Morgunblaðið - 21.04.2008, Page 8

Morgunblaðið - 21.04.2008, Page 8
KVENFÉLAGIÐ Seltjörn og Skólaskrifstofa Seltjarn- arness stóðu í gær fyrir fjölskyldudegi í Fræðasetrinu í Gróttu. Komu þar margir til að njóta náttúrufegurð- arinnar og rannsaka lífríkið í fjörunni en fuglalíf er þar ákaflega fjölbreytt. Sumir létu sér nægja að njóta út- sýnisins úr Gróttuvita en þessi körsku krakkar skoð- uðu sig um í fjörunni – kannski skeljar og kuðunga af ýmsum tegundum. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Fjölskyldudagur í Gróttu 8 MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „FÓLK lætur sig garðinn greinilega miklu skipta enda var þetta fyrsti al- menningsgarður höfuðborgarinnar og auðkenni borgarinnar,“ segir Álf- heiður Ingadóttir, íbúi við Hall- argarðinn, sem var í undirbúnings- hópi fyrir stofnfund Hollvina- samtaka Hallargarðsins sem fram fór í gær. Að sögn Álfheiðar var gríðargóð mæting á fundinn, en alls mættu um 150 manns á öllum aldri. Meðal fundargesta var Jón H. Björnsson sem hannaði garðinn árið 1953 og Nikulás Úlfar Másson, formaður Húsafriðunarnefndar. Fundargestum gafst kostur á að undirrita áskorun þar sem skorað er á borgarstjórn Reykjavíkur að af- sala sér ekki forræði yfir Hall- argarðinum eða gerðinu bak við Frí- kirkjuveg 11. Er þar vísað til hesta- réttar Thors Jensens. „Hestaréttin verður 100 ára á þessu ári og það þýðir að hún nýtur fornleifaverndar samkvæmt lögum. Það má ekki ger- ast að notaðar séu síðustu vikurnar áður en hún nær 100 ára aldri til þess að brjóta hana niður og breyta í bílastæði.“ Fundargestir mótmæltu því einn- ig harðlega að borgarstjórn gerði samninga sem skertu garðinn eða aðgengi almennings að honum. Að sögn Álfheiðar hefur garðurinn frá upphafi verið vinsæll og mikið not- aður enda er hann ásamt styttugarði Einars Jónssonar eina útivist- arsvæðið í Þingholtunum. Húsi Thors Jensens var bjargað 1968 Að sögn Álfheiðar verður undir- skriftum safnað, m.a. rafrænt á net- inu, næstu daga og þær afhentar borgarstjóra fyrir næsta borg- arstjórnarfund hinn 29. apríl þar sem afgreiða á málefni Hallargarðs- ins. „Viðmiðið er undirskriftasöfn- unin árið 1968 en þá söfnuðust 3.905 undirskriftir til þess að bjarga húsi Thors Jensens frá niðurrifi þegar hugmyndir voru uppi um að byggja Seðlabankann í Hallargarðinum. Við ætlum að safna að minnsta kosti jafnmörgum undirskriftum núna og freista þess að það dugi til að bjarga Hallargarðinum,“ segir Álfheiður. Fjölmenni á stofnfundi Safna undirskrift- um til að bjarga Hallargarðinum Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Vinir Um 150 manns mættu á stofnfund Hollvinasamtaka Hallargarðsins. AÐALMEÐFERÐ í máli ríkissak- sóknara gegn stofnanda samtakanna Björgum Íslandi (e. Saving Iceland), sem ákærður var fyrir eignaspjöll, fer fram fyrir Héraðsdómi Austur- lands í dag – dómþingið er þó háð í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fram kemur í tilkynningu frá samtökun- um að maðurinn, sem er á fimmtugs- aldri, sé ákærður fyrir að hafa valdið skemmdum á lögreglubifreið við mótmælabúðir við Snæfell í júlílok árið 2006. Í tilkynningu samtakanna segir að um sé að ræða farsakennd lögreglu- réttarhöld. Maðurinn hafi ekki vald- ið skemmdunum, en bílnum hafi ver- ið ekið á hann, skyndilega og án nokkurrar viðvörunar. „Allir sem á horfðu undruðust að hann skyldi sleppa frá árásinni tiltölulega óskaddaður.“ Maðurinn kærði lögregluþjóninn sem ók bílnum, en ekki þótti ástæða til rannsóknar. Í kjölfarið var mað- urinn kærður fyrir eignaspjöll. Aðgerð- arsinni fyrir dóm Talinn hafa valdið skemmdum á bifreið STANGVEIÐI EINS og svo oft áður hefur vor- veiðin verið afar góð í Tungulæk í Landbroti. Að sögn Þórarins Krist- inssonar hafa 320 sjóbirtingar veiðst í mánuðinum en lækurinn er engu að síður ætíð hvíldur í nokkra daga í hverri viku. Vel hefur veiðst í skilunum við Skaftá. Nokkru sunnar í sveitinni hafa Steinsmýrarvötn heldur betur lifn- að við. Hafa veiðimenn fengið að allt að 30 birtinga og staðbundna urriða á stangirnar fjórar á dag. Þá veiddist sjaldséð tröll þar um dag- inn, hrygna sem var hátt í 90 cm. Sjóbirtingsveiðin í Grímsá í Borgarfirði fór rólega af stað, enda var ís yfir neðstu veiðistöðunum þar sem birtingurinn veiðist gjarn- an. Eftir að hlýnaði tók veiðin kipp og í fyrradag lönduðu tveir félagar þar 15 fiskum og misstu annað eins. Vötnin eru að lifna við Veiði Þórarinn Kristinsson, eigandi Tungulækjar, með laglega morg- unveiði fyrr í vikunni. ENGAN sakaði þegar sprenging varð í íbúð í Heiðarhverfi í Reykja- nesbæ á ellefta tímanum á laug- ardagskvöld. Talið er að eldur frá sprittkerti hafi náð að læsa sig í úðabrúsa með fyrrgreindum afleið- ingum. Við sprenginguna, sem átti sér stað í baðherbergi íbúðarinnar, losnaði bæði hurð og hurðar- karmur. Minni háttar eldur kom upp en húsráðendur slökktu hann. Brunavarnir Suðurnesja sáu svo um reykræstingu. Hurð losnaði í sprengingu Sigríður G. Schiöth organisti andaðist 18. apríl sl. að dvalarheim- ilinu Hlíð á Akureyri 94 ára að aldri. Sigríður fæddist 3. febrúar 1914 að Lóma- tjörn í Grýtubakka- hreppi. Hún var næst- yngst í ellefu systkina hópi, en foreldrar hennar voru Valgerður Jóhannesdóttir, ættuð utan úr Fjörðum og af Kussungsstaðaætt, og Guðmundur Sæmunds- son af Stórhamarsætt í Eyjafirði. Árið 1941 giftist Sigríður Helga Schiöth. Þau bjuggu á Akureyri til 1948, en þá fluttu þau fram í Hólshús í Eyjafirði þar sem þau stunduðu bú- skap. Sigríður tók skömmu síðar við organistastöðu í kirkjunum að Grund, Saurbæ og Möðruvöllum. Jafnframt kenndi Sigríður söng í skólum og æfði bæði karlakóra og blandaða kóra. Árið 1976 fluttu þau hjónin til Húsavíkur þar sem Sigríður gerðist organ- isti við Húsavíkur- kirkju til 1983. Þá fluttu þau til Akureyr- ar þar sem Sigríður tók við starfi organista við Grundarkirkju og sinnti því til ársins 1994. Sigríður stofnaði Kór aldraðra á Akur- eyri á níunda áratugn- um og stjórnaði honum meðan heilsan leyfði. Hún starfaði einnig með Leikfélagi Akureyrar. Síðustu æviár sín bjó Sigríður á dvalarheimilinu Hlíð og þar hélt hún uppi sönglífi og las upp- hátt fyrir íbúa. Sigríður fékk Fálka- orðuna árið 1991 fyrir störf sín að söngmálum. Helgi lést 18. apríl 1998. Þau Sigríður og Helgi eignuðust þrjú börn og eru afkomendur þeirra komnir vel á þriðja tuginn. Andlát Sigríður G. Schiöth „ÞAÐ er mikill misskilningur að Novator hafi áhuga á því að takmarka að- gengi almennings að Hallargarð- inum,“ segir Ás- geir Friðgeirsson, talsmaður Nova- tors. Bendir hann á að ekki sé á döfinni að girða hús Thors Jensen við Fríkirkjuveg 11 af með neinum hætti, heldur snúist málið einfaldlega um nauðsynlegt aðgengi að húsinu. Að sögn Ásgeirs var í útboði Reykjavíkurborgar á húsinu ekki gert ráð fyrir aðgengi að húsinu um akstursleið frá ein- hverjum nærliggjandi gatna. Hins vegar sé nauðsynlegt að tryggja slíkt aðgengi að húsinu enda sé ráð- gert að starfrækja safn um Thor Jensen í kjallara þess. Vilja ekki takmarka aðgengi Ásgeir Friðgeirsson TVEIR menn voru fluttir á slysa- deild til aðhlynningar eftir vél- hjólaslys á Húsavík skömmu eftir hádegi í gær. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Húsavík sluppu mennirnir – ökumaður og farþegi bifhjólsins – vel miðað við aðstæður. Talið er að ökumaður bifhjólsins hafi misst vald á hjólinu með þeim afleiðingum að mennirnir féllu í jörðina. Meiðsli þeirra eru talin minniháttar. Að sögn lögreglunnar á Húsavík leikur grunur á að ökumaður bif- hjólsins hafi verið ölvaður. Olli vélhjólaslysi ölvaður Slys Aðkoman að vélhjólaslysinu á Húsavík var slæm. Morgunblaðið/Hafþór

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.