Morgunblaðið - 23.05.2008, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 23.05.2008, Qupperneq 22
Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur gudrunhulda@mbl.is Ég held að mér líði hvergi betur eninni í litlum hraunhelli,“ segirBjörn Hróarsson, jarð- og hella-fræðingur sem nýlega sendi frá sér Hellahandbókina, leiðsögn um 77 íslenska hraunhella. „Áhugi minn á hellum vaknaði fyrir alvöru sumarið 1979. Þá var ég í menntaskóla. Ég fór fyrir tilviljun í fáeina hella og sá strax að þetta var veröld sem heillaði mig og mig langaði að vita meira um.“ Síðan þá hefur Björn eytt þrjátíu árum ævi sinnar í að læra um hraun- hella og hefur sent frá sér tvær aðrar bækur um efnið. „Þegar ég byrjaði að skoða þessa veröld voru þekktir um fimmtán hellar og þeg- ar ég var búinn að skoða þá alla þá var lítið annað fyrir mig að gera en að finna fleiri. Ég fékk fólk með mér til að leita og stofnaði Hella- rannsóknarfélag Íslands 1989,“ segir Björn en í dag eru þekktir um fimmhundruð hellar. Björn segir fjölbreytileika hellanna það sem gerir þá bæði heillandi og ógleymanlega. „Það er gríðarmargt sem gerir hraunhella að allri annarri veröld og yndislegri. Fyrir hinn al- menna ferðamann búa hellar yfir svakalegri náttúrufegurð, mikið af litum og formum og hlutum til að dást að. Hraunhellar geta einnig kennt okkur margt um hraunrennsli og storknun kviku. Hellaskoðun er líka skemmti- legt sport og erfitt. Í hellum er mikil kyrrð og logn. Þar er hægt að láta sér líða alveg af- spyrnuvel.“ Margt í boði fyrir nýliða Í Hellahandbókinni reynir Björn að miðla þekkingu sinni til hins almenna ferðamanns. „Þetta er ferðahandbók þar sem sagt er frá ís- lenskum hraunhellum hér og þar um landið. Þar lýsi ég leiðinni að þeim og um þá, merki þá inn á kort og segi hvað er að sjá í hverjum helli fyrir sig. Einnig er kafli þar sem ég segi hvernig gott er að útbúa sig fyrir hellaferð, hvernig eigi að hegða sér í hellunum og hvað ber að varast. Ég valdi þá hella sem eru nokk- uð aðgengilegir ferðafólki og þá sem ég tel til- tölulega auðvelda yfirferðar. Mér var mikið í mun að velja hella sem ferðamenn geta ekki spjallað auðveldlega nema hafa til þess sterk- an brotavilja,“ segir Björn. Björn á erfitt með að velja uppáhaldshellana sína. „Ég hef farið í alla hraunhella sem þekkt- ir eru og þeir hafa allir eitthvað við sig. Í augnablikinu er þó Búri í Leitahrauni í Ölfusi í uppáhaldi en ég opnaði leiðina inn í hann í maí 2005. Sennilega er það mesti hellafundur á Ís- landi í þúsund ár,“ segir Björn og bendir á að Búra sé að finna í Hellahandbókinni. Björn nefnir einnig nokkra staði á suðvesturhorni landsins sem hann telur góða fyrir byrjendur í hellaskoðun. „Það er mjög gott að byrja í Raufarhólshelli sem er í Þrenglsunum. Margir hellar við Hafnarfjörð í Tíbollahrauni eru áhugaverðir, svo sem Völundarhúsið. Einnig hann Flóki sem er rétt fyrir ofan Hafnarfjörð, hann er um kílómetri að lengd og er sumstaðar þröngur og annars staðar stór. Þar er jafnvel hægt að villast og hafa það skemmtilegt,“ segir Björn og ljóst er að af nógu er að taka fyrir áhugafólk um hellamennsku. Þröngir og oddhvassir Almennur áhugi og þekking fólks á hraun- hellum er ákaflega lítil að mati Björns. „Það eru ekki margir félagsmenn í Hellarannsókn- arfélagi Íslands,“ segir hann hlæjandi. Björn býr nú í Slóveníu en tilgangurinn er þó ekki að rannsaka hella. „Hraunhellarnir eru mitt líf og yndi. Þessir stóru kalksteinshellar hér í Slóveníu eru ágætir til síns brúks en þeir jafnast ekkert á við þrönga, erfiða hraun- hella.“ Dulúð Margir hellar finnast í Tvíbollahrauni. Hellafeðgar Björn Hróarsson jarð- og hellafræðingur og sonur hans Snær. Litskrúðugt hraun í hellinum Ferli. Ekkert jafnast á við þrönga og erfiða hraunhella Náttúrufegurð Séð inn í K-3 sem er í Kelduhverfi „Það er gríðarmargt sem gerir hraunhella að allri ann- arri veröld og yndislegri.“ |föstudagur|23. 5. 2008| mbl.is daglegtlíf VINALEGUR andi sveif yfir Far- fuglaheimilinu í Reykjavík þegar blaðamann Morgunblaðsins bar þar að garði. Tveir ferðalangar fengu hjálp við að bóka ferð á Gullfoss og Geysi, hópur fólks á vegum sjálf- boðasamtakana Seeds, sem meðal annars hafa unnið að hreinsun strandlengjunnar, funduðu um verkefni sumarsins. Þreyttur ljós- myndari hlóð myndum sínum inn á tölvu yfir kaffibolla frá kaffibarn- um Café Don Quixote á meðan aðrir lásu bók í rólegheitunum. Þetta höfðu verið viðburðaríkir dagar á Íslandi. Starfsmenn Farfuglaheimilisins geta verið stoltir af sér þessa dag- ana því í nýlegri úttekt Alþjóða- samtaka Farfugla er gistiheimilið valið það besta í heimi ásamt far- fuglaheimilinu í Osaka í Japan. Heimilin voru metin út frá einkunn- um sem gestir þess gáfu fyrir þjón- ustu, viðmót, þægindi, hreinlæti og öryggi á fyrsta fjórðungi þessa árs. Sigríður Ólafsdóttir rekstrarstjóri segir niðurstöðurnar ánægjulegar. „Ferðamennirnir taka mark á því sem aðrir ferðamenn segja um gistiheimilin og því eru þessar nið- urstöður rós í hnappagatið fyrir okkur. Hér er aðstaðan eins og best verður á kosið fyrir ferðamanninn, móttakan er opin allan sólarhring- inn svo starfsmenn eru alltaf til staðar til að aðstoða gesti sína.“ Á Farfuglaheimilinu í Reykjavík eru gistirými fyrir um 170 gesti í tveggja, fjögurra og sex manna herbergjum. Meðal þess sem gestir hafa aðgang að er morgunverðar- hlaðborð, eldhús, sólpallur með grillaðstöðu, þvottavélar og þurrk- arar, nettengdar tölvur og funda- og ráðstefnusalur. Valið það besta af gestunum Morgunblaðið/Frikki Vingjarnlegt Starfsfólk Farfuglaheimilisins í Reykjavík hellir upp á kaffi fyrir gesti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.