Morgunblaðið - 21.04.2008, Side 29

Morgunblaðið - 21.04.2008, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 29 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9- 16.30, boccia kl. 10, félagsvist kl. 13.30-15.30. Árskógar 4 | Baðþjónusta kl. 8.15-16, opin handavinnu- og smíðastofa kl. 9- 16, söngstund kl. 10.30, félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Myndbandssýn- ing um Vestmannaeyjar og Siglufjörð í umsjón Guðbjargar Sigurjónsd. kl. 13. Almenn handavinna, lífsorku- leikfimi, morgunkaffi/dagblöð, fóta- aðgerð, hádegisverður, bútasaumur, kaffi. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í hand- mennt opin kl. 9-12, leiðb/Halldóra, leikfimi kl. 10, leiðb/Guðný Helgadótt- ir. Myndlistarnámskeið kl. 13-16, leiðb/ Hafdís og brids kl. 14. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan Gullsmára 9 er opin kl. 10- 11.30. Sími 554-1226. Félagsvist í Gullsmára kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13, kaffitár kl. 13.30, línu- danskennsla kl. 18, samkvæmisdans, byrjendur kl. 19 og framhald kl. 20. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinna, gler- og postulínsmálun og boccia fyrir hádegi, lomber og ca- nasta kl. 13.15, kóræfing kl. 17 og skapandi skrif kl. 20. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu- línshópur kl. 9, ganga kl. 11.40, hádeg- isverður, brids og handavinna kl. 13, félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9, 9.45 og 10.30, karlaleikfimi kl. 9.30, boccia kl. 10.30, gönguhópur kl. 11. Hraunbær 105 | Handavinna og út- skurður kl. 9, bænastund kl. 10, há- degismatur, myndlist kl. 12, kaffi. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, ganga og handmennt-gler kl. 10, Gaflarakór- inn kl. 10.30, handmennt-gler kl. 13, félagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16 hjá Sigrúnu, kortagerð, handstúkuprjón o.fl. Jóga kl. 9-11, Sól- ey Erla. Spilað kl. 13-16. Hæðargarður 31 | Listasmiðjan; út- skurður, bútasaumur, glerlist, postu- lín, frjáls verkefni. Ókeypis tölvu- kennsla á miðvikud. og fimmtud. Línudans, Bör Börsson, söngur, þegar amma var ung og afi líka, brids, skap- andi skrif, félagsvist, hláturklúbbur, framsögn. Leikfimitilboð á þriðjud. kl. 9.15. Uppl. 568-3132. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthús- inu kl. 9.30-11.30. Uppl. í síma 554- 2780. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morg- unkaffi og spjall kl. 9.30, sam- verustund með Kristínu frá Háteigs- kirkju kl. 10.30, handverks- og bókastofa opin kl. 11.30, kaffiveitingar kl. 14.30, söng- og samverustund kl. 15. Norðurbrún 1 | Smíðastofa og vinnu- stofa í handmennt opnar kl. 9-16, boccia kl. 10. Sími 411-2760. Hár- greiðslustofa Erlu Sandholt, sími: 588-1288. Sjálfsbjörg | Brids kl. 19 í félagsheim- ili Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæð- inu, Hátúni 12. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla kl. 9-16, handavinna kl. 9.15-15.30, boccia kl. 11, leikfimi kl 11.45, hádegisverður, kór- æfing kl. 14.30, kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, bókband, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, upplestur kl. 12.30, handavinnustofan opin, söngur kl. 10.30, spilað kl. 13. Þórðarsveigur 3 | Salurinn opinn kl. 13, leikfimi kl. 13.15, boccia kl. 15, kaffi- veitingar. Kirkjustarf Áskirkja | Djákni Áskirkju verður með bænastund/morgunsöng á Dalbraut 27 kl. 9.30. Grafarvogskirkja | TTT fyrir 10-12 ára kl. 17-18 í Grafarvogskirkju og Húsa- skóla. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8.-10. bekk kl. 20 í Grafarvogskirkju. dagbók Í dag er mánudagur 21. apríl, 112. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Vakið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) Heilbrigðisdeild Háskólansá Akureyri heldur mál-stofu næstkomandi mið-vikudag, kl. 12.10 í stofu L101 á Sólborg. Þar mun Guðrún Pálmadóttir iðju- þjálfi og brautarstjóri iðjuþjálf- unarbrautar við HA flytja erindið Endurhæfing frá ýmsum sjón- arhornum „Ég byrja erindið á að fjalla al- mennt um endurhæfingu, hvernig hún er skilgreind, og rekja í stuttu máli hugmyndafræðilega sögu henn- ar,“ segir Guðrún. „Umfjöllunin tek- ur meðal annars mið af leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar sem skilgreint hefur endurhæf- ingu og sett fram kerfi til að flokka og skýra hugtök sem hafa með end- urhæfingu og fötlun að gera.“ Líkan WHO leiðbeinandi Líkan Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar hefur nýverið verið endurskoðað og gefið heitið Al- þjóðlega flokkunarkerfið um færni, fötlun og heilsu, eða ICF í daglegu tali. „Líkanið er leiðbeinandi kerfi um þá hugsun og aðferðir sem hafðar eru að leiðarljósi við endurhæfingu,“ seg- ir Guðrún. „Líkanið hefur breyst frá því að einskorðast eingöngu við fötlun sem skerðingu á getu og afleiðingu sjúkdóma, yfir í að líta til þess hvern- ig bregðast má við og bæta samspil einstaklings og umhverfis, til að auka þátttöku fatlaðra í samfélaginu.“ Fá tækifæri til þátttöku Með þessu nýja sjónarhorni segir Guðrún að þróist nýir möguleikar og kröfur í endurhæfingu: „Skerðing á getu þarf ekki endilega að leiða til ör- orku, og ef umhverfið kemur til móts við þann fatlaða má hjálpa honum að lifa eðlilegu lífi,“ segir hún. „Þessi hugsun endurspeglast mikið í um- ræðunni í dag, þar sem raddir þeirra sem þurfa á aðstoð að halda eru orðn- ar sterkari, og hljóða oft á þá leið að fólk vill ekki vera í hlutverki þiggj- enda, heldur fá tækifærin og stuðn- inginn sem það þarf til að taka ráðin í sínar hendur.“ Fyrirlesturinn á miðvikudag er öll- um opinn og aðgangur ókeypis. Finna má nánari upplýsingar á heimasíðu Háskólans á Akureyri, www.unak.is. Heilsa | Fyrirlestur við HA á miðvikudag um breytingar í endurhæfingu Ný hugsun í endurhæfingu  Guðrún Pálmadóttir fæddist í Húna- vatnssýslu 1951. Hún lauk stúd- entsprófi frá MA 1970, iðju- þjálfaprófi frá Háskólanum í Árósum 1974, og meistaraprófi í þroska- og fjöl- skyldufræðum frá Colorado State University 1984. Guðrún hefur starfað sem iðjuþjálfi frá 1974, og frá 1997 verið lektor og braut- arstjóri iðjuþjálfunarbrautar við Háskólann á Akureyri. Eiginmaður Guðrúnar er Andrés Arnalds fag- málastjóri, og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn. HNEFALEIKADÓMARINN Joe Cortez sést hér draga velska hnefaleikakappann Joe Calzaghe af Bandaríkja- manninum Bernard Hopkins. Þeir Calzaghe og Hopk- ins öttu kappi í Las Vegas í léttþungavigtarflokki og fór sá fyrrnefndi með sigur af hólmi. Eins og sjá má af myndinni var Hopkins nokkuð skemmt yfir inngripi dómarans en eins og máltakið segir hlær sá best sem síðast hlær, þ.e.a.s. Calzaghe. Sá hlær best sem síðast hlær Reuters FRÉTTIR KÓPAVOGSBÆR býður leik- skólastjórum og aðstoðarleik- skólastjórum í leikskólum í rekstri bæjarins upp á stjórnendaþjálfun þeim að kostnaðarlausu. Markmiðið með stjórnendaþjálfuninni er að efla fjárhagslegt og faglegt sjálfstæði leikskólastjóra í daglegum rekstri. Í fréttatilkynningu kemur fram að Kópavogsbær leggur áherslu á að hlúa vel að íbúum bæjarins og bjóða þeim upp á þjónustu í takt við þarfir þeirra. Í ört vaxandi bæjarfélagi er mikilvægt að starfsmenn leikskól- anna vinni saman sem heild að sam- eiginlegum markmiðum bæjarins. Stjórnendaþjálfunin verður á veg- um Þekkingarmiðlunar sem hefur skipulagt fyrir Kópavogsbæ faglegt og metnaðarfullt nám sem spannar tvö misseri. Með verkefni af þessu tagi vill Kópavogsbær skipa sér á bekk meðal fremstu bæjarfélaga landsins á sviði þróunar, menntunar og fræðslumála. Síðastliðinn fimmtudag, 17. apríl, fór fram kynning í Gerðarsafni á stjórnendaþjálfuninni fyrir leik- skólastjóra og aðstoðarleik- skólastjóra í Kópavogi. Faglegt nám Eyþór Eðvarðsson, leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og hópur leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra. Stjórnendaþjálfun í þágu leikskóla Kópavogsbæjar FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar ohf. undirritaði á dögunum styrktar- og samstarfssamning við Björg- unarsveitina Suðurnes. Markmið samningsins er að styrkja og efla björgunarsveitina og það mik- ilvæga starf sem þar er unnið. Björgunarsveitin mun sjá starfs- mönnum Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar ohf. og Fríhafnarinnar ehf. fyrir skyndihjálparkennslu og end- urmenntun eftir þörfum. Samning- urinn er liður í að efla rekstur björgunarsveitarinnar og styrkja starfsemi hennar, segir í frétta- tilkynningu. Innsiglið Sóley Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri starfsþróunarsviðs Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ohf. og Sigurður Baldur Magnússon, for- maður Björgunarsveitarinnar Suðurness. Styrktar- og samstarfs- samningur við Suðurnes STARFSFÓLK og nemendur frumgreinasviðs HR efna til frumgreinadags í húsakynn- um skólans að Höfðabakka 9 þriðjudaginn 22. apríl, húsið opnar kl. 15.30. Nám á frum- greinasviði hefur í 40 ár verið leiðin fyrir fólk með iðn- og starfsmenntun og aðra úr at- vinnulífinu til undirbúnings námi á háskólastigi, einkum í tæknifræði og verkfræði. Margt verður á dag- skránni. Það gefst tækifæri til að hitta nemendur og kennara að störfum í kennslustofum og jafn- framt verður kynning á náminu á frumgreinasviði. Kl. 16.45 hefst dagskrá með eldri nemendum deildarinnar. Lára Óm- arsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, Vikt- or Arnar Ingólfsson, rithöfundur og útgáfustjóri hjá Vegagerðinni, Krist- ín Erla Einarsdóttir, rafmagnsverk- fræðingur hjá verkfræðistofunni Mannvit, og Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku, verða með stuttar kynningar. Allir eru velkomnir. Sjá nánar á heimasíðu skólans: www.hr.is Kynning á elsta frum- greinanámi landsins Húsakynni skólans á Höfðabakka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.