Morgunblaðið - 21.04.2008, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 21.04.2008, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 19 UMRÆÐAN Umsóknarfrestur er til 30. apríl Kynntu þér námið á www.hr.is Námið er einkum ætlað þeim sem hafa lokið BSc-prófi í verkfræði eða tæknifræði með góðum árangri. Nemendur sem hafa annan bakgrunn úr BSc-námi sínu geta útskrifast með meistara- próf á tilteknum sérsviðum verkfræðinnar, s.s. meistarapróf í framkvæmdastjórnun, umferðar- og skipulagsfræðum, heilbrigðisvísindum o.fl. TÆKNI- OG VERKFRÆÐIDEILD HR MEISTARANÁM VIÐ Tækni- og verkfræðideild HR býður meistaranám í • Byggingarverkfræði - Framkvæmdastjórnun - Umferðar- og skipulagsfræðum - Steinsteyputækni - Mannvirkjahönnun • Fjármálaverkfræði • Véla- og rafmagnsverkfræði • Heilbrigðisverkfræði • Líf- og heilbrigðisvísindum • Ákvarðanaverkfræði UNDIRRITUÐ fór í góðri trú á fund Lyfjafræðingafélags Íslands og Frumtaka um lyfjafalsanir 27. mars. Fyrirlesarar voru: dr. Ingunn Björnsdóttir lyfjafræðingur, Matt- hías Halldórsson að- stoðarlandlæknir og Rannveig Gunn- arsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar. Vaxandi vandamál Alþjóðlegir glæpa- hringir snúa sér æ meir að framleiðslu og sölu falsaðra lyfja. Til- gangur fundarins var að ræða þetta vanda- mál, m.a. vegna áforma um að opna fyrir póstverslun lyfja hér. Helsta leið falsaðra lyfja á almennan mark- að er í gegnum Netið og síðan með póstverslun. Ingunn benti m.a. á að strangar reglur þyrftu að gilda um póstverslun með lyf til að hamla flæði falsaðra lyfja á íslenskan lyfja- markað. Fulltrúi Landlæknis- embættisins? Ég átti von á að umræðan yrði áfram á málefnalegum nótum. Því brá mér í brún þegar aðstoðarland- læknir tók til máls. Í stað málefna- legrar umræðu um sjónarhorn emb- ættisins á fölsuð lyf og varnir gegn þeim, eyddi hann tímanum mest í ófaglegar ávirðingar um græðgi og spillingu lyfjafyrirtækja. Og fulltrúi hins virta embættis gekk enn lengra. Hann setti lyfjafyrirtæki, sem starfa eftir ströngum reglum og víðtæku eftirliti ríkisstofnana, undir sama hatt og alþjóðlega glæpa- hringi. Gróflega misboðið Miklar kröfur eru gerðar til gæða lyfja sem heimilað er að markaðssetja hér á landi – almennt gilda sömu reglur og í öðrum ríkjum innan EES. Sýna þarf fram á fyllsta framleiðslu- öryggi og sanna með viðamiklum rann- sóknum að lyf hafi til- ætlaða verkun. Skv. ís- lenskum lögum er starfsemi lyfjafyrirtækja hluti heilbrigðisþjón- ustunnar. Lagaumhverfi er strangt og mikið ytra og innra eftirlit fer fram hjá fyrirtækjum sem flytja inn lyf og dreifa. Markmiðið er að tryggja neytendavernd og stuðla að góðri heilbrigðisþjónustu með heilsu og lífsgæði að leiðarljósi. Öll fyrirtæki verða að hagnast á starfsemi sinni. Þar eru lyfjafyr- irtæki engin undantekning. Alþjóð- legir glæpahringir framleiða hins vegar og selja fölsuð lyf til að græða stórar fjárhæðir, vitandi að starf- semi þeirra skaðar heilsu og líf fólks og það sem jafnvel verra er: án vit- undar þessa fólks. Mér er spurn hvort það sé álit landlæknisembætt- isins að ég starfi hjá fyrirtæki sem megi allt eins setja á stall með al- þjóðlegum glæpafyrirtækjum og að í starfi mínu stuðli ég vísvitandi að heilsuspillingu þjóðarinnar? Sem menntuðum lyfjafræðingi og starfs- manni vel metins lyfjafyrirtækis var mér gróflega misboðið undir orðum aðstoðarlandlæknis. Að mínu mati misnotaði hann aðstöðu sína sem fyrirlesari og fulltrúi embættis síns. Nauðsyn gagnkvæmrar virðingar Ég vona að framvegis gæti að- stoðarlandlæknir betur orða sinna á opinberum vettvangi. Það hlýtur að vera hagur heilbrigðisþjónustu á Ís- landi að þeir sem að henni standa sýni hver öðrum tilhlýðilega virð- ingu fyrir augliti samstarfsfólks, sjúklinga og annarra landsmanna. Lyf gegna lykilhlutverki í heilbrigð- isþjónustu og þau ber að meðhöndla, nota og ræða um af þekkingu og virðingu. Hefur aðstoðar- landlæknir tapað áttum? Ásta Friðriksdóttir skrifar vegna ummæla aðstoð- arlandlæknis á fundi Lyfja- fræðingafélags Íslands og Frumtaka um lyfjafalsanir » Sem menntuðum lyfjafræðingi og starfsmanni vel metins lyfjafyrirtækis var mér gróflega misboðið undir orðum aðstoð- arlandlæknis. Ásta Friðriksdóttir Höfundur er lyfjafræðingur og starfs- maður Vistor. VIÐ sem berjumst með kjafti og klóm gegn hugmyndum um hinar hroðalegu virkjanafram- kvæmdir í neðri hluta Þjórsár sátum agndofa yfir frásögn af fundum iðn- aðarráðherra Íslands (Morgunblaðið 19. apríl ’08), Lands- virkjunar og erlendra ráðamanna um vilja- yfirlýsingu um raf- orkukaup sem enn eru ekki föl og gagnaflutninga sem alveg eru óund- irbúnir og því ekki heldur fyrir hendi. Hvaðan kemur Össuri iðnaðarráð- herra og þessum körlum vald til að undirrita og handsala gjörning sem gerir ráð fyrir yfirráðum þeirra yfir land- areignum á Íslandi; landareignum sem þeir eiga ekkert í og eru alls ekki falar? Það er enn ekki allt falt fyrir peninga hér á landi. Í þessu tilviki er það svo að margir ábúendur jarðanna sem liggja að Þjórsárbökkum hinum neðri, munu aldrei, aldrei í lífinu samþykkja þær fyrirætlanir sem þessir menn hafa á prjónum með því að láta af hendi ómetanlegar eignir sínar; jarðir sem eru samgróinn hluti af persónu og sjálfs- mynd þessa fólks; jarðir sem eru sjálf- sagður hluti af sjálf- um þeim og álíka dýr- mætar þeim og lífið sjálft. Eins og þessar virkjanir í neðri hluta Þjórsár eru hugsaðar eru þær groddalegri og meira níð á landi og náttúru en flest annað það sem Landsvirkjun hefur framið á landinu okk- ar. Sem betur fer eru þær enn á stiginu ef og þegar. Góðir Íslendingar, tökum nú höndum saman, sýnum sam- stöðu og stöðvum fyr- irhugað níð Lands- virkjunar á ómetan- legu svæði bæði í sögulegu-, jarð- fræðilegu- og fag- urfræðilegu ljósi; stöðvum niðurbrot þessa ómet- anlega lands í byggð. Þjórsá hvað – Net- þjóna hvað? Elín G. Ólafsdóttir er ósátt við yfirlýsingar vegna fyrirhugaðra virkjana í Þjórsá Elín G. Ólafsdóttir »Hvaðan kemur Öss- uri og þessum körlum vald til að undirrita og handsala gjörn- ing sem gerir ráð fyrir yf- irráðum þeirra yfir landareign- um á Íslandi? Höfundur er fv. kennari og borg- arfulltrúi Í ÞRJÁTÍU ár hef ég unnið að málefnum geðsjúkra, fyrst á Klepps- spítala og síðan um 12 ár í Hátúni. Mín skoð- un er sú að opnun geð- deildar í Hátúni hafi verið eitt af stærstu framfaraskrefum í að- búnaði geðsjúkra. Þar fá geðsjúkir húsnæði, lifa sem sjálfstæðustu lífi en deildin veitir bakstuðning og aðstoð. Þannig er fjölmörgum hjálpað til sjálfshjálpar og líklegt er að einmitt þetta form geti nýst miklu fleirum. Nú er ákveðið að breyta þessari deild í göngudeild og næt- urvarsla lögð niður, sparaður einn nætur- vörður. Einmitt þessi stöðuga viðvera starfs- manns veitir það ör- yggi sem þarf til þess að sjúklingar geti bjargað sér sem mest sjálfir. Sparnaður við að hætta nætur- vörslu er minni en að einn vistmaður í Hátúni verði vistaður inni á Geðdeild Landspítalans vegna verri aðstöðu. Með Hátúnsdeildinni var stigið risavaxið skref í málefnum geðsjúkra. Mín skoðun er sú að t.d. með 4 slíkum deildum á mismunandi stöðum á höf- uðborgarsvæðinu, t.d. með aðstöðu fyrir 20 manns og deild til hjálpar, mætti stórlega fækka sjúklingum á Kleppi. Margir sem hafa komið til okkar og freistað þess að lifa sjálf- stæðu lífi með okkar aðstoð hafa síðar verið færir um að fara út í atvinnu- lífið, Hátún hefur nefnilega ekki verið endastöð. Um 50-60 geðsjúka vantar búsetu- úrræði. Hvað er betra úrræði en að hjálpa þessu fólki til þess að lifa sem sjálfstæðustu lífi undir verndarvæng lítillar stoðdeildar eins og í Hátúni? Með breytingu deildarinnar í göngudeild er verið að fækka þeim sem geta notið þessara úrræða, verið að kasta krónunni og spara aura. Stigið til baka í þjónustu við geðsjúka. Fyrir stuttu fór ég til Stokk- hólms til þess að kynna mér geðheilbrigðismál. Mér til mikillar undr- unar sá ég að fyrirmynd þeirra var svipuð og Há- túnshugmyndin hjá okk- ur. Þar var göngudeild með sólarhringsvöktun og íbúðir í tengslum við deildina. Þarna unnu saman heilbrigðisráðu- neyti og félagsmála- ráðuneyti. Ég hef mikið rætt við aðstandendur og sjúklinga gegnum ár- in og flestum ber saman um að Hátúnsleiðin sé sú ákjósanlegasta. Mjög lítið hefur verið rætt við starfsfólk um þessar breytingar. Eftir 30 ára starf að þessum málum fæ ég hvorki viðtal við yf- irmenn né ráðherra til þess að koma sjónarmiðum mínum á framfæri. Svo halda menn hátíðarræður um mann- auð og mikilvægi reynslu og þekk- ingar. Hafa þeir sem taka ákvarðanir ekki sett sig inn í þá starfsemi sem fer fram í Hátúni, hafa þeir ekki gert sér grein fyrir þeim mikla árangri sem deildin hefur náð og skilið að í raun er þarna um að ræða gríðarlega mikilvægan þátt í þessu starfi, þátt sem ætti frem- ur að efla en að skera niður? Stefnan er röng, brýn nauðsyn er að fá faglega umræðu um þessa starf- semi. Niðurskurður á geðdeild í Hátúni – röng stefna Jósteinn Kristjánsson fjallar um málefni geðsjúkra Jósteinn Kristjánsson »Nú er ákveð- ið að breyta þessari deild í göngudeild og næturvarsla lögð niður, spar- aður einn næt- urvörður Höfundur er sjúkraliði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.