Morgunblaðið - 11.03.2008, Side 8

Morgunblaðið - 11.03.2008, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is LAUNAGREIÐANDINN er sá sem ber gengisáhættuna þegar hluti launa er greiddur í erlendum gjaldmiðli eins og mögulegt verður með nýgerðum kjarasamningum. Má enda ætla að launagreiðendur séu almennt töluvert betur í stakk búnir til þess að verja sig gegn þeirri áhættu sem gjaldeyrisvið- skipti hafa í för með sér en launþeg- ar. Sé gerður samningur um að launþegi með 300 þúsund í mán- aðarlaun fái 262 þúsund íslenskar krónur á mánuði og 400 evrur (mið- að við að gengi evrunnar sé 95 krónur þegar samningurinn er gerður) er það launagreiðandinn sem ber áhættuna af gengisbreyt- ingunni, þar sem upphæðin í er- lenda gjaldmiðlinum er föst. Launa- greiðandinn þarf að sjá til þess að útvega 400 evrur (í þessu tiltekna dæmi) og gildir þá einu hvort geng- ið er 95 krónur eða 105 eins og nú. Hefur ávinning af lækkun Að sama skapi er það launagreið- andinn sem hefur ávinninginn af því þegar gengi erlenda gjaldmiðilsins lækkar og gengi evrunnar fer t.d. úr 95 krónum í 85 krónur. Um leið og samið er um að hluti launa- greiðslunnar verði í erlendum gjaldmiðli verða launin breytileg, hækki gengi erlendu myntarinnar hækka launin en lækki gengið lækka launin. Ávinningurinn fyrir launþega, sem hefur íbúðalán í erlendri mynt eða hefur einhverja aðra ástæðu til þess að fá hluta launa sinna í er- lendri mynt, er augljóslega sá að viðkomandi tryggir sig gegn geng- issveiflum og svo má ekki gleyma því að þótt launin séu breytileg á það aðeins við um þann hluta laun- anna sem greiddur er í erlendri mynt en hlutinn sem greiddur er í íslenskum krónum er jafn ramm- lega bundinn og fyrr. Gildir þá einu að gengi krónunnar er mjög veikt um þessar mundir og þeir sem semja um að fá hluta launa sinna í erlendri mynt nú þyrftu eflaust að horfa á verðmæti þess hlutar í ís- lenskum krónum lækka. Greiðsla í krónum Þeir launþegar, sem hins vegar hafa engan fastan kostnað sem tek- ur mið af gengisbreytingum er- lendra gjaldmiðla en taka engu að síður hluta launa sinna í erlendum gjaldmiðli, bera áhættuna sem felst af því að fá ekki allt greitt í krónum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær þurfa þeir sem fá greitt í er- lendri mynt síðan að standa skil á auknum skattgreiðslum sem hljót- ast af gengishækkun erlendu mynt- arinnar en þurfa að sama skapi að greiða minni skatt lækki gengi myntarinnar. Þá ber að geta þess að þótt hluti launanna sé í erlendri mynt er hann engu að síður greiddur út í íslensk- um krónum í samræmi við fram- kvæmd bankanna á erlendum lán- um, afborgun fer ávallt fram í íslenskum krónum. Áhættan liggur hjá launagreiðandanum Morgunblaðið/Ásdís Erlend mynt Þeir sem hafa íbúðalán í erlendri mynt geta haft töluverðan ávinning af því að fá hluta launa sinna í sama gjaldmiðli. Nýir kjarasamningar gera launþegum kleift að fá laun borguð í erlendum gjaldmiðli. ÞAÐ hefur fjarað mjög hratt undan hreinni eigna- stöðu þjóðarinnar í útlöndum að undanförnu en hún sýnir mis- muninn á erlend- um eignum og er- lendum skuldum Íslendinga að teknu tilliti til eigna útlendinga hér á landi. Gylfi Magnússon, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands, segir að hrein eignastaða þjóðarinnar hafi raunar verið neikvæð allt frá því mælingar hófust en hún hafi keyrt um þverbak á síðasta ársfjórðungi seinasta árs. Þá versnaði hún um tæplega 500 milljarða króna. Ástæður þessa voru bæði mikill viðskiptahalli á ársfjórðungnum og sú staðreynd að erlendar eignir Íslend- inga féllu í verði með þeirri lækkun sem hefur orðið á erlendum mörk- uðum. Nýjar tölur Seðlabankans bera með sér að heildarskuldir þjóð- arinnar eru orðnar mikið áhyggju- efni, að sögn Gylfa. Þær eru nú komn- ar yfir sjö þúsund milljarða kr. ,,Þegar rætt er um fjármögn- unarvanda bankanna snýst hann að miklu leyti um að velta þessari tölu áfram, þ.e.a.s. þetta er fengið að láni og það þarf sífellt að endurfjármagna þann hluta sem er til skamms tíma,“ segir Gylfi. Bítur allt þjóðarbúið Um þessar mundir er erfitt að fá lánsfé og lánskjörin eru miklu verri en þau hafa verið, eins og fram hefur komið. ,,Það er mjög dýrt að skulda þegar vextir eru svona háir en núna bítur það þjóðarbúið allt þegar menn þurfa að velta á undan sér öllum þess- um skuldum og vextirnir hækka,“ segir Gylfi. Hinn mikli vöxtur bankanna und- anfarin ár hefur verið að verulegu leyti keyrður áfram af því að bank- arnir hafa getað aflað mikils lánsfjár á góðum kjörum í útlöndum og lánað það aftur til annarra og vaxið sjálfir með kaupum á fyrirtækjum. Þetta viðskiptalíkan byggist á því að að- gengi að lánsfé sé gott og á góðum kjörum, að sögn Gylfa. „En núna þeg- ar svo er ekki hljóta menn óneit- anlega að þurfa að taka það til endur- skoðunar.“ Bankarnir standa frammi fyrir nýrri stöðu, að mati hans. Þeir hafa ákveðið svigrúm því þeir voru búnir að tryggja sér fjármagn fram í tímann „og ef ekkert kemur upp á sem kippir fótunum undan því, þá geta þeir stað- ið af sér svona smá þurrk en langvar- andi þurrkur á lánsfjármörkuðum veldur þeim verulegum vandræðum. Þá þurfa þeir væntanlega að fara að draga saman seglin í talsvert ríkari mæli en við höfum séð til þessa,“ segir Gylfi. Sífellt verri fréttir Hann segir að ef þróunin verður á versta veg geti það þýtt veikingu krónunnar, uppsagnir og atvinnuleysi og jafnvel gjaldþrot í einhverjum mæli. Gylfi segist ekki vilja spá því að nið- urstaðan verði svo slæm en þetta gæti þó vissulega orðið raunin ef fer ekki að birta til, „og því miður virðist ekk- ert vera að rofa til í útlöndum. Það koma sífellt verri fréttir, sérstaklega frá Bandaríkjunum, sem skipta miklu máli fyrir heimshagkerfið.“ Eignastaðan féll um 500 milljarða á 3 mánuðum Heildarskuldirnar yfir 7.000 milljarða og mikið áhyggjuefni Gylfi Magnússon MIKILVÆGT er að knapar kunni þá list að detta af hestbaki, láti sig falla mjúklega og taki nokkurs konar kollhnís áður en þeir snerta jörðina. Þannig verður byltan mýkri en ella sem dregur úr hættu á alvarlegum slysum, til dæmis á mænu. Æskilegt er að taka slík atriði inn í skipulagða reiðkennslu og mikilvægt er að efla alla fyrirbyggjandi þætti. Þetta kom m.a. fram á námskeiði um öryggi í hestamennsku sem Vátryggingafélag Íslands hélt um helgina á Hvanneyri í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands. Yfir 50 manns mættu á nám- skeiðið víðs vegar að af landinu. Á námskeiðinu var m.a. bent á að á Norðurlöndunum er alsiða að ungmenni í hestamennsku klæðist sérstökum hlífðarvestum. Verkleg- ur hluti námskeiðsins fór fram í reiðhöllinni á Mið-Fossum í Anda- kíl. Sýnt var hvernig detta á af baki með lágmarksafleiðingum og sá hópur „áhættuleikara“ undir stjórn Reynis Aðalsteinsson tamn- ingameistara og Bjarna Friðriks- sonar júdókappa um þann þátt kennslunnar. Áhætta Sýnt var hvernig detta á af baki með lágmarksafleiðingum. Að kunna að detta af baki FRAMKVÆMDIR við lagningu Hellisheiða- ræðar, flutningsleiðslu fyrir heitt vatn frá Hellisheiðarvirkjun til notenda á höfuðborg- arsvæðinu hefjast á næstu dögum. Lögnin verður neðanjarðar frá virkjuninni við Kol- viðarhól að stýrishúsi á Reynisvatnsheiði, samtals um 18,5 kílómetrar. Frá virkjuninni liggur æðin meðfram gamla Suðurlandsveg- inum og síðan meðfram Sogslínu 2 og Búrfellslínu 2 að tengivirki Lands- nets á Geithálsi. Þaðan liggur æðin upp að stýrishúsi OR á Reynisvatns- heiði og í tankana þar. Framkvæmdirnar standa yfir til haustsins 2009 eða þar til varmastöð Hellisheiðarvirkjunar verður tekin í notkun. Gengið hefur verið að tilboði Klæðningar í lögn æðarinnar að upphæð 1,1 milljarður króna. Þá er efn- iskostnaður ótalinn. Ístak byggir varmastöðina við Hellisheiðarvirkjun og hljóðaði tilboð fyrirtækisins upp á 1,6 milljarða króna. Hellisheiðaræð neðanjarðar ÖRAR breytingar á stjórn borg- arinnar og fyrirtækjum hennar hafa aukið álag starfsmanna. Áherslu- breytingar gera vinnuaðstæður erf- iðar, draga úr stöðugleika fram- kvæmda og gera starfsmönnum erfitt fyrir, að því er fram kemur í ályktun aðalfundar Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar. „Ríkar kröfur eru gerðar til op- inberra starfsmanna um að þeir sinni störfum sínum af alúð og að- hafist ekkert sem varpað gæti rýrð á starfið og þar með á mikilvægi op- inberrar þjónustu. Sama skylda hvíl- ir að sjálfsögðu á stjórnendum og pólitískt kjörnum fulltrúum. Eitt mikilvægasta hlutverk stjórnenda opinberra stofnana hlýtur að vera að mynda trúverðug tengsl við al- menning með heiðarlegri stefnu,“ segir m.a. í ályktuninni. Örar breytingar hafa aukið álag ÞÓRIR Hrafns- son hefur verið ráðinn aðstoð- armaður Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkju- málaráðherra. Þórir hefur starfað sem markaðsráðgjafi á Íslensku aug- lýsingastofunni undanfarin ár. Þar áður starfaði hann m.a. hjá Háskól- anum í Reykjavík, útgáfufyrirtæk- inu Fróða og Prentsmiðjunni Odda. Þórir lauk MBA-prófi frá La Trobe-háskólanum í Melbourne ár- ið 2004. Að auki hefur hann BA- próf í íslensku og sögu frá Háskóla Íslands og próf í hagnýtri fjölmiðla- fræði frá HÍ. Þórir er kvæntur El- ínu Einarsdóttur og eiga þau fimm börn. Þórir Hrafnsson Aðstoðar dóms- málaráðherra STUTT STEFÁN Jakob Guð- johnsen viðskipta- fræðingur andaðist á Landspítalanum 7. mars síðastliðinn, 76 ára að aldri. Stefán fæddist 27. maí 1931 í Reykjavík og var sonur hjónanna Jakobs Guð- johnsen rafmagns- stjóra og Elly Hedwig Guðjohnsen húsmóð- ur. Stefán varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1952. Hann nam viðskiptafræði við Há- skóla Íslands og lauk cand. oecon.- -prófi 1957. Sama ár hóf hann störf sem skrifstofustjóri hjá Málningu hf. Síðar varð hann framkvæmdastjóri fyrirtækisins og gegndi því starfi til starfsloka. Stefán var mikill áhugamaður um bridge og einn fremsti bridge- spilari Íslendinga á ofanverðri 20. öld. Hann átti marg- oft sæti í íslenska bridgelandsliðinu og keppti fyrir Íslands hönd á Norðurlanda- mótum, Evrópumót- um og Ólympíumót- um. Stefán vann marga Íslandsmeist- aratitla, bæði í tví- menningi og sveita- keppni. Hann skrifaði reglulega pistla um bridge í Vísi, DV og síðar í Viðskiptablaðið, enn- fremur þýddi hann bókina Spilaðu bridge við mig. Stefán kvæntist Guðrúnu Ragn- ars Guðjohnsen, snyrtifræðingi og fyrrverandi formanni Hunda- ræktarfélags Íslands, á annan í jólum 1954. Börn þeirra eru Egill Ragnars tannlæknir, Sigríður jógakennari, Jakob verktaki og Stefán Gunnar framkvæmda- stjóri. Andlát Stefán J. Guðjohnsen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.