Morgunblaðið - 23.05.2008, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VEÐUR
Við Íslendingar höfum að undan-förnu stóraukið samskipti okk-
ar við Katar. Forseti Íslands fór
þangað í opinbera heimsókn fyrr á
þessu ári. Í Morgunblaðinu í gær
kom fram að Ólafur Ragnar Gríms-
son hefði sl. þriðjudag átt fund með
emírnum af Katar, hans hátign
sjeik Hamad Bin Khalifa Al Thani, í
Doha, höfuðborg Katar.
Í fréttatilkynn-ingu um ferð
forsetans til Kat-
ar kom fram, að
hann hefði rætt
við emírinn um
samstarf á sviði
fjármálaþjónustu
og bankastarf-
semi, í orku-
málum og á sviði
erfðafræði.
Jafnframt kom fram að emírinn
af Katar væri á leið til Íslands í júlí.
Hvað ætli forsetinn hafi verið aðgera í Katar sl. þriðjudag?
Yfirleitt sjá bankarnir sjálfir umsín samskipti við erlenda aðila.
Hið sama má segja um orkufyrir-
tæki og fyrirtæki á sviði erfða-
fræði.
Emírinn hefur verið umsvifamikillí fjárfestingum á Vesturlöndum
að undanförnu. Tengist ferð forset-
ans til Katar slíkum fjárfestingum?
Fyrir nokkrum mánuðum bárustfréttir af því að arabískir fjár-
festar, sem taldir voru frá Katar,
hefðu keypt 2% hlut í Kaupþingi,
sem hefur jafnframt opnað skrif-
stofu í Katar.
Hvað ætli valdi stórauknumáhuga okkar Íslendinga á Kat-
ar?
???
STAKSTEINAR
Ólafur Ragnar
Grímsson
Stóraukin samskipti við Katar
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
*$BC
!
" #$
%
& '( *!
$$B *!
!
"#
!#
$
%# &%
<2
<! <2
<! <2
$#"
'
( )*+ % ,
CD
) $%
*
#&
+
,
-
B
E"2
) $%
*
#&
+
,
-
/
)-
)
,# &.
#$
#&
'/0 $
-. %// %#0% +%'
(
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Sigríður Laufey Einarsdóttir | 21. maí
Er réttarkerfinu
sama um börnin?
Skelfilegt ástand er
virðist vera með ómann-
úðlegar/óleysanlegar
lagalegar forsendur
sem geta tæplega talist
ásættanlegar viðkom-
andi börnunum, sem
Ingibjörg skrifar um. Tek undir með
Ingibjörgu að svona mál eru meira
inni á skrifstofum sem kennitölur en
ekki nægileg samskipti við þá sem
eru með börnin... „það er bara eins
og drengirnir séu kennitölur í óþægi-
legu máli en ekki brothættar litlar sál-
ir“.
Meira: logos.blog.is
Jenný Anna Baldursdóttir | 22. maí
Blóðbað í borginni
Fáránleiki tilverunnar er
dásamlegur stundum.
...nú á að fjarlægja orð-
ið sex af auglýsinga-
spjöldum um myndina
„Sex in the city“. Aldrei
of varlega farið.
Orðið kynlíf er stórhættulegt. Bara
að sjá það og lesa hvetur til stóðlífis
og raðfullnæginga úti á götu. Það
hvetur til siðferðislegrar hnignunar í
þjóðfélagi sem má ekki vamm sitt
vita.
Ójá, mikill djöfulsins viðbjóður
þetta kynlíf. Það hefur mörgum mann-
inum orðið að aldurtila.
Meira: jenfo.blog.is
Áslaug Friðriksdóttir | 22. maí 2008
Eru ljón á veginum?
Hlutur kvenna í nýsköp-
un og frumkvöðlastarfi
er mun minni en karla,
þetta er merkilegt og
ekki get ég ímyndað
mér að hugmyndir eða
sköpunarkraftur kvenna
sé nokkuð lakari en gengur og gerist
meðal karla.
En hvaða ljón eru á veginum? At-
hyglisvert er að fá innsýn inn í sögu
þeirra kvenna sem fetað hafa braut
einkaframtaksins og fylgt sýnum hug-
myndum og sýn.
Hvaðan kom krafturinn til að fylgja
sýninni...
Meira: aslaugfridriks.blog.is
Ágúst H. Bjarnason | 22. maí 2008
Fönix geimfarið lendir
á Mars með skurð-
gröfu og „hálf-íslensk-
an“ vindhraðamæli...
.... Sunnudaginn 25.
maí, skömmu fyrir mið-
nætti að íslenskum
tíma, lendir ómannað
könnunarfar NASA, sem
kallast Mars Fönix eða
Mars Phoenix nærri
norðurskauti Mars, eða á 68 breidd-
argráðu. Um borð í lendingarfarinu er
eins konar skurðgrafa sem leita mun
að ís í jarðvegi hnattarins og rannsaka
hvort í honum er að finna lífrænar
sameindir. Það er auðvitað mjög mik-
ilvægt vegna mannaðra geimferða til
Mars að vita af vatni þar. Meðal fjöl-
margra vísindatækja um borð í geim-
farinu verður vindmælir sem dr. Har-
aldur Páll Gunnlaugsson frá Árósa-
háskóla í Danmörku hefur tekið þátt í
að hanna og smíða. Þessi vindmælir
er aðeins 20 grömm að þyngd, en of-
urnæmur þar sem lofthjúpur Mars er
hundrað sinnum þynnri en lofthjúpur
Jarðar. Vindmælirinn er auðvitað
danskur, en ekki beinlínis „hálf-
íslenskur“, – og þó, kannski smávegis
Haraldur hélt mjög fróðlegt erindi á
vegum Stjarnvísindafélags Íslands,
Eðlisfræðifélags Íslands og Jarðfræði-
félags Íslands þriðjudaginn 20. maí.
Sagt var frá helstu niðurstöðum úr
leiðöngrum bandarísku og evrópsku
geimferðastofnananna (NASA og ESA)
til Mars á undanförnum árum og gefið
yfirlit um stöðu þekkingar á hnett-
inum. Sérstaklega var fjallað um fyr-
irbæri á Mars sem eiga sér hliðstæður
í náttúru Íslands. Helstu vís-
indatækjum Fönix geimfarsins var lýst
og fjallað um niðurstöður þær sem bú-
ast má við að berist frá lending-
arstaðnum á næstu mánuðum með
áherslu á tækjabúnað þann sem Har-
aldur hefur tekið þátt að þróa og
smíða. ... Mjög fróðlegt er að heim-
sækja vefsíðu vinnustaðar Haraldar,
The Mars Simulation Laboratory, við
Árósaháskóla. Þar er m.a. stórt hylki
þar sem líkt er eftir lofthjúpnum á
Mars þar sem loftþrýstingur er aðeins
um 1/100 þess sem við erum vön, og
hægt að framkalla vind af ýmsum
styrkleika. Í þessu hylki var vindmæl-
irinn prófaður við mismunandi að-
stæður. Ferðalag Fönix geimfarsins
niður á yfirborð Mars tekur um 7 mín-
útur.
Meira: agbjarn.blog.is
BLOG.IS
FRÉTTIR
FLUGFÉLAGIÐ Iceland Express
braut lög um eftirlit með óréttmæt-
um viðskiptaháttum og gagnsæi
markaðarins með framsetningu
sinni á verðupplýsingum um flugfar-
gjöld á bókunarvef sínum.
Þetta kemur fram í úrskurði
Neytendastofu, þar sem segir að fyr-
irtækinu sé gert að breyta framsetn-
ingunni á þann veg að „heildarverð
hvers flugfars með sköttum og öðr-
um greiðslum komi fram í beinu
framhaldi af því verði sem Iceland
Express selur flugfarið á án skatta
og annarra greiðslna“, eins og það
var orðað í úrskurðinum 13. maí sl.
Tilefni úrskurðarins var kvörtun
Icelandair yfir verðupplýsingum í
bókunarferli Iceland Express með
bréfi 18. febrúar sl., þar sem þess
var óskað að „Neytendastofa taki til
skoðunar hvort framsetning á verð-
upplýsingum í bókunarferli Iceland
Express samræmist 6. gr. laga nr.
57/2005 um eftirlit með óréttmætum
viðskiptaháttum og gagnsæi mark-
aðarins og 2. gr. reglna nr. 580/1998
um verðmerkingar“.
Á vefsíðu Iceland Express hafi
ekki verið gefnar upplýsingar um
heildarverð, heldur verð fyrir full-
orðinn farþega án skatta og annarra
gjalda.
Matthías Imsland, forstjóri Ice-
land Express, segir fyrirtækið hafa
þegar í stað brugðist við úrskurði
Neytendastofu.
„Ég túlka þetta ekki þannig að
það hafi verið úrskurðað okkur í
mót, vegna þess að úrskurðurinn fel-
ur í sér að við þurfum að hliðra að-
eins til í bókunarvélinni,“ segir
Matthías.
„Það var gengið í það verk um leið
og við fengum þennan úrskurð að
breyta forritinu. Þetta verður lagað í
næstu uppfærslu, hvort sem það
verður í dag [í gær] eða á morgun [í
dag]. Þótt Neytendastofa úrskurði
að þetta hafi verið óleyfilegt þá taka
þeir tillit til sjónarmiða okkar.
Við vísuðum til heimasíðu flug-
félagsins Air Berlin sem er sam-
bærileg okkar síðu, þar sem settir
eru fram verðrammar fyrir neðan
bókunarupplýsingarnar eins og
Neytendastofa vill að við gerum.
Á vefsíðu okkar höfum við verið
með verðramma til hliðar þar sem
sundurgreiningin hefur verið. Við
komum til með að færa þennan
ramma undir bókunarvélina og hafa
hann þar mjög sýnilegan. Við kom-
um til með að skipta honum þannig
að hann verði með flug á útleið og á
heimleið.“
Framsetningin
var lögbrot