Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Ný peysusending 20% afsláttur af bílaleigubílum erlendis! Bókaðu bílaleigubíl fyrir sumarfríið hjá Avis í mars og þú færð 20% afslátt í formi safnkortspunkta hjá N1. Bókaðu strax bíl á avis.is og safnaðu punktum! Sæktu um Safnkort N1 á avis.is. Einn punktur jafngildir einni krónu. Knarrarvogi 2 • Sími 591 4000 • avis.is E N N E M M / S IA / N M 3 24 46 Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is GATNAGERÐ er í fullum gangi í Kambalandi, svæði 1, í Hvera- gerði. Svæðið er 30 hektarar og hefur verið skipulagt undir íbúða- byggð. Gert er ráð fyrir byggingu 280 íbúðaeininga, 220 sérbýla og 60 íbúða í fjölbýlishúsum. Kamba- land verður byggt upp í þremur áföngum og má reikna með að uppbygging alls hverfisins taki um 5-8 ár. Eins og nafn svæðis- ins gefur til kynna er það undir Kömbun- um vestan við Hveragerði. Á svæðinu verður sparkvöllur, leikskóli og þjónustu- miðstöð. Landið er í eigu Kambalands ehf. sem sér um uppbygginguna, en Hveragerðisbær mun sjá um þá þætti sem snúa að þjónustu. „Kambaland ehf. hefur skipulagt svæðið, í samvinnu við bæinn að sjálfsögðu,“ segir Aldís Hafsteins- dóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, „og þeir sjá um alla gatnagerð á svæðinu. Bærinn kemur ekki að framkvæmdinni að öðru leyti en að tengja svæðið núverandi gatna- kerfi, veitukerfi og slíku. Síðan munum við auðvitað þjónusta svæðið þegar það er byggt,“ segir Aldís. Kambaland ehf. sér þannig um lóðaúthlutun og -sölu. Aldís segir að unnið sé nú nætur og daga við gatnagerðina og mikill gangur sé í henni. „Þetta er þann- ig klárlega farið í gang og sala hafin á lóðum.“ Bæjarfélagið að verða uppiskroppa með lóðir Framundan er einnig uppbygg- ing í Sólborgum, en samningar um uppbyggingu voru gerðir við Eykt hf. Eykt eignaðist það land með samningum við Hveragerðisbæ í byrjun árs 2006 og síðan hefur verið unnið að þróun þess og skipulagningu. „Sólborgarsvæðið er skemmra á veg komið,“ segir Aldís. Deiliskipulag segir hún á lokametrunum en ólíklegt sé að framkvæmdir þar hefjist á þessu ári. Aldís segir mikinn hug í Hver- gerðingum, mikil ásókn hafi verið í lóðir í bænum. „Við, sem bæjar- félag, erum að verða uppiskroppa með land,“ segir hún. „Á vegum bæjarins verður úthlutað bygging- arlóðum í sumar, en svo fer nú að verða fátt um fína drætti í fram- haldinu. Lóðir eru og verða þannig í eigu einkaaðila í Hveragerði. Bæjarfélagið mun því ekki til framtíðar geta selt eða úthlutað lóðum.“ Stöðug fjölgun hefur verið í Hveragerði á undanförnum árum, nú búa þar um 2.300 manns. Að sögn Aldísar eru miklar vonir bundnar við tvöföldun Suðurlands- vegar og með því tengist bærinn enn betur höfuðborgarsvæðinu. Uppbygging að hefjast í Kambalandi Morgunblaðið/RAX Framkvæmdir Nú er unnið hörðum höndum að vegagerð á svæði 1 í Kambalandi í Hveragerði. Gert er ráð fyrir byggingu 280 íbúðaeininga.                          Aldís Hafsteinsdóttir MAGNÚS Jónatansson, forsvars- maður Kambalandsins, segir að verktökum hafi þegar verið út- hlutað nokkrum lóðum á svæðinu. „Í Kambalandinu eru þrír áfangar og gatnagerðinni í fyrsta áfanga, fyrir 100 einbýlishús og raðhús, verður lokið núna í sumar,“ segir Magnús. „Við erum byrjaðir að af- henda lóðir, aðallega til verktaka, og munum ljúka því innan fjögurra mánaða.“ Hann segir heildarhugmyndina á bak við framkvæmdina vera nokk- uð ólíka því sem gengur og gerist, „af því að við búum til allsherjar- lausn fyrir verktakann“. Hafist verður handa við húsbyggingar í haust og Magnús segir mikinn áhuga vera fyrir svæðinu. Afhending lóða hafin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.