Morgunblaðið - 26.03.2008, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 19
LANDIÐ
Eftir Gunnlaug Árnason
Stykkishólmur | Hjónin Svala Jóns-
dóttir og Agnar Jónasson hafa keypt
fyrirtækið Helluskeifur ehf. og hafið
starfsemi í Stykkishólmi. Fyrirtækið
er keypt frá Hellu og höfðu fyrri eig-
endur rekið Helluskeifur frá árinu
1989. Þau hjón eru þegar farin að
búa til skeifurnar og hefur gengið
vel að koma starfseminni af stað aft-
ur.
Agnar Jónasson segir að þau
framleiði átta stærðir af skeifum. Í
hverri stærð er hægt að fá skeif-
urnar pottaðar eða hafa þær gat-
aðar. En hvað eru pottaðar skeifur?
Því svarar Agnar: „Þá er soðið á þær
framan á tána. Einnig er ég með
þrjár þykktir af skeifum, 6 mm, 8
mm og 10 mm. Það eru því margar
gerðir af skeifum sem ég þarf að
framleiða fyrir hestamennina,“ segir
Agnar.
Þjóna þörfum hestamanna
Vélbúnaðurinn getur afkastað um
300 skeifum á klukkustund. Agnar
segist renna dálítið blint í sjóinn með
markaðinn. „Fyrri eigendur fram-
leiddu allt að 20.000 ganga. Einhvers
staðar las í ég það að á Íslandi væru
um 25.000 hross á járnum og ef það
eru réttar tölur er markaður fyrir á
milli 30 og 40 þúsund ganga,“ segir
Agnar.
Hann segir ennfremur að hesta-
menn séu farnir að nota mikið upp-
sláttarskeifur og þær séu fluttar til
landsins. „Við erum að leita erlendis
að vél til að framleiða þannig skeifur.
Við vorum að kaupa vél til að búa til
skafla sem við byrjum á að framleiða
í haust. Það er markmið okkar hjóna
að geta séð íslenskum hestamönnum
fyrir öllum þeim skeifum sem þeir
þurfa á að halda. Skeifurnar sem við
framleiðum þykja góðar og eru mun
sterkari en innfluttar skeifur. Okkar
skeifur duga hvað best á hestaferð-
um um hálendið. Við viljum komast í
gott samband við hestamenn því
hvernig til tekst með fyrirtækið er
undir þeim komið,“ segir Agnar.
Agnar er búinn að koma sér upp
heimasíðu, helluskeifur.is, og þar er
hægt að skoða framleiðsluna og
panta. Hann segist senda frítt til
kaupenda á höfuðborgarsvæðinu ef
pantaðar eru 10 gangar eða fleiri.
En það er fleira sem Agnar Jón-
asson fæst við. Eitt af því tengist líka
útivist að sumri til. Hann hefur rekið
tjaldvagnaleigu frá árinu 2000. Sú
starfsemi hefur gengið vel. Hann
verður með 14 tjaldvagna til útleigu í
sumar og eitt hjólhýsi. Nú þegar er
farið að hringja til Agnars og panta
fyrir sumarið.
Þá smíðar Agnar rúlluheyskera.
Þær smíðar hefur hann stundað í
nokkur ár og salan gengur vel. Hann
selur rúlluheyskerana út um allt land
og er að framleiða um 70 til 100 skera
á ári hverju. Þau hjónin hafa því ým-
islegt á prjónunum og segist Agnar
vera kátastur þegar hann hefur nóg
að gera. Þessu til viðbótar finnst hon-
um það ekki mikið mál þótt hann
annist næturgæslu í hjá Vökustaur
ehf. aðra hverja viku.
Fyrirtækið er undir
hestamönnum komið
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Glóandi járn Járnið er hitað við mikinn hita og mótað á eftir. Margar teg-
undir af skeifum eru framleiddar hjá Helluskeifum ehf.
Vor í nánd Hjónin Svala Jónsdóttir og Agnar Jónasson eru farin að smíða
skeifur. Þau keyptu fyrirtæki frá Hellu og eru að færa út kvíarnar.
Agnar Jónasson
býr til skeifur,
rúlluheyskera og
leigir út tjaldvagna
Eftir Birki Fanndal Haraldsson
Mývatnssveit | Töluvert á annað hundrað manns hóf
píslargönguna sem að venju hófst við Hótel Reynihlíð
að morgni föstudagsins langa.
Það var nýtt að þessu sinni fyrir upphaf göngunnar,
að fólki gafst kostur á að ganga út í Reykjahlíðarkirkju
og hlýða á fornan íslenskan tíðasöng í flutningi séra
Þorgríms G. Daníelssonar á Grenjaðarstað. Þegar
kemur í Skútustaði gefst kostur á að ganga til kirkj-
unnar og hlýða um stund á sr. Örnólf J. Ólafsson flytja
passíusálma. Veðrið hélst áfram ákaflega notalegt
gönguveður, smá sólskinsglampar en annars skýjað og
stillt. Flestir skiluðu sér til baka milli kl. 14 og 17 og þá
var aðeins eftir að fara í Jarðböðin og gefa sér góðan
tíma þar til að láta þreytuna líða úr líkama og sál.
Píslarganga í blíðviðri við Mývatn
Morgunblaðið/BFH
Áfangi Það er létt yfir göngufólkinu þegar komið er í Hlíðarkamb og aðeins síðasti kílómetrinn eftir.
Ráðstefna um íslenska þjóðfélagsfræði
Líf og störf í dreifðum byggðum
Hólaskóla - Háskólanum á Hólum 28.-29. Mars 2008
Föstudagur 28. mars
13:00-13:15 Skráning
13:15-13:50 Setning ráðstefnunnar
Málfríður Finnbogadóttir, ráðstefnustjóri
Inngangsfyrirlestur
Þorbjörn Broddason, Háskóla Íslands
Segir ein mynd meira en þúsund orð?
14:00-14:50 Málstofa I - Fjölmiðlar
Ragnar Karlsson - Hagstofu Íslands
Af lággróðrinum í íslenskum fjölmiðlum: Fátt
eitt um aðstæður héraðs- og staðarfjölmiðla
Birgir Guðmundsson - Háskólanum á Akureyri
Geltir varðhundur almannahagsmuna síður í smáum
samfélögum?
14:00-14:50 Málstofa II - Afbrot
Margrét Valdimarsdóttir - Háskóla Íslands og
Lýðheilsustöð
Félagsgerð hverfasamfélagsins og afbrot ungmenna
Helgi Gunnlaugsson - Háskóla Íslands
Afbrot á Íslandi
15:20-17:15 Málstofa III - Menntun /menning
Bragi Guðmundsson - Háskólanum á Akureyri
Ástkæra fósturmold - öndvegi íslenskra dala
Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir - Verkmennta-
skólanum á Akureyri
Að taka þátt í starfi bekkjarins
Kristín Aðalsteinsdóttir og Guðmundur Engilbertsson -
Háskólanum á Akureyri og Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir
- Verkmenntaskólanum á Akureyri
Fjölmenningarleg kennsla
Finnur Friðriksson - Háskólanum á Akureyri
Góðkunningjar málfarslöggunnar:
Svæðisbundin staða og viðhorf
15:20-17:15 Málstofa IV - Ferðaþjónusta
Edward H. Huijbens - Ferðamálasetri Íslands
Græna græðgin
Hlín C. Mainka Jóhannesdóttir - Hólaskóla -
Háskólanum á Hólum
Nám í hestaferðaþjónustu
Ingibjörg Sigurðardóttir - Hólaskóla - Háskólanum á
Hólum
Framleiðni í afþreyingarfyrirtækjum: hvað stýrir
henni?
Kjartan Ólafsson - Háskólanum á Akureyri
Áningarstaðir milli Akureyrar og Reykjavíkur
Laugardagur 29. mars
09:00-09:30 Páll Björnsson - Háskólanum á Akureyri
Byggðamynstur, efnahagsskipan og hugmyndafræði
19. aldar
09:30-10:30 Málstofa V - Byggðaþróun I
Hjalti Jóhannesson - Háskólanum á Akureyri
Eyjaeinkenni: ,,Ég hef aldrei fengið vinnu öðruvísi en
að hafa þurft að bera mig eftir henni"
Þóroddur Bjarnason - Háskólanum á Akureyri
Ertu á förum, elsku vinur? Fyrirætlanir íslenskra
unglinga um búferlaflutninga af landi brott
Atli Hafþórsson - Háskólanum á Akureyri
Aldrei fór ég suður
9:30-10:30 Málstofa VI - Heilbrigði
Hermann Óskarsson - Háskólanum á Akureyri
Félagsleg breyting heilbrigði kynjanna
Jón Gunnar Bernburg - Háskóla Íslands
Fátækt og sjálfsvígshegðun ungmenna
Gunnar Már Gunnarsson - Háskólanum á Akureyri
Þetta er okkar land, af hverju eigum við að breyta
okkur?
10:45-11:45 Málstofa VII - Byggðaþróun II
Kolfinna Jóhannesdóttir - Háskólanum á Bifröst
Aukin spurn íbúa úr þéttbýli eftir landi - áhrif á
byggð og bú
Vífill Karlsson - Háskólanum á Bifröst
Þróun atvinnulífs og landfræðilegs breytileika
fasteignaverðs
Hilmar Þór Hilmarsson - Háskólanum á Akureyri
Þátttaka íslands í aljóðlegri þróunarsamvinnu. Hefur
landsbyggðin hlutverki að gegna?
11:45-12:00 Ráðstefnuslit
Skúli Skúlason, rektor Háskólans á Hólum
Ráðstefnan er styrkt af menntamálaráðuneyti og samgönguráðuneyti
Að ráðstefnunni standa:
Háskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Ísafirði, Fjölbrautaskóli
Norðurlands vestra, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á
Akureyri, Framhaldsskólinn á Laugum, Framhaldsskólinn á Húsavík,
Menntaskólinn á Egilsstöðum, Verkmenntaskóli Austurlands og
Hólaskóli - Háskólinn á Hólum
Upplýsingar: malfridur@holar.is / s. 4556334 / 8996303