Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA „Algjört listaverk” eeeee - 24 STUNDIR „Ein mikilfenglegasta bíómynd síðari ára” eeeee - Ó.H.T. Rás 2 eeee - H.J. MBL 8 VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA Þriðja besta mynd aldarinnar samkvæmt hinum virta vef IMDB O S C A R ® T I L N E F N I N G A R ÞAR Á MEÐAL eeee „Daniel Day Lewis er stórkostlegur“ 24 STUNDIR SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI STEP UP 2 kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.7 ára DEATH AT A FUNERAL kl. 6 B.i.7 ára P.S. I LOVE YOU kl. 8 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA DARK FLOORS kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 14 ára UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 6 LEYFÐ NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 6 - 8 - 10:30 B.i.16 ára THERE WILL BE BLOOD kl. 8:30 - 10:10 B.i.16 ára THERE WILL BE BLOOD kl. 7 - 10:10 B.i.16 ára LÚXUS VIP JUNO kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára DARK FLOORS kl. 8:20 - 10:30 B.i.14 ára UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 6 LEYFÐ STEP UP 2 kl. 8:20 - 10:30 B.i. 7 ára SWEENEY TODD kl. 6 B.i.16 ára eeee - S.U.S. X-ið 97.7 eeee - V.J.V. Topp5.is/FBL ÞÁ SJALDAN sem kvikmynda- gerðarmönnum tekst að koma með nýtt blóð og ferskan tón í kunn- uglegt efni er björninn unninn og allir á bólakafi í lukkupottinum. Jason Reitman er kornungur leik- stjóri sem vakti heimsathygli fyrir háðsádeiluna Thank You For Smoking, nú hefur þessi liðlega þrí- tugi sonur Ivans (Ghostbusters) Reitman, smellhitt naglann aftur á höfuð og sannað að tóbakssatíran var engin tilviljun eða byrj- endaheppni. Því fer víðs fjarri að Reitman eigi einn og óstuddur heiðurinn af velgengni Juno, mynd- in er þriggja manna grettistak. Handrit hinnar þrítugu Diablo Cody er á sömu bylgjulengd, alvar- legt og fyndið í senn og ávallt skynsamlegt og færði höfundinum Óskarsverðlaunin fyrir frumraun- ina sína núna á dögunum. Þá er ótalin stjarnan, hin ótrúlega þrosk- aða og ólýsanlega litríka galdra- kona Ellen Page. Það er leitun að jafn blæbrigðaríkri túlkun í bíó- myndum samtímans og Page sýnir í titilhlutverki ungrar stúlku sem kemst að því að hún er þunguð eft- ir einn kæruleysislegan samfund með vini sínum og jafnaldra, Paulie (Cera). Ljóst er frá upphafi að þau eru ekki sköpuð hvort fyrir annað, Pau- lie og Juno, þau eru ekki tilbúin í stórræðin og góð ráð dýr. Mögu- leikarnir eru fáir. Juno getur ekki hugsað sér að verða einstæð móðir tæpast af barnsaldri, hún gefst upp á miðri leið í fóstureyðingu, þá eru kjörforeldrar eina úrræðið. Leit hefst að hjónum sem vilja ættleiða barnið og þá koma þau til sögunnar upparnir Vanessa og Mark Loring (Garner og Bateman). En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Efnið virðist ekki til þess fallið að gera úr því gamanmynd en út- koman er engu að síður fyndin og jákvæð þroskasaga þar sem áhersl- an er einatt á hið broslega undir annars grafalvarlegum aðstæðum persónanna. Cody er flinkur penni sem er jafnan smekkleg og fundvís á snjallar og mannlegar útgöngu- leiðir úr flóknum kringumstæðum. Juno er eins fjarri því að vera kærulaus stelpugála og hugsast getur, hún er einfaldlega klár í kollinum með skopskyn sem léttir henni að ná áttum á þessum fyrstu krossgötum lífsins. Hún er kornung en rasar ekki um ráð fram, velur foreldri sem eru þess umkomin að veita barninu hennar flest það sem hana sjálfa skortir á þessum tíma- punkti. Sigurganga Juno hefur verið með miklum eindæmum, myndin hefur mánuðum saman harðneitað að detta út af vinsældalistanum. Það hjálpast margt að til þess að myndin varð einn óvæntasti sig- urvegari við miðasöluna og á verð- launaafhendingum, en Juno hirti m.a. öll helstu Spirit verðlaun óháðra kvikmyndargerðarmanna fyrir skömmu. Page á ríkan þátt í þessari listrænu og efnahagslegu farsæld, hún er leikkona í sérflokki, það var ljóst í Hard Candy, sem fór fram hjá flestum, en er fáanleg á næstu myndaleigu. Hennar vandi í framtíðinni verður einkum fólginn í að fá hlutverk við hæfi. Core vinn- ur á þegar líða tekur á myndina og J.K. Simmons, sem faðir Juno, er óvæntur senuþjófur líkt og í Thank You for Smoking. Garner, Bateman og Janney fylla vel út í myndina sem sannarlega lýsir upp bíótil- veruna þar sem ofbeldið og myrkr- ið hellist yfir mann sem aldrei fyrr. Barnið kenndi barni barn Juno Uppar í ættleiðingarhug. Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYND Sambíóin Leikstjóri: Jason Reitman . Aðalleikarar: Ellen Page, Michael Cera, Jennifer Gar- ner, Jason Bateman, Allison Janney, J. K. Simmons. 91 mín. Bandaríkin 2007. Juno bbbbm Eftir Arnar Eggert Thoroddsen og Höskuld Ólafsson HEILT yfir eru Íslendingar miklir málvöndunarsinnar og erlendar þjóðir mæna gjarnan til okkar af aðdáun þegar allir sem vettlingi geta valdið brjóta heilann yfir hvers kyns nýrðasmíð. Málfarsfas- istar og íhaldsfólk á það til að standa föstum fótum gegn erlend- um áhrifum, skiljanlega, en svo eru þeir sem horfa til íslenskunnar sem sprelllifandi máls sem geti vel tekið við erlendum orðum og umfaðmað sem sín eigin. Brúdalur og Balalækur Í Vatnagörðum æfa þrjár hljóm- sveitir og einn sólólistamaður sam- an. Þetta eru Ljótu hálfvitarnir, Hraun, Múgsefjun og Birgir Örn Steinarsson, Biggi í Maus. Æfinga- húsnæðið hafa þeir kristnað Fíd- bakki, sem er dásamlegt dæmi um skapandi notkun á málinu. Erlenda orðið „feedback“ eða viðgjöf/ endurgjöf er notað yfir surgið sem kemur út gíturum þegar þeir standa of nálægt mögnurunum. Þetta orð er tónlistarmönnum tamt, illa hefur gengið að koma þýðingu inn, en nú hefur það verið leitt inn í ylhýran, alíslenskan málheim og stendur nú sem sællegt bæjarheiti: Fídbakki. En hljómsveitirnar létu ekki staðar numið þarna. Talað er um að Fídbakki sé bær í Hljómsveit og þar rennur Balalækur um, her- bergi sem hýsir frumstætt hljóðver og hljóðfærageymslu. Önnur geymsla ber þá nafnið Díley („delay“ er heiti yfir ákveðin hljóð- hrif sem gítarleikarar framkalla með bjögunartækjum). Salern- isaðstaðan ber þá nafnið Brúdalur og stigagangurinn gengur undir nafninu Pedalir. Jón Geir trommari í Hrauni er þá með trommu- smíðaaðstöðu á staðnum, en hann er lunkinn trommusmiður og sér- hannaði m.a. trommusett Ljótu hálfvitanna með það fyrir augum að það yrði nógu hálfvitalegt. Nafn- ið? Slagbrandsstaðir. Jónas hlýtur að brosa í kampinn með þetta allt saman… Fjör á Fídbakka Íslenskan er lifandi túlkunartæki, a.m.k. í höndum nokkurra tón- listarmanna sem æfa saman í æfingarhús- næðinu Fídbakka. Verkstæði Í Viðgerði fá löskuð hljóðfæri nýtt líf. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Pása Í Pedölum hvíla tónlistarmenn lúin bein milli laga. Útsýni Bæjarstæði Fídbakka er heppilegt og þaðan sést vítt og breitt. Stúdíó Jón Geir situr í miðjum Balalæk en heldur samt ró sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.