Morgunblaðið - 21.04.2008, Qupperneq 17
|mánudagur|21. 4. 2008| mbl.is
daglegtlíf
Eftir Fríðu Björnsdóttur
fridabjornsdottir@gmail.com
Þeir eru hressir og kátir„Basset fauve de Bre-tagne“ hundarnir hennarSúsönnu Poulsen í Garð-
inum. Þeir eru strýhærðir og hjart-
arlitir, enda þýðir „fauve“ hjart-
arlitur á frönsku. Þeir minna
gamlan eiganda strýhærðs lang-
hunds, sem horfinn er yfir móðuna
miklu, á þann frábæra hund.
„Ég er einmitt oft spurð að því
hvort þetta séu langhundar,“ segir
Súsanna. „Þetta er minnsta basset-
tegundin, stysta og lágfætt að auki.
Þessir hundar hafa orð á sér fyrir
að vera mjög fráir á fæti miðað við
stærð. Ég fékk basset-par af ein-
tómri tilviljun fyrir tveimur árum.
Þá áttum við hjónin, ég og mað-
urinn minn Stefán Snæbjörnsson,
aðeins einn westie-hund. Við ætl-
uðum okkur að vera með hann ein-
an í einhvern tíma eftir að á ýmsum
hafði gengið í ræktuninni hjá okkur
og allir golden-hundarnir okkar
farnir í hárri elli. Í desember 2005
förum við á hundasýningu í Svíþjóð
og þar geng ég framhjá sýning-
arhring þar sem verið er að sýna
basset fauve. Ekki er hægt að lýsa
því hvað gerist þarna, ég varð alveg
hugfangin af þessum litlu snagg-
aralegu hundum og sagði við mann-
inn minn: Ég verð að eignast svona
hund!“
Hvolpur fyrir hest
Og Súsanna heldur áfram sög-
unni um bassetana: „Ég ræddi við
ræktandann, svona mest í gríni, og
hún vildi fá íslenskan hest fyrir
hvolpinn. Það var svo sem ekkert
mál að útvega hestinn og fjórum
mánuðum seinna var ég komin með
par af basset fauve og hún hafði
fengið hestinn. Þegar ég tók þessa
ákvörðun vissi ég ekkert um teg-
undina nema það eitt að mig lang-
aði í svona hund. Ég er enn að
kynnast hundunum sem eru alveg
einstakir. Þeir eru mjög sjálfstæðir
og þrjóskir og svolitlir prakkarar í
sér svo það er eins gott að hafa góð-
an húmor ef maður á svona hund.
Stærðin er þægileg fyrir heim-
ilishund og þetta eru frábærir fjöl-
skylduhundar sem lyndir við alla
sem þeir hitta, jafnt dýr og menn.“
Gengið á ýmsu
Hundahald þeirra Súsönnu og
Stefáns á sér langa sögu. Hún fékk
sinn fyrsta golden retriever-hund
árið 1988: „Yndislega og skemmti-
lega tík.“
Þar með var ræktunaráhuginn
vaknaður og 1992 fluttu hjónin inn
golden-tík frá Noregi. Tíkin var
hvolpafull, sem var leyfilegt á þeim
tíma, og eignaðist hún átta hvolpa.
Ári síðar kom rakki frá sama rækt-
unarbúi í Noregi og annar rakki
bættist við 1996 og sama ár flutti
Susanna inn par frá Svíþjóð. Um
tíma, þegar mest var, voru á heim-
ilinu níu fullorðnir goldenhundar og
eitt sumarið voru auk þess 12
hvolpar.
Á sama tíma fór Súsanna að
rækta westie-hunda, „West Hig-
hland White Terrier“, en var svo
óheppin að fyrsta tíkin varð fyrir bíl
sex vikum eftir að hún kom til
landsins. „Það var skelfilegt, ég var
á leið upp í fjall fyrir ofan bæinn
með alla hundana mína þegar litla
tíkin sneri við og hljóp niður á veg
og ég á eftir með alla goldenana á
hælunum. Í þann mund kom bíll
sem rann til í hálkunni og lenti á
tíkinni. Það hefði getað orðið stór-
slys,“ segir Súsanna. En ekki dugði
að gefast upp og nokkru síðar kom
par frá Svíþjóð og síðar ein westie-
tík. Ræktunin á þeim gekk þó ekki
sem skyldi og nú er aðeins einn
geltur westie-hundur eftir á heim-
ilinu.
Frábærir sporhundar
Bassetarnir Nína og Jasper
komu í Garðinn í apríl 2006 og síð-
astliðið sumar eignuðust þau sjö
hvolpa. Þrír eru þegar farnir að
heiman en Súsanna ætlar að eiga
tvær tíkur áfram. Dick Tracy er á
leið til Færeyja þar sem hann verð-
ur vistaður hjá frænku Súsönnu og
síðan er ein basset-tík eftir sem
ekki hefur enn fundið sér rétta eig-
endur.
Aðspurð segir Súsanna að basset
fauve-hundar séu notaðir í blóðspor
til að leita uppi særða bráð. Rækt-
andinn í Svíþjóð notar hundana ein-
mitt þannig og ræktar ekki bara
stofuhunda heldur er með þá í
harðri veiði. „Við eigum ekki villi-
svín eða dádýr til að elta uppi hér á
landi en ég hef þó prófað hundana
mína í spori og það gengur mjög
vel, enda eru þetta nefhundar sem
erfitt getur verið að vera með á
göngu úti á götu því að þeir eru
alltaf með nefið í jörðinni. Hér
heima hjá okkur eru þeir inni um
allt og ómissandi hluti af heimilislíf-
inu eins og reyndar allir hundarnir
okkar hafa verið.“
Í lokin segir Súsanna að Stefán
maður hennar sé nú ekki eins for-
fallinn hundaræktandi og hún sjálf,
en hann umberi þetta og hafi tekið
þátt í ræktuninni með sér í gegnum
tíðina. Og Súsanna segir: „Hann er
mjög hrifinn af basset-hundunum
og finnst mest í þá varið af þeim
hundum sem við höfum verið með.“
Þrjóskir prakkarar í Garðinum
Að spássera Basset-hvuttarnir Íslands-Nollar Matha Hari, Íslands-Nollar Josephine Baker, Dyfrgı́s Kestrel og Dyfrgı́s Jasper að spóka sig.
Ljúfur heimilishundur Súsanna og Dyfrgı́s Kestrel láta fara vel um sig.
Fín og flott Íslands-Nollar Matha Hari.
lensku? Oft eru við-
skiptavinirnir líka nei-
kvæðir og skortir bæði
skilning og þolinmæði.
Efnahagsþrengingar
eru farnar að hafa áhrif
og við erum mörg
taugaspenntari en ella.
Og fylgjumst (vonandi)
betur með hilluverðinu
sem getur kostað kvart-
anir, biðröð við kass-
ann, óþreyju og muldur
um þessa „útlendinga“.
En þeir eiga ekki
sökina. Það gera fyr-
irtækin sem ráða þá í
vinnu án þess að
tryggja að þeir séu alla-
vega búnir að koma sér upp lág-
marks orðaforða. Skilji til dæmis
bæði orðin, nóta og kvittun, ekki
bara annað þeirra. Stundum næst
ekki verslunarstjórann og þá er er-
lenda fólkið okkar á köldum klaka í
orðsins fyllstu merkingu.
En gleymum samt ekki sólskininu.
Þegar vinkonan var á leiðinni út
heyrði hún konu, líklega um sjötugt,
gera sitt besta til að þvo fordómas-
timpilinn af okkur hinum. Hún var að
kenna afgreiðslustúlkunni rétta
framburðinn. „Nei, fjögur þúsund
eitt hundrað tuttugu og sjö! Prófaðu
aftur, lof mér að heyra. Já, góða mín,
þetta var miklu betra. Fínt hjá þér!“
Hvernig er erlentafgreiðslufólk í
verslunum búið undir
starfið? Vinkona Vík-
verja fór nýlega í Bón-
us í Árbænum og ætl-
aði að kaupa þar fimm
kíló af tómötum. Hún
sá í hillunni að svo-
nefndir konfekttóm-
atar kostuðu 269 kr.
kílóið en kirsuberja-
tómatar aðeins 119
krónur. Fyrrnefnda
tegundin er að vísu að-
eins stærri en vinkonan
ákvað að verðmun-
urinn væri of mikill.
Munum: Bónus, ekkert
bruðl!
Við kassann var erlend kona, öll af
vilja gerð en hún talaði afar litla ís-
lensku eða yfirleitt önnur tungumál
en sitt eigið. Þegar hún sló inn vör-
unni kom upp á skjáinn 269 krónur á
kíló. Þá tók við erfitt skeið sem
reyndi auðvitað á þolinmæði beggja
en endaði með því að afgreiðslu-
stúlkan fór fram með viðskiptavin-
inum til að líta á hillurnar. Þar tókst
með fingramáli að útskýra hvað væri
að.
Málið leystist vel í þetta sinn. En
hvernig á erlent afgreiðslufólk að
ráða fram úr vanda af þessu tagi ef
það kann ekki nema fáein orð í ís-
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Eins og sannur hundarækt-
andi er Súsanna með rækt-
unarnafn: Íslands-Nollar
heitir það. Áður en þau
Stefán komu í Garðinn árið
2000 bjuggu þau á bænum
Nolli í Eyjafirði. Þar var
Súsanna bæði með hunda-
hótel og hundaskóla en hef-
ur nú lagt allt slíkt á hill-
una og lætur sér eigin
hunda nægja. Hún er þó
virk í hundaræktinni og
tekur þátt í hundasýningum
þar sem bassetarnir hennar
hafa staðið sig frábærlega
vel. Á vorsýningu HRFÍ
2007 var Nína valin þriðji
besti hundur sýningar og
hún og Jasper hafa bæði
hlotið nokkur íslensk meist-
arastig og einnig alþjóðleg
meistarastig. Hvolparnir
þeirra, sem fæddust sl.
sumar, lofa góðu því að á
síðustu sýningu HRFÍ voru
þrír þeirra sýndir og fengu
allir heiðursverðlaun.
Íslands-Nollar
er ræktunarnafnið