Morgunblaðið - 23.05.2008, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Margrét Vil-bergsdóttir
fæddist í Reykjavík
14. nóvember 1946.
Hún lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans í Fossvogi
að morgni 17. maí.
Foreldrar Mar-
grétar voru hjónin
Vilbergur Pét-
ursson f. 6.8. 1904,
d 12.4. 1990 og Sig-
ríður Tómasdóttir
f. 25.11. 1902, d.
3.5. 1976. Þau áttu
bæði ættir að rekja til Austur-
lands en fluttust til Reykjavíkur
eftir að þau hófu búskap.
Margrét ólst upp í foreldra-
húsum á Njálsgötu og í Sjó-
mannaskólanum þar sem faðir
hennar var húsvörður um
margra ára skeið. Systir Mar-
grétar var Svava Sigríður f.
12.6. 1931 d. 29.11. 2005.
Þann 15.5. 1965 eignaðist
Margrét dóttur, Önnu Valbjörgu
Ólafsdóttur. Faðir Önnu er Ólaf-
ur Valberg Skúlason.
Anna giftist 1988 Andreasi C.
Schmidt f. 12.10. 1965.
Þau eiga 2 börn, Lenu Karen
f. 11.6. 1991 og Aron Inga f. 2.5.
2000.
Margrét giftist 1969, Bjarna
Má Ragnarssyni en þau slitu
samvistum 1980.
Þann 23.1. 1982 giftist Mar-
grét eftirlifandi maka sínum,
Grétari Þorleifs-
syni f. 12.9. 1944.
Þeim varð ekki
barna auðið saman,
en Grétar átti 4
börn frá fyrra
hjónabandi, þau
Arnar Val f. 1965,
Þorleif f. 1967 og
tvíburana Sig-
urlínu Margréti og
Höllu Arnfríði f.
1969.
Margrét lauk
gagnfræðaprófi og
síðan prófi frá Hús-
mæðraskólanum en hóf fljótt
störf við verslunar- og skrif-
stofustörf. Starfaði hún meðal
annars hjá Gevafoto, Haf-
skipum, Verkamannafélaginu
Dagsbrún, Verkamannafélaginu
Hlíf og síðast hjá Rafveitu Hafn-
arfjarðar.
Margrét greindist árið 1983
með illvígan gigtarsjúkdóm sem
að lokum olli ótímabæru andláti
hennar. Þrátt fyrir slæma líðan
af og til lét Margrét ekkert
hindra sig í að njóta lífsins, enda
mjög lífsglöð kona, barngóð og
vinur vina sinna. Þau hjón
dvöldu löngum stundum í bú-
staðnum sínum, ferðuðust um
heiminn og stunduðu stangveiði
af miklum móð enda Margrét
annáluð aflakló.
Útför Margrétar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju við Strand-
götu föstudaginn 23. maí.
Mig langar til að kveðja Margréti
vinkonu mína með nokkrum orðum.
Ég kynntist henni þegar hún flutti í
næsta hús við mig. Fljótlega sóttist
ég eftir því verkefni að fá að viðra
hundana þeirra Margrétar og Grét-
ars og með þeim verkefnum urðum
við Margrét fljótt miklir vinir. Þessi
vinskapur var innilegur og fékk ég til
dæmis að fara með í sumarbústaðinn
þeirra, og á ég margar góðar minn-
ingar úr þeim ferðum.
Ekki má heldur gleyma öllum þeim
skiptum sem Margrét gaukaði að
mér einhverju lítilræði eða sagði mér
eitthvað fallegt og skemmtilegt. Það
er því með miklum söknuði sem ég
kveð Margréti núna en ég er líka búin
að læra að það er til gott fólk svo víða
sem maður hittir í lífinu, og svo
reyndist Margrét mér svo sannar-
lega. Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til Grétars og fjölskyldunnar.
Hafðu þökk fyrir allt Margrét mín.
Þín,
Kristín Rut.
Margrét
Vilbergsdóttir ✝ Ástrós Gunn-arsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 5.
september 1957.
Hún lést á Land-
spítalanum 14. maí
síðastliðinn.
Foreldrar Ástrós-
ar eru Gunnar
Brynjólfsson, f.
16.4. 1916, d. 13.6.
1980, og Ásta
Helgadóttir, f.
17.10. 1926. Systk-
ini Ástrósar eru
Ómar, f. 29.6. 1948,
maki Sigríður Árnadóttir, Helga,
f. 5.9. 1957, maki Þórir Jóhann-
esson, Brynjólfur, f. 14.4. 1959,
maki Birna Sveinbjörnsdóttir,
María Birna, f. 4.8. 1960, maki
Þorsteinn Héðinsson, Gunnar, f.
7.10. 1961, d. 27.10. 1961. Systk-
ini Ástrósar samfeðra eru Gísli, f.
4.5. 1942, maki Magdalena Þ.
Pedersen, Sólrún, f.
26.4. 1945, maki
Þórður Pálmason,
Hallveig, f. 20.9.
1947, maki Páll Pét-
ursson, Óli Björn, f.
11.2. 1949, Árni, f.
16.7. 1950, maki
Kristín L. Sigurð-
ardóttir.
Ástrós starfaði
sem bókari alla sína
tíð, m.a. hjá Sam-
bandinu, Meitlinum
í Þorlákshöfn og
Vera Moda. Eitt af
helstu áhugamálum Ástrósar var
hundarækt og var hún virkur
þátttakandi í allri starfsemi
Hundaræktafélags Íslands og
gegndi þar ýmsum trún-
aðarstörfum.
Útför Ástrósar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 23. maí, kl.
13.
Í dag kveðjum við Ástrósu Gunn-
arsdóttur félagsmann í Hundarækt-
arfélagi Íslands til margra ára. Það
eru ekkert nema hlýjar og góðar
minningar sem koma upp í huga
okkar þegar við lítum yfir öll þau ár
sem hún starfaði fyrir félagið. Fórn-
fýsi og óeigingirni er það fyrsta sem
kemur upp í hugann þegar nafn
hennar er nefnt.
Ástríða hennar voru hundar og
vinnan sem tengdist þeim ásamt
starfsemi og uppbyggingu Hunda-
ræktarfélags Íslands. Hún var sann-
ur félagsmaður í orði og verki. Ást-
rós sat m.a. í stjórn retriever-deildar
og síðustu ár sem stjórnarmaður í
aðalstjórn HRFÍ. Hún var öflug í
uppbyggingu skapgerðarmats,
traustur starfsmaður á sýningum og
í augnskoðunum. Einnig studdi hún
dyggilega við unglingastarf félags-
ins. Í mörg ár sá hún um mat og kaffi
fyrir starfsfólk og dómara á hunda-
sýningum ásamt móður sinni. Ástrós
var glaðvær og jákvæð manneskja
sem gerði óspart grín að sjálfri sér.
Hún var hugrökk, óhrædd við að
segja sínar skoðanir og hafði ekki
þörf fyrir að vera eins og allir hinir.
Allir voru jafnir í hennar augum og
hún virti skoðanir og ákvarðanir
annarra.
Ástrós bjó með móður sinni ásamt
hundunum sínum þar sem þær
hjálpuðust að við uppeldi þeirra.
Hún heillaðist af stórum og sterkleg-
um hundategundum en bæði átti hún
labrador retriever og st. bernharðs-
hunda eða benna eins og hún orðaði
það sjálf. Hún talaði oft um labra-
dor-hundana Títu, Rympu og Nótt
og svo bennana Binnu, Möllu, Shönu
og Patta.
Ástrós bar mikinn kærleik til
systkina sinna og var umhugað um
frændsystkini sín sem voru henni
mikils virði. Iðulega leitaði Ástrós til
þeirra til að fá þau til að aðstoða á
viðburðum félagsins.
Ástrós greindist með krabbamein
á síðasta ári og barðist hatrammri
baráttu við veikindin í rúmt ár. Ekki
bar hún veikindi sín á torg, heldur
hélt áfram af æðruleysi og krafti
eins lengi og hún hafði orku til. Að
lokum varð hún að játa sig sigraða
fyrir sjúkdómnum sem hefur nú
hrifsað hana yfir móðuna miklu.
Við kveðjum þig með söknuði í
þeirri trú að þú njótir hvíldar og frið-
ar.
Hvíl í fríði, elsku Ástrós, og hafðu
þökk okkar fyrir allt og allt.
Fyrir hönd Hundaræktarfélags
Íslands,
Valgerður Júlíusdóttir.
Mér er illa brugðið. Það sem eitt
símtal getur lamað mann er með
ólíkindum. Vinkona mín Ástrós er
látin, ég sit hnípinn og sorgmædd.
Við Ástrós áttum sameiginlegt eitt
áhugamál um fram önnur. Það voru
hundar. Okkar kynni hófust þegar
Ástrós vann í tölvudeild Sambands-
ins og hélst sá vinskapur alla tíð.
Margt gerðum við saman með
hundana og oft var mikið hlegið.
Ástrós var mikill vinur og verð ég
að nefna sem dæmi að þegar áföll
dundu yfir fjölskyldu mína kom hún
með mat og sagði: Þið verðið að
borða. Þetta var Ástrós. Hennar
stærsta og mesta áhugamál var
starfsemi Hundaræktarfélagsins,
þar lagði hún sitt af mörkum bæði á
hundasýningum, í stjórn deilda og
aðalstjórn, það er óhætt að segja að
fórn hennar var ótrúleg. Ástrós tal-
aði oft um það að ég ætti að koma á
hundasýningar í Bretlandi en það
þýddi ekkert því ég hafði bara áhuga
á einni tegund. Hún átti bágt með að
skilja þetta. Svo var bara hlegið að
stífninni í minni.
Ég á eftir að sakna matarboðanna
og spjallsins, ekki síst að sjá hana
ekki í glugganum þegar við Rex
göngum framhjá. Elsku Ásta, það
verður erfitt hjá þér eftir þennan
mikla missi enda bjugguð þið alla tíð
á sama heimili. Enda var alltaf talað
um mæðgurnar á mínu heimili og þá
vissu allir við hverjar var átt.
Ásta, systkin, makar og systkina-
börn, mínar innilegustu samúðar-
kveðjur ykkur til handa. Minningin
um góðar stundir yljar mér í sorg-
inni.
Þinn vinur,
Bára.
Elsku Ástrós mín. Mig langar að
kveðja þig með fáeinum orðum.
Ég og Ástrós kynntumst í gegnum
sameiginlegt áhugamál árið 1996,
hundana.
Þú fylgdir mér alltaf og mínum
hundum og tókst þátt í því sem ég
var að gera í gegnum árin. Þú varst
alltaf í mínu stuðningsliði. Við áttum
margar góðar stundir saman og
þakka ég fyrir þær.
Þú tókst svari fólks sem þú þekkt-
ir lítið til og hjá þér voru alltaf tvær
hliðar á öllum málum.
þú varst alltaf „amma“ allra, hvor
sem það voru mannabörn eða
hundar. Þú varst góð vinkona og
ekkert verður eins án þín.
Ég sit hér á kveðjustund og rifja
upp skemmtilegar stundir sem við
áttum saman. Minnisstæð akkúrat
núna er ferðin sem við fórum á Geysi
fyrir tveimur árum síðan. Þú, ég og
hundur deildum kofa saman. Um
nóttina skreið hundurinn upp í rúm
til þín, St.Bernhards af stærstu
gerð. Þú gast ekki hreyft legg né lið
og kallaðir á mig þér til hjálpar. Við
gátum hlegið dátt að þessari uppá-
komu í langan tíma.
Þín er sárt saknað, elsku vinkona.
Ég og fjölskyldan mín sendum
fjölskyldu Ástrósar okkar innileg-
ustu samúðarkveðju og guð veri með
ykkur í sorginni.
Þín hundavinkona,
Guðný Vala.
Elsku Ástrós mín er látin, aðeins
50 ára að aldri eftir erfiða baráttu
við krabbamein. Eftir lifa minning-
arnar um yndislega, vandaða og
trausta vinkonu sem aldrei brást. Þó
að ég hefði átt að vera búin að búa
mig undir kveðjustundina, hélt ég
alltaf í trúna um að hún fengi lengri
tíma með okkur. Hún var alltaf svo
jákvæð og hélt í vonina og smitaði
sína nánustu og alla í kringum sig af
þessari jákvæðni. Leiðir okkar Ást-
rósar lágu saman í gegnum sameig-
inlegt áhugamál okkar, hundana. Við
kynntumst árið 1989 þegar ég fékk
minn fyrsta hund og vinskapur okk-
ar þróaðist svo í gegnum árin. Við
urðum miklar og góðar vinkonur og
ferðuðumst oft og tíðum saman til
útlanda á hundasýningar. Við gátum
setið heilu dagana við sýningar-
hringina og spáð og spekúlerað í
hundum og nutum þess í botn. Ást-
rós studdi ávallt við bak vina sinna
og þegar dóttir mín, Auður Sif,
keppti þrisvar sinnum fyrir Íslands
hönd í ungum sýnendum á stærstu
hundasýningu í heimi, Crufts, lét
Ástrós sig sko ekki vanta. Hjá henni
kom ekki annað til greina en að
fylgja henni út og styðja við bakið á
henni. Eftir þessar ferðir á Crufts
urðum við eiginlega háðar því að
heimsækja þessa hundasýningu en
árið 2007 komst Ástrós ekki með þar
sem hún var upptekin að hugsa um
gotið hennar Rympu sinnar. Stuttu
eftir að hvolparnir voru komnir á
góð heimili veiktist Ástrós af
krabbameini og við tók barátta sem
stóð í rúmt ár. Ástrós lét þetta ekki
stoppa sig í að sinna áhugamálum
sínum og skyldum og var sýningar-
stjóri á hundasýningu Retriever-
deildarinnar sumarið 2007 og stóð
sig eins og hetja. Einnig sinnti hún
störfum sínum í stjórn HRFÍ og
Retrieverdeildinni meðan hún hafði
kraft til. Við Ástrós urðum aldrei
ósáttar þrátt fyrir misjafnar skoð-
anir á hinum ýmsu málum. Við virt-
um hvor aðra og gátum treyst hvor
annarri fyrir öllu. Flestir sem hafa
kynnst Ástrósu lýsa henni sem
sannri, fórnfúsri og stórri mann-
eskju með mikla persónutöfra.
Elsku Ástrós mín. Ég þakka þér fyr-
ir allar okkar samverustundir í
gegnum tíðina, í gleði jafnt sem sorg.
Minning þín mun ávallt lifa meðal
okkar.
Við vottum ættingjum Ástrósar
okkar dýpstu samúð.
Auður Valgeirsdóttir,
fjölskylda og hundar.
Ástrós, góð vinkona móður minn-
ar, er dáin langt fyrir aldur fram.
Lát hennar kom manni á óvart þrátt
fyrir að sjúkdómurinn væri langt
genginn því maður hélt einhvern
veginn alltaf að henni myndi takast
að sigrast á honum. Slíkur var viljinn
og jákvæðnin.
Ástrós var yndisleg og sönn kona
sem alltaf var hægt að leita til. Hún
var alltaf tilbúin að hjálpa til eins og
hún gat og studdi ávallt við bakið á
manni. Ég er mjög þakklát henni
fyrir stuðninginn þegar ég fór til
Englands að keppa á stærstu hunda-
sýningu í heimi, Crufts, en hún var
með í för í þau þrjú skipti sem ég
keppti þar. Hún sagði alltaf að auð-
vitað myndi hún koma með þar sem
hún vildi að sjálfsögðu að fylgja
barninu! Þegar mér var svo boðið að
dæma flokk ungra sýnenda á stórri
hundasýningu í Svíþjóð árið 2004 lét
Ástrós sig sko ekki vanta. Hún og
mamma komu frá Íslandi til að fylgj-
ast með mér. Ég hafði smá áhyggjur
af mömmu þar sem ratvísi er ekki
hennar sterkasta hlið, því til að kom-
ast á leiðarenda þurfti að taka tvær
lestir. Ástrós sagði að það yrði nú
ekki vandamál og tók að sér farar-
stjórn og að sjálfsögðu komust þær
stöllur á leiðarenda án nokkurra
vandræða enda Ástrós vön lesta-
menningunni eftir dvöl sína í Dan-
mörku.
Ástrós var yndisleg kona og alltaf
skemmtilegt að vera í kringum hana
og ferðast með henni. Hún var alltaf
í stuði og smitaði fólkið í kringum
sig. Ástrós átti engin börn en hún
var aðalfrænka þeirra systra Ernu,
Nönnu og Thelmu og tók þær með
sér í útilegur, til útlanda og á fleiri
viðburði tengda hundum og smitaði
þær af áhuganum. Henni fannst sko
lítið mál að hafa litlu skvísurnar með
sér.
Elsku Ástrós, takk fyrir allt og
allt.
Ég bið góðan Guð að styrkja móð-
ur, fjölskyldu, ættingja og vini Ást-
rósar í þeirri miklu sorg sem þau
þurfa að takast á við núna.
Auður Sif Sigurgeirsdóttir.
Ástrós Gunnarsdóttir
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGURVEIG SIGURÐARDÓTTIR,
sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn
9. maí, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugar-
daginn 24. maí kl. 13.30.
Sverrir Hjaltason, Guðrún Eyja Erlingsdóttir,
Sigurður Hjaltason, Aagot F. Snorradóttir,
Anna Hjaltadóttir, Guðmundur Þorsteinsson,
Þorvarður Hjaltason, Ólafía Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Lokað eftir hádegi í dag, föstudaginn 23. maí, vegna útfarar
ELÍSABETAR ARNÓRSDÓTTUR.
IÐAN fræðslusetur.
✝
Ástkær faðir og fósturfaðir,
ÞÓRARINN JÓN SIGURMUNDSSON
vélstjóri,
áður Nýbýlavegi 40,
Kópavogi,
sem andaðist 15. maí á Hrafnistu í Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag,
föstudaginn 23. maí kl. 15.00.
Gústaf Örn Þórarinsson,
Hannes (Hannu) Ólafsson, Jónína Eyjólfsdóttir,
Steinar Orri Hannesson.