Morgunblaðið - 21.04.2008, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
● ENGLANDSBANKI mun í dag
kynna áætlun sína til að koma bönk-
unum og breskum íbúðareigendum
til hjálpar. Alistair Darling, fjár-
málaráðherra Breta, upplýsti þetta í
sjónvarpsviðtali á BBC í gær. Hyggst
bankinn skipta út veðtryggðum verð-
bréfum fyrir ríkisskuldabréf til handa
bönkunum. Reiknað er með Eng-
landsbanki skipti út allt að 50 millj-
örðum punda. Sagði Darling þetta
nauðsynlegt skref til að koma á
meira jafnvægi á breska fast-
eignamarkaðnum og gefa lánveit-
endum meira svigrúm. Verð á fast-
eignum hefur verið að lækka í
Bretlandi og því spáð að versta
staða á markaðnum í 30 ár sé fram-
undan. Lækkaði verðið um 2,5% í
mars sem er mesta lækkun í 15 ár.
Englandsbanki kynnir
nýjar aðgerðir í dag
● HALLDÓR J. Krist-
jánsson, bankastjóri
Landsbankans, hefur
verið kjörinn formaður
Samtaka fjármálafyr-
irtækja, SFF. Halldór
tekur þar við for-
mennsku af Lárusi
Welding, forstjóra Glitnis. Varamað-
ur Halldórs var kjörinn Sigurður Við-
arsson, forstjóri Tryggingamiðstöðv-
arinnar. Á nýlegum aðalfundi
samtakanna var kjörin ný stjórn til
næstu tveggja ára. Hana skipa for-
svarsmenn SPRON, Landsbankans,
Sjóvár, Kaupþings, Glitnis, VÍS,
Tryggingamiðstöðvarinnar, MP Fjár-
festingarbanka og Straums. SFF eru
heildarsamtök fjármálafyrirtækja á
Íslandi, aðildarfélög þeirra eru 39 að
tölu.
Halldór kjörinn for-
maður í stað Lárusar
● SAMÞYKKT var á aðalfundi Ice-
landic Group á föstudag að veita
stjórn félagsins heimild til að óska
afskráningar úr kauphöllinni. Einnig
var samþykkt heimild til að taka víkj-
andi lán í íslenskum krónum sem
samsvarar allt að 41 milljón evra á
lántökudegi, jafnvirði um 4,8 millj-
arða króna, með möguleika á að
breyta láninu í hlutafé. Á aðalfundi
Icelandic sagði fráfarandi stjórnar-
formaður, Magnús Þorsteinsson, að
ef fyrirtækið ætti að lifa, þyrfti að
skera burtu þær einingar sem ekki
skili nægilegri framlegð og einbeita
sér að þeim sem gefi vel af sér.
Sagði Magnús þetta hafa legið lengi
fyrir en framkvæmdin hefði ekki
gengið nógu hratt fyrir sig. Þá sagði
hann að þau fyrirtæki sem Icelandic
hefði keypt í upphafi aldarinnar
hefðu engan veginn staðið undir
þeim væntingum sem til þeirra
kaupa voru gerðar.
Samþykkt að óska af-
skráningar Icelandic
● EIN breyting verður á bankaráði
Landsbankans á aðalfundi hans
næstkomandi miðvikudag, en til-
kynnt hefur verið um framboð í ráðið
til kauphallarinnar. Andri Sveinsson
viðskiptafræðingur kemur inn í stað
Þórs Kristjánssonar viðskiptafræð-
ings en Andri var áður varamaður.
Áfram verða í bankaráðinu Björg-
ólfur Guðmundsson, formaður, Kjart-
an Gunnarsson, lögfræðingur, Svafa
Grönfeldt, rektor HR, og Þorgeir Bald-
ursson, forstjóri Kvosar. Í stað Andra
sem varamaður verður Sigþór Sig-
marsson verkfræðingur, en áfram
verða Helga Theodórsdóttir við-
skiptafræðingur, Gunnar Felixson
framkvæmdastjóri, Helga Jónsdóttir
bankafulltrúi, og Þorsteinn Sveins-
son skógarbóndi, varamenn í
ráðinu.
Ein breyting á banka-
ráði Landsbankans
LIBOR-vextir, vextir á millibanka-
markaði í London, hækkuðu óvænt á
fimmtudag og föstudag. Ástæðan er
sú að samtök breskra fjármálafyrir-
tækja (BBA), sem reikna vextina, til-
kynntu á miðvikudag að þau væru að
kanna tilkynningar banka um þá
vexti sem bönkunum bjóðast á lán-
um.
Áhyggjur af fölsunum
Margir bankamenn hafa að sögn
Wall Street Journal lýst áhyggjum
yfir því að keppinautar sínir fölsuðu
tilkynningar um lánakostnað vegna
ótta um að gefa markaðnum til
kynna hversu fjárþurfi þeir væru
orðnir.
Libor-vextirnir eru almennt taldir
einn mikilvægasti mælikvarðinn á
fjármálamarkaði enda eru þeir not-
aðir sem grunnur við vaxtaákvarð-
anir víða um heim.
Reynist grunsemdir BBA á rökum
reistar munu samtökin leiðrétta
vextina og er það talið geta hækkað
vaxtakostnað á breytilegum lánum
mikils fjölda fyrirtækja og heimila
um heim allan. Margir lánveitendur
reikna útlánavexti sína sem álag of-
an á Libor og hækki grunnurinn
mun vaxtabyrði margra lánþega
hækka um leið. Taka ber fram að
þetta á þó aðeins við þegar vaxtaend-
urskoðunarákvæði eru í lánasamn-
ingum.
Verða Libor-vextir
endurreiknaðir?
GUNNAR Sigurðsson, forstjóri
Baugs, segir við Morgunblaðið að
stjórnendur MK One hafi væntan-
lega vegna fyrirhugaðrar sölu á
tískuverslanakeðjunni ákveðið að
stöðva greiðslur tímabundið til
birgja, samkvæmt samningum um
greiðslufrest. Hvorki Baugur né aðr-
ir hluthafar hafi gefið einhverjar fyr-
irskipanir. Í breskum blöðum um
helgina var fjallað um óánægju
birgja vegna vanskila MK One við
þá. Voru þeir sagðir ætla í inn-
heimtuaðgerðir og í frétt Times On-
line er haft eftir heimildarmanni að
ávísanir hafi ekki fengist innleystar í
bönkum. Telur Gunnar birgjana
nota sér athygli fjölmiðla í Bretlandi
til að beita fyrirtækið þrýstingi.
Gunnar segir félagið ekki skipta
sér af daglegum rekstri MK One, en
Baugur á þar 60% hlut og ákvað ný-
lega að setja keðjuna í sölumeðferð.
Hefur rekstur hennar ekki gengið
vel en í frétt Telehgraph segir að
Baugur hafi tapað 30-40 milljónum
punda á þessari fjárfestingu. Keypti
Baugur hlutinn í MK One árið 2004
fyrir 55 milljónir punda, um 8 millj-
arða króna.
Segir Gunnar sölumeðferðina
ganga vel og á annan tug aðila hafi
sýnt MK One áhuga. Tilboða megi
vænta á næstu vikum.
Greiðslur til
birgja stöðvaðar
Tískuverslanir MK One eru að 60% hluta í eigu Baugs en alls eru reknar
um 170 verslanir í Bretlandi. Tap síðasta árs var um 2,5 milljarðar króna.
Forstjóri Baugs segir stjórnendur MK
One hafa ákveðið þetta vegna sölunnar
RBS afskrifar hundruð millj-
arða króna vegna ólgunnar
BÚIST er við því að breski bankinn Royal Bank of
Scotland muni í vikunni tilkynna að hann hafi tap-
að 4 milljörðum punda, jafngildi um 604,5 millj-
arða króna, vegna ólgunnar á lánsfjármörkuðum
að sögn Financial Times. Reyndar virðast tölurn-
ar vera á reiki því að sögn Sunday Times er búist
við að bankinn muni tilkynna að hann hafi þurft að
afskrifa 5-7 milljarða punda vegna lánaólgunnar
en hvorugt blaðið vísar þó til nokkurra heimilda.
Hvað sem því líður er ljóst að afskriftirnar verða
umtalsverðar en bæði blöðin greina jafnframt frá
því að RBS muni væntanlega tilkynna útgáfu nýs
hlutafjár fyrir að minnsta kosti 10 milljarða punda
að markaðsvirði.
Væntingar um útgáfu hlutafjárins munu hafa
verið helsta ástæða þess að gengi bréfa RBS
hækkaði um nær 5% í kauphöllinni í London á
föstudag en talið var að stjórn bankans myndi
koma saman í gær og taka ákvörðun um útgáfuna.
Hún er, að sögn FT, talin til marks um að evr-
ópskir bankar hafi áttað sig á þörfinni á því að
styrkja efnahagsreikninga sína. Bæði Sir Fred
Goodwin, forstjóri RBS, og Sir Tom McKillop,
stjórnarformaður bankans, hafa á undanförnum
vikum þvertekið fyrir að bankinn þyrfti á nýju
fjármagni að halda en nú virðist sem þeir hafi
skipt um skoðun.
Lítið eigið fé bankans
Að sögn Bloomberg mun ástæðan vera sú að
eigið fé bankans var orðið lægra en lög gera ráð
fyrir. Eiginfjárhlutfall A (e. Tier 1 capital) hjá
RBS er, að mati greinenda svissneska bankans
UBS sem Bloomberg vitnar í, 4,5% en til sam-
anburðar má geta þess að um áramót var sams
konar eiginfjárhlutfall íslensku bankanna á bilinu
8,1-10,1%.
forráðamenn Sparisjóðsins og Cre-
ditinfo, bæjarstjóri Fjallabyggðar
og fleiri gestir, auk nokkurs fjölda
af skíðakrökkum frá Skíðafélagi
Ólafsfjarðar sem fengu að nýta
ferðina og skíða niður þessa 984
metra. Við athöfnina lýsti Þórir Kr.
Þórisson, bæjarstjóri Fjallabyggð-
ar, yfir mikilli ánægju með samn-
inginn og störfin sem honum
fylgdu.
Fyrirtækið Creditinfo Ísland
varð til í byrjun árs 2008 þegar
Lánstraust og Fjölmiðlavaktin sam-
einuðust. Fyrirtækið sérhæfir sig
m.a. í vanskilaupplýsingum, upplýs-
ingum um fyrirtæki, innheimtu og
vaktkerfum, s.s. fjölmiðlavaktinni.
CREDITINFO Ísland og Sparisjóð-
ur Ólafsfjarðar, SPÓL, hafa gert
með sér samning um að sparisjóð-
urinn taki að sér vinnslu verkefna
fyrir fyrirtækið. Var samningurinn
undirritaður á föstudag uppi á
Múlakollu í Ólafsfirði, í 984 metra
hæð yfir sjávarmáli.
Áætlað er að þessi verkefni skapi
allt að fjögur ný störf í Sparisjóði
Ólafsfjarðar, en reiknað er með að
þeim geti fjölgað í framtíðinni. Til
greina kemur að sparisjóðurinn
taki að sér vinnslu verkefna fyrir
fyrirtæki Creditinfo Group erlend-
is, segir í tilkynningu.
Farið var upp á fjallið á snjótroð-
ara og snjósleðum. Með í för voru
Creditinfo Ísland
samdi við SPÓL
Ljósmynd/Jón Hrói Finnsson
Fjallasamningur Hákon Stefánsson, stjórnarformaður Creditinfo, og
Jónas Björnsson, sparisjóðsstjóri SPÓL, gerðu samning í 984 m hæð.
KAUPFÉLAG Skagfirðinga, KS, og
dótturfélög þess högnuðust um rúma
tvo milljarða króna af rekstri síðasta
árs, að því er kom fram í ræðu Þór-
ólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra á
aðalfundi félagsins um helgina.
Alls námu greiðslur KS til bænda
fyrir kjöt og mjólkurafurðir 1.226
milljónum króna á síðasta ári, sem
eru hæstu afurðagreiðslur í 119 ára
sögu þessa rótgróna kaupfélags.
Veltufé samstæðunnar frá rekstri
á árinu voru 1.867 milljónir króna.
Bókfært eigið fé KS í árslok var 12
milljarðar og hækkaði um tvo millj-
arða milli ára.
Kaupfélagið og dótturfélög þess
er langstærsti vinnuveitandinn í
Skagafirði og því burðarásinn þar.
Hæstu greiðslur í sögu
Kaupfélags Skagfirðinga
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
KS Þórólfur Gíslason og Stefán
Guðmundsson stjórnarformaður.