Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 11 FRÉTTIR Tilfinningatjón er ekki metið til fjár Það er góð regla að lesa vel tryggingaskilmálana, þeir eru sá grundvöllur sem samskipti þín og TM byggjast á. Hringdu í síma 515 2000 eða farðu á www.tm.is og fáðu skýr svör. ÍS L E N S K A /S IA .I S /T M I 41 09 8 02 /0 8 Áfallahjálp hjá TM Þeir sem eru vel tryggðir fá efnisleg verðmæti sín bætt, en eftir stendur oft tilfinningatjón sem ekki verður metið til fjár. Það er vel þekkt staðreynd að áföll eða slys geta haft í för með sér áfallastreitu og leitt til langvarandi áfallaröskunar ef ekki er gripið í taumana. TM gengur nú skrefinu lengra í þjónustu sinni og er eina tryggingafélagið á Íslandi sem býður tjónþolendum upp á áfallahjálp í sínum tryggingaskilmálum. Áfallahjálpin er veitt af sálfræðingi og er innifalin í Heimatryggingu TM. Þannig vinnum við saman úr áfallinu og stuðlum að því að það hafi ekki neikvæðar afleiðingar til lengri tíma fyrir viðskiptavini okkar. Áfallahjálp TM TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tm.is / www.tm.is AUGLÝST hefur verið eftir um- sóknum um styrki úr Umhverfis- og orkurannsóknasjóði Orkuveitu Reykjavíkur öðru sinni. Skv. upplýs- ingum OR eru á meðal þeirra verk- efna sem sérstaklega er óskað rann- sókna á umhverfisáhrif lýsingar, áhrif verðurfarsbreytinga á starf- semi veitna og lestarsamgöngur. Sjóðurinn var stofnaður síðla árs 2006 af OR og háskólunum sjö á veitusvæðu fyrirtækisins. Fyrst var úthlutað úr honum í fyrra og nutu þá 40 rannsóknarverkefni, stór og smá, styrks. Stærsta einstaka verkefnið sem styrkt var 2007 var alþjóðlegt kolefnisbindingarverkefni, sem nú stendur yfir við Hellisheiðarvirkjun. Styrkjum er skipt í tvo flokka; op- inn flokk, þar sem hugmyndaflug vísindafólksins ræður viðfangsefn- inu, og lokaðan flokk, þar sem sjóðs- stjórnin skilgreinir viðfangsefni. Í ár óskar sjóðurinn eftir rannsóknum á 14 viðfangsefnum. Sjóðurinn hefur sérstakan vef á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur, www.or.is/uoor og er á honum allar nánari upplýsingar að finna auk um- sóknarsíðna. Einungis er tekið við rafrænum umsóknum um styrki úr sjóðnum. 100 milljónir til umhverfis- og orkurannsókna FLUGFÉLAGIÐ Geirfugl hefur tekið í notkun nýjar kennsluflug- vélar af gerðinni Diamond DA20- C1 Eclipse. Vélarnar eru ein- staklega sparneytnar, hljóðlátar og taldar þær öruggustu í sínum flokki. Samkvæmt upplýsingum félags- ins geta þær flogið á um 260 km/ klst og er flugdrægi þeirra er 1000 km. Vélarnar hafa verið í framleiðslu á annan áratug og hafa reynst vel, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Meðal annarra valdi bandaríski flugherinn þessar vélar til þjálfunar flugmanna sinna. „Kennsla hjá Geirfugli hefur verið í miklum vexti en félagið var stofnað fyrir rúmum 10 árum og hefur kennt til einkaflugmanns frá 1999 þegar það fékk fyrsta leyfi á Íslandi samkvæmt samevrópskum kröfum. Í dag er kennt til einka- flugmanns auk blindflugs- og stél- hjólsáritunar. Fyrsta flug á vélunum var farið sl. föstudag og við það tilefni tók Baldur Sveinsson ljósmyndari meðfylgjandi mynd af vélunum. Nýjar kennsluvélar á flugi BJÖRN Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað nefnd til að vinna að endurskoðun vopnalaga og þeirra reglugerða og reglna sem settar hafa verið á grundvelli laganna. „Tíu ár eru liðin frá setningu gildandi vopnalaga. Síðan hefur reynt á ýmis atriði við túlkun lag- anna, tækni hefur fleygt fram og þjóðfélagið tekið breytingum. Jafn- framt hefur alþjóðlegt samstarf á þessu sviði aukist. Af þessum sök- um telur ráðherra tímabært að end- urskoða vopnalögin,“ segir í frétt frá ráðuneytinu. Í nefndina hafa verið skipuð Pétur Guðgeirsson héraðsdómari, sem jafnframt hefur verið skipaður formaður hennar, Thelma Þórðardóttir lögfræðingur, tilnefnd af ríkislögreglustjóra, Ólaf- ur Þ. Hauksson lögreglustjóri, til- nefndur af Lögreglustjórafélagi Ís- lands, Dagmar Sigurðardóttir lögfræðingur, tilnefnd af Landhelg- isgæslu Íslands, Ívar Erlendsson, tilnefndur af Skotveiðifélagi Ís- lands, og Jón Sigurður Ólason, til- nefndur af Skotíþróttasambandi Ís- lands. Nefnd endur- skoðar vopnalögin LILJA Þorgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmda- stjóri Öryrkjabandalags Íslands. Lilja er með meistara- gráðu í opinberri stjórnsýslu, MPA frá Háskóla Íslands 2007 og fil.kand.-próf í félagsfræði frá Stokkhólmsháskóla 1988, með áherslu á mannauðsstjórnun, fræðslu og starfsþróun. Lilja hefur meðal annars starfað sem verkefnastjóri á skrifstofu mannauðsmála Landspítalans frá 2007, á starfsmannasviði HÍ 1998-2007 og á árunum 1989-1999 sem félagsmálafulltrúi Sjálfsbjargar landssambands fatl- aðra. Nýr framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins Lilja Þorgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.