem hér er komst ekki á miðin vegna íss og útgerð- veiða. Við samþykktum það og það tók skipið sex sólarhringa að brjóta sér leið í gegnum ísinn með alls konar æfingum. Við boruðum og sprengdum vakir fyrir framan skipið þar sem erf- iðast var að brjóta ísinn,“ sagði Guðmundur. Virkjunin sem Ístak byggir er 15 megavött að stærð og á að sjá þéttbýlinu í Sisimiut og nágrenni fyrir orku. | 6 Sprengdu vakir í hafísinn Fengu togara til að ryðja sér 22 km leið í gegnum ís á vesturströnd Grænlands Ljósmynd/Kiddi Einars FRAMKVÆMDIR við nýtt hverfi vestan við Hveragerði undir Kömb- unum eru í fullum gangi. Gatnagerð er hafin á svæðinu sem er 30 hekt- arar að stærð og er skipulagt fyrir íbúðabyggð. Er gert ráð fyrir bygg- ingu 280 íbúðaeininga, 220 sérbýla og 60 íbúða í fjölbýlishúsum. Kamba- land verður byggt upp í þremur áföngum og má reikna með að upp- bygging alls hverfisins taki um 5-8 ár. Landið er í eigu Kambalands ehf. sem sér um uppbygginguna, en Hveragerðisbær mun sjá um þá þætti sem snúa að þjónustu. „Kambaland ehf. hefur skipulagt svæðið, í samvinnu við bæinn að sjálfsögðu,“ segir Aldís Hafsteins- dóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, „og þeir sjá um alla gatnagerð á svæðinu. Bærinn kemur ekki að framkvæmdinni að öðru leyti en að tengja svæðið núverandi gatnakerfi, veitukerfi og slíku. Síðan munum við auðvitað þjónusta svæðið þegar það er byggt,“ segir Aldís. Framundan er einnig uppbygging í Sólborgum, en samningar um upp- byggingu voru gerðir við Eykt hf. Eykt eignaðist það land með samningum við Hveragerðisbæ í byrjun árs 2006 og síðan hefur verið unnið að þróun þess og skipulagn- ingu, en ólíklegt er að framkvæmdir hefjist þar á þessu ári. | 9 Framkvæmdir í fullum gangi Morgunblaðið/RAX Uppbygging Áhugi er á húsnæði sem reist verður við Hveragerði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.