Morgunblaðið - 21.04.2008, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 21.04.2008, Qupperneq 18
neytendur 18 MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Um þessar mundir er fólkað taka dótið frá í fyrraút úr geymslunum, hvortsem það er trampólínið, reiðhjólið, línuskautarnir, hlaupa- hjólið eða hjólaskórnir,“ segir Her- dís Storgaard, forstöðumaður Sjó- vár Forvarnahússins. „Þá er nauðsynlegt að fara vel yfir bún- aðinn til að kanna hvort allt sé í lagi og hvort börnunum geti nokkuð stafað hætta af honum.“ Hún tekur trampólínin sem dæmi. „Á mörgum stöðum hafa þau staðið úti í allan vetur og eru jafnvel orðin ónýt eða ryðguð. Það þarf að fara vel yfir þau og huga vel að því að ramminn sé traustur og fæturnir beinir. Ef fæturnir hafa skekkst við notkun eða þegar trampólínið hefur fokið má alls ekki nota það því þannig er hætta á að það gefi sig. Á þeim trampólínum sem hægt er að leggja saman er mikilvægt að fest- ingar séu ekki ryðgaðar fastar og eins að gormar séu ekki farnir að ryðga í sundur. Oft eru gormarnir varðir með svampkanti sem er með plasti yfir og sé það rifið og tætt er ekki óhætt að nota það. Loks er gíf- urlega mikilvægt að fara mjög vel yfir dúkinn sjálfan því jafnvel minnsta gat í honum getur valdið slysum. Hoppi einhver nákvæmlega þar sem gatið er getur hann farið niður úr trampólíninu. Fólk hefur fótbrotnað mjög illa við slík slys.“ Algengustu slysin við að börn rekist saman Hvort sem trampólínið er notað eða nýtt, þarf að tryggja að gott pláss sé í kring um það. „Það þarf að vera á sléttu undirlagi og best er að hafa það á grasi. Eins þarf að vera autt svæði í 1,5 metra fjarlægð frá brún þess því slysahættan er margföld ef barnið dettur út af trampólíninu og lendir á einhverri fyrirstöðu. Af sömu ástæðu mega börnin alls ekki reka sig upp undir, t.d. þakskegg þegar þau hoppa hátt.“ Hún segir alls ekki mega grafa trampólínin niður til að draga úr falli ef börnin detta af, því slíkt hafi áhrif á trampólínið og geti valdið slysum. „Reyndar eru til trampólín sem má setja niður í jörð en þau eru miklu dýrari en þessi venjulegu trampólín og eru yfirleitt aðeins sett upp á leiksvæðum við skóla.“ Herdís bendir fólki einnig á að kanna fyrir hvaða aldur nýtt tram- pólín sé ætlað, þegar það er keypt. „Almennt eru trampólínin ekki fyrir yngstu börnin, heldur oftast frá sex eða átta ára aldri en að auki er gefin upp hámarksþyngd þess sem hopp- ar. Net eru nauðsynleg en þó er fall af trampólíni ekki algengasta orsök slysa heldur að börnin eru mörg að hoppa í einu og rekast saman. Þess vegna þarf að brýna fyrir börnunum að skiptast á í stað þess að hoppa saman.“ Hún segir þó mikilvægt að undir- strika að trampólín séu frábær tæki til að fá börnin til að hreyfa sig, sé fyllsta öryggis gætt. Hjólið vex með barninu Það gildi líka um önnur sumartól sem skríða fram úr bílskúrum og kompum um þessar mundir, s.s. reiðhjólin, sem nú fjölgar ört á stíg- um og leiksvæðum barnanna. „Eftir veturinn þarf að athuga hvort hjólið sé ennþá í réttri stærð fyrir barnið, hvort það sé stillt í réttri hæð og hvort gírabúnaður og bremsur virki eins og það á að gera. Þegar nýtt hjól er keypt á ekki að kaupa hjól sem barnið getur vaxið upp í heldur það sem getur vaxið með barninu. Við kaupin er best að barnið rétt nái niður með tánum þegar það situr á hnakknum í lægstu stillingu. Svo má hækka sætið eftir því sem barn- ið vex. Fyrir litlu börnin er best að kaupa hjól með fótbremsum og kannski ekki allt of mikið af gírum.“ Þá leggur Herdís áherslu á að börnin hjóli ekki á umferðargötum fyrr en þau eru orðin tólf ára og að brýnt sé fyrir þeim að fara eftir um- ferðarreglum. „Þau eiga ekki að hjóla þvers og kruss heldur þannig að öðrum stafi ekki hætta af akst- urslagi þeirra. Síðasta sumar urðu mjög alvarlegir kviðarholsáverkar á börnum við það að þau duttu illa og fengu stýrið á hjólinu í magann. Oft gerðist þetta þegar þau voru að hoppa með hjólunum og gera ýmsar kúnstir á hjólabrettapöllum. Þess vegna er mikilvægt að ræða við krakkana um að hefðbundin, venju- leg reiðhjól séu ekki gerð fyrir slík- ar kúnstir heldur þurfi að hafa sérbúin hjól í það og sérstaka æf- ingu.“ Loks má ekki gleyma að kanna hvort hjálmurinn sé heill og ósprunginn og sé hann nýr þarf að tryggja að hann sé rétt stilltur frá byrjun. Kannað hvort hjólin snúist Líkt og með reiðhjólin þarf að endurstilla hlaupahjólin eftir vetrar- vöxt barnsins. Herdís segir best að stýrið á hlaupahjólinu sé í olnboga- hæð standi barnið með annan fótinn á jörðinni en hinn á brettinu. Aukin hætta sé á slysum í andliti við fall sé stýrið of hátt og á kvið sé það of lágt. „Hvað línuskautana og hjóla- skóna varðar þarf að kanna hvort börnin passi ennþá í þá og hvort hjólin séu nokkuð niðurslitin og snúist eðlilega,“ heldur Herdís áfram. „Í suma hjólaskó má fá aukahjól sem hægt er að smella undir þá en aðrir einfaldlega ganga sér til húðar. Séu krakkarnir á línu- skautum er gífurlega mikilvægt að þeir séu með góðar olnbogahlífar, hnjáhlífar og úlnliðshlífar auk hjálmsins.“ ben@mbl.is Morgunblaðið/SverrirHopp og skopp Fleirum en tvífætlingum finnst gaman að trampólínunum en þó er betra að hoppa bara einn í einu svo að ákafir skopparar rekist ekki saman Morgunblaðið/Kristján Reiðhjólin Eftir veturinn þarf að athuga hvort hjólið sé stillt í rétta hæð fyrir barnið og hvort gírabúnaður og bremsur virki eins og það á að gera. Morgunblaðið/Eyþór Hjólaskór Í suma hjólaskó má fá aukahjól þegar gömlu eru slitin. Sumardótið lagað eftir veturinn Líkt og hjá kálfum að vori færist fjör í leik barnanna okkar um þessar mundir. Ærsl og skemmtun með full- tingi útileikfanga hefur í för með sér frábæra hreyfingu en um leið þarf að huga að því að græjurnar séu eins öruggar og kostur er. Bergþóra Njála Guð- mundsdóttir heyrði í sérfræðingi um hvernig huga beri að sumarleik- föngunum að vori. Fall af trampólíni er ekki algengasta orsök slysa, heldur að börnin eru mörg að hoppa í einu og rekast saman. www.forvarnahusid.is  Á trampólínum þarf að yfirfara rammann, fætur, festingar, plast- kant við gorma og að ekki sé gat á dúknum.  Slétt undirlag þarf fyrir trampól- ín og frá brún þess á að vera a.m.k. 1,5 metra frítt svæði. Ekki grafa venjuleg trampólín niður.  Kannið fyrir hvaða aldur og þyngd trampólínið er ætlað.  Notið öryggisnet og passið vel að aðeins einn hoppi í einu.  Endurstillið reiðhjól eftir vet- urinn og yfirfarið bremsur og gíra.  Ekki kaupa of stórt hjól – barnið á að ná tánum niður þegar það situr á hnakknum í lægstu stillingu.  Brýnið fyrir börnunum að nota hjálm og fara eftir umferðarregl- um á hjólinu. Alls ekki má hoppa eða gera hjólakúnstir á bretta- pöllum á venjulegum reiðhjólum.  Stýrið á hlaupahjólinu á að vera í olnbogahæð barnsins.  Yfirfarið hjól á hjólaskóm og línu- skautum. Góðar olnboga-, hnjá- og úlnliðshlífar eru mikilvægar á línuskautunum. Í STUTTU MÁLI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.