Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VESTURLAND
KATHLEEN Reilly og Karen og Ed And-
erson voru útnefnd heiðursfélagar Ís-
landsfélagsins í Utah 2008 á þorrablóti fé-
lagsins í Spanish Fork um liðna helgi.
Þorrablótið var nú haldið í 11. sinn og
var fjölmennt að vanda, en meira en 200
manns sóttu hátíðina og tóku þátt í fjöl-
breyttri dagskrá. Boðið var upp á hefð-
bundinn íslenskan þorramat og segir Dav-
id A. Ashby að hákarlinn hafi vakið
óskipta athygli en markmiðið með þorra-
blótinu sé að gestir fari þaðan íslensku
reynslunni ríkari.
Kathleen Reilly er af íslenskum ættum
og hefur verið í stjórn Íslandsfélagsins í
sjö ár. Tom, eiginmaður hennar, sem var
af írskum ættum, lést í desember á liðnu
ári.
Karen og Ed hafa unnið óeigingjarnt
starf fyrir félagið í mörg ár og lagt sitt af
mörkum til að viðhalda íslenskri arfleifð í
Spanish Fork. Ed var meðal annars dag-
skrárstjóri Íslendingadaga í Spanish
Forks í fyrrasumar, en hann andaðist í
nóvember sem leið.
Ljósmynd/David Ashby
Heiðrun Kathleen Reilly og Karen And-
erson með viðurkenningarnar.
Heiðursfélagar
útnefndir í
Spanish Fork
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
PRÓFESSOR Fred E. Woods
flytur í dag fyrirlestur um bók sína
um íslenska mormónana í boði Há-
skóla Íslands en í gær fjallaði hann
um sama efni í Kirkju Jesú Krists
hinna Síðari Daga Heilögu í
Garðabæ.
Haustið 2005 gaf Brigham
Young-háskólinn í Utah í Banda-
ríkjunum út bók Woods, Fire on
Ice: The Story of Icelandic Latter-
Day Saints at Home and Abroad
og nú hefur Háskóli Íslands gefið
hana út í þýðingu Friðriks Rafns
Guðmundssonar (Eldur á ís: Saga
hinna íslensku Síðari daga heilögu
heima og að heiman).
Virðing
Fred Woods segist ætla að nota
ferðina til að rannsaka frekar sögu
íslensku mormónanna. Í því felist
að skrá einstök skip og farþega-
lista í hverri ferð og skrásetja
reynslusögur einstaklinganna.
Eins hafi hann hug á að skoða fleiri
bréf til Íslendinga frá þeim sem
snerust til mormónatrúar og fluttu
til Utah og afla nánari upplýsinga
um hvaða augum ættingjar, vinir,
sveitarfélög og fjölmiðlar litu þetta
brottflutta fólk. Enn fremur hafi
hann mikinn áhuga á tengslum
Lútherstrúarfólks og mormóna frá
19. öld og til dagsins í dag. „Það
sem mér finnst sérstaklega áhuga-
vert er að þó margir Íslendingar,
sem fluttu til Utah, héldu sinni
lúthersku trú eða sneru sér aftur
að henni þá héldu þeir alltaf góðu
sambandi við íslensku mormónana
og nágranna sína,“ segir hann.
Hann segist hafa tekið eftir sams-
konar góðu sambandi milli Íslend-
inga og mormóna í Utah og
skemmst sé að minnast hvað vel
hafi farið á með forseta Íslands
Ólafi Ragnari Grímssyni og Gord-
on B. Hinckley, forseta Kirkju
Jesú Krists hinna síðari daga heil-
ögu, sem féll frá fyrir skömmu,
meðal annars á hátíðinni sumarið
2005 í tilefni af 150 ára afmæli
landnáms Íslendinga í Utah. Þá
hafi líka verið áhugavert að sjá kór
frá Selfossi heimsækja Spanish
Fork þó enginn meðlimanna hafi
verið mormóni. Þetta sé virðingar-
vert og til eftirbreytni á nýhafinni
öld. Hann ætli að grennslast fyrir
um álit almennings á mormónum
og hafi í hyggju að ræða við biskup
Íslands og kirkjumálaráðherra.
Tilviljun
Tengsl Fred Woods við Ísland
urðu til fyrir tilviljun. „Ég fékk
áhuga á uppruna íslensku morm-
ónana vegna rannsókna minna á
mormónum á 19. öld, en árið 2000
sá eiginkona mín í staðarblaðinu
heima að fólk af íslenskum ættum í
Spanish Fork ætlaði að hittast
vegna fyrirhugaðrar sýningar um
íslenska mormóna á Hofsósi,“ seg-
ir hann. „Þetta er eitthvað sem þú
átt að vera með í og ég er þakk-
látur fyrir að hafa hlustað á hana.“
Fyrirlesturinn hefst klukkan 12
í stofu 225 aðalbyggingu HÍ.
Hlustaði á konuna
Morgunblaðið/Golli
Höfundur Fred E. Woods við Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Garðabæ í gær.
Fred Woods
kynnir bók sína
um mormónana
Í HNOTSKURN
» Fred E. Woods, prófessorvið Brighanm Young-
háskólann í Utah í Bandaríkj-
unum kynnir bók sína Eldur á
ís: Saga hinna íslensku Síðari
daga heilögu heima og að
heiman í Háskóla Íslands í dag.
» Bókin kom fyrst út á ensku2005 í tilefni þess að þá
voru 150 ár frá því fyrstu ís-
lensku mormónarnir fluttu til
Utah og stofnuðu fyrsta ís-
lenska samfélagið í Vest-
urheimi.
» Upplýsingar um íslenskumormónana má meðal ann-
ars sjá á vefnum www.utah-
icelanders.com.
ÚR VESTURHEIMI
Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur
MONIKA Cecylia Kapanke kom til Íslands frá
Póllandi árið 1995, þá 21 árs. Hún hefur búið
hér síðan og kennir erlendu fólki íslensku á
vegum Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vest-
urlandi.
,,Ég kom hingað vegna þess að mig langaði
að prófa eitthvað nýtt. Ég hafði aldrei farið til
áður til útlanda og þetta átti að vera ævintýra-
ferð, ég ætlaði að vinna í sex mánuði og fara
svo heim,“ segir Monika og bætir við að hún
hafi óvart fundið sér mann á Íslandi þannig að
það varð ekki aftur snúið. ,,Ég fékk vinnu á Ís-
landi í gegnum frænda mágkonu minnar sem
er sjómaður og hann sigldi út um allan heim.
Hann kom til Hellissands og frétti að hér vant-
aði fólk í vinnu, og mágkona mín og systir
hennar ætluðu að fara en á síðustu stundu
hætti systirin við og ég fór í staðinn.“ Þetta
var 11. nóvember 1995 og segir Monika hafa
fyllst skelfingu þegar hún kom til landsins.
,,Það var rosalega vont veður og við vorum
næstum sjö klukkustundir vestur frá Keflavík.
Svo sá maður bara fjöllin og engin hús, ég vissi
ekki hvert ég var að fara.“ Hún fór að vinna í
Hraðfrystihúsinu við að snyrta fisk og bjó í
verbúðinni á Hellissandi og segir það hafa ver-
ið allt í lagi, að vísu hafi herbergið hennar
hvorki haft skáp né borð. ,,En ég var ung og
hafði aldrei áður unnið svona erfiða vinnu,
þannig ég svaf nánast alltaf þegar ég var ekki
að vinna á virkum dögum. Það var alltaf yf-
irvinna á þessum tíma, ég vann þá til sjö og
stundum við þrif til kl. níu og oft var unnið á
laugardögum líka. Mér þótti þetta alveg eðli-
legt enda kom ég til að vinna.“
Bauð henni á þorrablótið
Í desember sá Monika tilvonandi manninn
sinn Ingólf Áka Þorleifsson og segir það hafa
verið ást við fyrstu sýn. ,,Ég sá hann og hugs-
aði: Guð, hvað þetta er myndarlegur maður, en
hann hlýtur að vera giftur og eiga fullt af börn-
um, hann var svo alvörugefinn á svipinn og al-
skeggjaður. Ég man meira að segja ennþá
hvernig fötum hann var í.“ Hún segir það svo-
lítið fyndna tilviljun að hann bjó áður í verbúð-
inni en fluttist út til að rýma fyrir nýju kon-
unum sem voru að koma. Hún komst líka að
því að hann var ólofaður. ,,Hann kom oft og
brýndi hnífana fyrir okkur konurnar í frysti-
húsinu, og það að ég væri að gefa honum auga
var orðið aðalumræðuefnið í vinnunni.“ Mon-
ika segist vita að hann hafi tekið eftir sér strax
en þau voru bæði ákaflega feimin og svo voru
auðvitað tungumálaerfiðleikar. ,,Ég vissi ekki
hvað ég átti að segja, ég kunni ekki íslensku og
ekki mikla ensku og hann talaði ekki pólsku.
Fyrst ætlaði ég ekki að læra íslensku, af því að
ég ætlaði að vera hér svo stutt, en fór að læra
ensku í staðinn. Eftir áramótin bauð Áki henni
á þorrablótið og þá fóru þau að vera saman.
,,Við töluðum saman á okkar ensku, og ein vin-
kona mín sem talaði smá-íslensku var hjálpleg
í byrjun og túlkaði fyrir okkur.“ Um haustið
hófu þau sambúð á Hellissandi þar sem Áki
hafði fengið skipspláss. ,,Ég fór í smá-panikk
þegar Áki flutti til mín, það er ekki venjan í
Póllandi að fólk búi saman ógift, og ég hafði
áhyggjur af því hvað mamma myndi hugsa og
pólskar konur sem voru hér. Mér var ekki
sama hvað var hugsað um mig, ég var svo
gamaldags þá, og ég varð mjög hissa að
mamma skyldi ekki verða fúl en hún sagði
aldrei neitt. Svo giftum við okkur hér á landi
og börnin okkar tvö, Karen 6 ára og Kristján 2
ára, eru skírð hér og í lútherskri trú. Þó að ég
sé kaþólsk ákvað ég að krakkarnir ælust upp
við þá trú sem er ríkjandi hér á landi.“
Þegar ljóst var að Monika yrði lengur á
landinu en sex mánuði og komin með íslenskan
mann fannst henni ekki annað hægt en að læra
íslensku. ,,Ég upplifði mig líka alltaf útundan,
ég var með fólki, en við hliðina á í öllum sam-
skiptum því ég hvorki skildi né gat talað ís-
lensku. Það var eiginlega systir hans Áka sem
hvatti mig til að læra íslensku, hún leiddi mér
fyrir sjónir að enskan væri hvorki mitt tungu-
mál né Áka.“ Áki er frá Þorbjargarstöðum ná-
lægt Sauðárkróki og þau fluttu á Krókinn um
tíma þegar hann fór í Stýrimannaskólann á
Dalvík. ,,Þá fór ég um helgar til tengda-
mömmu sem er kennari og hún kenndi mér.
Hún var með bók fyrir nýbúakennslu og svo
bjó hún til verkefni. Fyrst blandaði ég íslensku
og ensku mjög mikið, ég kunni mjög litla
ensku, en samt nóg til að bjarga mér og ég bað
Áka að kenna mér ný orð á íslensku og hætta
að segja þau á ensku og þannig jókst orðaforð-
inn. Núna finnst okkur fyndið að við skyldum
hafa talað saman á ensku. Ég hlustaði mikið á
talað mál í útvarpinu og það hjálpaði líka. Mér
fannst ég fljót að læra málið en veit eiginlega
ekki hvenær ég var orðin góð í íslensku, ég er
ennþá alltaf að læra.“
Las Engla alheimsins og
fékk 10 á íslenskuprófi
Á Sauðárkróknum fór Monika að vinna við
sútun en segir það hafa verið skrýtið að vera
útlendingur á Króknum því á þeim tíma voru
þar engir Pólverjar. Eftir stutta dvöl bjuggu
þau ár á Dalvík áður en þau fluttu aftur á Hell-
issand. ,,Við keyptum okkur hús og Áki réði
sig sem stýrimann á báti. Ég fór að vinna í
fiski og fór í nám við útibú FVA í Ólafsvík. Þar
lærði ég íslensku, ensku og á tölvur og mér
gekk rosalega vel, en ég er með stúdentspróf
frá Póllandi. Íslenskunámið var mjög erfitt en
ég lagði mikið á mig og fékk 10 í einkunn. Ég
las Engla alheimsins og ýmsar smásögur og
mér fannst sérstaklega erfitt að skrifa ritgerð-
ir á íslensku. Áki hjálpaði mér með stafsetn-
inguna. Það sem mér fannst erfiðast við að
læra íslensku var ð og þ, u og ú, i og í, y og ý, –
hjá okkur í pólsku er y jafngilt íslensku i, en i
er jafngilt í og ú með kommu er jafngilt u. Í
pólsku eru 7 föll, mér fannst samt erfitt að
læra íslensku út af ákveðna greininum, það er
ekki svo flókið ef maður sleppir honum, svo
finnst mér oft erfitt að greina kyn orða, karl-
kynsorð hafa oft sömu endingar og kvenkyns-
orð í fleirtölu og það ruglar mann, auk þess
sem kyn orða hér er oft ekki það sama og á
pólsku.“
Monika hefur um árabil túlkað og aðstoðað
við ýmis samskipti, í skólum, á vinnustöðum,
heilsugæslunni o.fl. ,,Þetta var sjálfboðavinna í
mörg ár en nú er ég farin að senda reikninga
fyrir þessa aðstoð, því að nú er ég með tvö
börn og þarf kannski sjálf að fá pössun.“
Fyrir fimm árum byrjaði Monika að kenna
öðrum íslensku í fullorðinsfræðslu á vegum Sí-
menntunar Vesturlands, en hafði þá í millitíð-
inni starfað á leikskóla og grunnskóla sem
leiðbeinandi. Þegar grunnskólarnir voru sam-
einaðir var henni sagt upp. ,,Fyrst hélt ég að
ég gæti ekki kennt fullorðnum en ég lærði
mjög mikið á því sjálf að kenna og mér hefur
gengið vel. Stundum fæ ég erfiða nemendur
sem vilja fá að vita eitthvað meira, en ég er
ekki feimin að segja að ég viti ekki allt. Ég er
ekki íslensk að uppruna og þó ég kunni mikið
kann ég ekki allt. Ég er líka fyrirmynd, talandi
dæmi um að það er hægt að læra íslensku og
ég get bæði lesið og skrifað. Monika segir að
sér finnist of margir útlendingar ekki nenna að
læra íslensku. ,,Það ætti að vera skylda fyrir
fólk að fara á íslenskunámskeið til að fá ótíma-
bundið dvalarleyfi.“
Það er hægt að læra íslensku
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Pólsk Monika Cycilia Kapanke kennir
útlendingum íslensku.