Morgunblaðið - 21.04.2008, Síða 1
Gísli Súrsson >> 33
Allir í
leikhús
Leikhúsin í landinu
STOFNAÐ 1913 108. TBL. 96. ÁRG. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
VARÚÐ! SUMAR!
VORIÐ ER KOMIÐ OG SUMARDÓTIÐ DREGIÐ
FRAM. ÞÁ ER BETRA AÐ ÞAÐ SÉ Í LAGI >> 18
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
0
8-
00
80
NÝJAR OG HANDHÆGARI UMBÚÐIRostur.is
FRÉTTASKÝRING
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
FLATARMÁL íslenskra jökla hefur
rýrnað um 0,2-0,3% árlega undanfar-
ið. Jöklar þekja nú 11 þúsund km2 af
landinu, um 11% þess. Eftir 1995 hafa
jöklar rýrnað verulega og örar en
nokkru sinni fyrr, svo langt sem sög-
ur ná. Sl. áratugur hefur einkum verið
áfallasamur fyrir jöklana og því valda
fyrst og fremst hlýrri sumur.
Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur
hjá Orkustofnun, Vatnamælingum,
segir jökla landsins hafa rýrnað um
5–10% á 20. öldinni. Þeir verði að
mestu horfnir eftir tvær aldir. „Spáð
hefur verið að hlýna muni á landinu
um eina eða fleiri gráður á þessari
öld,“ segir Oddur. „Ef gert er ráð fyr-
ir að hlýni um tvær gráður á þessari
og jafnmikið á næstu öld, yrði landið
skv. útreikningum á Veðurstofunni og
Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands
orðið að langmestu leyti jökullaust að
þeim tíma liðnum. Eftir yrðu þó fjalla-
jöklar á Öræfajökli, í Kverkfjöllum, á
Bárðarbungu og Hofsjökli.“
Ofgnótt vatns á næstu öldum
Oddur segir Íslendinga seint þurfa
að hafa áhyggjur af vatnsbúskap.
Meðan jöklarnir hörfi verði ofgnótt af
vatni í landinu þegar þeir skila birgð-
um úrkomu frá fyrri öldum. Að því
loknu hafi menn ærna úrkomu upp á
að hlaupa. Um leið og jöklar hverfi
muni ám fækka því þær safnist saman
í farvegi. Land hækki í kringum
Vatnajökul og aðstæður breytist í
Hornafjarðarósi og við Jökulsá á
Breiðamerkursandi. Landbreytingar
verði verulegar og séu nú þegar vel
mælanlegar.
Suðurskautsjökullinn er 91% af öll-
um ferskvatnsís jarðar og Græn-
landsjökull tæp 9%. Þó íslenskir jökl-
ar hafi því lítið að segja í heildar-
myndinni, gefa þeir vísbendingar um
þróun bráðnunar, enda mun óhægara
um vik að spanna risana tvo. „Íslensk-
ir jöklar eru nærtækari og segja okk-
ur söguna í stórum dráttum. Engir
jöklar í veröldinni eru jafnaðgengileg-
ir. Þeir hafa á sögulegum tíma verið
mjög nærgöngulir við mannabyggð
og lagt heilar sveitir undir sig,“ segir
Oddur. Hann kveður íslenskar jökla-
rannsóknir vekja æ meiri athygli er-
lendis og nefnir í því sambandi m.a.
rannsóknir á breytingum á jökul-
sporðum sem víða hefur verið getið.
Morgunblaðið/RAX
Hræringar Jöklar landsins rýrna.
Jöklar
rýrna æ
hraðar
Íslenskir jöklar eru
rannsóknarlíkan
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
HÖRÐ andstaða er innan Sambands
íslenskra sveitarfélaga við svo-
nefnda landsskipulagsáætlun sem
boðuð er í nýju frumvarpi umhverf-
isráðherra til skipulagslaga. For-
maður sambandsins segist telja að
óbreytt frumvarp stríði gegn sjálf-
stjórnarrétti sveitarfélaganna.
Landsþing Sambands íslenskra
sveitarfélaga ályktaði í upphafi mán-
aðar gegn frumvarpinu og í nýlegri
umsögn leggst sambandið alfarið
gegn því að frumvarpið verði sam-
þykkt, nema að undangegnum
breytingum. Halldór Halldórsson,
formaður sambandsins, bendir m.a.
á að í skipulags- og byggingarlögum
komi fram að öll sveitarfélög skuli
hafa lokið vinnu við aðalskipulag fyr-
ir árslok 2008. Mörg sveitarfélög eru
að vinna þá vinnu um þessar mundir.
„Það er verið að leggja í þetta of-
boðslega vinnu og örugglega tugi
milljóna króna. Svo kemur þessi
áætlun og segir kannski eitthvað allt
annað. Okkur þykir þetta svolítið
harkalegt,“ segir Halldór og tekur
fram að niðurstaðan sé þverpólitísk.
Einnig þykir óvissa ríkja um
skipulag miðhálendisins en Sam-
vinnunefnd um miðhálendið verður
lögð niður verði frumvarpið að lög-
um. Halldór segir menn velta fyrir
sér hvort hægt sé með landsskipu-
lagsáætlun að taka fram fyrir hend-
ur sveitarstjórnar og t.d. heimila
nýja virkjun í landi hennar, á for-
sendum almannahagsmuna.
Sjálfstjórn-
unarréttur-
inn í hættu
Í HNOTSKURN
»Ráðherra mælti fyrir frum-varpi til skipulagslaga í febr-
úar, og verði það samþykkt taka
lögin gildi um næstu áramót.
»Helstu nýmælin eru svonefndlandsskipulagsáætlun sem
ríkinu er skylt að leggja fram.
Andstaða er við landsskipulagsáætlun
Óvissa skapar | 4
ÞESSI fallegi foss er talinn vera yfir 15 m hár og allt að 80 m breiður og
rennur í nýrri jökulkvísl undan Brúarjökli, sem hopar nú hratt. Undan jökl-
inum kemur hrikafagurt landslag sem rannsakað er af kappi. | Miðopna
Ljósmynd/Skarphéðinn G. Þórisson
Forgengileg náttúruperla
Nýtt landslag kemur undan jökli
YFIRLÝSINGAR liggja fyrir um
það að ríkið muni standa straum af
færslu Reykjanesbrautar í landi
Hafnarfjarðar. Ekkert hefur breyst í
þeim efnum að sögn Lúðvíks Geirs-
sonar, bæjarstjóra Hafnarfjarðar.
Hann segir það jafnframt skýrt af
hálfu Hafnarfjarðarbæjar að sá hluti
Reykjanesbrautar sem um ræðir
verði færður enda sé gert ráð fyrir
því í aðalskipulagi bæjarins. Engu
breyti þótt tillaga um stækkun ál-
versins í Straumsvík hafi verið felld í
íbúakosningu fyrir um ári. „Við er-
um þegar búin að úthluta stórum
lóðum undir atvinnusvæði í sam-
ræmi við aðalskipulagið,“ segir Lúð-
vík sem leggur áherslu á að færsla
vegarhlutans verði forgangsverkefni
hjá Vegagerðinni. | 2
Ekkert hefur breyst
varðandi brautina
KOMIÐ hafa í ljós 160 óþekkt þorp á afskekktu regnfrumskógasvæði sem
nú er verið að kortleggja í Lýðveldinu Kongó, áður Zaire. Bresk hjálpar-
samtök annast verkið með aðstoð fólks á svæðinu. Markmiðið er að afla
upplýsinga vegna þess að til stendur að úthluta vinnsluleyfum handa stór-
fyrirtækjum sem ætla að nýta viðinn og stunda námugröft. Bretarnir nota
GPS-staðsetningartæki en áður hafði verið notast við loftmyndir við kort-
lagninguna og sáust þorpin ekki. Talið var að þarna væru aðeins um 30
þorp.
Unnið er að endurreisn efnahags Kongó eftir fimm ára borgarastríð sem
lauk að mestu 2003. Talið er að allt að fjórar milljónir manna hafi látið lífið
beint og óbeint af völdum þessara átaka.
Geysileg náttúruauðæfi eru í landinu auk skóganna, málmar og ýmis
sjaldgæf jarðefni. Barátta um aðgang að þessum auðæfum ýtti undir átök-
in. En milljónir Kongómanna lifa á gæðum regnskóganna og óttast menn
að ef fyrirtækin hefji vinnslu á umræddu svæði verði lífsgrundvelli íbú-
anna ógnað.
Fundu 160 óþekkt þorp
í frumskógum Kongó