Morgunblaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fertugsaldri, Þórarin Gíslason, í 16 ára fangelsi fyrir að ráða nágranna sínum bana í íbúð hans að Hringbraut í fyrra. Hinn látni hét Borgþór Gústafsson og var banamaður hans dæmdur til að greiða fjölskyldu hans hálfa millj- ón króna í skaðabætur auk sakar- kostnaðar og málsvarnarlauna að fjárhæð samtals 2,3 milljónir króna. Ákærði neitaði sök en að mati dómsins þótti sannað að hann hefði ráðið Borgþóri bana. Í aðdraganda verknaðarins höfðu mennirnir tveir komið inn í blokkina um hádegisbil hinn 7. október 2007. Sannað þótti að ákærði hefði þar slegið Borgþór a.m.k. þremur þungum höggum í höfuðið með slökkvitæki. Hvert og eitt högganna hefði getað valdið dauða og átti ákærði að vita það að mati dómsins. Ekki var upplýst hvers vegna hann sló Borgþór. Taldi dómurinn skýringa helst að leita í annarlegu ástandi ákærða, þótt því yrði samt ekki slegið föstu. Átti ákærði sér engar málsbætur að mati dómsins. Þegar lögreglumenn komu á vett- vang eftir verknaðinn tók ákærði á móti þeim og sagðist hafa komið að Borgþóri liggjandi í blóði sínu. Sagð- ist hann ekki vita hver hefði veitt honum áverkana en hafði grunsemd- ir um annan íbúa í húsinu. Talaði lög- reglan við þann aðila auk fleiri íbúa í húsinu en ekkert var grunsamlegt við þá. Á fingri ákærða var hins veg- ar nýtt sár og duft á handarbaki og töldu lögreglumenn það hafa komið úr slökkvitækinu sem talið var líklegt árásarvopn. Þá fannst blóð úr hinum látna á ákærða. Var hann handtekinn og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Þegar myndir úr eftirlitsmynda- vélum við Nóatúnsverslun á Hring- braut voru skoðaðar sáust ákærði og Borgþór á þeim í verslunarferð og mátti ráða af myndunum að eitthvert ósætti hefði verið með mönnunum. Myndir í eftirlitsvélum við Hring- braut 121 sýndu mennina þá koma inn í blokkina og þar sást ákærði eins og hann fórnaði höndum. Kannaðist hann þó ekki við neitt ósætti milli sín og Borgþórs. Sagðist hann hafa hald- ið áfram að drekka með honum eftir að inn var komið þangað til Borgþór sofnaði. Sagðist ákærði þá hafa farið heim til sín en komið aftur nokkru síðar til að athuga hvort nágranni sinn væri vaknaður svo þeir gætu haldið áfram að drekka. Hefði hann þá komið að honum liggjandi í rúmi sínu með kodda fyrir andliti og hefði hann frussað á sig blóði. Upplýst var að ákærði hafði drukkið nokkra daga fyrir verknaðinn og tekið mikið af lyfjum. Sagðist hann því ekki muna vel eftir atvikum. Ákærði á að baki sakaferil frá árinu 1998 vegna auðgunarbrota og hefur hann hlotið sex refsidóma. Málið dæmdu héraðsdómararnir Guðjón St. Marteinsson, Helgi I. Jónsson og Jón Finnbjörnsson. Verj- andi var Hilmar Ingimundarson hrl. og sækjandi Ragnheiður Harðar- dóttir vararíkissaksóknari. Hlaut 16 ára fangelsi fyrir manndráp við Hringbraut Sló nágranna sinn þremur þungum höggum með slökkvitæki en neitaði ákærunni HÆSTIRÉTTUR hefur mildað refsingu karlmanns á fimmtugsaldri vegna kynferðisbrots gegn konu með því að skilorðsbinda að mestu þá fangelsisrefsingu sem héraðsdómur hafði áður dæmt. Var maðurinn dæmdur fyrir að hafa nýtt sér svefndrunga og ölvunarástand kon- unnar og reynt að hafa við hana kyn- ferðismök. Hann var dæmdur til að greiða henni 500 þúsund krónur í bætur. Á báðum dómstigum var niður- staðan 12 mánaða fangelsi. Í héraði var refsingin óskilorðsbundin en í Hæstarétti voru 9 mánuðir skilorðs- bundnir. Litið var til þess að brot mannsins beindist gegn persónu- og kynfrelsi konu sem hann vissi að hafði átt við erfiðan geðsjúkdóm að stríða og þess að brotið hefði haft verulegar, andlegar afleiðingar fyrir hana. Ákvörðun um að skilorðsbinda hluta dómsins var tekin vegna þess að verulegur dráttur varð á rann- sókn málsins og maðurinn hafði ekki áður gerst sekur um refsiverða hátt- semi. Upphafleg ákæra var í tvennu lagi og var maðurinn ákærður fyrir kyn- ferðisbrot gegn konunni síðla árs 2003 og einnig 2005. Héraðsdómur sýknaði manninn af fyrra hluta ákærunnar en fann hann sekan um síðara hlutann. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Mark- ús Sigurbjörnsson. Verjendur voru Sveinn Andri Sveinsson hrl. og Einar Þór Sverrisson. Sækjandi var Ragnheiður Harðardóttir vara- ríkissaksóknari. Mildað í kynferðis- brotamáli ALLIR Reykvíkingar og Fram- sóknarflokkurinn eiga heimtingu á því að sjálfstæðismenn geri grein fyrir viðsnúningi sínum hvað varðar afstöðu til þess að REI sé útrás- arfyrirtæki í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, segir m.a. í yfirlýs- ingu Óskars Bergssonar, borgar- fulltrúa Framsóknar. „Það er ekki hægt að bjóða við- semjendum fyrirtækisins og al- menningi í landinu upp á algjöra hentistefnu í málefnum Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir Óskar. Fagna beri niðurstöðu sem sé til heilla fyr- ir borgarbúa en sjálfstæðismenn hefðu betur séð ljósið í málinu fyrr. Geri grein fyrir við- snúningi FREKARI fundum í samningavið- ræðum BSRB og ríkisins var frest- að í gær til kl. 14 í dag. „Það er al- veg greinilegt að báðir aðilar þurfa að skoða málin betur í sínu bak- landi. Ég er vongóður um að nið- urstaða fáist í málinu fyrir helgi eða í síðasta lagi um helgina,“ sagði Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB, eftir fundinn í gær. Hann sagði ekkert hægt að segja um hverjar líkurnar væru á sam- komulagi. „Það er útilokað að segja til um það á þessari stundu en ég hef alltaf verið bjartsýnn á að já- kvæð niðurstaða náist. Við vinnum heilshugar að því að svo verði. Við munum vinna að því að leiða málin að farsælli niðurstöðu,“ segir Ög- mundur. Fulltrúar BSRB áttu fund með ráðherrum í ríkisstjórninni um miðj- an þennan mánuð og hófust mark- vissar kjaraviðræður í framhaldi af því. Gert hefur verið ráð fyrir að efnt verði til fundar með ráðherrum á nýjan leik eftir að samninganefnd- irnar hafa komist að niðurstöðu en Ögmundur sagði í gær að málin væru ekki komin á það stig. Niðurstaða fyrir helgina? BSRB og ríkið ræð- ast áfram við í dag ÞAÐ er oft mikið fjör þegar kúnum er hleypt út á vorin eftir langa inniveru. Þessi kýr á bænum Helluvaði við Hellu tók heldur betur fagnandi á móti sumrinu þegar hún fékk að fara út úr fjósinu. Reyndar segja sumir bændur að fögnuður kúnna sé heldur hófsamari í seinni tíð, en meirihluti kúa á Ís- landi er núna í lausagöngufjósum sem þýðir að þær eru ekki bundnar á bás allan veturinn. Tekur fagnandi á móti sumrinu ♦♦♦ ÁRANGUR íslensku þjóðarinnar í nýtingu hreinnar orku og það sem við getum lagt af mörkum í þeim efnum er líklega brýnasta erindi Ís- lendinga við heimsbyggðina á kom- andi árum, að mati forseta Íslands, Ólafs Ragnar Grímssonar. Hann tók þátt í umræðuþætti á vegum sjónvarpsstöðvarinnar CNN og tímaritanna Time og Fortune í Doha, höfuðborg Katar, sl. mið- vikudag. Þátturinn var liður í þáttaröðinni Principal Voices. For- seti Íslands er fyrsti þjóðhöfðinginn sem tekur þátt í umræðum í þætt- inum en meðal þátttakenda hafa verið vísindamenn, sérfræðingar og forystumenn í viðskiptalífinu. Ólafur Ragnar sagði í samtali við Morgunblaðið að umræðuþátt- urinn hefði verið liður í víðtækri alþjóðlegri um- ræðu sem þessir öflugu fjölmiðlar beiti sér nú fyrir um framtíð orku- mála, hagvöxt og loftslagsbreyt- ingar. „Mér fannst það vera mikill heið- ur fyrir mig og Ísland að vera boðið að vera með í þessum hópi,“ sagði Ólafur Ragnar. Boðið kom í fram- haldi af sérstökum viðræðuþætti sem CNN tók upp á Íslandi fyrir nokkrum vikum þar sem rætt var við forsetann og fjallað um árangur Íslendinga á sviði orkumála. „Það er alltaf gaman að sjá hve mikla athygli það vekur í veröld- inni hvað Íslendingum hefur tekist vel í þessum efnum. Það er mikill vitnisburður um íslenska vísinda- samfélagið, sérfræðinga, verkfræð- inga, jarðfræðinga sem og þá sveit- arstjórnarmenn og aðra forystumenn sem hafa staðið fyrir þessum málum á undanförnum ára- tugum,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann kvaðst hafa fengið mjög sterk við- brögð við frásögn sinni af árangri Íslendinga, bæði af hálfu þátta- stjórnenda og annarra þátttak- enda. Michael Holmes frá CNN lýsti m.a. áhuga á að koma til Íslands og kynna sér málin enn frekar og rit- stjóri Fortune lýsti áhuga á að bjóða Ólafi Ragnari að taka þátt í alþjóðlegum ráðstefnum sem tíma- ritið efnir til með ýmsum for- ystumönnum stórfyrirtækja og þjóðarleiðtogum. „Það er ótrúleg reynsla að finna hér hvað Ísland er komið í mikinn brennidepil þessarar umræðu um hreina orku á komandi áratugum. Viðfangsefni sem allir telja að verði brýnasta verkefni 21. aldarinnar,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði að í umræðum hefði komið fram að nýta þurfi allar hreinar orkulindir og tvinna nýtingu þeirra saman svo byggja megi heildstæð orkukerfi á grundvelli hreinnar orku af ólíkum uppruna, þótt uppruni hennar sé ólíkur. Þannig hafi menn í Mið- Austurlöndum mikinn áhuga á að tengja saman sólarorku, jarðhita og vatnsafl. Einnig töldu menn að leggja þyrfti vaxandi áherslu á hagkvæm- ari orkunýtingu með því að breyta reglugerðum um byggingar og eins skipulagi borga. Reisa þurfi stór- byggingar með það í huga að draga úr þörf á loftkælingu og eins betri nýtingu dagsbirtu. Talið er að með breyttu byggingarlagi megi ná 40- 60% orkusparnaði í stórbygg- ingum. Þegar er verið að reisa svo- nefndar orkuborgir (energy cities) víða um heim, m.a. í Katar, þar sem góð orkunýting er höfð í hávegum. Orkumál brýnasta erindi Íslendinga Árangur Íslands í nýtingu hreinnar orku vakti mikla athygli í umræðuþætti á vegum CNN, Time og Fortune, að sögn forseta Íslands. Hann er fyrsti þjóðhöfðinginn sem kemur fram í þættinum Forseti Ólafur Ragnar Grímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.