Morgunblaðið - 21.04.2008, Side 36
36 MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
/ ÁLFABAKKA
RUINS kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára
FOOL'S GOLD kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 7 ára
STÓRA PLANIÐ kl. 6D B.i. 10 ára DIGITAL
UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 6 LEYFÐ
STEP UP 2 kl. 6 B.i. 7 ára
FORGETTING SARAH MARSHALL kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
FORGETTING SARAH MARSHALL kl. 8 - 10:30 LÚXUS VIP
P2 kl. 8:15 - 10:30 B.i. 16 ára
SHINE A LIGHT kl. 8 - 10:30
SHINE A LIGHT kl. 5:30 LÚXUS VIP
SÝND Í KRINGLUNNI
eeeee
Rás 2
eeee
- 24 Stundir
eeee
- V.J.V. Topp5.is/FBL
eeee
- S.U.S. X-ið 97.7
SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í KRINGLUNNI
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK
ÞAÐ ER ekkert grín að ætla sér að meta
Nýdanska með hlutlægni að markmiði. Á tutt-
ugu árum hefur sveitin sent frá sér fjölda-
margar poppperlur sem eru samgrónar þjóð-
arsálinni og alls ekki sársaukalaust að hnýta í
– en að sama skapi gefst með útkomu heild-
arverks sveitarinnar frábært tækifæri til að
endurmeta framlag hennar og mæla það með
nútímalegum kvörðum.
Raunar er rétt að taka fram strax í upphafi
að undirritaður varð fyrir nokkrum von-
brigðum með þá ákvörðun útgefanda að skilja
út undan – í kassa sem nefnist Allt – plötuna
Freistingar (2002) sem innihélt lágstemmdar
endurútsetningar á mörgum af bestu lögum
Nýdanskrar, og plötuna Skynjun sem var tek-
in upp á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands árið 2004. Þótt ég skilji það sjónarmið
að „Flugvélar“ hefðu verið óþarfar í þrígang í
boxinu (á Pólförum, Freistingum og Skynjun)
þá bera lögin af Freistingum og Skynjun
óneitanlega með sér nokkuð annan hljóm sem
hefði verið gaman að heyra meira af. Sér-
staklega lofa lögin af tónleikunum með Sinfó
góðu, bæði „Sökudólgur óskast“ og „Hvað
kostar hamingjan?“ eru afbragð og sinfóníski
hljómurinn hentar Nýdanskri einstaklega vel.
Þetta veit ég því lögunum sem eru „ný“ og
ekki á hefðbundnum hljóðversplötum er safn-
að saman á skífunni Grænmeti og ávextir –
hins vegar vantar bæði „Verðbólgin augu“ og
„Afneitum draumnum“ sem voru á „best–of“
plötunni 1987–2007 sem kom út samhliða
þessum kassa, og ansi blóðugt að skikka aðdá-
endur til að blæða einnig í það sett til að eign-
ast þau, auk þess sem allra fyrsta lag Ný-
danskrar – „Síglaður“ – vantar.
Kassinn er því nokkuð frá því að vera raun-
verulegt safn heildarverka, enda bregða lögin
sem vantar nokkuð öðru og litríkara ljósi á
sveitina sem hefði verið gaman að taka með í
reikninginn. En tölum ekki meir um það sem
vantar í kassann og snúum okkur að því sem
skiptir máli: Arfleifð Nýdanskrar (hvorki
meira né minna).
Ekki er á allt kosið … (1989)
Nýdönsk var stofnuð árið 1987, vann hljóm-
sveitakeppni í Húsafelli sama ár, og í fram-
haldinu tóku Stuðmenn hana upp á arma sína
og fengu til upphitunar. Lög með sveitinni
tóku að rata á safnplötur og árið 1989 kom
frumraunin svo út hjá Steinari, Ekki er á allt
kosið. Eins og með margar plötur frá þessum
tíma hefur hljómurinn elst fremur illa en hon-
um tekst þó ekki að skyggja á lagasmíðarnar
sem eru margar hverjar mjög góðar. „Apa-
spil“ er einna best laganna, grípandi og text-
inn deilir á einsleitni og aðdáun á tískunni,
„Hjálpaðu mér upp“ stendur fyrir sínu, en ég
hef aldrei sætt mig almennilega við „Fram á
nótt“ og finnst það alls ekki standa upp úr í
þessu safni. Nýdönsk þótti hippaleg hljóm-
sveit á sinni tíð og hún gerir upp við hippa-
tímann í „Eru ekki allir í stuði,“ skemmtilegri
sítarsýru þar sem hipparnir eru mærðir og
skotnir niður í sömu mund og endurspeglar
þannig blendnar tilfinningar ’68 kynslóð-
arinnar sjálfrar. Lögin á Ekki er á allt kosið
eru flest í sjálfum sér góðar poppsmíðar, en
útsetningar ekkert sérstaklega djarfar svo úr
verður á köflum heldur sakleysisleg popp-
skífa, nokkuð ójöfn, en stórgóð á köflum.
Á Ekki er allt kosið eru drög lögð að flestu
því sem kemur til með að einkenna feril Ný-
danskrar. Dýnamíkin sem er á milli hrjúfrar
raddar Björns Jörundar og silkimjúkra tóna
Daníels Ágústs (og síðar Jóns Ólafssonar)
skapar skemmtilegt jafnvægi eða öllu heldur
ójafnvægi. Þáttur Daníels eykst þó nokkuð
þegar tekur að líða á fyrri hluta ferilsins,
raunar strax á næstu plötu, og er það vel þar
sem rifjárnsrödd Björns getur verið þreyt-
andi til lengdar.
Regnbogaland (1990)
mnn
Regnbogaland er síðri skífa en sú fyrsta
þótt fyrstu tvö lögin gefi góð fyrirheit. Annað
þeirra er stórsmellurinn „Frelsið“ eftir Björn
Jörund með hippalegum texta um samruna
við náttúruna og fullkomið frelsi þótt einnig
sé sett spurningamerki: „Skyldi maður verða
leiður á því / til lengdar að vera til?“ Þannig
kallast textinn á við uppgjörið við hippatím-
ann á plötunni á undan, „orgía, kynsvall,
reykur og sviti“ (úr „Eru ekki allir í stuði“) er
kannski leiðinlegt til lengdar líka. Titill plöt-
unnar er því merkingarhlaðinn – vissulega er
Regnbogalandið eftirsóknarvert en líklega
alltaf utan seilingar, eins og regnboginn hopar
það þegar við nálgumst. Heimsvistarlegar
pælingar sem þessar setja svip á plötuna –
lagatitlarnir eru nokkurn veginn á einn veg;
„Skynjun,“ „Veröld,“ „Tíminn,“ „Tilvera,“
„Draumur,“ „Allt,“ „Blóm,“ „Tré,“ „Sól,“ sem
sagt mjög hippalegt allt saman, en þó með
fyrirvara og séð með augum nostalgíunnar
fremur en sem raunverulegur valkostur til
framtíðar. Textarnir eru oft á mörkum hins
súrrealíska eða sýkadelíska en tónlistin er
öllu hefðbundnari og helst til rislítil. Lögin
eiga erfitt með að festast og ekki bætir úr sér
genginn hljómurinn úr skák.
Deluxe (1991)
Á þriðju plötu sveitarinnar vildu meðlim-
irnir að sögn gera „svolítið þróttmikla plötu“
og í því ljósi kemur á óvart að á Deluxe eru
fjölmargar frábærar ballöður. Platan er öll
hljóðrituð á einni viku og tekin upp lifandi í
hljóðverinu án allra stafrænna galdra. Það
skilar sér í nútímalegri hljómi (þótt þver-
sagnakennt sé) og við bætist að drengirnir
eru í fantaformi hvað lagasmíðar varðar, enda
fleiri um hituna eftir að Jón Ólafsson og Stef-
án Hjörleifsson höfðu gengið til liðs við sveit-
ina. Skífan hefst á „Sól,“ grípandi sveitaballa-
poppi og ferðast svo um margslungið
„Landslag skýjanna“. Með „Stjörnuryki“ eftir
Jón Ólafsson tekst platan þó virkilega á loft.
Lagið er gullfallegt píanódrifið popp með frá-
bærri melódíu, „Alelda“ þekkja allir, „Gyðjan“
eftir Stefán Hjörleifsson er berstrípuð kassa-
gítarballaða með mjög fallegum söng og
hljómagangurinn í „Deluxe“ undarlega ánetj-
andi – það er eins og lagið sé að læðast niður
stiga. Þrjú ólík lög loka skífunni, popplagið
„Nautn,“ hið sérstaka og berskjaldaða „Ást
mín á þér“ þar sem Björn Jörundur fer á
kostum og „Svefninn laðar,“ eins konar Óli
Lokbrá Nýdanskrar þótt textinn sé heldur
drungalegri. Veikustu punktar plötunnar eru
lögin „Erfitt en gaman“ og „Ríki konung-
anna“ sem eru einhvern veginn ekki neitt
neitt, hallærislegt og sveitalegt rokk.
Himnasending (1992)
mn
„Ilmur“ (sem ég hélt reyndar alltaf að héti
„Konur ilma“) er með stærri smellum Ný-
danskrar, og enn stærri er líklega „Horfðu til
himins.“ Bæði lögin er að finna á Himnasend-
ingu. Platan er áberandi fagmannlegust á
ferli sveitarinnar fram að þessu, hljómur allur
skýrari og smekklegri og hugað að ýmsum
smáatriðum í útsetningum. Hljómsveitin er
einhvern veginn orðin „alvöru“ og ekki skrýt-
ið að þessi plata hafi orðið til eftir dvöl sveit-
arinnar í Englandi við meiktilraunir undir
nafninu Arctic Orange. Frægðarsól Ný-
danskrar skein líklega hvað skærast í kring-
um útgáfu Himnasendingar, fyrrnefndir
smellir hjálpuðu til við að gera plötuna þeirra
mest seldu, en á heildina litið er platan þó
heldur ójafnari en fyrirrennarinn og ekki
jafnfjölbreytt. Hér er að mestu höggvið í
sama knérunn lag eftir lag þrátt fyrir meist-
aratakta á stundum; Björn Jörundur er til
dæmis rosalegur í hinu annars auðgleym-
anlega „Engill.“ Hér er endanlega fram kom-
inn sá hljómur sem ég (og eflaust fleiri) hef
alla tíð tengt við Nýdönsk, og héðan af verða
ekki stórkostlegar breytingar á stíl eða stefnu
sveitarinnar.
Hunang (1993)
bbbbn
Hunang er eins og framhald Himnasend-
ingar, hún er tekin upp í sama hljóðveri með
sama fólki og eins og þar er hljómsveitin öll
virk í lagasmíðunum. Þrátt fyrir að hér sé
engan útvarpssmell að finna (sem bitnaði
nokkuð á sölu plötunnar á sínum tíma) þá
virkar platan betur sem heild. Ekki svo að
skilja að hér séu ekki lög sem hefðu getað
slegið í gegn – „Neptúnus“ er t.d. frábært
popplag – þau gerðu það bara ekki. Heild-
arbragurinn er ögn afslappaðri og kannski
eitthvað þyngri þótt bjartsýnin ráði yfirleitt
ríkjum, þó með raunsærri hætti en á hinu fan-
tastíska Regnbogalandi. „Grjót“ er líkast til
eitt það bítlalegasta sem Nýdönsk lét frá sér,
þar fjallar textinn um hringrás lífsins, svo er
stungið á kýli neyslumenningarinnar í „Ham-
ingju,“ og Daníel Ágúst horfir í upphafslaginu
með söknuði til ævintýraheims, til Mjallhvítar
sem lifir áfram utan við tímann, meðan við hin
deyjum. Meira að segja lög sem eru svipuð
Heldur sínu striki
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Nýdönsk Hélt upp á tvítugsafmælið í fyrra með tónleikum í Borgarleikhúsinu.
TÓNLIST
Geisladiskaaskja
Nýdönsk – Allt
Kassi með sjö hljóðversplötum Nýdanskrar auk nýrr-
ar safnplötu.