Morgunblaðið - 21.04.2008, Side 27

Morgunblaðið - 21.04.2008, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 27 Iðnaðarmenn Vantar þig rafvirkja? Rafvirki getur bætt við sig vinnu. Tek að mér nýlagnir, breytingar, viðhald og uppsetningar á ljósum. Helgi S. 821-1334. Veiði Veiðferðir til S-Grænlands í sumar. Stangveiði, sauðnaut og hreindýr. Leitið upplýsinga Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar ehf. S.: 511 1515 www.gjtravel.is Vélar & tæki Til leigu með/án manns. Gerum einnig tilboð í hellulagnir og drenlagnir. Upplýsingar í síma 696 6580. Bátar GUL Þurrgallar- www.gummibatar.is. Vandaðir öndunargallar. Til í krakka, unglinga og fullorðinsstærðum. Frábært verð 39.900. Fást einnig í R.Sigmunds. Gúmmíbátar & Gallar S:6607570 Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '06 . 892 4449/557 2940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza Aero ‘08. 696 0042/566 6442. Sigurður Jónasson Toyota Rav4 ‘06. Bifhjólakennsla. 822 4166. Snorri Bjarnason Nýr BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla. 892 1451/557 4975. Byssur Ruger target gray 243 kal. svo til nýr, með þungu hlaupi, tvífót og mjög öflugum kíki til sölu. Verð 120 þúsund. Upplýsingar í 847 8432. Smáauglýsingar 5691100 Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin - amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann - lokar sinni þreyttu brá, uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Berglind Ragnarsdóttir. Elsku amma mín. Mér hefur alltaf þótt agalega vænt um hana ömmu mína. Frá því þegar ég var lítill þá hef ég verið nær alltaf í pössun hjá ömmu, meira að segja þó að hún hafi verið í vinnunni fékk ég alltaf að fara til hennar. Þegar hún vann í Iðnú var ég samt mest hjá henni. Ég man þegar við vorum að raða bókunum, stimpla verðmiða á vörurnar eða bara slappa af og svo alltaf í lok dags gaf hún mér eitthvað gott. Svo fór ég að eldast og var farinn að stunda alls konar íþróttir og svo náttúrlega skólann. Þá var mikil stoð og styrkur að hafa haft svona góða ömmu sem var alltaf til staðar þegar maður þurfti. Þegar ég komst á tán- ingsskeiðið þurfti ég ekki lengur að fara í pössun. En samt sem áður sótti ég oft til hennar og hjólaði í gegnum Laugardalinn til að geta talað við hana eða bara vera hjá henni. Við amma gátum talað um allt á milli him- ins og jarðar, og það fannst mér alltaf svo þægilegt, sérstaklega af því að hún dæmdi mann aldrei. Við amma náðum æðislegu sam- bandi á milli okkar. Og ég man eftir svo mörgu sem við amma gerðum saman. Allar útileigurnar og sum- arbústaðarferðirnar, spilin, allt nammið og gotteríið, og svo þegar við amma og afi fórum að heimsækja all- ar frænkurnar í Svíþjóð. Ég væri til í að gera margt fleira með henni ömmu, en lífið hefur sinn gang. Ég veit að hún er sem betur fer alltaf hjá okkur og passar upp á okk- ur og mér finnst gott að vita af því. Sofðu rótt, amma mín. Þinn Daníel. Nú er elsku amma farin. Þegar við komum í páskafríinu til Íslands fengum við knús og kossa frá henni ömmu eins og alltaf þegar við hittum hana, hvort sem það var á Ís- landi eða í Svíþjóð. Hún amma var mikil kjarnakona og finnst okkur mjög óraunverulegt að hún skuli vera farin frá okkur. Það var alltaf jafnyndislegt að fá afa og ömmu í heimsókn til okkar og þegar við komum til Íslands stjanaði hún við okkur endalaust. Okkur er minnisstætt þegar við sem oftar vor- um í bílnum með afa og ömmu og Daníel frændi var með okkur að vanda. Við krakkarnir vorum eitt- hvað að kýta en héldum að amma tæki ekki eftir því. Þá sneri hún sér við og sagði við okkur: ,,Amma sér allt!“ Núna er amma komin til himna og við vitum að hún sér allt. Við vitum líka að hún mun vernda okkur og hjálpa ef eitthvað bjátar á. Det fanns för oss alla ett rum i ditt hjärta, för alla utav oss du gjorde ditt allt. Du deltog med oss i vår glädje och smärta Tack kära mormor, tack för allt. Elsku afi, þú veist að þú ert ekki einn og minningar okkar um ömmu verða alltaf hjá okkur. Martina og Jenny Gerleman. Ég var sjö ára gömul og gekk kot- roskin og ófeimin upp tröppurnar á Kirkjuteiginum. Myndina af konunni sem stóð í dyragættinni sé ég ljóslif- andi fyrir mér. Hún stóð með sinn breiða faðm sem ég kastaði mér í og umvafði mig eins og henni er einni lagið. Um mig fór vellíðunarstraumur og ég var ekki í minnsta vafa um að ég væri á réttum stað; í faðmi þess- arar konu vildi ég eiga athvarf. Ég var ekkert að tvínóna við að spyrja blátt áfram: „Má ég kalla þig ömmu?“ Svar hennar stóð ekki á sér og hún svaraði: „Auðvitað máttu það, ljósið mitt.“ Þegar ég og systir mín vorum sjö og átta ára gamlar þá fluttum við tímabundið á Kirkjuteiginn til ömmu Unnar og afa Garðars og myndi ég ekki vilja skipta á þeim tíma fyrir nokkuð annað. Ég get aldrei verið nógu þakklát fyrir að hafa kynnst ömmu Unni. Það eru fáir sem ég hef metið jafnmikils. Það sem hún hefur gefið mér er ómetanlegt. Öll sú ást og umhyggja sem hún átti til fyrir mig. Mér þótti óendanlega vænt um hana og á erfitt með að hugsa mér líf- ið án hennar. Ég hafði einhvernveg- inn aldrei hugsað út í það ef hennar nyti ekki við; jafnvel eftir að hún veiktist. Ég hélt ég fengi meiri tíma með ömmu, hélt hún yrði alltaf þarna. Hún var sú fyrsta sem ég treysti til að passa litla gullmolann minn, hann Storm. Þegar ég var ófrísk fékk ég ófá símtölin þar sem hún biður mig að kíkja við og var hún þá búin að tína saman barnadót sem hún geymdi á góðum stað, eins og hún sagði alltaf, og gaukaði að mér. Eitthvað sem hún hafði séð og fundist fallegt eða snið- ugt og kippt með fyrir hana Silju sína. Ávallt, hvort sem ég eða litli strák- urinn minn vorum veik, hringdi hún í mig á hverjum degi til að spyrja hvernig við hefðum það. Þannig var amma, alltaf að hugsa um aðra. Þegar ég var lítil á Kirkjuteiginum þá var svo undurgott að kúra í barmi henn- ar, hún var svo mjúk. Jafnvel á ung- lingsárunum þegar maður er við- kvæmur þá var alltaf gott að leggjast í faðminn hennar og gleyma sér. Þeg- ar ég hugsa um það kemur tilfinn- ingin upp. Það er gott að eiga það ásamt minningunum. Það er svo sárt að vita til þess að Stormur mun ekki fá að kynnast þeirri tilfinningu að vera elskaður af ömmu, en ég mun gæta þess að segja honum frá henni og að hún muni ávallt vaka yfir honum, því ég veit hún mun alltaf vera nálæg. Á erfiðum tíma í lífi mínu færði hún mér ljóð sem hún hafði beðið Fanney fósturdóttur sína um að skrautskrifa fyrir sig. Hún hafði rammað það inn og færði mér. Með því leitaðist hún við að ná til mín og láta mig finna að hún saknaði nærveru minnar. Fljót- lega birti til hjá mér og samband mitt og ömmu varð æ nánara. Sérstaklega eftir tilkomu Storms sonar míns. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós, þráir lífsins vængja víddir, vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan, hjartasláttinn, rósin mín, er kristalstærir daggardropar drúpa milt á blöðin þín. Finna hjá þér ást og unað, yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur S. Halldórsson.) Ég mun aldrei gleyma öllum góðu minningunum um ömmu, jólunum, skíðaferðunum, útilegunum, nestinu sem hún smurði, snúðunum sem ég fékk alltaf að kaupa og fyrst og fremst faðminum hennar. Ég mun geyma þær næst hjarta mínu. Silja Sif. Elsku amma. Það er svo óraunverulegt að nú sé runnin upp sú stund sem við þurfum að kveðja þig. Aldrei hefðum við trú- að því að þú myndir fara svona fljótt, ekki einu sinni þegar þú veiktist datt okkur í hug að við ættum bara eftir að hafa þig hjá okkur í örfáa mánuði í viðbót. Þú varst alltaf svo sjálfstæð og sterk, lést ekkert buga þig. En við fáum ekki alltaf það sem við viljum og í þetta sinn hlýtur að hafa verið þörf á ofurkonu eins og þér annars staðar. Kannski voru það bræður okkar sem þurftu á þér að halda. Eins erfitt og það er að kveðja ynd- islega ömmu eins og þig er það þakk- lætið fyrir allt sem þú hefur gefið okkur og góðu minningarnar sem hjálpa okkur í sorginni. Þú varst amman sem gast allt, hvort sem það var að gera upp íbúðir, sauma gard- ínur, finna bestu tilboðin eða eitthvað allt annað. Þú kunnir alltaf bestu ráð- in við öllu og vissir ótrúlega margt. Þú vissir hvernig best var að losna við sólbruna, hvernig best var að keyra til að losna við umferðina eða að lenda á rauðu ljósi, hver bjó hvar og hverra manna sá hinn sami var og svona gætum við lengi talið. Það er kannski ekki skrítið að þú vissir svona mikið, enda áttir þú helling af vinum sem þú varst dugleg að heimsækja og spjalla við um allt mögulegt. Heima hjá þér og afa var alltaf opið hús, allir vel- komnir að kíkja við og alltaf var nóg um að vera þar. Þangað var alltaf gott að koma. Þú varst alltaf á fleygiferð, hvort sem það var í heimsóknum hjá vinum eða ættingjum, í búðum, í lík- amsrækt eða á ferðalögum. Með þér var alltaf nóg að gera og mikið fjör. Við munum vel eftir öllum sumr- unum sem við vorum á Íslandi hjá þér og afa, sérstaklega öllum ferðalögun- um með ykkur þar sem við fengum að kynnast fallega landinu okkar. Hvað sem kom upp á hjá okkur, lít- ið eða stórt, varstu alltaf til staðar. Þú kenndir okkur svo margt eins og að rífast ekki um dauða hluti, hugsa vel hvert um annað og segja það sem okkur finnst. Já, góðu minningarnar sem við eigum með þér eru margar, allt of margar til að skrifa niður á blað. Þær eru fjársjóður sem við er- um þakklátar fyrir að eiga og varð- veitum eins vel og hægt er. Við erum svo sannarlega stoltar af þér, elsku amma. Fyrir okkur hefur þú verið mikilvæg og góð fyrirmynd, svona viljum við líka vera. Núna og þegar við eldumst. Við erum vissar um að þú sért núna komin til bræðra okkar og hugsar vel um þá og kennir þeim allt sem þú hefur kennt okkur. Takk, elsku amma, fyrir allt, við gleymum þér aldrei. Við elskum þig. Þín „nabba“, Unnur Karen og Helga María. Við fráfall elskulegrar systur minnar langar mig að minnast henn- ar með nokkrum orðum. Þær eru margar ljúfar og góðar minningarnar sem orðið hafa til í gegnum tíðina. Þar koma fyrst upp í hugann þær fjölmörgu ferðir sem við fjölskyld- urnar fórum um landið okkar, t.d. ferðir upp á Arnarvatnsheiði og inn í Þórsmörk. Hún var ávallt hrókur alls fagnaðar, börnin mín löðuðust að henni og það var alltaf glatt á hjalla í þessum ferðum. Unnur var handlagin og úrræðagóð og sem gott dæmi um það má nefna að þegar þörf var á stærra tjaldi í útilegurnar var ekkert verið að fara út í búð að kaupa nýtt. Nei, þá stækkaði hún bara gamla tjaldið með því að sauma við það. Þá vil ég minnast allra jólaboðanna sem hún hélt í gegnum árin. Þar skemmtu sér allir vel og nutu glæsi- legra kræsinga sem hún galdraði fram að því er virtist fyrir- hafnarlaust. Þegar árin liðu fór úti- legunum fækkandi, en við tóku sum- arbústaðaferðir. Sú síðasta var að Kirkjubæjarklaustri síðasta sumar og þar áttum við góðar stundir ásamt fleiri vinum og ættingjum. Þær minn- ingar munu ylja okkur um ókomna tíð. Á síðustu árum kom hún oft í heim- sókn til mín og aðstoðaði mig með börnin sem ég er með í vistun. Hún naut þess að gefa þeim að borða og tala við þau og börnin hændust að henni. Þessar stundir með börnunum gáfu henni ómælda ánægju. Á ég eftir að sakna þessara samverustunda með systur minni. Í gegnum árin gat ég alltaf leitað til Unnar systur ef eitthvað bjátaði á. Hún var ávallt tilbúin að rétta hjálp- arhönd og alltaf gat hún leyst úr öllu, hvert sem málefnið var. Unnur átti því láni að fagna að eignast góðan og traustan lífsföru- naut, en hún og Garðar voru samhent í öllu því sem þau tóku sér fyrir hend- ur. Síðastliðið haust greindist Unnur með þann illvíga sjúkdóm sem hún að lokum varð að lúta í lægra haldi fyrir. Þann 10. apríl síðastliðinn, á afmæl- isdegi Garðars, yfirgaf hún þetta jarðlíf og hélt inn á nýjar víddir, laus við kvalir og þjáningar. Elsku Garðar og fjölskylda. Missir ykkar er mikill og bið ég Guð að veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Rut Kjartansdóttir og fjölskylda. Elsku Unnur. Núna þegar þú ert farin frá okkur eru margar tilfinningar sem bærast innra með manni. Mér er samt efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir allt það sem þú gafst mér og ekki síst syni mínum og ömmustráknum þínum Daníel, sem syrgir svo sárt hana ömmu sína. Ömmuna sem var alltaf svo gott að leita til, og ömmuna sem var svo ljúft að hjúfra sig upp að. Allt frá því við kynntumst fyrst, fyrir um 16 árum, tókstu mér opnum örmum og hefur æ síðan verið boðin og búin til aðstoðar og alltaf til staðar. Mér varð snemma ljóst, hversu hjartastór og hlý kona þarna var á ferð. Það sást best á því að þín nán- asta fjölskylda samanstóð ekki bara af ættingjum, heldur var fjölskyldan þín svo miklu stærri og börnin þín miklu fleiri en þín eigin, því þú tókst þá að þér, sem þörf höfðu fyrir þig, og umvafðir þá hlýju. Það var alltaf mannmargt á heimili Unnar og Garðars. Þangað leitar fólk þar sem gott er að koma, enda var heimilið stundum eins og félagsmið- stöð. Aldrei slitnaði sambandið okkar á milli, þó svo leiðir mínar og Ingvars skildi. Ég er svo þakklát þér og Garðari fyrir það og allar okkar góðu samverustundir í gegnum tíðina. Ég vil fagna lífi þessarar stóru manneskju sem Unnur var og ég mun geyma fagrar og hlýjar minningar um hana í hjartanu, þó að hjartað sé svolítið aumt núna. Elsku Garðar, Karen, Sigga, Ingv- ar, Ingibjörg og Fanney, Ragga og Silja og öll tengda- og barnabörnin, ég bið Guð að senda ykkur styrk og ljós á þessum erfiðu tímum. Þú lýstir í ljósinu skæra með lotningu syrgjum í trega. Til moldar ert borin mín kæra við minnumst þín ævinlega. Björg. Elsku mamma. Ég fæ þér aldrei full- þakkað! Fyrir að vera besta vin- kona mín. Þú stóðst með mér. Hvatt- ir mig til dáða, en hélst þó í tauminn. Þú gerðir góðan dag úr slæmum. Þú reistir mig við og styrktir mig. Þú gerðir gæfumuninn. Ég er minnisvarði hugs- ana þinna og umhyggju. Þakka þér fyrir elsku mamma mín. Þín litla dóttir, Ingibjörg Elísabet. HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um Unni Kjartansdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.