Morgunblaðið - 21.04.2008, Side 10
10 MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Hvert ykkar hefur nú verið að fitla við Aladínlampann??
VEÐUR
Í kjölfar vaxandi umræðna umESB-aðild og evru má gera ráð
fyrir, að sá vísir að hreyfingum til
þess að berjast með og móti aðild,
sem til er í landinu vakni af dvala og
láti til sín taka.
Til er vísir aðhreyfingu,
sem gengur und-
ir nafninu Heims-
sýn, sem Ragnar
Arnalds, fyrrver-
andi þingmaður
og ráðherra Al-
þýðubandalags-
ins, er í forsvari
fyrir. Líklegt má
telja, að þessi
hreyfing leitist
við að auka um-
svif sín á næst-
unni.
Ragnar er góð-
ur talsmaður
þessarar hreyf-
ingar en hann
þarf á að halda
öflugum sam-
verkamönnum úr
Sjálfstæðisflokknum og Framsókn-
arflokknum. Ekki er ólíklegt að ein-
hverjir slíkir gefi sig fram.
Það er sömuleiðis til vísir að Evr-ópuhreyfingu, sem hefur búið
við veika forystu um skeið. Við blas-
ir að Jón Baldvin Hannibalsson taki
pólitíska forystu fyrir þeirri hreyf-
ingu, sem leitt geti til frekari þátt-
töku hans á hinum pólitíska vett-
vangi.
Samfylkingin hefur sýnt lítinnáhuga á að notfæra sér krafta
fyrrverandi formanns Alþýðuflokks-
ins nema rétt fyrir síðustu kosn-
ingar. Hún getur því ekki kvartað
undan því, að hann skapi sér sjálf-
stæðan pólitískan vettvang.
Forysta Samfylkingarinnar geturengum öðrum kennt um en
sjálfri sér, að baráttan með og móti
Evrópusambandinu leiði til klofn-
ings í Samfylkingunni.
STAKSTEINAR
Ragnar Arnalds
Tveir pólar
Jón Baldvin Hanni-
balsson
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!
" #
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
$
% %
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
$
*$BC
!
"# $ %& '
%& #(
)
* +
'
#
*!
$$B *!
&
'(" '" ) #" *#
<2
<! <2
<! <2
& )"( + !,- #.
C
$
<7
, % #
-
# . '
$
8
/
0
!' 62
/ * #(
'
(
&
'
* + #
'
/0
#11 #"
2# #+ !
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Guðrún Þóra Hjaltadóttir | 20. apríl
2008
Eftirlitsmyndavélar
Í Hvalfjarðargöngunum
er eftirlitsmyndavél og
nær í alveg glás af
fólki. Eftirlitsmynda-
vélar veita aðhald og
fólk dregur úr hrað-
anum. Það eina sem
virðist gagna er að láta þetta koma
verulega við pyngjuna. Svo gefur
þetta tekjur í Ríkissjóð og ekki veitir
þeim af að fá aðstoð til að geta
flýtt framkvæmdum á Reykjanes-
braut.
Meira: gudruntora.blog.is
Lára Hanna Einarsdóttir | 20. apríl
2008
Sannleikurinn
í gríninu og grínið
í veruleikanum
Ekki ætla þeir nú samt
að vinna í þeim verk-
smiðjum sjálfir, heldur
flytja inn erlenda far-
andverkamenn, borga
þeim lúsarlaun og
græða á öllu saman. Óspilltri, dýr-
mætri náttúru skal fórnað fyrir jeppa,
sumarbústaði, utanlandsferðir, mun-
að, óhóf og einkaþotur auðmanna.
Meira: larahanna.blog.is
Anna Pála Sverrisdóttir | 19. apríl 2008
Frelsum Álandseyjar!
...Daginn sem Solla,
AKA ráðherra utanrík-
ismála, var í bænum og
fundaði með Condi Rice
vorum við að hugsa um
að mæta fyrir utan ráðu-
neytið með mótmæla-
skilti á íslensku.
Á þeim yrði krafan um frjálsar
Álandseyjar (the Åland islands - það
tók mig áttatíuogfjórar tilraunir að
segja þetta með sænskum hreim án
þess að skella uppúr).
Eða þá ÞOTURNAR HEIM!
Meira: annapala.blog.is
Sigurður Þór Guðjónsson | 20. apríl
2008
Fordómar fagfólks í
garð geðsjúklinga
Ég ætla aðallega að
beina athyglinni að
einni birtingarmynd for-
dóma, en birting-
armynd sem er mjög
afdrifarík fyrir allt þjóð-
félagið.
Ég vek mönnum þó vara við því að
taka því sem segi sem einhverjum
óhagganlegum stórasannleika, þvert
á móti er ég mjög meðvitaður um að
það sem ég vek athygli á er einungis
einn hluti af margbrotnu málefni, en
eigi að síður hluti sem full ástæða er
til að menn átti sig vel á.
Fordómar spretta ekki upp í hverj-
um og einum manni nema að litlu
leyti. Menn sækja þá til umhverfisins.
Þeir liggja í loftinu. En það er eitthvað
sem skapar þá.
Það fólk sem ætti að hafa einna
mesta þekkingu á geðsjúkdómum og
geðsjúklingum er heilbrigðisstarfs-
fólkið.
Maður gæti því haldið að meðal
þess væru fordómarnir minnstir.
Sagt er nefnilega að fordómar eigi
upptök sín í fáfræði og þeim verði þá
eytt með upplýsingu eða fræðslu.
En þetta er bara ekki nema að
nokkru leyti rétt. Rannsóknir hafa
sýnt að fræðsla hefur einungis áhrif á
suma hvað fordóma varðar en ekki
aðra. Sumir vilja endilega hafa for-
dómana sína í friði.
Það eru læknarnir sem skilgreina
geðsjúkdómana fyrir hvern sjúkling og
ráða einnig ímynd sjúklinganna al-
mennt í samfélaginu í nánu sambandi
við þjóðfélagið úti fyrir, valdastofn-
unina, sem ákvarðar hvaða hegðun
og hugsun er talin viðeigandi.
Fordómar gegn sjúkdómum eiga
sér auðvitað langa sögu en flestir
hafa minnkað mikið eftir því sem
þekking á þeim hefur fleygt fram. En
það er eftirtektarvert að fordómar
gegn geðsjúkdómum og geðsjúkl-
ingum halda enn miklum velli.
Ég held því fram að nútíma-
fordómar gegn geðsjúkdómum sæki
ekki mesta kraft sinn og seiglu til
dægurmenningarinnar, glæpasagna
og kvikmynda þó nóg sé af þeim þar,
heldur fyrst og fremst til heilbrigð-
isstéttanna sjálfra og þá læknanna
framar öllu.
Og nú ætla ég að fær rök fyrir þess-
ari skoðun...
Meira: nimbus.blog.is
BLOG.IS
VINIR Tíbets stóðu fyrir mótmæl-
um fyrir utan kínverska sendirráðið
um helgina. Þetta er í sjöunda sinn á
skömmum tíma sem félagsskapurinn
stendur fyrir mótmælum við sendi-
ráðið. Í ályktun frá félaginu er lýst
furðu á ummælum menntamálaráð-
herra.
Í frétt frá Vinum Tíbets segir að á
þeim eina og hálfa mánuði sem hefur
liðið síðan aðgerðir félagsins hófust
hafi afstaða íslenskra ráðamanna lít-
ið skýrst varðandi afstöðu Íslands til
málefna Tíbets. Björgvin G. Sigurðs-
son viðskiptaráðherra hafi þó sagt,
þegar hann var spurður af frétta-
manni hvort það gæti ekki spillt við-
skiptahagsmunum milli þjóðanna ef
hann talaði um ástandið í Tíbet við
kínverska ráðamenn, að hann mæti
mannréttindi ofar viðskiptahags-
munum.
Málefni Tíbets voru rædd í utan-
ríkisnefnd og lét Steingrímur J. Sig-
fússon bóka nokkur mikilvæg atriði
sem gætu stuðlað að mannréttindum
í Tíbet.
„Þrír þingmenn svöruðu ákalli
okkar til þingheims og var því öllum
þingmönnum sent annað bréf í gær
þar sem ítrekað var mikilvægi þess
að gera sjálfa sig meðvitaða um stöð-
una í Tíbet og kallað eftir aðgerðum.
Viðbrögðin hafa verið mun betri í
þetta sinn, um tuttugu hafa svarað
og þar á meðal ráðherrar. Það vakti
þó furðu okkar að menntamálaráð-
herra virðist ekki hafa neinn hug á
að ræða málefni Tíbets samkvæmt
bréfi hennar til okkar, þegar hún fer
til Kína til að taka þátt í Ólympíu-
leikunum sem eru víst orðnir alger-
lega lausir við alla pólitík. Við fögn-
um því en minnumst þess að sama
skapi að kínversk yfirvöld hafa snið-
gengið Ólympíuleikana alloft í póli-
tískum tilgangi. Við viljum líka
minna á að hlaup með Ólympíukynd-
ilinn á rætur sínar að rekja til annars
leiðtoga sem sagði að Ólympíuleik-
arnir væru ekki pólitískur gjörning-
ur, en sá leiðtogi hét Hitler.
Við ætlumst ekki til að íþrótta-
menn okkar sleppi því að taka þátt í
Ólympíuleikunum en betra væri að
ráðamenn okkar sem ætla sér að
mæta geri grein fyrir því, hvort
þeirra för verði aðeins til skemmt-
unar eða hvort þeir ætli að nota hana
til að þrýsta á kínversk yfirvöld
varðandi mannréttindi,“ segir í
ályktun frá félaginu.
Mótmæla áfram
við kínverska
sendirráðið