Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞAÐ ER SVO ÓHUGNALEGT HÉRNA ÞAÐ ER ÚT AF KÓNGULÓNUM EF ÉG VÆRI LIFANDI ÞÁ MUNDI ÉG VERA MÓÐGAÐUR ÉG HEF ALLTAF VERIÐ STOLTUR AF ÞVÍ HVAÐ ÉG ER SJÁLFSTÆÐUR KANNSKI ER ÉG EKKI MJÖG SJÁLFSTÆÐUR... ...OG BROSA! EKKI TAKA MYND AF MÉR! ÉG HEF EKKI ÞVEGIÐ Á MÉR HÁRIÐ Í ÞRJÁ DAGA OG ÉG ER ÞAKIN Í MÝBITUM! EN VILJIÐ ÞIÐ EKKI MUNA EFTIR FERÐINNI ÉG VIL EKKI MUNA EFTIR ÞESSARI FERÐ! ÉG HEF VERIÐ AÐ REYNA AÐ GLEYMA HENNI FRÁ ÞVÍ AÐ VIÐ KOMUM HINGAÐ! NÆST ÞEGAR ÉG SÉ EINA AF ÞESSUM ASNALEGU „KODAK“ AUGLÝSINGUM ÞÁ HENDI ÉG SJÓNVARPINU ÚT UM GLUGGANN ÞAÐ STÓÐ Í BOÐSKORTINU AÐ VIÐ ÆTTUM AÐ VERA VEL KLÆDD! EN HELGA, ÉG ER VEL KLÆDDUR... SÉRÐU EKKI BLÓMIÐ Í BJARNARFELDINUM? ÞAÐ STENDUR Í ÞESSARI BÓK AÐ SUMIR LIFI LÍFI SÍNU Í STANSLAUSUM ÓTTA UM HVERJA HELDUR ÞÚ AÐ VERIÐ SÉ AÐ TALA? GÆLUDÝRA- EIGENDUR! LALLI, AF HVERJU ER MAMMA ÞÍN SVONA REIÐ? VIÐ FÓRUM AÐ SKOÐA ALLAR ÍBÚÐIR FYRIR ELDRI BORGARA Í BÆNUM EN ÞAÐ VAR ALLT ÓMÖGULEGT ÞETTA ER LÍKA ERFIÐ ÁKVÖRÐUN ÞAÐ BREYTIR ÞVÍ EKKI AÐ HÚN ER DÓMHARÐASTA, ÞRJÓSKASTA, ÓRAUNSÆJASTA MANNESKJA SEM ÉG ÞEKKI! Æ, LALLI ÉG HEFÐI SAMT EKKI ÁTT AÐ SEGJA HENNI ÞAÐ MIKIÐ ER ÞETTA FRÁBÆRT! DAGURINN GÆTI EKKI VERIÐ BETRI REYNDAR... HELD ÉG AÐ HANN GÆTI VERIÐ ÞAÐ HVAÐ? VILTU FREKAR HAFA RIGNINGU? PARKER HJÓNIN ERU Í SKOÐUNARFERÐ UM HOLLYWOOD... dagbók|velvakandi Harmagrátur matvörurisanna Forstjórar stóru matvörukeðjanna bera sig illa, og segja að nýgerðir kjarasamningar komi þungt niður á fyrirtækjum þeirra. Af hverju skyldi það vera? Þessi ágætu fyrirtæki stunda eina hörðustu láglaunastefnu sem þekkist hér á landi. Þrátt fyrir hæsta matvöruverð í heimi borga þau starfsfólki sínu smánarlaun. Haft er eftir Eysteini Helgasyni, forstjóra Kaupáss, í Fréttablaðinu laugardaginn 22. febrúar 2008, að þeir sem fái mestar kjarabætur hjá Kaupási séu unglingar og erlendir starfsmenn. Skýringin á því er sú að þetta er fólkið sem vinnur í þessum verslunum í dag, unglingar og út- lendingar. Ástæðan er lág laun. Þeir eru svo harðir í þessari lág- launastefnu sinni, að þeir segja manni bara upp, ef maður gerist svo djarfur að fara fram á smá launaleið- réttingu út á starfsreynslu og ábyrgð. Þetta kallar á aukna „starfs- mannaveltu“ (vont orð, að velta starfsmönnum). Afleiðingin er sú, að þeir eru yfirleitt með óvant fólk í vinnu, sem skilar sér í verri þjónustu við viðskiptavini. Nú er ég alls ekki að setja út á unglinga eða útlendinga. Það getur enginn ætlast til þess að fólk stökkvi inn í starf og kunni alla hluti strax. Hitt er annað mál, að það pirrar mig ákaflega að koma inn í verslun og mæta þar einhverjum jórtrandi ein- staklingi sem hefur greinilega engan áhuga því sem hann er að gera. Og stundum fær maður augnaráð sem segir, hvern ands… ert þú að gera hér, getur þú ekki skilið að við þurf- um að tala saman (starfsfólkið þ.e.a.s.)? En meginmálið er þetta, það eru þrjú fyrirtæki sem ráða matvörumarkaðnum hér, eitt þó langstærst. Og þessi fyrirtæki ráða öllu sem þau vilja í verðlagi og þrælalaunum. Og svo koma þessir karlar fram og gráta hástöfum, ég vorkenni þeim ekki. Hvað ætli þessir herrar hafi margfalt hærri laun en þetta fólk sem nú fær smáleiðréttingu, og hið opinbera tekur hátt í helminginn af? Svo koma þeir og ætla sér að taka hinn helminginn og ríflega það. Óskar Aðalgeir Óskarsson Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÞAU eru oft litrík og ævintýraleg skipanöfnin okkar, og hér eru nokkur dæmi: Aldey, Dalaröst, Náttfari, Þrymur, Sæborg, Reginn, Sæfari, Eldey, Boði, Bylgja og á myndinni er skipið Faxi á leið í höfn. Morgunblaðið/Þorkell Nafngiftir báta og skipa FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun stjórnar bæjar- málafélags Frjálslynda flokksins í Kópavogi, vegna hugmynda um áframhaldandi þéttingu byggðar í vesturbæ Kópavogs: „Í Morgunblaðinu þann 24. febr- úar sl. birtist frétt þess efnis að nú- verandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi sé enn við sama heygarðshornið varð- andi þéttingu byggðar í gamalgrón- um hverfum í Kópavogi. Nú vill meirihlutinn koma upp frekari byggð á Kópavogstúni. Frjálslyndi flokkurinn í Kópavogi lýsir sig algjörlega andvígan slíkum hugmyndum. Frekari þétting byggðar í vesturbæ Kópavogs er óráð. Umferð á þessu svæði hefur þyngst með árunum og er ekki á bætandi. Nær væri að beina sjónum að því að auka lífsgæði þeirra íbúa sem fyrir eru á svæðinu með vernd- um grænna svæða og aðgerðum til þess að draga úr bílaumferð. Frjáls- lyndi flokkurinn hvetur bæjaryfir- völd til þess að fara frekar í sam- vinnu við Landspítalann um að styrkja þá starfsemi sem fyrir er á svæðinu og huga að frekari aðstoð við Sunnuhlíð til þess að víkka út sína starfsemi. Síkar aðgerðir væru til þess fallnar að styrkja atvinnu- tækifæri í bænum og viðhalda lífs- gæðum íbúanna.“ Ályktun gegn þéttingu byggðar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun Félags ungra frjálslyndra um Evrópusambands- aðild: „Samkvæmt 86. grein almennra hegningarlaga telst sá landráðamað- ur ,,sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með … svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð.“ Félag ungra frjálslyndra ályktar að Evrópusambandsaðild væri bæði aðför að fullveldi Íslands og Íslend- ingum sem þjóð. Þá bendir Félag ungra frjáls- lyndra á þá augljósu staðreynd að Evrópusambandið er að þróast út í miðstýrt veldi sem virðir að vettugi hagsmuni smáþjóða. Félag ungra frjálslyndra leggst gegn Evrópusambandsaðild ásamt öllum milliríkjasamningum sem á einhvern hátt afnema fullveldi Ís- lands.“ Leggjast gegn aðild að ESB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.