Morgunblaðið - 23.05.2008, Page 9

Morgunblaðið - 23.05.2008, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 9 FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is „FORELDRUM ber að sýna börn- um sínum umhyggju og nærfærni og gegna forsjár- og uppeldisskyld- um við börn sín svo sem best hentar hag og þörfum þeirra. Þeim ber að búa börnum sínum viðunandi upp- eldisaðstæður og gæta velfarnaðar þeirra í hvívetna.“ Tilvitnunin hér að ofan er í 1. gr. barnaverndarlaga og er ekki birt að ósekju. Lögin virðast eiga undir högg að sækja ef marka má fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda, og raunar er einnig nokkuð um að verðandi foreldrar virði lögin að vettugi. Þannig hafa sautján til- kynningar borist Barnavernd Reykjavíkur það sem af er ári, þar sem óttast er um líf og heilsu ófæddra barna. Það er einni tilkynn- ingu meira en á öllu síðasta ári. Eins og svo oft þarf harmleik til að opna umræðuna. Í byrjun mán- aðar lést ung móðir frá tveimur börnum sínum. Hún var ekki hæf til að hugsa um börnin sem send voru til afa síns og ömmu til tímabund- innar vistunar. Þau voru hins vegar í heimsókn hjá móður sinni þegar hún lést, úr of stórum skammti fíkniefna. Móðursystir konunnar ritaði grein í Morgunblaðið þar sem framganga Barnaverndar Reykja- víkur er gagnrýnd. Þeirri gagnrýni var svo svarað í Morgunblaðinu í gær. Aldrei auðveldar ákvarðanir Barnaverndarmál eru flókin, þau eru erfið og sársaukafull. Ákvarð- anir um að fjarlægja börn frá for- eldrum sínum eru aldrei teknar í léttu tómi og ávallt að vel ígrunduðu máli. Öll mál sem koma á borð barna- verndarnefnda eiga sér upphaf í könnun. Aflað er upplýsinga frá leikskóla, skóla, heilsugæslu, ætt- ingjum og lögreglu – allt eftir að- stæðum. Farið er inn á heimilið og talað við barnið. „Þegar niðurstaða er fengin í könnuninni er tekin ákvörðun um næstu skref. Málinu getur verið lokað, ef allt er með felldu, eða það verður á því fram- hald. Það getur verið stuðningur við viðkomandi fjölskyldu og barnið áfram heima. Það ferli stendur yfir í þrjá mánuði, jafnvel sex mánuði, og gerð er meðferðaráætlun sem fólk skrifar undir,“ segir Halldóra Gunn- arsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. „Í með- ferðaráætlun er kveðið á um hvað viðkomandi ætlar að gera til að bæta úr aðstæðum barns síns.“ Dæmi um aðgerðir er meðferð, að mæta í viðtöl til sálfræðings eða til barnaverndarnefndar, veita nefnd- inni heimild til óboðins eftirlits með heimilinu. Einnig að mæta á réttum tíma með barnið á leikskóla. „Þessu er reynt að fylgja eftir í ákveðinn tíma og svo er endurmat á aðstæð- um. Ef aðstæður hafa versnað þarf að taka ákvörðun um að barnið fari af heimilinu. Foreldrarnir eru kannski ekki að halda edrú- mennsku, mikil óreglusemi er í kringum barnið og foreldrarnir vísir að mikilli vanrækslu.“ Þá er um að ræða tímabundið fóstur í sex mánuði, jafnvel eitt ár, á meðan foreldrarnir reyna að koma lífi sínu á réttan kjöl. Á þeim tíma fá foreldrarnir hins vegar ríkulegan umgengisrétt, enda markmiðið að barnið snúi aftur heim. Því er reynt að koma barninu fyrir innan stór- fjölskyldunnar. Ákvörðun um varanlegt fóstur er svo tekin, oft af foreldrunum sjálf- um ef illa gengur, að ákveðnum tíma liðnum. Allar slíkar ákvarðanir, þ.e. í Reykjavík, eru bornar undir Barnaverndarnefnd Reykjavíkur, sem Barnavernd Reykjavíkur vinn- ur undir. Nefndin fundar tvisvar í mánuði og fjallar um öll þung og viðamikil mál. Séu foreldrar ekki sáttir við niðustöðuna er hún kær- anleg til dómstóla. Halldóra segir það heyra til undantekninga ef dóm- stólar staðfesta ekki úrskurð nefnd- arinnar. Hversu oft má ég falla? Ferill mála barnaverndarnefnda er hins vegar aldrei jafn einfaldur og lýst er hér að ofan. Ótal þættir koma til sem starfsfólk verður að taka inn í myndina. Þegar blaða- maður spyr til hvers þurfi að koma til að barn sé tekið af foreldrum sín- um segir Halldóra: „Nú spyrðu eins og svo margir foreldrar í gegnum tíðina: hvað þarf ég að falla oft til þess að börnin mín verði tekin af mér. Við því er ekkert einfalt svar.“ Halldóra segir það m.a. ráðast af því um hvers konar foreldra er að ræða, hversu lengi þeir eru edrú á milli þess sem þeir falla, hvort þeir leiti sér þegar í stað hjálpar og hvort þeir komi barni sínu í skjól áð- ur en sukkið hefst. „En ef við fáum tilkynningu um neyslu á heimili, þá förum við strax af stað. Það fer svo eftir því hvort um sé að ræða fyrstu afskipti, hvort tilkynningin sé trú- verðug, þ.e. hvort tilkynnandi er tilbúinn að standa við orð sín, hvað gert er í hvert skipti.“ Hún segir ekkert launungarmál að oft þurfi að forgangsraða. „Lítil og ómálga börn eru fremst í röðinni og eldri börn gjalda fyrir það að vera stálpaðri.“ Í barnaverndarlögum sem tóku gildi árið 2002 var í fyrsta skipti gert ráð fyrir tilkynningum vegna verðandi mæðra. Ár frá ári hefur þeim tilkynningum fjölgað og er það mikið áhyggjuefni. Sérstaklega þar sem þar skarast hagsmunir barns- ins ófædda og móðurinnar. „Sumar eru mjög meðvitaðar og reyna að berjast gegn fíkn sinni en hjá öðrum konum er fíknin sterkari viljanum. Þá getur þurft að beita úrræðum sem við höfum í sjálfu sér ekki.“ Þá eru konur þvingaðar til að leggjast inn á geðdeild en ekki er hægt að halda þeim nema í stuttan tíma. „Okkur ber að vernda þetta litla ófædda barn en einstaklingurinn hefur einnig réttindi hvað varðar innilokun til langs tíma. Við höfum ekki víðtækar heimildir, jafnvel þó að við teljum barnið í mikilli hættu, og þarna getum við ekki aðskilið barnið frá móðurinni.“ Hagsmunir barna og foreldra skarast einnig þegar forsjárforeldri lætur lífið og skilur eftir sig börn sem alist hafa upp saman en eru ekki samfeðra. Barnalögin tryggja föðurnum forræði og upp geta kom- ið afar erfið mál. Verr farnar – harðari neysla Áfangaheimilið Dyngjan tekur á móti konum á öllum aldri sem koma úr meðferð. Þar hefur mæðrum í einstökum tilvikum leyfst að koma með börn sín með sér, og segir Edda Guðmundsdóttir forstöðumaður að hún fái fjölmargar slíkar fyrirspurn- ir. Hún segir nauðsynlegt að koma á heimili fyrir mæður enda sé það viss sáluhjálp að hafa börn sín hjá sér – svo lengi sem forræði hafi ekki verið tekið af þeim áður. Hún segist sjá mikinn mun á þeim konum sem fá að hafa börn sín hjá sér, enda líði þeim miklum mun betur. Spurð hvort hún sjái einhverja breytingu á skjólstæðingum sínum á umliðnum árum segir Edda eina breytingu augljósa. „Þær eru verr farnar, og það er greinilega harðari neysla.“ Hún segir fjölda kvenna sem til hennar leita svipaðan en fíkniefnin taki greinilega meiri toll. Fíklar verða fljótt veikir „Við erum stödd í miðjum örvandi vímuefnafaraldri,“ sagði Ari Matt- híasson, framkvæmdastjóri SÁÁ, í samtali við Morgunblaðið í nóvem- bers sl. Sá faraldur er ekki í rénun, nema síður sé, og er orsök margra félagslegra vandamála. Auðvitað má tína til fleiri ástæður. Áfengi og önn- ur fíkniefni leiða að sjálfsögðu einn- ig til vandamála og í einhverjum er um blöndu af öllu þessu að ræða. „Það er mikið um ungt fólk sem kemur í meðferð og með fíknisjúk- dóminn og það eru foreldrar, meiri- hlutinn er foreldrar,“ segir Valgerð- ur Rúnarsdóttir, læknir hjá SÁÁ. Valgerður segir neyslumunstrið hafa breyst og mikið um blandaða neyslu. „Það eru meiri félagsleg vandamál tengd henni og það sem við sjáum fyrst og fremst, og ekkert lát virðist á, er neysla örvandi efna, amfetamíns og kókaíns.“ Hún segir afar mikilvægt að opnar dyr mæti fólki sem sjúkt er af fíknisjúkdómn- um og það geti leitað sér hjálpar. „Fíklar sem nota svona efni verða mjög fljótt veikir. Það tekur ekki áratugi eins og oft er með áfengið, heldur verða þeir félagslega óhæfir, geta ekki stundað atvinnu og detta út úr samfélaginu.“ Valgerður segir börn alkóhólista og fíkla vera í mestri hættu. „Ætt- arsaga er stærsti áhættuþátturinn og þangað á að beina forvörnum. Við leggjum mikla áherslu á fjölskyldu- meðferð og erum með meðferð fyrir börn alkóhólista og fíkla. Það er al- veg nýtt og ég myndi vilja sjá það eflast, forvarnir fyrir þá sem helst þurfa á þeim að halda.“ Guðmundur Týr Þórarinsson, for- stöðumaður Götusmiðjunnar, þekk- ir hugarheim ungra fíkla betur en margur annar. Götusmiðjan tekur á móti ungmennum 15–20 ára og eru sögur Guðmundar margar hverjar ófagrar. „Þetta gengur í félagslegar erfðir, ég er með þriðju kynslóð af „Féló“ til meðferðar,“ segir Guð- mundur. „Það veit enginn hvað það eru mörg götubörn á Íslandi. Þessu er sópað undir teppið og það eru sveitarstjórnirnar sem bera ábyrgð- ina.“ Hann segist feginn að þessi umræða skuli vera komin upp á borðið, en harmar að það hafi þurft dauðsfall til þess. „Ég er með tvo til þrjá í meðferð á hverjum tíma sem koma úr ömurlegum félagslegum aðstæðum sem ekkert hefur verið gert í. Ef barnaverndarnefndir ráða ekki við tilkynningafjöldann þá verða þær að rísa upp og tala við sína kjörnu fulltrúa.“ Barnavernd- arlög virt að vettugi                                          !"# $ &  $     ! ! ! ! !        ! ! ! ! !     "## Í miðjum örvandi vímuefnafaraldri fjölgar félagslegum vandamálum og börnin sitja á hakanum Í HNOTSKURN »Tilkynningar til barnavernd-arnefnda voru 8.410 á síðasta ári, en voru 6.893 árið 2006 og rétt rúmlega fimm þúsund árið 2003. »Á síðasta ári var 228 börnumkomið í fóstur í Reykjavík einni, 128 börn voru sett í varan- legt fóstur. »Sextán tilkynningar bárustþar sem óttast var um líf og heilsu ófæddra barna á síðasta ári. Þær eru 17 það sem af er ári. GALLAKJÓLAR Str. 36-56 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Sumar- sprengja 30% afsláttur af sumarfatnaði frá Lego Laugavegur 39 Sími 552 7682 www.glingglo.is Kvartbuxur síðbuxur gallabuxur hörbuxur strechbuxur sparibuxur stærðir 40-60 Allar gerðir af buxum ! Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 15% afsláttur af kápum og úlpum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.