Morgunblaðið - 23.05.2008, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 19
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
ÞAÐ verður erfitt fyrir Parísarbúa
að láta Erró fara framhjá sér næsta
mánuðinn, því ein stærsta og flott-
asta verslunarmiðstöð borgarinnar,
BHV á Rue de Rivoli, ætlar að
skarta listaverki eftir málarann okk-
ar, þrjátíu metra breiðri og sex
metra hárri fresku, á framhlið húss-
ins.
Málað fyrir sýningarplássið
Verkið málar Erró sérstaklega
fyrir þessa óvenjulegu sýningu, sem
verður opnuð á mánudaginn. Laug-
ardaginn 31. maí áritar Erró bækur
um list sína á staðnum.
Listaverkið verður sýnt til 18. júní,
en þá kemur Erró og dreifir mynd-
um af verkinu til vegfarenda. Þetta
verður fyrsta sýningin af þessu tagi
sem haldin er í þessu víðfræga versl-
unarhúsi, áður hafa listamenn ein-
ungis sýnt í litlum hluta plássins.
Það mun ekki vera að ástæðulausu
að forsvarsmenn BHV völdu Erró til
að ríða á vaðið, í fréttum erlendra
miðla segir að hrifning Errós á dæg-
urmenningu, hetjum teiknimynda-
sagna og öðrum fyrirbærum popp-
kúltúrsins hafi ráðið þar miklu.
Erró hefur alltaf lagt upp úr því að
ná til sem flestra og er varla hægt að
ímynda sér stað sem fleiri augu rata
á, því milljónir fara um þessa götu
daglega.
Mikilvægur hlekkur
Erró er þó ekki bara utanhúss í
París, því sýning á verkum hans frá
árunum 1960-1972 stendur yfir í
Grand Palais. Meira en hundrað
verk frá þeim tíma eru sýnd þar og
segir í fréttum frönsku miðlanna að
með sýningu Errós gefist einstakt
tækifæri til að enduruppgötva mik-
ilvægan hlekk í franskri myndlist
sjöunda og áttunda áratugarins.
Erró úti og Erró inni
Tvær sýningar á verkum Errós í
París Risaverk sýnt á Rue de Rivoli
Eldri verk í Grand Palais
Útimálverk Verk Errós á BHV versluninni á Rue de Rivoli í París.
MYNDLIST
Listasafn Íslands
List mót byggingarlist – Steina, Franz
West, Finnbogi Pétursson, Monica
Bonvicini, Elín Hansdóttir
Til 29. júní 2008. Opið þri.-su. kl. 11–17.
Aðgangur ókeypis. Sýningarstjóri: Hall-
dór Björn Runólfsson. Aðstoðarsýning-
arstjórar: Harpa Þórsdóttir og Bryndís
Ragnarsdóttir.
TENGSL myndlistar og bygging-
arlistar eru í brennidepli á sýning-
unni „List mót byggingarlist“ í
Listasafni Íslands. Sýningin er
framlag safnsins til Listahátíðar í
ár og hafa 5 listamenn verið valdir
til þátttöku sem allir eru þekktir
fyrir „umbyltingar sínar á um-
hverfinu“ eins og segir í sýning-
arskrá. Val listamannanna mótast
af sýningarhugmynd sem speglar
umræðu síðustu ára um rými
safnsins, ekki bara sem „umgjörð“
listaverka heldur einnig virk áhrif
þess – rýmisleg, bygging-
arfræðileg, hugmyndafræðileg – á
tilurð, sköpun, miðlun og viðtökur
listaverka.
Innsetning Finnboga Péturs-
sonar (f. 1959), Eldur-Loft, í sal 2
skírskotar óneitanlega til hug-
mynda um safnið (ekki síst þjóð-
listasafnsins) sem helgidóms þar
sem safngestinum er ætlað að
verða fyrir einhvers konar upp-
ljómun og jafnvel trúarlegri
reynslu. „Gripurinn“, sem þar er á
stalli, er þó af hvikulu tagi og bók-
staflega brennir upp „rými“ safns-
ins. Listin felst hér í gjörningi sem
snýr rýminu sér í hag og varpar
flöktandi ásýnd þess á veggi.
Monica Bonvicini (f. 1965) riðlar
einnig valdahlutföllum og býður
sýningargestum í sveiflu sem und-
irstrikar stöðu þeirra á mörkum
þiggjanda og geranda – og veltir
upp áleitnum spurningum um „vald
áhorfandans“, vald sem listamenn
og söfn láta, eða virðast láta hon-
um í té í hinu gagnvirka merking-
arsambandi milli áhorfanda og
verks/safns, sem svo mjög hefur
verið til umræðu síðustu árin.
Bonvicini vinnur í sal 1 með leð-
ur, keðjur og grindur, auk nokk-
urra innrammaðra blekteikninga.
Innsetning hennar fjallar öðrum
þræði um dýrkun eða blæti í
tengslum við list og listasöfn, hvort
sem það birtist í upphafningu list-
arinnar (t.d. í einstökum bygg-
ingum) eða markaðs- og söfn-
unarverðmæti. Bonvicini afhjúpar
tengsl slíks blætis við karllægt
vald í samfélaginu og hvernig það
getur birst sem valdatákn/
reðurtákn í formi „mónúmental“
bygginga sem teygja sig upp á við
sem táknmynd fyrir ríkjandi hug-
myndafræði samfélagsins. Strúktúr
Bonvicini er vandlega sam-
anreyrður úr grófum efnum sem
tengjast byggingariðnaði og ýktri
karlmennsku – og fýsnum sem
gefa til kynna valdbeitingu og hlut-
gervingu.
Steina (f. 1940) nýtir sér sér-
stætt rými safnsins í sal 3 á hug-
vitsaman hátt og býr þar til fagurt
sjónarspil – sem kallast formrænt
á við verk Finnboga. Verkið, sem
ber heitið Of the North, er nokk-
urs konar landslagsmynd í formi
tölvustýrðrar myndbands- og hljóð-
innsetningar. Í því leynist lúmsk
skírskotun til hugmyndarinnar um
málverkið sem blekkingu eða
glugga út í heiminn. Verk Steinu
er þrívíddarblekking sem virðist
sýna 5 mismunandi plánetur (raun-
ar 10 eftir því hvernig á það er lit-
ið) sem hringsnúast. „Yfirborðið“
virðist á hreyfingu, líkt og jarð-
skorpan vissulega er, og minnir
stundum á púpu eða egg sem er
við að klekjast út. Verkið vísar
þannig ýmist til alheimsins, makró-
kosmos, eða hins smásæja míkró-
kosmos. Náttúruformin í verkinu
eru á mörkum hins þekkjanlega og
umbreytast, fyrir tilstilli tækninn-
ar, á köflum í hreina „afstraksjón“.
Verkið býr yfir annarleika sem
tengist í senn dulvitund og áhrifum
tækninnar á skynjunina.
Ef einhverjir hafa efast um val
sýningarstjóra á Elínu Hansdóttur
(f. 1980) umfram eldri eða þekktari
íslenska innsetningalistamenn, þá
sýnir hún hér að hún stendur fylli-
lega undir væntingum. Elín notar
gamalkunnugt stef – völundarhúsið
– til að leiða áhorfandann inn á við
(í rými og skynjun) og í átt til
frumstæðs, dulvitaðs ótta. Útfærsla
verksins (þ.m.t. hljóð) er vönduð og
áhrifarík: áhorfandinn er afvopn-
aður og króaður af í eigin skynjun.
Aðeins einn áhorfandi fær að skoða
verkið í einu og af þeim sökum
þurfa sýningargestir að bíða í röð
við innganginn. Biðin vísar til „að-
dragandans“ eða þeirrar eftirvænt-
ingar sem oft er skrifuð inn í bygg-
ingarlist stórra safna og er ætlað
að undirbúa safngesti fyrir hina
„upphöfnu“ reynslu sem á sér stað
innandyra. Elínu tekst að skapa
slíka eftirvæntingu sem er jafn-
framt mikilvægur hluti reynsl-
unnar. Hún líkir því að vissu leyti
eftir hinni upphöfnu safnareynslu
en ýkir hana og afvegaleiðir.
Framlag Franz West (f. 1947) er
á sinn hátt „afslappað“ og býður
upp á leik, en það fölnar í sam-
anburði við „upplifunar“-stemn-
ingar hinna listamannanna. Vegg-
spjöld Wests virðast skírskota til
annarra rýma í tengslum við „list-
heiminn“, en skírskotunin er frem-
ur óljós. Bekknum á stigapallinum
og skúlptúrnum við innganginn er
e.t.v. ætlað að snúa út úr hefð-
bundnu hlutverki slíkra hluta en
gerir það ekki á nægilega eftirtekt-
arverðan hátt.
Að öðru leyti má segja að á
þessari sýningu eigi sér stað frjó
samræða milli myndlistar og bygg-
ingarlistarinnar, ekki síst lista-
safnsbyggingarinnar – samræða
sem birtist í samspili hinna ólíku
verka og hristir hressilega upp í
áhorfandanum.
Anna Jóa
Rými og andrými
Snúningur „„Yfirborðið“ virðist á hreyfingu, líkt og jarðskorpan vissulega er, og minnir stundum á púpu eða egg
sem er við að klekjast út,“ segir gagnrýnandi um verkið Of the North á sýningu í Listasafni Íslands.
Samfellan
sem formar
líkamann
Laugavegi 80 • Sími 561 1330
www.sigurboginn.is
Ný sending
M
b
l9
23
02
3
TÓNLIST
Múlinn á DOMO
Hjónabandsglæpir bbbmn
Óskar Guðjónsson tenórsaxófón, Kjartan
Valdimarsson píanó, Matthías M.D. Hem-
stock trommur.
Fimmtudaginn 15. maí.
ÓSKAR, Kjartan og Matthías hafa
leikið lengi hver með öðrum hér og
þar, en þetta tríó er framhald sam-
vinnu þeirra við tónmynd Óskars
við leikritið „Hjónabandsglæpi“
eftir Eric-Emmanuel Schmitt er
Edda Heiðrún Backman setti upp í
Þjóðleikhúsinu í vetur.
Tónleikarnir hófust á lagi eftir
Óskar, „Bopedí bopeda“, var það
skírt á staðnum og í kjölfarið
fylgdi „Pentax“ eftir Kjartan. Það
fór ekkert á milli mála að hann var
höfundurinn er impressjónískt
tónaflóðið barst frá píanóinu í for-
spilinu og nýklassíkin braust í
gegn í spunanum áður en Roland-
inn var tekinn í gagnið. Síðan
fylgdi sparleg tónsmíð eftir Matt-
hías, „Sink-opur“, sem Óskar blés
af næmi. Rafmagn kom við sögu
og Kjartan beygði tóna sína og
teygði. Það verður aldrei ofsagt
hversu flottan tón Matthías hefur
á trommusettið. Það þarf líka að
stilla það eins og önnur hljóðfæri.
Óskar blés skala í tónsmíð sinni
„Gula manninum“ og Kjartan var
pastoralskur í píanóleiknum. Eng-
in heimsins Amiina hefði náð þess-
ari tæru kyrrð er ríkti í spili hans,
lækjarhjali og þyt í stráum, þótt
Beethoven hefði reynst slíkt auð-
velt. Eftir hlé lék tríóið „Impro-
vade“ í tveimur hlutum. Fyrri
hlutinn draumkenndur eins og lag-
ið sem skaust inn á milli „Olym-
pus“ eftir Kjartan; síðari hlutinn
ómstríður og dúett Óskars og
Matthíasar í anda Coltranes og El-
vins. Þá blés Óskar örstutt „Sátt-
arferli“ sem gæti orðið glettilega
flott verk er það verður þróað
áfram. Sama má segja um leik
tríósins. Þetta er upphaf að flottu
samspili endist þeim örendi. Í það
minnsta spilltu fæðingarhríðirnar
ekki fyrir.
Vernharður Linnet
Léttbær
fæðing
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni