Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 18
hækka vextina. Reikna má með að lán sem tekið var á 4,15% vöxtum verði þá á 7,8% vöxtum.“ Ingólfur nefnir sem dæmi að hjón sem tekið hafi 20 milljón króna verð- tryggt lán til 40 ára á breytilegum vöxtum hafi til þessa greitt um 100.000 kr. af láninu á mánuði. Vaxtahækkunin myndi hins vegar hækka hina mánaðarlegu afborgun upp í 159.000 kr., sem er 59% hækk- un. Það má flestum vera ljóst að ekki ráða allir við slíka breytingu á greiðslubyrði sinni. „Það má líkja íbúðarlánum með endurskoðunarákvæði við lán með breytilegum vöxtum. Ég er þegar farinn að sjá dæmi þess að verðtryggð lán með breyti- legum vöxtum valda fólki erfiðleikum,“ segir Ing- ólfur og nefnir sem dæmi að bankarnir hafi fyrir nokkrum árum farið um sveitir og boðið bændum að breyta af- urðalánum sínum í verðtryggt lán með lágum breytilegum vöxtum. þetta bara tölur á blaði,“ segir Ing- ólfur H. Ingólfsson, fjármálaráð- gjafi. „Hjá flestum hefur kaup- máttur aukist umfram verðbólgu og það er hann, ekki eignaverðið, sem skiptir mestu máli er kemur að af- borgunum af lánunum. Kaupmátt- urinn hefur haldið í við verðbólguna og á meðan hefur allt verið í lagi. Ætli menn hins vegar að selja, sama hvort það er til að stækka eða minnka við sig, nú eða þá til að losa um fjármagn – þá getur það reynst öllu erfiðara.“ Hann bætir við að undir kringumstæðum sem þessum þá borgi sig að hanga eins lengi og mögulegt er á eigninni. Sleppa því einfaldlega að leiða hugann að fast- eignakaupum sé þess einhver kost- ur. 59% hækkun „Svo kemur að haustinu 2009 og þá gætu málin dökknað svolítið hjá sumum fasteignaeigendum. Þá er komið að fimm ára vaxtaendur- skoðun á verðtryggðu lánunum sem bankarnir veittu árið 2004. Ég held að við verðum að gera ráð fyrir að öllu óbreyttu að þá eigi bankarnir eftir að M ikil uppsveifla er bú- in að vera á íslenska fasteignamark- aðinum undanfarin ár. Árið 2007 var 14.500 kaupsamningum þinglýst og námu heildarviðskipti með fasteignir um 360 milljörðum króna. Árið 2006 var veltan 269 milljarðar króna og fjöldi kaupsamninga rúmlega 11.700. Á þessum tíma hækkuðu eignir og hækkuðu í verði, fasteignaskatt- urinn fór upp á við og lengst framan af kepptust bankarnir við að bjóða almenningi húsnæðislán á lágum vöxtum. Nú virðast hins vegar vera blikur á lofti. Bankarnir hafa hert sínar út- lánareglur, fasteignamarkaðurinn hefur nánast stöðvast og þó ríkis- stjórnin hafi tilkynnt þá fyrirætlun sína að afnema stimpilgjöld vegna fasteignalána hjá þeim sem eru að kaupa í fyrsta skipti er óvíst hvenær sú breyting tekur gildi. Útlitið virðist svart og ekki annað hægt en að velta fyrir sér hvaða áhrif þetta muni hafa á húsnæðiseigendur og þá sem hyggja á fasteignakaup. „Í raun og veru skiptir engu hvort eign hækkar eða lækkar í verði ef þú ætlar þér ekki að gera annað en að búa þar. Þá eru Með bæði belti og axlab Fasteignakaup eru stærsta fjárfesting sem flestir einstaklingar leggja í á lífsleiðinni og því velta efalítið margir fyrir sér hver staða þeirra sé nú í breyttu lánaumhverfi á fasteignamarkaði. Anna Sigríður Einarsdóttir fræddist um málið hjá Ingólfi H. Ingólfssyni sem sagði reglu númer eitt, tvö og þrjú að taka aldrei verðtryggt lán með breytilegum vöxtum. Morgunblaðið/Eyþór Fjármálaráðgjafinn Ingólfur H. Ingólfsson segir þetta ekki vera rétta tím- ann til fasteignakaupa. með orðin 55% hærri en þegar lánið var tekið og það getur verið erfið staða fyrir marga.“ Hann fer heldur ekki í launkofa með skoðun sína á þessum lána- möguleika. „Verðtryggðir breyti- legir vextir eru eiginlega út í hött. Ef þú hugsar út í það, þá erum „Margir tóku þessu, enda voru vextirnir ekki nema 4,8%. Í dag eru vextirnir hins vegar orðnir 8,8%. Þeir hafa hækkað um 80%. Mán- aðarleg afborgun af láninu er þar fjármál fjölskyldunnar 18 MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ VORTILBOÐ 3.–6. MARS + Nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandair.is eða í síma 50 50 100 BO ST ON Ve rð frá 18 .80 0 k r.* MINN EAPOL IS – ST. P AUL Verð frá 18.800 kr. * * Innifalið í verði: Flug, flugvallarskattar og gjöld. Ferðatímabil: 1.–30. apríl. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 13 61 0 2 /0 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.