Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 29 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9- 16.30, boccia kl. 10, félagsvist (4 skipta) kl. 13.30. Árskógar 4 | Bað kl. 9-12, handa- vinna kl. 9-16, smíði/útskurður kl. 9- 16.30, félagsvist kl. 13.30 og myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, lífsorkuleikfimi, morgunkaffi/ dagblöð, fótaaðgerðir, hádegisverður, bútasaumur, kaffi. Félag eldri borgara, Reykjavík | Bridds kl. 13, kaffitár kl. 13.30, línu- danskennsla kl. 18. samkvæmisdans byrjendur kl. 19 og framhald kl. 20. Snúður og Snælda sýna Flutningana eftir Bjarna Ingvarsson í Iðnó, og inn í sýninguna eru fléttuð atriði úr Skugga-Sveini eftir Matthías Joch- umsson. Næstu sýningar verða 6. og 9. mars kl. 14, s. 562 9700. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan er opin, leiðbeinandi við til hádegis, bossía kl. 9.30, gler- og postulínsmálun kl. 9.30 og 13, lomber og canasta spilað kl. 13.15, kóræfing kl. 17 og námskeið í skapandi skrifum kl. 20. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu- línshópur kl. 9, ganga og hádeg- isverður. Handavinna kl. 13. Bridds fellur niður í dag. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9, 9.45 og 10.30, karlaleikfimi kl. 9.30, boccia kl. 10.30, gönguhópur kl. 11, glerskurður kl. 13, Biblíulestur í Jónshúsi kl. 14, opið til kl. 16. Skrán- ing í 5 daga Vestfjarðaferð í júlí hafin. Ath. takmarkaður þátttakendafjöldi. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustof- ur opnar kl. 9-16.30, sund og leik- fimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.50. Frá hádegi er spilasalur opinn, kóræf- ing kl. 14.20. Mánud. 10. mars veitir Skattstofan framtalsaðstoð, skráning á staðnum og í s. 575 7720. Þriðjud. 18. mars er leikhúsferð í Þjóðleik- húsið á Sólarferð, skráning hafin. Furugerði 1, félagsstarf | Létt leik- fimi kl. 13.15, framhaldssagan kl. 14. Kaffiveitingar. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9- 16.30, útskurður kl. 9-12, bænastund kl. 10, hádegismatur, myndlist kl. 13- 16, kaffi. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16, kortagerð, handstúkuprjón o.fl. Jóga kl. 9-11. Hádegisverður. Spil- að kl. 13-16. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthús- inu kl. 9.30. Uppl. í síma 554 2780. Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun er sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30. Kvenfélag Garðabæjar | Fé- lagsfundur 4. mars kl. 20 á Garða- holti. Venjuleg fundastörf og skemmtun. Kaffinefnd skipa hverfi 3, 10, 11, 14 og 18. Konur í kaffinefnd mæta kl. 19. kvengb.is. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu- stund og spjall kl. 9.30, handverks- og bókastofa kl. 13, kaffiveitingar. Söng- og samverustund kl. 15. Leshópur FEBK, Gullsmára | Jón Kalmann Stefánsson rithöfundur verður gestur Leshóps FEBK 4. mars kl. 20. Jón Kalmann hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 2005 og nýj- asta bók hans, Himnaríki og helvíti, vakti athygli. Enginn aðgangseyrir. Sjálfsbjörg | Bridds kl. 19 í fé- lagheimili Sjálfsbjargar á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Þórðarsveigur 3 | Félagsráðgjafi kl. 10, salurinn opinn kl. 13, leikfimi kl. 13.15, boccia kl. 14, kaffiveitingar. Kirkjustarf Árbæjarkirkja | Kvenfélag Árbæj- arsóknar heldur fund í safnaðarheim- ilinu kl. 20. Venjuleg fundarstörf, páskabingó og veitingar. Áskirkja | Þorgils Hlynur Þorbergson cand. theol. verður með bænastund/ morgunsöng á Dalbraut 27 kl. 9.30. Grafarvogskirkja | Kristinn H. Gunn- arsson les 19. passíusálm kl. 18. TTT fyrir 10-12 ára í Grafarvogskirkju og Húsaskóla kl. 17-18. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8.-10. bekk kl. 20 í Grafarvogskirkju. Hallgrímskirkja | Bæna- og kyrrð- arstund kl. 12.15. Umsjón hefur Sig- rún V. Ásgeirsdóttir. Kristniboðssalurinn | Félagsfundur í kl. 20. Ræðumaður Þorgils Hlynur Þorbergsson. Laugarneskirkja | Kvenfélag Laug- arneskirkju heldur fund kl. 20. Selfosskirkja | Tvíburamæður hittast í safnaðarheimilinu í fyrramálið kl. 10.30. dagbók Í dag er mánudagur 3. mars, 63. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Hver, sem gjörir vilja Guðs, sá er bróðir minn, systir og móðir. (Mk. 3, 35.) Mannúðar- og mannrækt-arsamtökin Höndinhalda málþing umkvíða á morgun í neðri sal Áskirkju. Á fundinum ætlar Bryndís Edda Eðvarsdóttir, meðlimur í stjórn Handarinnar, að segja frá eigin reynslu og bata af kvíða og þung- lyndi og Brjánn Á. Bjarnason geð- læknir flytur erindi. Bryndís Edda segir þunglyndi og kvíða koma fram með ólíkum hætti hjá ólíkum einstaklingum. Sjálf varð hún ekki vör við að eitthvað væri að fyrr en heilsa hennar hrundi skyndilega: „Fram að því hafði ég verið með líkamleg einkenni, eins og mikinn hjartslátt, svita og svefn- leysi. Ég hafði einnig óafvitandi ein- angrað mig á stöðum, þar sem mér fannst ég örugg. Ég stundaði mína vinnu en félagslífið var nánast ekk- ert, bar við önnum til að forðast að hitta annað fólk,“ segir hún. Bryndís Edda nefnir sem dæmi að eitt einkenni kvíða er að þora ekki á nýja staði, jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því, og vandi hún t.d. komur sínar í Kringluna frekar en Smáralind þar sem um- hverfið var nýtt. „Einnig tekur kvíð- inn rosalega orku, og því er ekki skrítið að geta ekki stundað félagslíf og áhugamál eftir vinnu. Þetta myndar vítahring einangrunar og vanlíðunar sem erfitt er að vinna sig úr án aðstoðar fagfólks.“ Bryndís Edda vonast til að saga hennar geti vakið aðra til umhugs- unar um eigin heilsu áður en komið er í óefni: „Ef manni líður illa á maður ekki að hika við að leita sér aðstoðar. Fólk með þunglyndi og kvíða trúir því oft að ekki sé hægt að laga það sem amar að, og gerir því ekkert til að bæta líðan sína,“ segir hún og bætir við að þunglyndi og kvíði séu dauðans alvara. Samtökin Höndin voru meðal þeirra meðferðarleiða sem Bryndís Edda nýtti sér, en auk þess að halda reglulega opna fundi um sam- félagsleg málefni starfa meðlimir handarinnar í lokuðum hópum og í einkatímum með fagfólki, til að bæta eigin heilsu: „Það er sér- staklega styrkjandi að geta tengst hópi fólks í sömu sporum, og sjá að maður er ekki einn í baráttunni. Ákaflega gefandi er svo þegar mað- ur uppgötvar hvernig maður getur hjálpað öðrum.“ Fundurinn á þriðjudag er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Á slóð- inni www.hondin.is má finna nánari upplýsinagr um starfsemi Hand- arinnar og viðburði á vegum henn- ar. Heilsa | Opinn fundur á vegum Handarinnar á þriðjudag kl. 20.30 Áskirkju Reynslusaga af kvíða  Bryndís Edda Eðvarsdóttir fæddist í Reykjavík 1976. Hún lauk stúd- entsprófi frá FG 1997 og BS- gráðu í við- skiptafræði frá HR 2003. Hún hefur starfað sem sérfræðingur á fjármálasviði og frá 2007 setið í stjórn mannúðar- og mannrækt- arsamtakanna Handarinnar. Uppákomur Hitt húsið | Útþrá 2008 verður haldin 4. mars í upplýsingamiðstöð Hins hússins kl. 16-18. Á Útþrá gefst ungu fólki á aldrinum 16-25 ára kostur á að kynna sér nám, starf og sjálfboðavinnu erlendis. FRÉTTIR BÖRN taka þátt í helgisiðum þegar fagnað er Mesni Zagovezni (föstuinngangi) í þorpinu Lozen, skammt frá höfuð- borginni Sofíu í Búlgaríu, í gær. Almenningur í héraðinu telur að hrekja megi burt illa anda með eldi á hátíðinni. Reuters Andasæringar í Búlgaríu DAGUR umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert og í ár verður dagurinn tileinkaður vistvænum lífsstíl. Efnt hefur verið til fjölda viðburða um allt land í tilefni dagsins undanfarin ár, m.a. hefur umhverfisráðherra veitt viðurkenningarnar Kuðunginn fyrir umhverfisstarf fyrirtækja og Varð- liða umhverfisins fyrir verkefna- samkeppni grunnskóla. Sveitarfélög og skólar hafa mörg hver skipulagt viðburði á deginum. Umhverfisráðuneytið mun kynna uppákomur sem verða á Degi um- hverfisins þegar nær dregur en þess má geta að ráðuneytið vinnur nú að undirbúningi sýningar í Perlunni á Degi umhverfisins þar sem félögum og fyrirtækjum verður boðið að kynna vistvænar vörur og þjónustu. Umhverfisráðuneytið og Land- vernd gáfu út fræðsluritið Skref fyrir skref á Degi umhverfisins í fyrra. Þar er fólki leiðbeint um hvernig það get- ur tileinkað sér vistvænan lífsstíl. Hægt er að skoða ritið á heimasíðu umhverfisráðuneytisins. Dagur umhverfisins er haldinn há- tíðlegur 25. apríl vegna þess að þann dag árið 1762 fæddist Sveinn Pálsson, fyrsti náttúrufræðingur Íslands. Hann var einna fyrstur til að hvetja til aðgerða gegn skógareyðingu á Ís- landi og orðaði þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun, segir í frétta- tilkynningu. Dagur umhverfisins – vistvænn lífsstíll KJARAMÁL verða til umræðu á Hitti Femínistafélags Íslands þriðjudaginn 4. mars, kl. 20-22, Bertelstofu á Thorvaldsen við Aust- urvöll. „Mikil umræða hefur verið um kjaramál í samfélaginu upp á síð- kastið, enda stórum samningum ný- lokið milli ASÍ og Samtaka atvinnu- lífsins og ýmsir fleiri hópar eiga eftir að semja á næstu mánuðum. Einnig var launaleynd afnumin með nýjum jafnréttislögum í liðinni viku og því um nóg að ræða. Femínistafélag Íslands efnir því til Hitts um kyn og kjör, þar sem fulltrúar ýmissa samtaka á vinnu- markaði ræða um aðgerðir til að tryggja launajafnrétti og útrýma kynbundnum launamun,“ segir í fréttatilkynningu. Á Hittinu taka til máls þau: Anna Björg Siggeirs- dóttir og Steinunn Böðvarsdóttir úr jafnréttishópi VR, Halldór Grön- vold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, Halldóra Friðjónsdóttir, for- maður BHM og Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BSRB. Að erind- um frummælenda loknum verða opnar umræður. Ræða um kyn og kjör STEFNUNEFND Háskóla Íslands og Landspítala lýsir ánægju með ákvörðun stjórnvalda um uppbygg- ingu nýs háskólasjúkrahúss í Vatnsmýrinni og þá fram- kvæmdaáætlun sem heilbrigð- isráðherra og formaður fram- kvæmdanefndar byggingarinnar kynntu í vikunni. „Jafnframt styður nefndin ein- dregið þá framtíðarsýn sem fram kemur í tillögu framkvæmdanefnd- arinnar um framúrskarandi aðstöðu fyrir sjúklinga spítalans og sam- vinnu háskólans og spítalans á sviði vísindarannsókna og menntunar heilbrigðisstarfsfólks,“ segir m.a. í ályktun nefndarinnar. Sameiginlegur fundur fram- kvæmdastjórnar, sviðsstjóra hjúkr- unar og sviðsstjóra lækninga á Landspítala fagnar því sömuleiðis að ganga eigi rösklega fram við byggingu nýs háskólasjúkrahúss. Þar segir að starfsmenn Landspít- ala hafi lagt mikið af mörkum við þarfagreiningu og annan undirbún- ing. Með byggingu nýs háskóla- sjúkrahúss sé stigið stórt framfara- skref í heilbrigðisþjónustunni. Fagna uppbyggingu háskólasjúkrahúss SAMBAND ungra sjálfstæðismanna fagnar frumvarpi þeirra Jóns Magn- ússonar, Guðjóns A. Kristjánssonar, Hönnu Birnu Jóhannsdóttur, Birgis Ármannssonar, Bjarna Harðarson- ar, Illuga Gunnarssonar, Jóns Gunn- arssonar, Kjartans Ólafssonar og Péturs H. Blöndal um breytingar á tóbaksvarnalögum. Frumvarpið ger- ir ráð fyrir því að veitinga- og skemmtistöðum sé heimilt að koma sér upp reykrýmum innanhúss að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. „SUS er almennt mótfallið hvers kyns löggjöf sem skerðir ráðstöfun- arrétt einstaklingsins yfir eignum sínum og gildir það um ákvæði tób- aksvarnarlaga um vinnustaði. Þó ber að fagna því að stigið sé skref í átt frá þeim ofsafengnu aðgerðum sem lög- in í núverandi mynd gera ráð fyrir,“ segir í ályktuninni. Gildandi lög um tóbaksvarnir eru sögð meingölluð og þingmenn hafi sýnt tvískinning með því að undanskilja sjálfa sig þeim lögum. Auk þess hafi fjölmargir veit- ingastaðir farið framhjá lögunum eða beinlínis brotið þau án refsingar. „Þessi gallaða framkvæmd er að kenna því gildismati sem lagt var upp með. Stjórnvöld gerðu enga til- raun til að sætta mismunandi sjón- armið í málinu, þ.e. frelsi almennings til að ráða yfir eignum sínum annars vegar, og vinnuverndarsjónarmið hins vegar þegar lögin voru fyrst lögð fyrir þingheim. Hæglega hefði verið hægt að fylgja fordæmi Dana, Svía og fleiri þjóða og leyfa reyking- ar í sérstökum reykherbergjum allt frá upphafi. Er það sérstakt um- hugsunarefni að íslensk stjórnvöld hafi gengið lengra í frelsisskerðing- unni heldur en nágrannaþjóðir okkar í Skandinavíu. SUS skorar á þingmenn allra flokka að samþykkja frumvarp fyrr- nefndra þingmanna og taka þar með lítið skref til baka af þeirri óheilla- ferð sem farin var þegar lögin tóku gildi í núverandi mynd.“ SUS skorar á þing- menn allra flokka Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.