Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 39
Bláu pakkarnir
hjálpa tvöfalt
Nicotinell hjálpar þér að hætta að reykja og
styrkir Krabbameinsfélagið um 20 kr.
af hverri seldri pakkningu
Tvöfaldaðu möguleika þína til að hætta að reykja hvort sem þú kýst
tyggjó, plástra eða mintur og þú styður gott málefni um leið.
Nicotinell nikótínlyf fást án lyfseðils og eru notuð sem hjálparefni til þess að hætta eða draga úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðlinum með lyfinu.
Skammtar eru einstaklingsbundnir og eru ákvarðaðir eftir því hversu mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Þeir sem
hafa fengið ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, fengið hjartaáfall nýlega, óstöðuga eða versnandi hjartaöng, alvarlega hjartsláttaróreglu eða heilablóðfall nýlega, eiga ekki að
nota Nicotinell nikótínlyf. Börn undir 15 ára aldri, þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu ekki nota lyfið nema að læknisráði. Lesið allan fylgiseðilinn áður en byrjað er að nota lyfið.
Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhraun 12a, 210 Garðabæ.
P
L
Á
N
E
T
A
N
ÞJÓÐVERJINN Forster gerði
Finding Neverland, eina bestu
mynd síðari ára og Monster’s Ball
átti minnisstæð augnablik. Að þessu
sinni glímir hann við kvikmyndagerð
samnefndrar metsölubókar sem fór
sigurför um heiminn fyrir fáeinum
arum. Flugdrekahlauparinn – The
Kite Runner er fyrsta skáldsaga
Khaleds Hosseini, landflótta Afgana
sem lauk læknanámi í Bandaríkj-
unum. Hann lýsir æsku sinni í Kabúl
með augum drengsins Amirs (Ebra-
himi), á meðan borgin var tiltölulega
opið og mannvænlegt múslím-
aþjóðfélag. Amir er sonur auðmanns
og andkommúnista, yfirlýsingagleði
hans á eftir að koma fjölskyldunni í
koll þegar Sovétið gerir innrás um
1980. Faðir hans flýr land með son
sinn og þeir setjast að í Bandaríkj-
unum.
Árin líða, Amir (Abdalla), er orð-
inn fulltíða maður og rithöfundur á
uppleið þegar honum berast skila-
boð frá gamla föðurlandinu sem nú
er komið úr öskunni í eldinn; talíb-
anar búnir að hrekja á brott sovéska
innrásarliðið og njörva allt eðlilegt
mannlíf í landinu undir járnhæl
hinna skeggprúðu trúarofstæk-
ismanna. Amir átti bernuskuvin í
Kabúl, Hassan (Mahmoodzada), son
heimilishjálparinnar. Sökum afbrýð-
issemi svíkur Amir þennan góða vin
sinn rétt áður en feðgarnir flýja land
og skilaboðin sem hann fær, orðinn
giftur góðborgari á Kyrrahafs-
ströndinni, eru þau að talíbanar hafi
drepið Hassan sem hafi í raun verið
honum nátengdur. Hassan eignaðist
son sem dvelst á munaðarleys-
ingjahæli í Kabúl og Amir á engra
kosta völ, til að bjarga ærunni verð-
ur hann að snúa aftur til Afganistan
og bjarga syni Hassans.
Bókin Flugdrekahlauparinn lýsti
eftirminnilega horfnum heimi ungra
vina sem eiga lengst af dýrðlega
æsku við leik, oft tengda titlinum, og
syndafallinu þegar Amir bregst
Hassan, sem jafnan hvatti hann og
dáði af heilum hug. Upphafið er
einnig besti hluti myndarinnar þó
flugdrekarnir hefðu að ósekju mátt
vera fyrirferðarminni hluti af sýn-
ingartímanum. Forster dregur upp
áhrifaríkar götumyndir fullar af
framandi andrúmi, ilmandi kebab–
réttum og fjölbreyttum sögu-
persónum þar sem Baba (Ershadi),
og fændinn Rahim (Toub), vakna til
lífsins af síðum bókarinnar.
Að flestu öðru leyti veldur aðlög-
un Davids Benioff vonbrigðum og
það rifjast upp að hann átti einnig
handrit Stay, einnar verstu myndar
Forsters, á athyglisverðum ferli.
Harmsaga innrásar Sovétríkjanna
og í kjölfarið jafnvel enn verri sví-
virða talíbananna gagnvart landi og
þjóð, er afgreidd á reyfarakenndan
og ódýran hátt í örfáum setningum.
„Innrás“ Amirs í innstu vé talíbana
og flótti úr landi er flausturslegur og
maður situr eftir sár og tómur, hvað
varð af kjötinu á beininu? Í ofanálag
er leikurinn vondur hjá Abdalla í að-
alhlutverki Amirs og drengirnir eru
heldur ekki sannfærandi. Ég ætla
rétt að vona að tvíeykinu Forster/
Benioff verði ekki falið að laga A
Thousand Splendid Suns að kvik-
myndaforminu.
Vonbrigði „Maður situr eftir sár og tómur, hvað varð af kjötinu á beininu?“
Flugdrekar í logni
KVIKMYND
Háskólabíó, Laugarásbíó,
Borgarbíó Akureyri
Leikstjóri: Marc Forster . Aðalleikarar:
Khalid Abdalla, Atossa Leoni, Shaun
Toub, Sayed Jafar Masihullah Gharib-
zada, Zekiria Ebrahimi, Ahmad Khan
Mahmoodzada, Homayoun Ershadi.125
mín. Bandaríkin 2007.
Flugdrekahlauparinn – The Kite Runner
bbbnn
Sæbjörn Valdimarsson
FRANSKA leikkonan og ósk-
arsverðlaunahafinn Marion Cotil-
lard hefur nú bakað sér óvild
margra Bandaríkjamanna eftir að
ársgamalt viðtal við hana komst í
umferð á netinu. Þar heldur Cotill-
ard því meðal annars fram að árás-
irnar á Tvíburaturnanna hafi verið
skipulagðar í þeim tilgangi að
sleppa við háan viðhaldskostnað og
segist líka hafa sínar efasemdir um
að Bandaríkjamenn hafi sent mann
til tungsins.
„Það kviknaði í skrifstofuturni á
Spáni og hann brann í sólarhring
og stóð samt uppi. Þarna í New
York hrundu þeir á nokkrum mín-
útum,“ sagði hún og bætti því við að
turnarnir hefðu verið peningahít
sem einfaldara hefði verið að eyði-
leggja en að gera upp.
Um ferð Neil Armstrong og fé-
laga til tunglsins árið 1969 hafði
Cotillard þetta að segja: „Ég hef
séð margar heimildamyndir um
þetta ferðalag og er alls ekki sann-
færð. Ég trúi að minnsta kosti ekki
öllu sem manni er sagt um það.“
Úbbs! Marion Cotillard hefur
móðgað marga Bandaríkjamenn.
Í klípu
vegna
samsæris-
kenninga