Morgunblaðið - 21.04.2008, Page 26
26 MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Unnur Kjart-ansdóttir fædd-
ist í Reykjavík á að-
fangadag 24.
desember 1937. Hún
lést á Landsspít-
alanum við Hring-
braut 10. apríl síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Karen Smith, f. 28.3.
1905, d. 3.4. 1996, og
Kjartan Pétursson,
f. 9.8. 1905, d. 29.1.
1984. Systur Unnar
voru Sólveig, f. 18.1.
1933, d. 5.4. 1999, Kristjana, tví-
burasystir, f. 24. 12. 1937 og Rut, f.
18.11. 1945.
Unnur giftist unnusta sínum
Garðari Ingvarssyni, f. 10.4. 1937,
á tvítugsafmælisdegi sínum 24.12.
1957 í Dómkirkjunni. Börn þeirra
eru: 1) Karen húsmóðir í Forserum
í Svíþjóð, f. í Reykjavík 8.10. 1957,
sambýlismaður Enar Johannsson
bóndi. Börn hennar og Guðmundar
Hafsteinssonar, fyrri eiginmanns,
eru: Andri Garðar, f. 1.7. 1979, d.
4.1. 1980, Unnur Karen tölvunar-
fræðingur, f. 22.10. 1980, sambýlis-
maður Elías Raben Unnars. Gunn-
ólfsson múrarameistari og Helga
María, háskólanemi í Gautaborg, f.
9.3. 1984, unnusti Pontus Sundén
háskólanemi. 2) Sigríður Anna vél-
fluttu inn á heimilið 2 litlar stúlkur
7 og 8 ára gamlar sem voru í þörf
fyrir skjól, ástúð og umhyggju.
Dvöl þeirra átti að vera 3 mánuðir,
en varð 18 mánuðir og í reynd hafa
þær Ragnheiður Sif, f. 8.1. 1981, og
Silja Sif, f. 29.6. 1982, aldrei farið.
Þær og synir þeirra Smári og
Stormur eru óaðskiljanlegur hluti
af fjölskyldunni.
Þrettán ára hóf Unnur störf hjá
Lakkrísgerðinni Póló og lagði
þannig sitt af mörkum til að hjálpa
móður sinni að halda heimili. Hún
var 15 ára þegar þau Garðar kynnt-
ust og þau giftu sig hinn 24. desem-
ber 1957 á tvítugsafmæli Unnar og
hófst búskapur þeirra í kjölfarið. Í
árslok 1959 hélt Garðar utan til
náms og varð Unnur eftir heima,
hélt heimili og sá fyrir sér og dóttur
þeirra. Hún starfaði þá hjá góðu
fólki í bifreiðadeild Sjóvár. Vorið
1963 hélt svo sameinuð fjölskylda
til Kölnar þar sem Garðar stundaði
nám í hagfræði. Þar fæddist þeim
önnur dóttir, Sigríður Anna. Þýska-
landsdvölinni lauk svo 4 árum síðar
í Rheinfelden hjá Basel þar sem
Garðar starfaði að loknu námi.
Heimkomin í árslok 1967 hafði fjöl-
skyldan enn stækkað þar sem
einkasonurinn var fæddur.
Næstu 10 árin sinnti Unnur heim-
ili og uppeldi barnanna ásamt því
að vinna í skemmri tíma við hin
ýmsu störf. 1977 hóf Unnur störf á
Landspítalanum og starfaði þar við
upplýsingar, umsjón með fjölritun
og sem innkaupa- og ræsting-
arstjóri. 1981 varð hún fyrsti
starfsmaður Bóksölu Tækniskóla
Íslands og vann ötullega að upp-
byggingu þess starfs. Árið 1983
keypti Unnur söluturninn Tening-
inn á Snorrabraut og rak hann í
um 3 ár. Í mörg ár var hún hús-
freyja og umsjónarmaður með
kaffistofu Félags eldri borgara á
Hverfisgötu þar sem ýmis starf-
semi fór fram. Síðustu starfsárin
1998 til 2004 sá hún um rekstur
Bókabúðar Iðnú á horni Vitastígs
og Bergþórugötu. Unnur var fé-
lagslynd og starfaði með Garðari í
mörgum félögum tengdum áhuga-
málum þeirra hjóna sem var um-
fram allt annað útivist. Meðal
þeirra félaga sem þau störfuðu í
voru Ferðafélag Íslands og Skáta-
hreyfingin. Unnur ræktaði vel fjöl-
mennan vina- og frændgarð bæði
hér á landi og báðum megin Atl-
antsála og oft fengu erlendir vinir
húsaskjól og fjallaferð og börn
þeirra að upplifa sumarævintýri.
Barnabörnin í Svíþjóð voru hennar
farfuglar sem flugu til hennar
bæði sumar og stundum á vetrum.
Hinn 13. október 1992 gekk Unnur
í Rb.st. nr. 7, Þorgerði, I.O.O.F., og
var virk systir þar allt til dauða-
dags.
Hún átti við mikil veikindi að
stríða síðustu æviárin, en gafst
aldrei upp. Hennar einkenni voru
þrautseigja og æðruleysi.
Útför Unnar verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
tæknifræðingur og
húsmóðir í Krängs-
hult í Svíþjóð, f. í
Köln í Þýskalandi
8.10. 1965, gift Stef-
ani Gerleman iðnrek-
anda. Dætur þeirra
eru Martina mennta-
skólanemi, f. 5.4.
1989 og Jenny, f.
25.5. 1992. 3) Ingvar,
viðskiptafræðingur
og löggiltur endur-
skoðandi, f. í Reykja-
vík 15.3. 1967, kvænt-
ur Berglind
Ragnarsdóttur. Börn þeirra eru
Garðar Karl, f. 13.4. 2004, og Eva
Lára, f. 17.3. 2007. Sonur Ingvars
og Bjargar Baldursdóttur er Daní-
el, f. 12.10. 1993. 4) Ingibjörg El-
ísabet iðnrekstrarfræðingur, f. í
Reykjavík 5.6. 1976, sambýlis-
maður Ólafur Steindórsson. Undir
sumarlok 1974 breyttust aðstæður
hjá 16 ára systurdóttur Unnar,
Fanneyju, f. 19.9. 1957, þannig að
hana vantaði húsaskjól og um-
hyggju. Hún flutti til þeirra og bjó
hjá þeim næstu 3 ½ ár þar til hún
flutti í heimavist Hjúkrunarkvenn-
askólans. Þau bönd sem þá voru
bundin hafa ekki slitnað og ná nú
einnig til Birgis, eiginmanns henn-
ar, og barna þeirra, Bjarka, Katr-
ínar og Magneu. Í ársbyrjun 1990
Elsku mamma okkar er nú farin til
himna.
Þær eru óteljandi góðu minning-
arnar sem við eigum um hana. Við
gætum samið margar bækur um öll
þau ævintýri og hversdagslegu við-
burði sem við upplifðum með henni.
Við munum fyrst eftir okkur á
Kleppsveginum, með hlýjar prjónað-
ar lambhúshettur á höfðinu og í hlýj-
um ullarpeysum. Við nutum óendan-
legs frelsis og trausts að okkur
fannst, þótt árvökul augu mömmu
fylgdust efalaust alltaf með. Mamma
gaf okkur krökkunum kakó og kex út
um kjallaragluggann svo við börnin
misstum nú ekki neinn tíma úr leikn-
um. Það var líka þarna sem mamma
og pabbi byrjuðu að halda jólaböll
fyrir okkur börnin, frændsystkini
okkar og fjölda annarra barna. Allt
var fullt af heimalöguðum kökum og
öðru góðgæti. Eflaust voru þau mörg
börnin sem kynntust fyrst náið jóla-
sveinunum í þessum dýrðarveislum
börnunum til handa. Við bættust síð-
an Oddfellow-jólaböllin sem barna-
börnin njóta nú í dag.
Hjá mömmu voru jólin svo sannar-
lega hátíð barnanna. Fyrsta jólagjöfin
sem við munum eftir var skíði, með
þessum líka fínu gormabindingum.
Þetta var upphafið að endalausum
skíðaferðum upp í Bláfjöll og víðar, í
heimasaumuðum skíðagöllum. Þegar
litla systir Ingibjörg fæddist stoppaði
það hana ekki að fara þangað, heldur
var Bögga lögð í sleða, sem mamma
dró á eftir sér á gönguskíðum.
Á sumrin tóku ævintýrin á heiðum
landsins við. Flesta föstudagana und-
irbjó mamma ásamt okkur helgar-
ferðarlögin upp á fjöll. Pabbi pakkaði
í Land Roverinn öllu dótinu og gerði
flatsæng fyrir okkur ofan á þar sem
við lágum tvö og sáum allt hálendi Ís-
land á maganum. Með í för var stóra
sérhannaða tjaldið hennar mömmu
sem enn er í notkun, saxbautar frá
KEA, ORA fiskibollur, pylsur og bak-
aðar baunir. Við fórum að Reyðar-
vatni, og hún stóra systir okkar Kar-
en var með í för og mamma og pabbi
voru veiðiverðir. Þar var gaman að
vera í stórum hópi frændfólks og vina.
Þórsmörk var föst á dagskránni að
lágmarki einu sinni að sumri, þar sem
leikir og gönguferðir höfðu ofan af
fyrir okkur. Arnarvatnsheiðin var
fastur liður, þar sem fáir gátu slegið
mömmu við í silungsveiðinni, hún
hafði alltaf heppnina með sér. Þetta
voru dásamlegir tímar.
Síðan komu unglingsárin, þar sem
mamma leyfði okkur að njóta okkar.
Hún keypti sjoppu, þar sem við gát-
um unnið okkur inn vasapeninga. Það
var óendanlegt traustið sem við og
vinir okkar nutum á þessum árum og
eflaust misnotuðum við það að ein-
hverju leyti!
Svo komu börnin okkar. Hún var
börnunum allt og þá fyrst fengu for-
eldrarnir að kenna á því, þegar henni
fannst við ekki vera nógu góð við
blessuð börnin, sem alltaf voru hrein-
ir englar. Mikill er missir þeirra, enda
verður erfitt að hugsa sér að þau þurfi
nú að alast upp án óendanlegrar hlýju
ömmu.
Elsku pabbi, það verður erfitt að
fylla í plássið hennar ömmu, en litlu
hjörtun hlakka til að fá meira af þér.
Kæra mamma, þakka þér fyrir að
hafa alltaf verið til staðar fyrir okkur
bæði í blíðu og stríðu.
Þín börn,
Sigríður Anna Garð-
arsdóttir Gerleman og
Ingvar Garðarsson.
„Amma Unnur er dáin og farin til
himna,“ segi ég við fjögurra ára son
minn. „Nú verðum við að vera voða
góð við afa Garðar svo hann verði
ekki einmana.“
„Já,“ segir sá stutti, „en ég get far-
ið upp í geim og læknað ömmu, þá
getur hún farið aftur heim til afa.“
Við hin verðum að sætta okkur við
að vita betur. Þegar við héldum upp á
afmæli Garðars Karls litla, ömmust-
ráksins, aðeins þremur dögum eftir
andlát Unnar brostum við og hlógum,
en svo grétum við í laumi. Unnur,
tengdamóðir mín, hefði ekki viljað
hafa þetta öðruvísi, nema þá helst að
fá að taka þátt í samkvæminu með
okkur. Hún var mikið fyrir mann-
fagnaði og gleði. Það var alltaf gott að
umgangast Unni og fá að læra af
henni. Þegar kom að barnabörnum
hennar, Garðari Karli og Evu Láru,
kunni hún bara ekki að segja nei.
Unnur var ein sú hjálpsamasta mann-
eskja, sem ég hef á ævi minni kynnst.
Elsku Garðar, hjartahlýja ykkar
hjóna hefur snert mig mikið. Þú hefur
misst mikið en þú ert ríkur af góðri
fjölskyldu og vinum.
Kæri Garðar, stórfjölskyldan og
vinir. Ég græt með ykkur en er líka
glöð yfir að hafa fengið að kynnast
þessari orkumiklu kjarnakonu, sem
hún Unnur okkar var. Þótt Garðari
litla takist ekki að sækja ömmu sína
og færa okkur hana aftur veit ég að
hún verður okkur nálæg, minning
hennar mun vitja okkar og verða okk-
ur styrkur jafnt í gleði okkar sem í
sorg.
Lítill drengur lófa strýkur
létt um vota móðurkinn,
- augun spyrja eins og myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt
yndislega og alltaf skildi
ófullkomna hjalið mitt?
Unnur Kjartansdóttir
✝ Ingibjörg Árna-dóttir fæddist í
Neshjáleigu í Loð-
mundarfirði 20. júlí
1922. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Garðvangi 14. apríl
síðastliðinn. Hún var
dóttir hjónanna
Árna Einarssonar
og Þórdísar Sig-
urbjargar Hann-
esdóttur sem bjuggu
lengst af á Hólalandi
í Borgarfirði eystri.
Árni hóf búskap í
Neshjáleigu árið 1915 og kom Þór-
dís þangað til hans árið 1917. Árni
og Þórdís bjuggu í Neshjáleigu til
ársins 1938 þegar þau fluttu í Hóla-
land í Borgarfirði þar sem þau
bjuggu til ársins 1959 er Árni dó.
Þórdís bjó áfram á Hólalandi hjá
sonum sínum til dauðadags 1970.
Árni og Þórdís eignuðust 13 börn
og var Ingibjörg 4. í röðinni, sjö
Börn Kristínar frá fyrra hjóna-
bandi eru Guðrún Elsa og Friðgeir.
4) Karl Vilhelm, f. 1956, maki Ás-
gerður Þorsteinsdóttir, börn
þeirra eru Anna Kristín, Inga Lára
og Steinunn. 5) Inga Dóra, f. 1960,
maki Indriði Helgason, börn þeirra
eru Edda Kristveig og Dóra Sif.
Þau slitu samvistum. Síðari maki
Ingu Dóru er Örn Örlygsson. Son-
ur þeirra er Adam Örn.
Ingibjörg bjó í Neshjáleigu með
foreldrum sínum til 16 ára aldurs
er þeir fluttust að Hólalandi í Borg-
arfirði, ef frá eru skilin nokkur ár
sem hún bjó hjá Sigríði ömmu sinni
á Seyðisfirði sem lítil stelpa. Ingi-
björg var síðar eitt ár í námi sem
klæðskeri á Seyðisfirði og stundaði
hún sauma- og prjónaskap alla tíð
meðan heilsan leyfði. Ingibjörg og
Halldór bjuggu síðan í Sæbóli í
Borgarfirði frá árinu 1945 og síðar
í Odda í Borgarfirði frá árinu 1947
þar sem þau áttu heimili allt til árs-
ins 2002, þegar þau fluttu bæði á
hjúkrunarheimilið Garðvang.
Ingibjörg verður jarðsungin frá
Útskálakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
þeirra lifa systur
sína.
Árið 1945 giftist
Ingibjörg Halldóri Jó-
hannesi Guðfinns-
syni, f. 4. maí 1923.
Hann er sonur
hjónanna Guðfinns
Halldórssonar og
Bjargar Helgadóttur
sem bjuggu í Bald-
urshaga í Borg-
arfirði. Ingibjörg og
Halldór eignuðust
fimm börn, þau eru:
1) Sigríður Björg, f.
1945, maki Svavar Óskarsson d.
1992, börn þeirra eru Friðrik
Steinar og Íris Inga. Seinni maður
Sigríðar Bjargar er Jón Hjálm-
arsson. 2) Árni Þór, f. 1948, maki
Erna Friðriksdóttir, börn þeirra
eru Ingibjörg og Hafdís. Þau slitu
samvistum. 3) Jón Már, f. 1952,
maki Kristín Jónsdóttir, börn
þeirra eru Sandra og Halldór Ingi.
Þá er komið að því að kveðja þig
að sinni, elsku mamma mín. Mig
langar til að skrifa nokkrar línur til
þín í lokin. Fyrst og fremst vil ég
þakka þér fyrir alla þolinmæðina
sem þú sýndir mér ætíð, sérstak-
lega þegar ég var barn. Hvernig þú
nenntir að ætíð að dekstra við mig
til að ég borðaði matinn minn. Mat-
vandari krakki hefur ekki verið til.
Eins og þú eldaðir góðan mat og
bakaðir góðar kökur og brauð.
Það var svo sem sama hvort þú
saumaðir jakkaföt eða samdir ljóð,
það bara lék allt í höndunum á þér.
Enda ekki skrítið að þú yrðir pirruð
þegar hendurnar gerðu ekki það
sem þú vildir. En það að hafa þenn-
an sjúkdóm í rúm 35 ár, það eitt var
hörkuvinna á hverjum degi. Bara
það að hafa einn dag af var þrek-
virki. En þú hagræddir hlutunum og
gerðir þá þegar þú gast. Síðustu
sokkarnir sem þú prjónaðir tóku
langan tíma og oft þurfti að laga á
prjónunum fyrir þig en þú hafðir
það af. Þú ert sennilega farin að
prjóna aftur, hef ekki trú á öðru.
Mér hefur oft verið hugsað til
glugganna í Odda sem voru fullir af
blómum, þú hugsaðir svo vel um
blómin þín. Pabbi kvartaði stundum
yfir því að hann sæi ekki út á sjó fyr-
ir þessum blómum. Elsku mamma
mín, þrautseigja þín, lífsvilji, já, og
þrjóska, getur kennt okkur sem eft-
ir lifum, svo margt. Þú varst smá-
vaxin, grönn en samt svo stór. Þú
gafst aldrei upp. En mikið held ég
að hvíldin hafi verið kærkomin.
Enda varstu svo friðsæl og falleg
þegar þú varst farin. Mikið held ég
að það verði tómlegt hjá pabba þeg-
ar hann situr ekki lengur hjá þér á
daginn og saumar. En við lítum eftir
honum fyrir þig. Elsku mamma og
pabbi, ástarþakkir fyrir allt sem þið
hafið gert fyrir mig.
Mamma mín, þín verður ætíð
minnst og saknað. Takk fyrir að
hafa verið mamma mín. Ég mun
ætíð elska þig.
Þín dóttir,
Inga Dóra.
Tengdamóðir mín Ingibjörg bjó í
Odda á Borgarfirði eystra þegar við
hittumst fyrst.
Þá hafði ég aðeins heyrt um fjörð-
inn fagra af veðurfréttum sem róm-
uðu veðurblíðuna og hitastigið þar,
viku eftir viku eins og það var í þá
daga.
Það var spennandi að fara og
hitta tengdó í fyrsta sinn og ekki
skemmdi það fyrir að fá að upplifa
þvílíka paradís sem þeirra heima-
byggð, í kaupbæti.
Ég kom að Odda, litlu húsi og
komst að raun um að þau hjónin
bjuggu í helmingnum af litla húsinu
og hluti af helmingnum af litla hús-
inu, voru uppistöður.
Þegar ég var kominn inn í hálfa
húsið, datt mér fyrst í hug ævintýrið
Einu sinni var pínulítið hús og það
var eins og að vera komin í fallegt
vel útbúið risastórt dúkkuhús.
Í eldhúsinu var öllu fyrir komið af
nærgætni og hagsýni. Þar voru
krukkur ofan í boxum ofan í skálum
ofan í pottum ofan í fötum og allt
inni í skáp. Í litlu hlýlegu stofunni
var haglega komið fyrir minningar-
brotum ævinnar, væntumþykjuhlut-
ir í formi mynda og gjafa, eins og
hlutir sem börnin hennar höfðu fært
henni úr sínum ferðum um heiminn.
Á hillum og syllum voru gullmol-
arnir hennar, steinar sem hún hafði
tínt á ferðum með honum Dóra sín-
um. Hún var náttúrubarn sem þráði
að geta verið úti í náttúrunni, og
kröfurnar voru ekki miklar, þó ekki
væri nema að geta gengið um fjör-
urnar, farið í berjamó eða æskuslóð-
irnar í Loðmundarfirði.
Í gluggakistunum blómstruðu
blómin hennar og blómgunin og
angan þeirra var engu lík, því Ingi-
björg tók þeim ekki sem sjálfgefnu,
frekar en öðru. Hún hlúði að þeim
og annaðist af virðingu og alúð eins
og öllu sem hún kom nálægt.
Prjónakarfan var full af verkefn-
um, full af ömmusokkum og vett-
lingum. Söndru minni fannst töff að
eiga ömmu sem hafði smekk fyrir
því að prjóna skærbleikar hosur og
vettlinga.
Á borðum voru heklaðir dúkar
eftir Ingibjörgu, eitt af aðalsmerkj-
unum hennar, þessi fíngerða hárná-
kvæma vinna sem hún undi sér við
þar til Parkinson tók völdin.
Mjór og brattur stigi var upp á
pínulitla háaloftið, stigaþrepin voru
skúffur, skyldi engan undra og háa-
loftið var enn einn ævintýraheimur-
inn. Hvernig komust þau eiginlega
öll fyrir í þessu dúkkuhúsi hugsaði
daman úr stórborginni, sem fljót-
lega gerði sér grein fyrir því hversu
stórt þetta heimili í rauninni var.
Þar sem hjartarúm er finnst alltaf
pláss og væntumþykjan og alúðin
sem lögð var í hvern krók og kima
skilaði sínu.
Það háði aldrei Ingibjörgu að
hafa ekki ferðast um heiminn nema í
huganum, hún hafði af nógu að taka
til að gæða barnabörnunum á úr
eigin farteski, frá æskunni og um-
hverfinu og hún kunni sögur og æv-
intýri engu lík og einn af konfekt-
molunum hennar var Sagan af henni
Gellivör.
Tengdamóðir mín kenndi okkur
samferðamönnum sínum þraut-
seigju og hógværð, umburðarlyndi
og nægjusemi og það að gleðjast yf-
ir litlu. Hún var varkár og vönduð
manneskja sem tróð engum um tær
og skuldaði engum neitt. Hún var
varkár í orðum en reynslu ævinnar
mátti lesa úr augum þessarar ein-
stöku konu, konu sem gafst ekki
upp, átti sínar langanir og þrár en
krafðist svo lítils. Hún var þakklát
fyrir að fá að eiga svona langa sam-
vist með Dóra sínum og kvaddi sátt
við Guð og menn.
Kristín Jónsdóttir.
Ingibjörg Árnadóttir