Morgunblaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Listahátíð í Reykjavík | Ambra – Steypireyður gengur á land Ambra Steypireyðurin er stærsta dýr jarðar. Eina slíka bar að landi á Jan Mayen fyrir fá- einum árum, til þess eins að deyja, rétt hjá vinnustöð vísindamanna á eynni. Hvað vissi hún um framtíð sína? Norska danshöfundinn Ínu Christel Johannessen dreymdi um hval til að nota sem sviðsmynd í verki sem flokk- urinn hennar í Noregi, Carte Blanche og Ís- lenski dansflokkurinn myndu dansa saman á Listahátíð. Steypireyðurin góða var á lausu, og er komin til Íslands og upp á svið Borg- arleikhússins, þar sem hún verður sviðsmynd á frumsýningu í kvöld kl. 20. Í viðtali við Morgunblaðið í apríl, talaði Ína Christel af lotningu um hvalinn og örlög hans, og sagði meðal annars: „„Steypireyðurin minnir okk- ur á það hversu smá við erum og brothætt og hvað við erum í raun lík skepnunni. Það að hvalurinn skyldi hafa strandað finnst mér táknrænt fyrir mannskepnuna sem glatar vitundinni um það hver hún er. Við vitum hver við erum og hvert við ætlum, en ein- hvers staðar á leiðinni villumst við og lendum í ógöngum og týnumst.“ Tónlistina í verkinu semja Kira Kira, Hildur Ingveldar- og Guðnadóttir og Dirk Desselhaus. Sýningar verða einnig í Borgarleikhúsinu á morgun og á sunnudag. MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur – Kjarvals- staðir / Listahátíð í Reykjavík Martha Schwartz bbbbm Opið alla daga frá 10–17. Sýningu lýkur 20. júlí. Aðgangur ókeypis. Ég hata náttúruna / Aluminati er titill sýningar Mörthu Schwartz í garð- inum utan Kjarvalsstaða – Listasafns Reykjavíkur, og er samhliða sýning- unni Draumar um ægifegurð í Ís- lenskri samtímalist. Schwartz er á meðal kunnustu landslagsarkitekta samtímans og hefur títt rótað í staðal- ímyndum fagsins, ekki síst vegna fínnar línu á milli fagurlista og hönn- unar sem hún fer yfir og má þá allt eins segja að hún róti líka í staðal- ímyndum myndlistarinnar. Verk Schwartz upphefja mikilfeng- leika hins manngerða ekki ólíkt og t.d. verk Ólafs Elíassonar, Töru Do- novans o.fl. gera. Þ.e. að gera efni og tækni sýnilegt og sveipa „hinu há- leita“ allri dulúð. Verkið Ég hata náttúruna / Al- uminati er stór svartmálaður kubbur sem stendur stálpaður í garði Kjar- valsstaða. Inni í kubbnum er gang- vegur þar sem áhorfandi horfir inn um misjafnlega formuð göt og sér ál- plötur sem hafa verið barðar til og þekja innvið kubbsins líkt og lands- lag. Kubburinn er opinn upp þannig að birtan inni í kubbnum er marg- breytileg og háð birtu að utan. Orðið „Aluminati“ merkir „upp- ljómun“ en tengist líka orðinu „Al- uminum“ eða „ál“. Pólitískt séð snert- ir sýningin umræðuna um umhverfismál og má segja að lista- konan sé að brúka óvin íslenskrar náttúru til að skapa náttúrumynd. Hér er það álið sem mótar ímyndina, en tilvísunin er augljóslega í jökul- landslag og að maður sé staddur inni í helli eða jökulsprungu og horfi á birtu endurvarpast á ísnum. Listakonan tvinnar þannig saman ógurleika jök- ulsins og ógurleika áliðnaðarins og er tilfinningin eða fagurfræðin því blendin og ögrandi. Með þessari tækni rómantísku náttúru spyr listakonan okkur spurn- inga um goðsögn landsins, framtíð þess og stöðu okkar gagnvart því. Er verkið vel hugsað og ægifagurt. Jón B. K. Ransu Í sæng með óvininum Morgunblaðið/Einar Falur Ál I hate Nature /Aluminati eftir Martha Scwartz við Kjarvalsstaði MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir / Listahátíð í Reykjavík Draumar um ægifegurð í íslenskri samtímalist bbbmn Opið alla daga frá 10-17. Sýningu lýkur 31. ágúst. Aðgangur ókeypis. SÝNINGIN Draumar um ægi- fegurð í íslenskri samtímalist, sem nú stendur yfir á Kjarvals- stöðum – Listasafni Reykjavíkur, er tilraun til að skoða birting- armynd „hins háleita“ (sublime) í listum samtímans og til þess hef- ur sýningarstjórinn Æsa Sig- urjónsdóttir valið úrval lista- verka eftir 16 listamenn. „Hið háleita“ eða „sublime“ er í stuttu máli upplifun á einhverju mikilfenglegu fyrirbæri sem manneskja höndlar ekki í formi eða orði og upplifir þá smæð sína. Þetta er á margan hátt frelsandi upplifun, kallar fram lotningu og auðmýkt innra með manni en er að sama skapi óg- urleg. Þýska skáldið Reiner Maria Rilke kallaði hana „ógnina í hjarta fegurðar“ og af því má draga orðið „ægifegurð“. Myndlistin á sýningunni hefur það hlutverk, utan þess að vera vettvangur fyrir upplifun, að vera til vitnis um stöðu „hins há- leita“ í dag. Og sem slík er hún tilefni til umræðu og greiningar, en ekki svar eða niðurstaða. Greiningin fer að hluta fram í texta í sýningarskrá þar sem þær Emily Brady og Sigríður Þor- geirsdóttir spá í hugtakið út frá heimspekinni. Hún heldur síðan áfram hjá okkur sem sækjum sýninguna heim, upplifum og ræðum um hana. Birtingarmynd „hins háleita“ hefur tekið margskonar breyt- ingum síðan Caspar David Frie- drich málaði vegfaranda stara út á ólgandi haf eða Þórarinn B. Þorláksson málaði víðáttumiklar sólarlagsmyndir í sínum alkunna bláma. Hugtakið hefur vissulega tengst náttúrumyndum gegnum tíðina, að undanskilinni ab- straktbylgju litaflæmismálverks- ins um miðja síðustu öld, en und- anfarin ár hefur birtingarmynd „hins háleita“ þróast í átt til mik- ilfengleika hins manngerða sem að mörgu leyti horfir framhjá náttúruupplifuninni og upphefur ógurleika mannsins sjálfs. Ljósmyndaverk Hrafnkels Sig- urðssonar af ruslahaug sem hyl- ur sjóndeildarhring er gott dæmi um slíkt. En víða í heiminum má finna fjallgarða af rusli sem yf- irtaka náttúruna. Ljósmyndir Péturs Thomsen af fram- kvæmdum við Kárahnjúkavirkj- un eru annað dæmi og sýnir hvernig manneskjan raskar nátt- úrunni eftir sínu höfði, en stíflu- gerð af þessari stærðargráðu er óneitanlega mikilfenglegt fyr- irbæri, hvort sem manni líkar hún eða ekki. Annars konar dæmi eru pappírsrúllur Kristjáns Guðmundssonar sem eru ígildi skógarlands sem hefur verið jafnað við jörðu og jafnvel mynd- röð Ólafs Elíassonar af Jöklu vís- ar til iðnaðar ekki síður en nátt- úruímyndar. Sýningin Draumar um ægifeg- urð í íslenskri samtímalist miðast ekki endilega við að varpa ljósi á þessa þróun „hins háleita“. Hún gengur mun heldur út frá nátt- úrurómantík um „Hvergilandið“, enda var sýningin áður hluti af íslenskri menningarhátíð í Bruss- el og ber þess lauslega merki. Þetta er á margan hátt smart sýning, húmorísk og fram- kvæmdin metnaðarfull, en grefur ekki djúpt. Er þannig séð ágætis sumarsýning með mörgum prýði- legum listaverkum sem hverfa í skugga hvert annars. Engu að síður drepa flest listaverkin á mikilfengleika hins manngerða, hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað. Slíkt er einfaldlega tíðarandinn og ekki hjá því kom- ist að horfast í augu við hann þegar listin er annars vegar. Því listin lýgur aldrei um tíðarand- ann. Jón B.K. Ransu Mikilfengleiki hins manngerða Morgunblaðið/Einar Falur Ígildi skógar Blá færsla eftir Kristján Guðmundsson. TÓNLIST Hafnarhúsið Listahátíðartónleikarbbbnn Verk eftir Úlfar Haraldsson, Atla Heimi Sveins- son, Pál Ívan Pálsson, Helmut Zapf og Jeremy Woodruff. Milliverk 01–04 eftir Egil Sæbjörns- son. Percusemble berlin (Martin Krause, Bernd Vogel, Sanja Fister og Hjörleifur Jóns- son). Freyja Gunnlaugsdóttir klarínett/ bassakl. Listrænn stjórnandi: Hjörleifur Jóns- son. Mánudaginn 19. maí kl. 20. FYRIRSÖGN fyrstu tónleikanna af fáum á þessari Listahátíð, þar sem meginþemað jú er myndlist, var Eyjastökk eða Insel- hopping á þýzk–ensku tvímáli. Hún kom þó ekki í veg fyrir furðugóða aðsókn; satt bezt að segja betri en maður bjóst við um ný slagverksverk. Eftir ofangetna höfunda birtust í sömu röð jafnmörk verk. Inn á milli fjögur kvik- myndar-„intermezzó“ Egils Sæbjörns- sonar við undirleik er vöktu kátínu fyrir spaugilegt hugvit; m.a. með tilvitnun í körfubolta, kleinuhringsspyrnu og flugna- veiði. Veitti raunar ekki af að létta hlust- endum brýn í jafnóaðgengilegri fram- úrstefnusérgrein, er oft þarf á frískandi sjálfhæðni að halda. Passage [12’] eftir Úlfar Haraldsson var að mestu áferðarfallegt ævintýragling-gló með frásögulegum kvikmyndablæ. Skemmtilegasta verk kvöldsins var þó óef- að þríþætt Schlagermusik Atla Heimis. Það kom víða við og gætti, sitthvorumegin við líðandi legatómiðþáttinn, aukaáhrifa frá sölsu og síðast kostulegum frumskóg- arragtime er kom öllum í gott skap. Blés hér með glæsitilþrifum á klarínett Freyja Gunnlaugsdóttir er átti eftir að sýna brillj- anta nútímavirtúósatakta í verki Zapfs. Fossgerði Páls Ívans lét berlínska fe- reykið spila á bongó niðri á gólfi eftir „lif- andi nótum“ ef svo má segja. Hver sinnti sinni súlu af hrynjandi loftbólum á tjaldi með mismunandi hraða – eða styrk þegar bólur stækkuðu eða minnkuðu – og ofbauð verkið engum enda stutt [5’] við hæfi. On The Hop eftir Helmut Zapf átti marga áhrifamikla spretti og hefði hæglega getað borið af restinni þökk sé ekki sízt mikilli fjölbreytni í áferð. En því miður kunni það sér ekki magamál [23’] og glutraði að sama skapi niður athygli hlustandans áður en yf- ir lauk. Það myndaði skiljanlega varla bezta að- draganda að lokaverkinu, Phase Velocity Construction [11’] Jeremys Woodruff, og mátti raunar furða sig á þeirri dag- skrársetningu – hafi menn ekki óttazt að hlustendur gengju annars út úr miðjum konsert. Alltjent minnist ég varla að hafa heyrt jafnleiðinlegt nútímaverk – hjakk- andi þriggja magnýla hávaðasíbylju er skildi fátt eftir, nema þá helzt ergelsi eftir að eiga ekki tiltæka eyrnatappa. Má því segja að allur gæðaskali tónverka hafi verið á boðstólum. Um flutninginn gegndi hins vegar öðru máli; hann var til fyrirmyndar sprækur og nákvæmur. Ríkarður Ö. Pálsson Allur skalinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.