Morgunblaðið - 23.05.2008, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.05.2008, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jafnvel þótt flugvöllurinn í Vatnsmýrinniverði lagður niður mun fyrirhuguð sam-göngumiðstöð áfram sinna öðrum sam-göngum en flugi og starfsemin jafnvel þróast yfir í annars konar þjónustu. Mikil vinna er lögð í að tímaáætlanir standist og að fyrsta skóflustungan verði tekin í upphafi næsta árs. Þetta segir Ragnar Atli Guðmundsson verk- efnisstjóri um byggingu Samgöngumiðstöðvar. Hann segir stefnt að því að árið 2010 verði fjöldi farþega rúmlega milljón og næsti áfangi í bygg- ingu stöðvarinnar eigi að tryggja afgreiðslu allt að tveggja milljóna á ári 2016. Ragnar Atli kynnti þessa sýn á morgunfundi um Reykjavíkurflugvöll í gær, þar sem sex aðrir framsögumenn ræddu framtíð vallarins. Matthías Sveinbjörnsson, stjórnarmaður Flugmálafélags Íslands, setti fundinn og sagði að ef allt flug flyttist úr Vatnsmýri til Keflavíkur yrði Reykjavík verst tengda höfuðborg Vestur- Evrópu með tilliti til flugsamgangna. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðarsveitar, gerði mikilvægi flugvall- arins fyrir landsbyggðina að umtalsefni og velti því upp hver áhrif þess yrðu á markaðssetningu flugferða út á land ef völlurinn færi. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, stiklaði á stóru í sögu flugsins á Íslandi og minnti á að frumherjar flugsins hefðu á sín- um tíma skipt flugstæðum í flokka eftir gæðum þeirra. Að teknu tilliti til allra þátta væri skýrt að fyrsti valkostur flugmanna væri að hafa að- gang að stórum flugvelli í Reykjavík. Hafa orðið að „draugaborgum“ Einar Kárason rithöfundur ræddi um flug- völlinn frá persónulegu sjónarhorni, jafnframt því sem hann benti á undirskriftasöfnun Berl- ínarbúa fyrir því að Tempelhof-alþjóðaflugvöll- urinn verði áfram í borginni. Sú staðreynd að lokun brautarstöðva í borgum hefði breytt þeim í „draugaborgir“ væri augljóst víti til varnaðar með hliðsjón af flugvellinum. Ögmundur Jónasson alþingismaður gerði grein fyrir andstöðu sinni við að flugvöllurinn færi úr Vatnsmýrinni. Hann væri afar andvígur hugmyndum um flugvöll á Lönguskerjum, með þeim orðum að „ekki kæmi til greina að malbika Skerjafjörðinn“. Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræð- ingur, lagði áherslu á mikilvægi þess að málið yrði skoðað frá sem flestum hliðum, með þeim orðum að menn gætu „ekki leyft sér að taka svona ákvarðanir á tilfinningalegum grund- velli“. Ljóst væri að alþjóðlegar skipulagssam- keppnir leystu ekki skipulagsvanda. Skoða þyrfti málið út frá hagsmunum allra aðila. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristján Möller sam- gönguráðherra tóku til máls að fundi loknum og mátti greina í máli þeirra vilja til þess að flug- völlurinn fari hvergi. Varpaði Arnbjörg fram þeirri spurningu hvort ekki væri hætta á að mið- borgin „visni upp“ ef Reykjavík missti sam- göngukerfið úr nágrenni vallarins. „Draugaborgir“ víti til varnaðar Flutningur flugs úr Vatnsmýr- inni myndi hafa margvíslegar af- leiðingar að mati ræðumanna á fundi um völlinn í gær. Baldur Arnarson hlýddi á sjónarmiðin. Í HNOTSKURN »Lóðin undir samgöngumiðstöðina erum sjö hektarar og er nú verið að fara yfir þarfagreiningu til að meta hversu stór byggingin þarf að vera. »Gert er ráð fyrir að eftir fyrsta áfangaárið 2010 geti miðstöðin vel þjónað rúmlega milljón farþegum en tveim millj- ónum farþega eftir annan áfanga 2016. »Við miðstöðina verða þúsund bíla-stæði, að hluta til í bílageymslu undir húsinu. »Kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir, aðsögn Ragnars Atla Guðmundssonar verkefnisstjóra. Í Vatnsmýrinni Hugmyndir eru uppi um að samgöngumiðstöðin verði tengd við hugsanlega léttlest. Hugmyndin er á frumstigi. Mynd/Arkitektar THG Í undirbúningi Miðstöðin mun liggja frá Flugleiðahótelinu á Reykja- víkurflugvelli meðfram norðurflugbrautinni í átt að Hringbrautinni. baldura@mbl.is Sagt er um Rosalíu Mera aðhún sé jafnrík og hún er lít-ið þekkt. Það er því ekki úrvegi að kynna hana fyrir lesendum: Rosalía er ein ríkasta kona Spán- ar, ef ekki sú ríkasta og segir á ein- um stað að hún sé 350. ríkasta mann- eskja í heimi, eða þar um bil. Um leið er Rosalía jarðbundin og látlaus. Það er helst að þessi 64 ára kona hafi gaman af að klæða sig í sterkum litum með líflegum mynstr- um – en það er sjaldgæft að rekast á mynd af henni í glansblöðum Spán- verja um ríka og fræga fólkið. Nei, Rosalía hefur aðrar áherslur í lífinu og hélt í gær fyrirlestur á veg- um Mannauðs um sitt helsta hugð- arefni: samfélagslega ábyrgð fyr- irtækja. Rétt verðmætamat „Hvað er það mikilvægasta í heiminum?“ spyr hún blaðamann á móti þegar hann spyr hana hreint út hvort góðgerðarstarfsemi sé arð- söm. „Við mannfólkið erum mestu verðmætin sem til eru, og öll erum við jafnverðmæt. Fólkið sem býr við eymd hinum megin við ána, eða hin- um megin við hafið er engu minna verðmætt en við hin. Öll fæðumst við nakin og allslaus inn í þennan heim, nema hvað aðstæður í umhverfi okk- ar verða til þess að sum okkar fá aldrei að blómstra heldur deyja úr hungri eða auðlæknanlegum sjúk- dómum.“ Alþjóðlegt tískustórveldi Rosalía er einn af stofnefndum og stór hluthafi fyrirtækisins Inditex sem meðal annars á Zara-fataversl- anirnar sem Íslendingar þekkja vel en einnig fjölda annarra tískukeðja sem færri þekkja hérlendis. Fyr- irtækið stofnaði hún með fyrrum eiginmanni sínum Amancio Ortega Gaona ásamt bróður hans og svil- konu. Til að gera langa sögu stutta óx fyrirtækið og dafnaði, og það sem árið 1963 var aðeins lítil búð á götu- horni varð á nokkrum áratugum að miklu veldi. Inditex er í dag talið næststærsta tískufyrirtæki heims, á eftir GAP- veldinu. Amancio Ortega stýrir fyr- irtækinu og á tæplega 60% af því, og er fyrir vikið ríkasti maður Spánar. Engin silfurskeið Þegar hér er komið sögu er rétt að minnast á það að Rosalía er af snauðu alþýðufólki komin, rétt eins og fyrrum eiginmaður hennar. Þau hjónin skildu árið 1986 og meðan Amancio helgaði sig rekstri fyr- irtækisins beindi Rosalía kröftum sínum í góðgerðarstarf, einkum í gegnum góðgerðarsjóðinn PAI- DEIA sem sinnir fjölbreytttum samfélagslegum verkefnum, einkum í Galisíu-héraði þar sem Rosalía hef- ur búið næstum allt sitt líf. Meðal verkefna sjóðsins er að stuðla að auknum möguleikum fatlaðra og geðsjúkra til atvinnuþáttöku og að styðja frumkvöðla til að hefja rekst- ur. Hennar hjartans mál Það er gefur augaleið að viðfangs- efni PAIDEIA eru Rósalíu nákomin. Hún á fatlaðan son, og fékk vafalítið að kynnast öllu því erfiði sem fylgir því að koma fyrirtæki á legg þegar hún lagði grunninn að Inditex- veldinu. „Maður fæðist þar sem maður fæðist, og auðvitað hefur það um- hverfi sem við ölumst upp í áhrif á okkur,“ segir hún þegar blaðamaður spyr hvort að bág kjör á yngri árum hafi ráðið áherslunum í góðgerð- arstarfinu. „En um leið held ég að okkur beri í raun öllum siðferðileg skylda til að láta okkur varða mis- skiptingu í þjóðfélaginu.“ Sú tíska meðal auðmanna að beina styrkjum í menningu og listir frekar en félagslega uppbyggingu berst í tal: „Auðvitað vilja þeir sem gefa fá að njóta ljómans og upphefðarinnar sem felst í að styrkja verk sem tekið er eftir. En hin raunverulega upp- hefð felst í því að beina fjármagni þangað sem þörfin er mest,“ segir hún og bætir við að það sé gott og blessað að styrkja listirnar. „Ég held líka að það sé auðveldara að styðja menningarleg verkefni en fé- lagsleg, því þegar þú á annað borð byrjar að gera þér fyrir alvöru grein fyrir ömurlegum aðstæðum svo margra, geturðu ekki hætt að láta þig málið varða.“ Ölmusan dugar skammt Hvað vill hún sjá? Hvaða óskum vill Rosalía beina til íslenskra fyr- irtækja? „Konur heimsins eru þeir sem þurfa mestan stuðning í dag. Þær eru fátækastar af þeim fá- tæku,“ segir hún. „Ég hef sér- staklega áhyggjur af því að mat- vælakreppan sem nú virðist yfirvofandi muni bitna harðast á konum – því hvern biður barnið um mat þegar það er svangt? Jú, það biður móður sína. Og hvað gerir móðirin við þann litla mat sem hún hefur? Hún gefur hann barni sínu og eiginmanni.“ Rosalía leggur líka á það áherslu að aðstoð við þá sem minna mega sín sé ekki í formi ölmusu heldur fjár- festingar og fræðslu: „Það þarf að kenna fólkinu að fiska, en ekki gefa því fisk,“ segir hún. „Og það þarf að haga fjárfestingu þannig að hún skili sér út í nærsamfélagið. Auðurinn sem verður til má ekki hverfa á brott heldur á að skapa fleiri störf og auk- in verðmæti fyrir fólkið á staðnum.“ Góða konan frá Galisíu Ein af ríkustu konum heims hefur helgað sig mannúðarstörfum. Ásgeir Ingvarsson ræddi við Rosalíu Mera um samfélagslega ábyrgð og raunveruleg verðmæti. Morgunblaðið/G.Rúnar Rosalía „Auðvitað vilja þeir sem gefa fá að njóta ljómans og upphefðarinnar sem felst í að styrkja verk sem tekið er eftir. En hin raunverulega upphefð felst í því að beina fjármagni þangað sem þörfin er mest.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.