Morgunblaðið - 23.05.2008, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 13
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
ÁFORM menntamálaráðherra um
styttingu náms til stúdentsprófs
ganga aftur í frumvarpi um fram-
haldsskóla og allt tal um sátt er því
orðin tóm. Þetta segir í áliti minni-
hluta menntamálanefndar á frum-
varpinu en undir það rita Kolbrún
Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri
grænna, og Höskuldur Þór Þórhalls-
son, þingmaður Framsóknarflokks.
Leggja þau til að málinu verði vísað
frá. Fjögur skólafrumvörp voru á
dagskrá Alþingis í gær en mennta-
málanefnd var að mestu leyti ein-
huga í umsögnum sínum um þau öll,
að undanskildu framhaldsskóla-
frumvarpinu.
Kolbrún og Höskuldur segja
markmiðin göfug en stytting náms
til stúdentsprófs sé innbyggð í fyr-
irkomulagið sem mælt er fyrir um.
Einingafjöldinn óljós
„Það byggist á þeirri staðreynd að
frumvarpið tilgreinir hvorki eininga-
fjölda né námstíma til stúdents-
prófs. Núverandi stúdentspróf er
140 námseiningar sem miðað er við
að nemendur ljúki á fjórum árum en
í fyrirmælum frumvarpsins er
hvorki ljóst hversu margar nýjar
einingar stúdentsprófið verður né
heldur hve mörg námsár eru til
stúdentsprófs,“ segir í álitinu þar
sem því er jafnframt haldið fram að
rökin fyrir því að taka upp ECTS-
einingakerfið séu afar veik. „Þá er
ljóst að mistekist hefur að skapa
nauðsynlega sátt um frumvarpið
meðal skólafólks, en slík sátt er
grundvöllur þeirra róttæku breyt-
inga sem stjórnvöld hafa hug á að
gera á framhaldsskólanum,“ segir
jafnframt í álitinu.
Stúdentspróf ekki skert
Meirihlutinn, þ.e. fulltrúar Sam-
fylkingar og Sjálfstæðisflokks,
áréttar hins vegar í áliti sínu að nám
til stúdentsprófs sé ekki skert með
frumvarpinu. Það veiti eftir sem áð-
ur aðgang að háskólanámi og að há-
skólar eigi ekki að geta krafið nem-
endur um frekara undirbúningsnám.
Þá leggur meirihlutinn áherslu á að
vandað verði til verka við upptöku
ECTS-einingakerfisins.
Styttra í stúdent?
Áform um styttingu náms til stúdentsprófs ganga aftur
í frumvarpi um framhaldsskóla, segir minnihlutinn
Morgunblaðið/Frikki
Deilur Þingmenn eru ekki á eitt sáttir um framhaldsskólafrumvarpið en
minnihlutinn telur það fela í sér styttingu náms til stúdentsprófs.
Í HNOTSKURN
»Stytting náms til stúdents-prófs um eitt ár og lenging
skólaársins hafa lengi verið í um-
ræðunni á Íslandi.
»Árið 2005 lagði mennta-málaráðherra fram tillögur
um styttingu en þær mættu mik-
illi andstöðu, m.a. frá framhalds-
skólakennurum og nemendum.
Hægt og hljótt
Umræður mjökuðust hægt áfram á
Alþingi í gær og stóðu fram á nótt.
Leikskólafrumvarp mennta-
málaráðherra var rætt í sex klukku-
tíma þó að almennur samhljómur
væri um það. Ljóst var að stjórn-
arandstaðan fór sér að engu óðs-
lega enda enn ósamið um hvernig
síðustu þingfundum vorsins verður
háttað og hvaða mál verða kláruð.
Engar stórbreytingar
Ekki voru gerðar neinar grundvall-
arbreytingar á skólafrumvörpunum
fjórum í meðförum menntamála-
nefndar en nefndin lagði áherslu á
að samræma þau sem mest. M.a.
verður staða ófaglærðs starfsfólks
skóla tryggð betur auk þess sem
áhersla er lögð á íslenska tungu á
öllum skólastigum.
Ekki á einu máli
Lúðvík Berg-
vinssyni, Sam-
fylkingu, barst í
gær liðsstyrkur
frá flokksbróður
sínum, Árna Páli
Árnasyni, sem
tók undir með að
leggja ætti niður
embætti ríkislög-
reglustjóra í nú-
verandi mynd. Siv Friðleifsdóttir,
Framsókn, vildi svör frá Sjálfstæðis-
flokknum um hvort þingmenn hans
styddu þessar hugmyndir. Í stuttu
máli var svarið: nei.
Dagskrá þingsins
Þingfundur hefst kl. 10:30 í dag
með óundirbúnum fyrirspurnartíma.
Rætt verður utan dagskrár um hval-
veiðar annars vegar og fast-
eignamarkaðinn hins vegar.
Siv Friðleifsdóttir
MEIRIHLUTI iðnaðarnefndar
leggur til að viðmiðunarmörk við
banni á varanlegu framsali vatns-
réttinda verði 10 megavött en ekki
sjö eins og upphaflega var gert ráð
fyrir í orkufrumvarpi iðnaðarráð-
herra. Í frumvarpinu er gert ráð
fyrir að aðeins megi veita afnot af
vatns- og jarðhitaréttindum í 65 ár
en margir umsagnaraðilar vildu
fremur að miðað væri við 100 ár.
Meirihlutinn leggur til að nefnd
sem á að móta reglur um leigu
vatns- og jarðhitaréttinda fjalli sér-
staklega um þetta.
Þá leggur nefndin til að miðað
verði við fjölda íbúa á dreifiveitu-
svæði fremur en tekjur þegar kem-
ur að því að greina á milli stórra og
smárra orkufyrirtækja.
Miðað við 10
MW en ekki 7
RÁÐHERRARNIR tólf sem nú
mynda ríkisstjórn hafa ferðast til
útlanda fyrir u.þ.b. 94 milljónir
króna frá því að þeir tóku við völd-
um fyrir ári síðan. Þetta kemur
fram í skriflegu svari forsætisráð-
herra við fyrirspurn Álfheiðar
Ingadóttur, þingmanns Vinstri
grænna.
Utanríkisráðherra hefur verið
hvað mest á faraldsfæti og 21 ferð
hennar og fylgdarliðs kostað tæpar
22 milljónir króna. Næstmestur er
kostnaður við ferðir forsætisráð-
herra en hann hefur farið 11 ferðir
fyrir rúmar nítján milljónir króna.
Félagsmálaráðherra og sam-
gönguráðherra eru minnst á ferð-
inni og hafa farið þrisvar til út-
landa hvor undanfarið ár.
Ferðast fyrir
94 milljónir
DÆMDIR kynferðisofbeldismenn
munu ekki geta starfað við leik-,
grunn- eða framhaldsskóla þegar ný
lög um skólastigin taka gildi. Önnur
umræða um lagafrumvörpin fór
fram á Alþingi í gær en menntamála-
nefnd Alþingis leggur til að sömu
reglur gildi um kennara og starfs-
menn á öllum skólastigunum. Upp-
haflega var ekki gert ráð fyrir banni
við ráðningu kynferðisofbeldis-
manna til starfa í framhaldsskólum
en nefndin leggur til að því verði
breytt, enda verði einstaklingar ekki
lögráða fyrr en við 18 ára aldur.
Umsækjendum um störf í skólum
verður skylt að framvísa sakavott-
orði eða gefa stjórnanda leyfi til að
afla upplýsinga úr sakaskrá. Hafi
viðkomandi gerst brotlegur við kyn-
ferðisbrotakafla hegningarlaga eða
orðið uppvís að vörslu barnakláms er
ekki leyfilegt að ráða hann til starfa.
Nær ekki til fíkniefnabrota
Í nefndarálitinu er bent á mis-
ræmi í lögum um þá sem vinna með
börnum. Þannig er gengið skemmra
í barnaverndarlögum og aðeins
bannað að ráða til starfa þá sem hafa
brotið gegn börnum en í æskulýðs-
lögum er ráðningarbannið víðtækara
og nær líka til fólks sem hefur gerst
brotlegt við fíkniefnalög.
Í skólafrumvörpunum má segja að
farinn sé millivegur. Ekki er gerður
greinarmunur á hvort viðkomandi
hafi brotið gegn barni eða fullorðinni
manneskju og ráðningarbannið nær
ekki til fíkniefnabrota en skóla-
stjórnendum þess í stað falið að
leggja mat á það út frá sakavottorði.
Ofbeldismenn
ekki í skólum
Umsækjendur framvísi sakavottorði
ALÞINGI
ÞETTA HELST ...
FRÁBÆR
RÓMANTÍSK
ÖRLAGASAGA
TILNEFND TIL
GOLDEN GLOBE
VERÐLAUNA
ÁLFABAKKI
Florentino Ariza (Bardem) eyðir lunganum úr lífi sínu í að bíða eftir hinni
fögru Ferminu Daza (Mezzogiorno). Florentino fer frá konu til konu í
örvæntingafullri tilraun til að lækna sitt brotna hjarta á meðan Fermina
situr hamingjusöm í hjónasæng. Hversu lengi myndir þú bíða eftir ástinni?
einnig til á kilju
Rowald Harewood
Mike Newell
fyrir „The Pianist“
í leikstjórn
„Four weddings and a funeral“
„Donnie Brasco“
„Harry Potter“
eftir
„ÁSTIN Á TÍMUM KÓLERUNNAR“
VIÐ VILJUM ekki fórna gæðum ís-
lenskra matvæla á altari Evrópusam-
bandsins, sagði Álfheiður Ingadóttir,
þingmaður Vinstri grænna, á Alþingi
í gær en krafa hefur komið fram um
að afgreiðslu frumvarps, sem felur í
sér innleiðingu matvælalöggjafar
Evrópusambandsins (ESB), verði
frestað. Bjarni Harðarson, þingmað-
ur Framsóknar, vakti máls á þessu í
gær og vísaði til álits Margrétar
Guðnadóttur veirufræðings, en hún
telur löggjöfina geta verið hættulega
heilbrigði manna og dýra.
„Í rauninni eru fjölmargir váboðar í
þessu,“ sagði Bjarni og bætti við að
þeirri hættu gæti verið boðið heim að
áður óþekktir dýra- og mannasjúk-
dómar kæmu inn í landið.
Ásta Möller, formaður heilbrigðis-
nefndar Alþingis, sagði kröfu vera frá
ESB að Ísland tæki matvælalöggjöf-
ina upp. Sagði hún yfirdýralækni ekki
telja miklar líkur á að lýðheilsu væri
stefnt í voða. „Hægt er að fara fram á
ákveðnar tryggingar varðandi þenn-
an innflutning hvað varðar salmonellu
en hins vegar hafa verið ákveðnar
áhyggjur hvað varðar kamfýlóbak-
ter,“ sagði Ásta en bætti við að það
væri til skoðunar hjá ESB. Þegar
hefðu verið gerðar ráðstafanir til að
koma í veg fyrir innflutning á sýktu
fóðurmjöli.
Gæðum matvæla sé ekki
fórnað á altari ESB