Morgunblaðið - 21.04.2008, Side 16
16 MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VESTURLAND
LISTAHÁTÍÐ ungs fólks í Kan-
ada og á Íslandi, núna (now), fékk
fljúgandi byrjun í Winnipeg í fyrra
og fjöldi íslenskra listamanna tek-
ur þátt í henni í ár. Að þessu sinni
er hátíðin tvískipt.
Í listasafninu Trucks í Calgary
stendur nú yfir sýningin Sundogs
þar sem Ásdís Sif Gunnarsdóttir,
Erling T.V. Klingenberg, Hekla
Dögg Jónsdóttir, Páll Banine,
Ragnar Kjartansson og Sirra Sig-
rún Sigurðardóttir sýna verk sín
til 11. maí. Sýningin er hluti af há-
tíðinni núna (now), sem verður í
Winnipeg 6. til 11. maí.
Á meðal listamanna á listahátíð-
inni í Winnipeg verða hljómsveitin
Sprengjuhöllin, sópransöngkonan
Þóra Einarsdóttir, tónlistarmaður-
inn Jóhann Jóhannsson, dansarinn
Erna Ómarsdóttir, skáldkonan
Kristín Ómarsdóttir og listmál-
arinn Gunnhildur Hauksdóttir.
Auk þess taka margir kanadískir
listamenn af íslenskum ættum þátt
í hátíðinni.
Sýningin í Calgary hefur hlotið
mikla athygli og hafa aldrei mætt
eins margir á opnun í 25 ára sögu
Trucks-safnsins. Caelum Vatnsdal,
ritstjóri blaðsins Lögbergs Heims-
kringlu, segir að íslensku lista-
mennirnir hafi svo sannarlega
slegið í gegn.
Atli Ásmundsson, aðalræðis-
maður Íslands í Winnipeg, kom
listahátíðinni á koppinn og heldur
um þræðina í stjórnarnefnd The
Canada Iceland Arts Festival Inc.,
en ungt listafólk í Manitoba er í
listráði og sér um framkvæmdina.
Ljósmynd/Caelum Vatnsdal
Húsfyllir Fullt var út úr dyrum í listasafninu Truck í Calgary þegar Sun-
dogs, sýning sex íslenskra listamanna, var opnuð.
Íslensk list í sviðs-
ljósinu vestra
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
ÞÓ nokkuð er síðan farið var að ræða
það að gefa út bók um Þjóðræknis-
félag Íslendinga í Norður-Ameríku
(INL of NA) og nú hillir loks undir
útgáfu. „Það vantar í raun ekkert
nema peninga til að gefa bókina út,“
segir Garry Oddleifson, forseti INL,
og bætir við að um erfiðan hjalla sé
að ræða.
Kostnaður 25.000 dollarar
Ársþing INL fer að þessu sinni
fram í Calgary í Albertafylki og
stendur yfir dagana 24. til 27. apríl.
INL var stofnað 1918 og fór fyrsta
þingið fram í Winnipeg 1919. 24 félög
í Kanada og Bandaríkjunum eru í
INL og er helsta markmið þeirra að
viðhalda og efla íslenska arfleifð í
Vesturheimi.
Saga INL og saga hinna ýmsu fé-
laga er í raun saga fólks af íslenskum
ættum í Vesturheimi í hnotskurn.
Margir hafa lagt hönd á plóg til að
koma efninu í útgáfuform og er hug-
myndin að prenta 3.000 eintök.
Garry Oddleifson segir að til að lang-
ur draumur verði að veruleika þurfi
að safna 25.000 dollurum og það sé
mál málanna um þessar mundir.
Þing INL hafa verið fjölsótt und-
anfarin ár eða frá þinginu í Minnea-
polis 2002 og er það mikil breyting
frá því sem áður var. 11 ár eru síðan
það var haldið í Calgary og segir
Gwen Mann, einn af skipuleggjend-
um þingsins, að allt gangi samkvæmt
áætlun.
Fjölbreytt dagskrá
Yfirskrift þingsins í Calgary 1997
var Víkingar í vestri en að þessu
sinni er hún Framtíðin okkar: Nútíð
og þátíð. Jónas Þór sagnfræðingur
fjallar um vesturferðir Íslendinga og
áhrif þeirra í Kanada og Bandaríkj-
unum. Dr. Roger Gibbins ræðir um
aðstæðurnar í nútímanum með
áherslu á efnahagsmál, umhverfis-
mál, heilbrigðismál og innflytjenda-
mál. Þinggestir velta sér síðan upp
úr framtíðinni.
Boðið verður upp á ýmsa fræðslu.
Meðal annars leiðbeinir Nelson
Gerrard gestum um skráningu ætt-
fræði. Margrét Geppert sýnir hand-
tökin við prjónaskap. Karen Gummo
bendir fólki á ýmislegt gagnlegt í
sambandi við sagnalist og að halda
áheyrendum við efnið. Guðrún Jör-
undsdóttir og Margrét Björgvins-
dóttir fara yfir íslenskt mál.
Í tengslum við þingið gefst gestum
kostur á að fara í stuttar ferðir um
nágrennið með leiðsögumönnum og
meðal annars býður Landsbankinn
gestum til Markerville þar sem hús
Stephans G. Stephanssonar verður
skoðað.
Forseti INL er kjörinn til tveggja
ára og lætur Garry Oddleifson nú af
störfum og má gera ráð fyrir að
Gerri McDonald varaforseti, í Van-
couver, taki við.
Gefa út bók um sögu
Þjóðræknisfélagsins
Morgunblaðið/Steinþór
Á útleið Garry Oddleifson, formaður Þjóðræknisfélagsins, setur þingið í
fyrra. Serena Goebel og Susan Hjalmarson sáu þá um skipulagninguna.
89. þing félagsins í
Calgary í Kanada
síðar í vikunni
ÚR VESTURHEIMI
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
BANDARÍSKI körfuknattleiksmað-
urinn Darryl Dawkins er vel þekktur
hjá þeim sem fylgdust með gangi
mála í NBA-deildinni á árunum 1975-
1989. Dawkins fór beint úr fram-
haldsskóla inn í NBA-deildina og lék
hann stórt hlutverk með Philadelphia
76‘ers og síðar New Jersey Nets.
Dawkins vakti hvað mesta athygli
þegar hann tók upp á því að brjóta
glerspjöldin í NBA-leikjum enda
þótti honum fátt skemmtilegra en að
troða boltanum af krafti í körfuna.
Darryl braut nokkur spjöld á ferl-
inum, þrátt fyrir að forráðamenn
NBA-deildarinnari hafi reynt að
beita háum sektargreiðslum fyrir
slíkt.
Darryl er staddur hér á landi þessa
dagana en hann er einn af 5 þjálf-
urum hjá bandarísku úrvalsliði í
körfubolta, AAU Sports University,
sem kom hingað til lands á laugardag.
Liðið er skipað 14-15 ára drengjum
úr skólaliðum á Jersey-svæðinu og
leikur liðið nokkra æfingaleiki gegn
íslenskum liðum hér á landi.
Þegar Morgunblaðið leit við í
íþróttahúsinu í Borgarnesi í gær var
úrvalsliðið í mesta basli með sprækt
lið Tindastóls frá Sauðárkróki. Vara-
menn bandaríska liðsins fengu tæki-
færi til þess að spreyta sig og þegar
allt útlit var fyrir að Tindastóll myndi
hafa betur sendi þjálfarinn sterkustu
leikmennina inn á og það rétt dugði
til sigurs. Það var greinilegt að for-
eldrar drengjanna í bandaríska liðinu
tóku leikinn alvarlega og aðalþjálfari
bandaríska liðsins lét sína menn
heyra það ef ekki var farið eftir fyr-
irmælum. Dawkins virtist hins vegar
vera meira upptekinn af því að að-
stoða hinn reynda dómara, Eið Sig-
urðsson, við dómgæsluna og beið sá
sem þetta skrifar eftir því að Eiður
myndi dæma tæknivíti á Dawkins og
vísa honum út úr húsinu. Þá væri fyr-
irsögnin á þessari grein allt önnur.
Eiður sá hins vegar að sér enda
Dawkins mikið ljúfmenni. Þegar
Dawkins var spurður að því af hverju
hann gæfi sér tíma til þess að þvælast
til Íslands sem aðstoðarmaður úr-
valsliðsins var hann ekki lengi að
svara.
„Ég elska körfubolta og það er
ekkert sem gefur mér meira en að fá
að taka þátt í svona viðburðum. Það
var því lítið mál fyrir mig þegar Ed
Bright, forsvarsmaður liðsins, óskaði
eftir því að ég kæmi með liðinu hans
til Íslands. Mér finnst það vera mitt
hlutverk að miðla þeirri reynslu sem
ég bý yfir til þeirra sem yngri eru,“
sagði Dawkins en hann lék m.a. þrisv-
ar sinnum með Philadelphia í úrslit-
um NBA-deildarinnar og þar voru
samherjar hans leikmenn á borð við
Julius Erving. Dawkins er ekki mjög
„hreyfanlegur“ þessa dagana. Lík-
amsþyngdin er töluvert meiri en þau
120 kg sem var hans þyngd á meðan
hann lék í NBA-deildinni. En hann
ætlar sér að halda áfram að ferðast
um heiminn á næstu árum og kynna
körfuboltann fyrir sem flestum.
Æfingar og mikill agi
„Ég ferðast í 200 daga á ári vegna
körfuboltans. Ég vinn mikið fyrir
NBA-deildina sem „sendiherra“ og
ég hef fengið tækifæri til þess að fara
til ótal landa á undanförnum árum.
Það er alltaf jafnskemmtilegt að
koma í nýtt land. Upplifa nýja menn-
ingu og kynnast nýju fólki sem á það
sameiginlegt að elska körfubolta. Hér
í Borgarnesi höfum við fengið frá-
bærar móttökur og það er allt gert til
þess að okkur liði vel. Þetta lítill bær
en vinalegur. Ég kann vel við mig í
Borgarnesi.“
Darryl vakti strax athygli sem leik-
maður þegar hann var unglingur og
árið 1975 var hann valinn í nýliðaval-
inu af Philadelphia 76‘ers án þess að
hafa leikið með háskólaliði. Darryl
var sá fyrsti sem kom inn í NBA-
deildina með þessum hætti og segir
hann á þeim tíma ekkert annað hafa
komið til greina. „Ég var 2,11 metrar
á hæð og 120 kg. Ég vildi ekki taka
áhættuna á að fara í háskóla og meið-
ast áður en ég færi í atvinnumennsk-
una. Þetta var rétt ákvörðun á þeim
tíma. Ég gat stutt við bakið á nánustu
fjölskyldu minni og það var það sem
skipti mig mestu máli á þeim tíma“.
Hann lítur yfir leikmenn úrvals-
liðsins þar sem þeir ganga til bún-
ingsklefans eftir leikinn. Og hann hef-
ur greinilega náð að fanga athygli
margra þeirra sem leika í liðinu. „Það
sem einkennir þessa stráka er að þeir
vilja allir ná langt. Þeir gera sér ekki
allir grein fyrir þeirri vinnu sem þarf
til þess að verða atvinnumaður. Sum-
ir þeirra vilja frekar bæta getu sína í
tölvuleiknum í stað þess að fara út á
völl og æfa sig meira þar. Það eru þau
skilaboð sem ég er að reyna koma inn
í kollinn á þeim. Að ekkert nema æf-
ing og agi kemur mönnum þangað
sem þá dreymir um að komast,“ sagði
Darryl Dawkins.
Einstaklingshyggjan ræður
ferðinni vestanhafs
Ed Bright er „eigandi“ úrvals-
liðsins en hann hefur náð langt í við-
skiptum í heimalandi sínu. „Ég gat
notað það sem ég lærði í körfubolt-
anum í mínu lífi. Það er aðeins brot af
þeim sem fara í gegnum háskólanám
sem fá atvinnusamning. Ég vildi
leggja mitt af mörkum til þess að að-
stoða efnilega stráka á New Jersey-
svæðinu. Við erum nokkrir sem
stöndum að þessu og það sem ein-
kennir okkar lið er að leikmenn liðs-
ins þurfa að standa sig í námi og haga
sér í takt við þær kröfur sem sam-
félagið setur okkur. Þeir, sem standa
sig ekki, fá ekki að vera með. Við er-
um að reyna að bæta úr þeirri ein-
staklingshyggju sem einkennir
bandarískt íþróttalíf. Ef einn af þess-
um 20 strákum kemst í atvinnu-
mennsku, þá verðum við stoltir. Við
verðum líka jafnstoltir ef enginn af
þeim kemst í atvinnumennsku en þeir
ná að nýta sér það sem við erum að
kenna þeim í hinu daglega lífi. Það er
markmiðið með þessu öllu. Að búa til
betri einstaklinga sem geta unnið
saman sem liðsheild,“ sagði Ed
Bright.
„Það er ekkert sem gefur mér meira “
Ljósmynd/Sigurður Elvar
Góðir Darryl Dawkins og Ed Bright kunnu vel við sig í heimsókn þeirra í
Borgarnesi um helgina en þeir eru þjálfarar bandaríska úrvalsliðsins.
Darryl Dawkins
braut ekki körfu-
boltaspjöldin
í Borgarnesi