Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ* Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í SmárabíóSími 462 3500 Sími 564 0000 Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAUNA M.A. FYRIR BESTA AUKALEIKARA SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI Frá framleiðendum Devils Wears Prada SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI FRUMSÝNING SÝND Í REGNBOGANUM KÖFUNARKÚPAN OG FIÐRILDIÐ Frábær gamanmynd frá leikstjóra Eternal Sunshine of the Spotless Mind með Jack Black í fantaformi! l i j l i l i l í i eee - S.V. MBL „Tilfinningalega sannfærandi og konfekt fyrir augun“ Jan Stuart, Newsday eeeee Be kind rewind kl. 5:45 - 8 - 10:15 Be kind rewind kl. 5:45 - 8 - 10:15 LÚXUS 27 dresses kl. 5:30 - 8 - 10:30 Brúðguminn kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára Be kind rewind kl. 8 - 10 The Kite runner kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára 27 dresses kl. 6 B.i. 12 ára Brúðguminn kl. 6 B.i. 7 ára Jumper kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.12 ára Ástríkur á Ól... m/ísl. tali kl. 3:40 Be kind rewind kl. 5:45 - 8 - 10:15 The Diving Bell And The Butterfly kl. 5:40 - 8 - 10:15 B.i. 7 ára 27 dresses kl. 5:30 - 8 - 10:20 Jumper kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára SÝND Í SMÁRABÍÓI 1 - Kauptu bíómiðann á netinu - Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! eeeee „Gullfalleg, ljúfsár og heillandi.“ -B.B., 24 Stundir eeee „Into the Wild telst til einna sterkustu mynda það sem af er árinu.“ -L.I.B., TOPP5.IS eeee „Into the Wild skilur við áhorfandann snortinn af andstæðum, fegurðinni og vægðarleysinu sem hún lýsir svo skýrt og fallega.“ -S.V., Mbl 3 MAR 17:00 Yella 20:00 Mannaland 22:00 Yella MÁN Allar upplýsingar er að finna á WWW.FJALAKOTTUR.IS Í TJARNARBÍÓI UM HELGINA VEFSÍÐA VIKUNNAR»www.unusualhotelsoftheworld.com Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is VEFSÍÐA vikunnar er ætluð þeim sem eru orðnir leiðir á stöðluðum hótelherbergjum sem eru keimlík um allan heim. Ævintýragjarnir ferðalangar sem vilja gista ofan í jörðinni, uppi í tré, í snjóhúsi eða jafnvel neðansjávar geta skipulagt næsta sumarfrí með hjálp vefsíð- unnar unusualhotelsoftheworld- .com. Mennirnir á bakvið síðuna, þeir Simon Penn og Steve Dobson tóku eftir því að sum hótel gerðu meira en að leyfa gestum að hvíla sig og voru jafnvel vel þess virði að heim- sækja, burtséð því hvað svæðið í kring hefði upp á að bjóða. Cottonwood í Idaho er til dæmis ósköp venjulegur bandarískur smá- bær, en þar er hægt að panta sér herbergi innan í stærsta líkneski af Beagle-hundi sem fyrirfinnst í heiminum. Hótelið er rekið af „sjálfmenntuðum keðjusagarlista- manni“ og konu hans sem hafa það að aðalstarfi að skera hunda út úr tré. Meistaraverk þeirra hjóna er Dog Bark Park Inn eða Gistiheim- ilið í Hundgárgarði og þar geta fjórir gist í einu. Nóttin kostar ekki nema sex þúsund íslenskar krónur og innifalið í verðinu er heima- tilbúið múslí í morgunverð og afnot af hárblásara á baðherberginu. Margir aðrir möguleikar eru til staðar, hægt er að gista í (ónotuðu) holræsaröri við Dóná, í bryggju- krana í hollenskum hafnarbæ og hobbitaholu á Nýja-Sjálandi. Því miður virðist ekkert íslenskt hótel vera nógu skrýtið til þess að á það sé minnst og þyrfti sjálf- sögðu að bæta úr því. Það þarf því helst sem fyrst að útbúa gistiað- stöðu í gömlum hitaveitutanki, uppi í Galtarvita eða í Surtshelli og tryggja þannig orðspor þjóðarinnar á þessu sviði. Gistiheimili keðju- sagarlistamannsins Beagle Þau sem hafa áhuga á að sofa inni í þessum hundi verða að gera sér ferð til Cottonwood í Idaho. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is HINN eini og sanni Sáðmaður söngvanna, Hörður Torfason, ætl- ar að einblína á sjálfa ástina og ótal birtingarmyndir hennar á tónleikunum á þriðjudaginn. Hörður lýsir því að fyrir rúmu ári hafi það verið ámálgað við hann að hann myndi einhverju sinni halda tónleika sem samanstæðu einvörðungu af ástarsöngvum. „Ég hélt í fyrstu að það væri ekki gerlegt en svo þegar ég fór að gramsa í safni mínu stóð ég allt í einu uppi með 37 söngva,“ segir Hörður. „Það er svo merki- legt, að ég man oft illa eftir því sem ég hef gert. Ég er alltaf með hugann við það sem er framundan og það sem ég er fást við hér og nú.“ Herði til halds og trausts á tón- leikunum verða þeir Tatu Kant- omaa harmonikkuleikari og gítar- og fiðluleikarinn Matthías Stef- ánsson. „Þetta verður því svona lítil hljómsveit. Við ætlum að hafa þetta dálítið þjóðlagakennt. Svo verður þetta bara innileg kvöld- stund og ég mun ræða við áhorf- endur á milli laga, þessi bað- stofuandi sem ég reyni gjarnan að knýja fram verður í heiðri hafður. Ég vil að fólk fari af tónleikunum mett, glatt og vonandi hugsi.“ Annars var Hörður að taka í gagnið vinnustofu fyrir stuttu og iðar nú í skinninu að taka til við Vitann, „fimmleik“ hans ef svo mætti kalla en um er að ræða fimm plötur sem tengjast í eitt heildarverk. Út eru komnar Elds- saga, Loftssaga og Jarðarsaga og því bara Vatnssagan eftir og svo vitanlega verkið sem bindur þetta allt saman, Vitinn. Morgunblaðið/Kristinn Söngvaskáld „Ég vil að fólk fari af tónleikunum mett, glatt og vonandi hugsi,“ segir Hörður Torfason. Ástin bætir allt Forsala miða er á www.borgarleik- hus.is og á www.midi.is www.hordurtorfa.com Söngvaskáldið Hörður Torfa heldur árlega Kerta- ljósatónleika í Borgarleikhúsinu á þriðjudaginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.