Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 23 Þitt atkvæði skiptir máli Taktu afstöðu!!! Munið að atkvæðagreiðslu lýkur á hádegi 10. mars Boðinn NÝVERIÐ var kynnt könnun á högum og viðhorfi Reykvíkinga sem náð hafa 80 ára aldri. Um þessar mundir eru um 4.650 Reyk- víkingar á þessum aldri. Könnunin var gerð af Capacent Gallup í nóv- ember 2007 til janúar 2008 og voru 1.000 manns í úrtakinu sem er nokkuð stórt miðað við þýðið. Niðurstöður könn- unarinnar koma skemmtilega á óvart, enda eru aldraðir Reykvíkingar flestir hressir og taka virk- an þátt í samfélaginu, sjálfum sér og öðrum til gleði. 63% búa við gott heilsufar og 65% hreyfa sig vikulega eða oftar. Að sjálf- sögðu er samband þarna á milli þar sem heilsufarið er best hjá þeim sem hreyfa sig oftast og þeir eru minnst einmana. Tekjurnar hafa líka áhrif þar sem þeir sem eru með mestar ráðstöfunartekjur eru virkastir félagslega og með besta heilsufarið. Fátækt meðal aldaðra Sem jafnaðarkona lít ég óneit- anlega til þeirra sem eru verst settir fjárhagslega, félagslega og heilsufarslega enda hlutverk okk- ar að skipuleggja opinbera þjón- ustu eins og heilbrigðisþjónustu, heimaþjónustu og félagsstarf með þarfir þeirra í huga. Það eru ekki mörg prósent sem eru verst sett hvað þessa þætti varðar, en á bak við hlutfallstölurnar er margt fólk. 5,1% svarenda, sem eru um 240 Reykvíkingar 80 ára og eldri, hef- ur oft fjárhagsáhyggjur og jafn stór hópur hefur stundum fjár- hagsáhyggjur. Ef við heimfærum niðurstöður könnunarinnar yfir á 4.650 Reykvíkinga 80 ára og eldri má segja að um 500 þeirra hafi fjárhagsáhyggjur og það er alvarlegt að svo stór hópur sem lifað hefur langa ævi og skilað miklu til samfélagsins þurfi að búa við þessar áhyggjur á síðasta hluta lífs síns. Í þess- um hópi eru rúmlega 100 manns (2,3%) sem hafa frestað því að fara til læknis vegna fjárhagsástæðna og um 80 manns (1,7%) frestað því að kaupa lyf af sömu ástæðum. Enn fleiri telja þó heilbrigðisþjónustuna mjög dýra eða 8,3% svarenda. Þessar niðurstöður eru í samræmi við ráðstöfunartekjur fólks sem eru að meðaltali 131.000 og voru 12% svarenda með ráðstöf- unartekjur undir 80.000 krónum. Það segir sig sjálft að sá hópur hlýtur oft eða stundum að hafa fjárhagsáhyggjur. Vantar fjárhagsráðgjöf Það vekur athygli í könnuninni að tæplega 75% aldraðra telja frekar og mjög mikla þörf á fjár- hagsaðstoð fyrir eldri borgara. Þessi þjónusta er lítið í boði í dag og niðurstöðurnar ættu því að vera leiðbeinandi fyrir þá sem stýra félagsmiðstöðvum í borginni. Kannski mætti bjóða þá þjónustu til viðbótar við handverks- námskeið, sögustundir, spil og annað tómstundagaman þar sem ríflega 30% þessa hóps sækja fé- lagsstarf eldri borgara. Slík nám- skeið gætu einnig höfðað til hóps sem er óvirkur í félagsstarfi, en um helmingur svarenda tekur hvorki þátt í félagsstarfi eldri borgara né öðru félagsstarfi. Velferðarsvið mun á næstunni standa fyrir kynningarfundum á niðurstöðum rannsóknarinnar í hverfum borgarinnar. Hvet ég eldri borgara og aðra sem áhuga hafa til að kynna sér niðurstöð- urnar. Með faglegar niðurstöður að leiðarljósi eigum við að geta náð sátt um fjármuni sem setja þarf í þá þjónustu sem þarf að vera til staðar. Slík sátt er for- senda velferðarsamfélags sem lít- ur til allra. Við skulum þó ekki gleyma jákvæðu niðurstöðunum – því þær gleðja og vekja aðdáun og ekki síður eftirvæntingu til efri áranna. Fáar prósentur en margt fólk Huga þarf að elstu borgurunum en margir þeirra hafa fjárhagsáhyggjur, segir Björk Vilhelmsdóttir » Sem jafnaðarkona lít ég óneitanlega til þeirra sem eru verst settir fjárhags- lega, félagslega og heilsufarslega. Björk Vilhelmsdóttir Höfundur er félagsráðgjafi og borg- arfulltrúi Samfylkingarinnar. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í KOLAPORTINU er iðandi mannlíf um hverja helgi. Þar mætir manni mannlífsflóran, stórir og smáir, karl- ar og konur, ungir og aldnir. Svo virð- ist sem markaður- inn hafi eitthvað að bjóða fyrir alla. Þar er verslað með fatnað og ýmsan varning. Sumir hafa þar fastan bás og selja þar um hverja helgi meðan aðrir selja úr geymsl- unni eða bíl- skúrnum og er þar gjarnan ýmislegt að finna. Í Kolaportinu er hægt að kaupa harðfisk, hákarl og önnur matvæli sem eru gjarnan í háum gæðaflokki. Margir hafa sagt mér að þeir geri sér sérstaka ferð um helgar að sækja sér þangað ýmsar góðar afurðir. Kolaportið er einnig vettvangur bænasamfélags. Stór hópur presta, djákna og sjálfboðaliða þjónar þar í guðsþjónustu klukkan tvö síðasta sunnudag hvers mánaðar. Á kaffihúsinu Kaffi Porti eru girni- legar veitingar. Kaffihúsið er einnig vettvangur helgihaldsins og hefur það samstarf verið til gleði og bless- unar í allmörg ár. Boðið er upp á fyrirbænir og geta viðstaddir því verið virkir þátttak- endur í stundinni. Bænarefnin eru borin upp og lesin og Drottinn heyrir þær allar og þekkir, eins og hann þekkir okkur öll og aðstæður okkar. Í helgihaldinu skapast gjarnan sérstök stemning og nærvera. Sálmar eru sungnir og lesið úr Biblíunni. Það eru fólgin félagsleg auðæfi í Kolaportinu og ánægjulegt er að Reykjavíkurborg skuli hafa þá fram- tíðarsýn að markaðurinn eigi sér þennan vettvang áfram. ÞORVALDUR VÍÐISSON miðborgarprestur Dómkirkjunnar. Frá Þorvaldi Víðissyni Þorvaldur Víðisson Fyrirbænasamfélagið í Kolaportinu ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.