Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 15 MENNING TANAÐUR BEBOP-FÉLAG Reykjavíkur stendur fyrir tónleikum í kvöld á Kaffi Kúltúra við Hverfis- götu. Bebop-félagið er fé- lagsskapur djassleikara á höf- uðborgarsvæðinu sem stendur fyrir tónleikum fyrsta mánu- dag hvers mánaðar. Í kvöld leikur B3 Tríó en það er skipað Agnari M. Magn- ússyni, Ásgeiri Ásgeirssyni og Erik Qvick. Eftir hlé verður spilað af fingrum fram og ekki ólíklegt að fleiri djassistar komi og taki lag með þeim félögum í B3 Tríó. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og er aðgangseyrir 500 krónur. Tónlist B3 Tríó spilar af fingrum fram B3 Tríó Í HÁDEGINU á morgun ætlar Þór Magnússon fyrrvernadi þjóðminjavörður að rekja varð- veislusögu myndfjala með sér- stæðum útskurði sem nú eru til sýnis í Bogasal Þjóðminja- safnsins. Talið er að fjalirnar séu úr dómsdagsmynd sem prýtt hafi vesturvegg Hóla- dómkirkju á 12. öld. Fjalirnar eru oftast kenndar við bæinn Bjarnastaðahlíð í Skagafirði en þaðan komu þær til Þjóðminjasafnsins árið 1924. Allar voru þær notaðar sem húsaviður og hefur það vafalaust bjargað þeim frá glötun. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12.05. Fræði Fjalirnar frá Bjarnastaðahlíð Þór Magnússon Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „ÞETTA HÚS hefur á 25 árum sannað mikilvægi svona stofnunar,“ segir Elísabet Þórisdóttir, fram- kvæmdastjóri Menningarmiðstöðv- arinnar Gerðubergs í Breiðholti, en hún hefur starfað þar frá upphafi. „Við höfum í 25 ár haft það að leið- arljósi að vera uppbyggjandi, fræð- andi, leiðandi á okkar sviði, og skemmtileg!“ Elísabet segir að fyrstu árin hafi Breiðholti verið sinnt sérstaklega, meðan það vantaði aðstöðu fyrir margt í nýju hverfi, en jafnt og þétt hafi áhersla verið lögð á að sinna breiðari hópi með fjölbreytni og nýj- ungum á breiðum grundvelli. „Takmarkið er að höfða til allra aldurshópa og fólks með mismun- andi áhugasvið. Við erum með stóra menningarlega viðburði eins og sjónþingin og ritþingin, og sýn- inguna „Þetta vilja börnin sjá“ sem og myndskreytingarverðlaunin Dimmalimm. Við setjum ekki bara upp sýningar heldur fylgjum við- burðum eftir. Það er mikilvægt fyrir hverja borg að eiga svona hús. Við erum með söfn sem hafa sín sérsvið, og eru með lík markmið. Eins og allir vita er Hafnarhúsið ekki bara fyrir þá sem búa í miðborginni heldur alla borgarbúa, rétt eins og Gerðuberg. Við vinnum mikið með börnum og fyrir börn. Í myndlistinni höfum við líka fjölbreytni í huga, m.a. með sýn- ingum alþýðulistamanna og ungs myndlistarfólks. Við óttumst ekki fjölbreytileikann. Á tímabili vorum við með sýningarnar Þetta vil ég sjá, þar sem við fengum ólíka ein- staklinga til að velja myndverk.“ Mikil umferð um húsið Starfið í Gerðubergi er fjöl- breytilegt frá morgni til kvölds. Þar er félagsstarf aldraðra, fundir, hverskyns námskeið fyrir börn og ungmenni, leiksýningar og svo mætti lengi telja. Þá er Breiðholts- útibú Borgarbókasafns í bygging- unni og segir Elísabet báðar stofn- anir njóta þess nábýlis. „Það er mikil umferð um húsið enda er það vel í sveit sett. Það er yndisleg sundlaug á móti okkur, tveir stórir grunnskólar, fjölbrauta- skóli og tónlistarskóli.“ Fólki sem er af erlendu bergi brotið hefur fjölgað mikið í Breið- holtinu og segir Elísabet að Heims- dagur barna, sem verið hefur í Gerðubergi síðustu tvö ár, sé ánægjuleg viðbót í starfseminni og beini sjónum að fjölbreytileikanum í mannlífinu í Reykjavík. Opin fyrir því sem vantar „Við viljum áfram vera með fjöl- breytilega starfsemi, þannig að fólk fái ekki á tilfinninguna að Gerðuberg sé fyrir einhverja útvalda hópa. Við viljum gjarnan sinna öllu því sem okkur finnst vera svolítið útundan.“ Skyldi vera búið að leggja drög að starfsemi næstu 25 ára? „Okkur vantar ekki hugmynd- irnar. Eða viljann. Fyrst og fremst vantar mannskap og örlítið af pen- ingum. Stundum fá opinberar stofn- anir eins og okkar styrki, sem er af hinu góða þar sem samfélagsleg ábyrgð og áhugi á að láta gott af sér leiða skilar sér margfalt. Ég vona svo sannarlega að eitthvert fyr- irtæki eða stofnun komi til sam- starfs við okkur á þeim grundvelli. Það mun gera okkur kleift að halda áfram að vera opin fyrir því sem við sjáum að vantar í menningarlitrófið og ástæða er til að koma á framfæri, í bland við það sem við leggjum sjálf áherslu á.“ 25 ára afmæli Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs á morgun, 4. mars Opin fyrir því sem vantar Í ALDARFJÓRÐUNG hefur Gerðuberg staðið fyrir allrahanda uppá- komum. Á Glæpasöguþingi árið 2004, í sambandi við ritþing um verk Arn- aldar Indriðasonar, var glæpavettvangur til að mynda sviðsettur. Morgunblaðið/Júlíus Margbreytilegar uppákomur BÆJARBLOKKIRNAR tvær í aust- urhluta London, sem saman bera nafnið Robin Hood Gardens, hafa ekki þótt eftirsóknarverðar til bú- setu síðustu árin. Á þeim voru frá upphafi ýmsir hönnunargallar og í gegnum árin grófu félagsleg vandamál um sig meðal íbúa þar, meðal annars jókst glæpatíðni með hverju ári. Nú þegar ákveðið hefur verið að rífa þær, hefur hópur breskra arkitekta hinsvegar hafið herferð til þess að bjarga þeim og segja þeir mikil menningarverð- mæti í húfi. Húsin voru hönnuð af hjónunum Alison og Peter Smithson og voru fullbyggð árið 1972. Smithson- hjónin aðhylltust módernisma í húsagerðarlist og voru undir áhrif- um arkitekta á borð við Mies van der Rohe, en lögðu áherslu á ófág- að yfirborð og grófan frágang. Blokkirnar eru sjö og tíu hæðir og samtals eru þar 213 íbúðir. Building Design, breskt tímarit um byggingarlist, hafði frumkvæði að herferðinni til þess að bjarga húsunum og nú hafa frammámenn á sviði byggingarlistar lagt barátt- unni lið og má þar nefna spænska arkitektinn Carme Pinos og rithöf- undinn Alain de Botton. Óvíst er hvort tekst sannfæra breska menningarmálaráðherrann Margaret Hodge, sem hefur verið því mjög fylgjandi að rífa Robin Hood Gardens. Hún hefur talið að það svari ekki kostnaði að gera við þau, en hann mun nema tæpum tíu milljónum íslenskra króna á íbúð. Vilja bjarga bæjar- blokkunum Blokk Skiptar skoðanir eru um hvort húsin skuli standa áfram. Rithöfundurinn J.K. Rowling segist líta á það sem arðrán ef fyrirhuguð al- fræðiorðabók um Harry Potter og veröld hans verður gefin út, en Rowling er sem kunnugt er höfundur bókanna um galdrastrák- inn. Hún er nú að undirbúa mál- sókn gegn rithöfundinum Steve Vander Ark og útgáfufélagi hans til þess að koma í veg fyrir útgáf- una og segist sjálf ætla að skrifa sambærilega bók þar sem ýmislegt komi fram sem ekki er að finna í bókunum sjö. Steve Vander Ark segir bók sína ekki skaða Rowling á nokkurn hátt og löng hefð sé fyrir útgáfu sam- bærilegra handbóka um bók- menntaverk. Hún segir hinsvegar að hann vilji hafa bæði hana sjálfa og aðdáendur bókanna að féþúfu. „Mér finnst mjög mikils vert að vernda ævintýraheiminn sem tók mig svo langað tíma að skapa og ekki síður alla lesendurna sem keyptu bækurnar.“ Vill stöðva útgáfuna J.K. Rowling STARFSFÓLK Gerðubergs býður öllum velunnurum, listafólki, samstarfs- fólki og starfsfólki til afmælishátíðar annað kvöld, 4. mars, milli kl. 20 og 22. Boðið verður upp á léttar veitingar, ljúfa tónlist og notalega stemningu. Í tilefni dagsins opna tvær sýningar. Stefnumót við safnara III er til- einkuð hljóðfærum og ýmsum hlutum sem tengjast tónlist á einn eða annan hátt. Fjölbreyttir og áhugaverðir sýningargripir, auk tóndæma, eiga að færa gesti inn í margslunginn heim tónlistarinnar. Hljóðfærin á sýningunni endurspegla ástríðu nokkurra hljóðfærasafn- ara sem og þróun hljóðfæra gegnum aldirnar; allt frá frumstæðum áslátt- arhljóðfærum til elektrónískra stílófóna. Sýningarstjórar eru Anik Todd og Una Stígsdóttir. Vatnslitastemmur úr ferðalögum Hin sýningin nefnist Sjö landa sýn. Eru það vatnslitastemningar Maríu Loftsdóttur, alþýðulistakonu, frá ferðalögum um heiminn. Myndir Maríu eru frá sjö löndum; Argentínu, Bólivíu, Brasilíu, Íslandi, Japan, Perú og Skotlandi. María er fædd árið 1946 og starfar sem sjúkraliði. Hún ferðast gjarnan með stóra vatnslitablokk, liti og pensla, og málar á viðkomustöðum, af næmi og tilfinningu fyrir umhverfinu. Afmælisdagskrá Gerðubergs Í HNOTSKURN »Afmælisdagskráin á morgun,þriðjudaginn 4. mars, er fyrsti liðurinn í dagskrá Gerðu- bergs á afmælisárinu. »Menningarmiðstöðin Gerðu-berg er alhliða menningar- miðstöð sem leggur áherslu á gott aðgengi borgarbúa á öllum aldri að viðburðum og fræðslu á sviði menningar og lista. »Eitt af helstu markmiðummenningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs er að efla tengsl milli kynslóða og gefa innsýn í mismunandi þekkingar-, menn- ingar- og reynsluheima. » Í Gerðubergi eru listsmiðjurfyrir börn, félagsstarf fyrir aldraða og þá stuðlar stofnunin að varðveislu menning- arverðmæta, m.a. með útgáfu á sjón-, tón- og ritþingum Gerðu- bergs. ♦♦♦ Í KVÖLD hefst fyrirlestraröð um sviðslistir á vegum leiklist- ardeildar Listaháskóla Íslands og Leiklistarsambandsins. Tvö fyrirlestrakvöld eru á dag- skránni nú fyrir páska en eftir páska er stefnan að halda úti vikulegum fyrirlestrar- kvöldum fram í maí. Yfirskrift fyrsta fyrir- lestrakvöldins er: „Hin nauð- synlega enduruppgötvun hjólsins“ og þar verður varpað fram grunvallarspurningum um hlutverk listamannsins og möguleika nýjunga. Fyrirlesturinn hefst klukkan 21 á Kaffi Sólon og er öllum opinn. Leiklist Rætt um sviðslistir á Kaffi Sólon Kaffi Sólon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.