Morgunblaðið - 23.05.2008, Qupperneq 23
vín
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 23
leiðin til Krýsuvíkur sé
nægilega vel merkt.
Það er hins vegar hrein
nautn að fara öll hring-
torgin sem ekin eru áð-
ur en menn koma á
beinu brautina til
Krýsuvíkur.
x x x
Það er ekki ónýturmaður hann Skúli
Eggert Þórðarson rík-
isskattstjóri sem held-
ur þannig á manna-
forráðum að stofnun
hans er valin bezti
vinnustaðurinn í hópi
stærri opinberra stofn-
ana. Áður var hann skattrann-
sóknastjóri og sú stofnun þá valin
bezti vinnustaðurinn af minni op-
inberum stofnunum. Eftirmaður
hans þar, Bryndís Kristjánsdóttir,
hefur haldið merkinu á lofti.
Í samtal við Morgunblaðið segir
Skúli Eggert að það sem skipti
mestu máli sé að sá sem stýrir stofn-
un sinni starfsmönnunum og sjálfur
hafi hann lagt megináherzlu á að
starfsmönnum líði vel í vinnunni.
Þetta hljómar kannski ekki svo flók-
ið, en framkvæmdin getur vafizt fyr-
ir mönnum. Menn ættu að fá Skúla
Eggert til þess að messa hjá sér og
hífa upp móralinn.
Víkverji lagði leiðsína í Krýsuvík á
sunnudaginn eftir
fréttir af jarðskjálftum
þar. Allt var með kyrr-
um kjörum á svæðinu,
en í lágreistri kirkj-
unni hitti Víkverji á
guðsþjónustu, þar sem
altaristafla Sveins
Björnssonar, listmál-
ara, var hengd upp eft-
ir vetrardvöl í Hafn-
arfirði. Slíkar guðs-
þjónustur eru fastur
liður og svo aftur að
hausti, þegar altaris-
taflan er tekin niður og
flutt til vetursetu. Eftir
messuna á sunnudaginn buðu synir
Sveins til kirkjukaffis í Sveinssafni,
Bláa húsinu, þar sem Sveinn hafði
aðsetur og vinnustofu.
Sveinn Björnsson var stórkostleg-
ur listamaður. Og hann var líka stór-
kostlegur maður, sem mannbætandi
var að þekkja og hitta. Víkverja varð
gott af því að staldra við leiði hans í
Krýsuvíkurkirkjugarði og láta hug-
ann reika.
x x x
Eitt varð þó til þess að ergja Vík-verja á leiðinni í Krýsuvík, en
það var merkingaleysið í Hafn-
arfirði. Það vantar mikið upp á að
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Eftir Steingrím Sigurgeirsson
sts@mbl.is
Robert Mondavi, sem and-aðist 16. maí, 94 ára aðaldri, er sá einstaklingurað öðrum ólöstuðum sem
gert hefur mest til að koma vínum
Kaliforníu og þar með Bandaríkj-
anna á heimskortið og afla þeim
jafnt markaða sem virðingar.
Mondavi fæddist árið 1913 í
Minnesota, sonur innflytjenda frá
Marche á Ítalíu. Fjölskyldan flutti til
Lodi í Kaliforníu á bannárunum og
þar lauk Robert háskólaprófi í hag-
fræði og viðskiptafræði frá Stan-
ford-háskóla árið 1936. Að því búnu
starfaði hann með föður sínum hjá
Sunny St. Helena Winery um nokk-
urra ára skeið eða þar til honum
tókst að telja hann á að festa kaup á
víngerðinni Charles Krug árið 1943.
Þar hófu þeir feðgar Cesare og
bræðurnir Robert og Peter að efla
og bæta víngerðina.
Þar vann hann næstu árin eða allt
til ársins 1966 er hann gekk út vegna
ágreinings við Peter bróður sinn um
rekstur og stefnumótun. Ágreinings
sem endaði raunar með handalög-
málum. Kannski væri nær að segja
að Robert hafi verið rekinn á dyr af
móður sinni eftir að hann kýldi bróð-
ur sinn.
Háleitar hugmyndir
Robert hafði ferðast mikið um vín-
gerðarhéruð Evrópu og hafði háleit-
ar og djarfar hugmyndir um hvert
bæri að stefna. Aðrir í fjölskyldunni
vildu hins vegar fara sér hægt og
vildu litlar breytingar gera á rekstri
Charles Krug. Því fór sem fór. Það
sem gerði útslagið þennan örlaga-
ríka dag var að Robert hafði fest
kaup á pels fyrir konu sína vegna
móttöku sem þeim hafði verið boðið
til í Hvíta húsinu.
Eftir að upp úr sauð innan fjöl-
skyldunnar stofnaði hann víngerð í
eigin nafni – þá fyrstu sem stofnuð
hafði verið í Napa frá því á fjórða
áratugnum. Að loknum málaferlum
innan fjölskyldunnar náðist dóms-
sátt um að Peter héldi áfram rekstri
Charles Krug en Robert fengi helstu
ekrur fjölskyldunnar í Oakville.
Napa-dalurinn var á þessum tíma
fjarska ólíkur því sem hann er í dag.
Kaliforníuvín – Napa-vín sem önnur
– höfðu það orð á sér að vera ódýrt
drasl og engum datt í hug að reyna
að breyta því. Að minnsta kosti þar
til Robert Mondavi Winery opnaði
dyr sínar í bænum Oakville.
Á örfáum árum varð fyrirtæki Ro-
berts Mondavis leiðandi í Napa og
raunar í bandarískri víngerð. Hann
beitti nýjum aðferðum, kaldgerjun,
og notaði jafnt stáltanka sem nýjar
eikartunnur. Annað þekkist varla í
dag en var nýjung í Napa á þessum
árum. Hann réð til sín unga og hæfi-
leikaríka víngerðarmenn sem síðar
gátu sér gott orð annars staðar s.s.
Warren Winiarski (sem stofnaði
Stags Leap) og Mike Grigich (Gri-
gich Hills).
Vínin frá Mondavi fóru sigurför
um Bandaríkin (fyrsta stóra verk-
efnið var auðvitað að fá Bandaríkja-
menn sjálfa til að drekka vín) og síð-
an heiminn. Allt frá einföldustu
vínunum upp í dýrustu Cabernet
Sauvignon-vínin. Hann umbylti við-
horfi markaðarins til Sauvignon
Blanc með því að kalla vínin Fumé
Blanc. Vínin frá Mondavi spönnuðu
allan skalann. Hann keypti vín-
samlag í Lodi til að framleiða einföld
vín undir nafninu Woodbridge og í
Oakville hóf hann samstarf við Phil-
ippe de Rothschild, eiganda Chateau
Mouton-Rothschild í Bordeaux, sem
gat af sér ofurvínið Opus One. Í
Chile gerði hann vínið Sena ásamt
Chadwick-fjölskyldunni og á Ítalíu
átti hann samstarf við Frescobaldi-
fjölskylduna í Toscana.
Mondavi hikaði aldrei við að stilla
vínum sínum upp í smökkunum við
hliðina á dýrustu og virtustu vínum
Frakklands og oftar en ekki höfðu
þau betur.
Hallar undir fæti
Margir eru á því að mestu mistök
hans hafi verið að fara með fyrirtæki
sitt á hlutabréfamarkað árið 1993.
Hlutabréfamarkaðurinn, þar sem
horft er til afkomu á hverjum árs-
fjórðungi, henti vínfyrirtækjum illa,
ekki síst ef áherslan er á gæði. Þá
þurfi oft að hafa langtímasjónarmið í
huga á meðan markaðurinn hafi litla
þolinmæði.
Smám saman fór að halla undan
fæti. Synir Roberts, þeir Michael og
Timothy höfðu þá að mestu tekið við
rekstrinum og þeir deildu oft um
hvert skyldi halda. Faðir þeirra
egndi þá líka óhikað hvorn á móti
öðrum. Ódýrari vín frá Ástralíu og
Chile komu inn á markaðinn og
veittu Kaliforníuvínunum harða og
óvægna samkeppni og jafnframt
varð samkeppnin innan Kaliforníu
sífellt harðari. Robert hafði ánafnað
tugi milljóna til góðgerðarmála, m.a.
til Davis-háskóla, og átti orðið erfitt
með að standa við þær skuldbind-
ingar vegna lækkandi hlutabréfa-
verðs. Þegar stjórn fyrirtækisins
lagði til að því yrði skipt í tvennt, eitt
fyrirtæki sem legði áherslu á gæði
og annað á magn, klofnaði fjöl-
skyldan í afstöðu sinni.
Árið 2004 seldi Mondavi-
fjölskyldan hlut sinn í fyrirtækinu og
fjölskyldan sat eftir vellauðug (Con-
stellation greiddi 1,3 milljarða fyrir
hluti þeirra) en bitur og ósátt yfir að
hafa misst fjölskyldufyrirtækið. Ro-
bert sat þó ekki lengi aðgerðarlaus
þótt hann væri kominn á tíræð-
isaldur. Árið 2005 stofnaði hann nýtt
fyrirtæki, Continuum, ásamt börn-
um sínum Tim og Marciu og sættist
loks við bróður sinn Peter. Þeir
framleiddu saman vín í fyrsta skipti í
fjörutíu ár – eina tunnu af Cabernet
Sauvignon – sem seld var á uppboði
undir nafninu „Ancora una Volta“
eða einu sinni enn.
Mondavi, vínjöfurinn frá Napa, allur
Reuters
Brautryðjandi Á örfáum árum varð fyrirtæki Roberts Mondavis leiðandi í bandarískri víngerð.
Víngerðarmaður Robert Mondavi stofnaði nýtt vín-
gerðarfyrirtæki Continuum á tíræðisaldri.
Umsóknarfrestur er til 30. maí
Kynntu þér námið á www.hr.is
LÝÐHEILSUFRÆÐUM (MPH)
MEISTARANÁM Í
Heilbrigði og leiðir til bættrar heilsu eru forsendur samkeppnishæfni og árangurs í
lífinu. MPH-nám (Master of Public Health) í lýðheilsufræðum við Háskólann í Reykjavík
er nám sem:
Er byggt á fræðilegum og hagnýtum grunni.
Er samsett úr krefjandi og skemmtilegum námskeiðum.
Leggur sérstaka áherslu á heilsueflingu og forvarnir.
Gerir nemendur í stakk búna til að taka að sér leiðandi störf er lúta að heilsu og
velferð almennings, jafnt í opinbera geiranum sem einkageiranum.
Lýðheilsusvið starfar náið með rannsóknarsetrinu Rannsóknum og greiningu, sem
stundar rannsóknir á högum og líðan barna og ungmenna, og gefur það nemendum
möguleika á vinnslu fjölbreyttra rannsóknarverkefna á grunni gagnasafns setursins.