Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÁTTA manns féllu átökum lögreglu og stjórnarandstæðinga í Jerevan, höfuðborg Armeníu, á laugardag. Lýst var yfir neyðarástandi og skriðdrekar og brynvarðir bílar sendir út á göturnar. Stjórnarand- staðan telur að brögð hafi verið í tafli er Serzh Sarkisian forsætis- ráðherra var kjörinn forseti 19. febrúar. Erlendir eftirlitsmenn voru hins vegar á því að lýðræð- isreglum hefði að mestu verið fylgt. Reuters Neyðarlög í Armeníu Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is EINN af stuðningsmönnum Bar- acks Obama, Richard Durbin öld- ungadeildarþingmaður, lagði í gær til að Hillary Clinton velti fyrir sér að falla frá framboði sínu ef hún ynni ekki sannfærandi sigur í for- kosningum sem fram fara í nokkr- um mikilvægum ríkjum á morgun. Obama hefur tryggt sér heldur fleiri kjörmenn fyrir flokksþingið sem velur forsetaefni í Denver í ágúst en kannanir benda til að mjög lítill munur sé á frambjóðend- unum í Texas og Ohio. „Ég vona að hún meti í einlægni möguleika sína á tilnefningu eftir þriðjudaginn,“ sagði Durban í við- tali við Fox-sjónvarpsstöðina. Clint- on yrði að átta sig á nauðsyn þess að sameina Demókrataflokkinn en öruggt þykir að John McCain tryggi sér tilnefningu repúblikana á þriðjudag. Þar sem kjörmönnum í þessum tveim fjölmennu ríkjum, Texas og Ohio, er skipt í samræmi atkvæða- fjölda er ljóst að Clinton þarf að sigra með geysilegum yfirburðum til að ná Obama. En talsmenn hennar vísuðu því á bug í gær að uppgjöf kæmi til greina. „Baráttan um tilnefninguna mun halda áfram eftir [kosningarnar í] Ohio og Texas,“ sagði Howard Wolfson, yfirmaður almannatengsla í herbúðum Clinton. Hann minnti á að kosið yrði í Pennsylvaníu í apríl en þar er einnig slegist um marga kjörmenn. Obama stendur mun betur að vígi peningalega en Clinton, honum hefur gengið vel að safna fé frá ein- staklingum og þessa dagana dynja á almenningi auglýsingar hans, einkum í sjónvarpi. En Clinton hef- ur einbeitt sér að því að draga úr trú fólks á að Obama, sem er 46 ára gamall og með tiltölulega litla reynslu af stjórnmálum, sé hæfur til að tryggja öryggi þjóðarinnar gagnvart hryðjuverkamönnum. Hefur hún m.a. látið birta sjón- varpsauglýsingar með myndum af litlum börnum sem lifi í ógnvekj- andi heimi. Clinton dragi sig í hlé nema hún vinni stórsigur Reuters Enginn bilbugur Hillary Clinton á kosningafundi í Texas. Kannanir benda til jafnteflis í Texas og Ohio á morgun Gaza. AFP. | Ísr- aelar héldu áfram hörðum árásum sínum með landher og flugher á Gaza í gær en talið var að frá því á laug- ardag hefðu um 70 manns fallið. Markmið Ísraela er að hefna fyrir eldflaugaárásir sem skæruliðar á Gaza hafa gert á nokkrar byggðir í Ísrael. Krefjast stjórnvöld í Jerúsalem þess að Hamas-menn, sem ráða á Gaza, stöðvi þær árásir. Mahmoud Abbas, forseti Palest- ínumanna, sleit í gær öll tengsl við Ísraelsstjórn í mótmælaskyni við að- gerðirnar á Gaza sem hann sagði bitna á vopnlausum borgurum. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, fordæmdi ofbeldi af hálfu beggja aðila en sagði að Ísr- aelar beittu meiri hörku en hægt væri að verja. Bandaríkjamenn hvöttu einnig til þess að árásum yrði hætt og sest að samningaborðinu. Mikið mann- fall á Gaza Mahmoud Abbas TVEGGJA daga heimsókn forseta Írans, Mahmouds Ahmadinejads, til Íraks hófst í gær og var honum tekið með kostum og kynjum. Hann notaði m.a. tækifærið til að ráðast harkalega á George W. Bush Bandaríkja- forseta og afskipti hans af málum landsins. „Íraska þjóð- in vill ekki Bandaríkin,“ sagði Ahmadinejad. Forsetinn átti meðal annars viðræður við starfsbróður sinn, íraska Kúrdann Jalal Talabani og forsætisráðherra Íraks, sjía-múslimann Nuri al-Maliki, sagði heimsóknina „jákvætt merki“. Bandaríkjamenn veittu ekki hefð- bundna þjónustu við slíkar heimsóknir, þ.e. að flytja er- lenda tignarmenn með þyrlu frá alþjóðaflugvellinum til Bagdad en þjóðvegurinn þaðan er afar hættulegur vegna árása uppreisn- armanna. Ahmadinejad var hins vegar ekið í bíl. Íransforseti í Bagdad Mahmoud Ahmadinejad MINNST 10 manns létu lífið í miklu roki sem gekk yfir mörg Evrópu- lönd um helgina og flóð ollu mikl- um vanda, meðal annars er Sax- elfur flæddi yfir bakka sína. Sums staðar í Póllandi varð vindstyrk- urinn eins og í hvirfilbyl, yfir 100 km á klukkustund, og víða varð straumlaust þegar raflínur slitn- uðu. Manntjón varð einkum er fólk varð undir trjám sem féllu en í Pól- landi fórst karlmaður þegar þak af vörubíl lenti á öðru ökutæki. Vitað er að tveir fórust í Þýskalandi og fjórir í Austurríki. Mannskætt veður í Evrópulöndum SPENNA fer nú vaxandi milli Venesúela, Ekvador og Kólumbíu eftir að her hins síðastnefnda gerði loftárás á bækistöð í Ekvador og felldi þar næst-æðsta mann FARC- samtakanna. Þau hafa áratugum saman barist við stjórnarher Kól- umbíu. Hugo Chavez, forseti Ven- esúela, varaði við því að sams konar aðgerðir á skæruliða á landsvæði hans gætu valdið stríði. Spenna vegna árásar í Ekvador FYRSTU tölur og útgönguspár í Rússlandi bentu til þess að Dímítrí Medvedev hefði unnið stórsigur í forsetakosningum sem fram fóru í Rússlandi í gær. Samkvæmt út- gönguspám fékk hann um 70% at- kvæða en kjörsókn var um 65%. Um 109 milljónir manna voru á kjörskrá. Varla er hægt að tala um að raun- veruleg kosningabarátta hafi farið fram, svo öflug eru tök ráðamanna á fjölmiðlum. Mörgum stjórnarand- stæðingum var einfaldlega bannað að bjóða sig fram. Fjórir voru í fram- boði og var Gennadí Zjúganov, leið- togi kommúnistaflokksins, kominn með næstflest atkvæði í gær eða um 20%. „Við höfum sannanir fyrir kosningasvikum og munum leita til dómstólanna,“ sagði Zjúganov. Eftirlitsmönnum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, var í raun meinað að fylgjast með kosningunum og sendi því enga full- trúa. Innlend, óháð stofnun, Golos, sagði að mörg dæmi væru um mis- ferli, m.a. að fólk hefði verið þvingað til að mæta á kjörstað en hættan á lítilli kjörsókn var eitt helsta áhyggjuefni ráðamanna. Medvedev naut stuðnings Vladím- írs Pútíns forseta enda náinn sam- starfsmaður hans í mörg ár. Pútín mun taka við embætti forsætisráð- herra og margir telja að hann verði áfram raunverulegur leiðtogi lands- ins enda hefur hann stuðning leyni- þjónustunnar, FSB, sem er allsráð- andi í stjórnkerfinu og atvinnulífinu. Medvedev sigraði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.