Morgunblaðið - 23.05.2008, Page 40
40 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
MAÐUR VERÐUR AÐ VERA
ÞÆGUR UM JÓLIN
JÓLASVEINNINN GÆTI
VERIÐ AÐ HORFA
EÐA EINHVER
SEM VINNUR
FYRIR HANN
HÆ
HÆ
Æ, NEI! ÞETTA ER
ERKIFJANDI
ÓTRÚLEGA
MANNSINS,
MÖMMU-
KONAN
KALVIN, ERTU
EKKI ÖRUGG-
LEGA AÐ
LÆRA HEIMA?
ÓTRÚLEGI MAÐURINN
STEKKUR SNÖGGLEGA INN
Í SKÁPINN TIL AÐ FARA ÚR
BÚNINGNUM OG AFTUR Í
VENJULEGU FÖTIN SÍN
HVAR
ERTU,
KALVIN?
ÞVÍ MIÐUR
FESTI
ÓTRÚLEGI
MAÐURINN
SKIKKJUNA
SÍNA Í BUXNA-
KLAUFINNI
ÞESSI SAGA Á EFTIR
AÐ VERA GÓÐ
FÆR
MAÐUR
ALDREI AÐ
VERA Í
FRIÐI?!?
ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ
MÖMMU MINNI SÉ FARIÐ
AÐ LÍKA BETUR VIÐ ÞIG...
ÞESSI GJÖF ER
FRÁ HENNI
HÚN HLÝTUR
AÐ HAFA VERIÐ
DÝR! HÚN ER
BLÝÞUNG!
HVAÐ
GAF HÚN
ÞÉR? STÓRANSTEIN!
ÞETTA Á
ALDREI EFTIR AÐ
GANGA... ÉG GET
EKKI VERIÐ MEÐ
MANNI SEM
GETUR EKKI
DRUKKIÐ RAUTT
EN GENGUR
SAMT Í RAUÐU
LALLI, ÞAÐ
ER BJÓRLYKT
AF ÞÉR
JÁ, ÉG VAR AÐ ENDA
VIÐ AÐ HELLA
BJÓRNUM MÍNUM
Í NÝJA TUNNU
ÞÚ ÆTTIR
KANNSKI AÐ
SKIPTA UM
FÖT ÁÐUR EN
ÞÚ FERÐ
NEI, ÉG ER
NÚ ÞEGAR
ORÐINN OF
SEINN Í
VINNUNA
FYRIRGEFÐU AÐ ÉG SPYR,
LALLI... EN ER ALLT Í LAGI
HJÁ ÞÉR OG ÖDDU?
ÞÚ ERT FASTUR HÉRNA INNI,
KÓNGULÓARMAÐUR! ÞÚ KEMST
ALDREI HÉÐAN ÚT!
ÞÁ VONA ÉG
AÐ ÞAÐ SÉ
EITTHVAÐ
SKEMMTILEGT
AÐ GERA HÉRNA
EF VIÐ NÁUM DRÍFUM
OKKUR!
ÚTI...
MYNDUM AF ÞESSU ÞÁ
VERÐUM VIÐ RÍK
dagbók|velvakandi
Léleg þjónusta Póstsins
ÉG get ekki orða bundist yfir lélegri
þjónustu Póstsins. Ég pantaði vöru
á netinu í gegnum fyrirtæki. Póstur-
inn þjónustar þetta tiltekna fyrir-
tæki og keyrir út vörur til viðskipta-
vina eða ætti að gera það. Í gær-
kvöldi kom loksins Pósturinn með
böggulinn, sem ég hafði keypt, að
húsinu mínu en lét vera að afhenda
hann og fór. Starfsmaður Póstsins
skrifaði svo á skýrsluna sína að eng-
inn hefði verið heima. Ekki veit ég
hvers vegna þessi starfmaður gaf
sér það að enginn væri heima því
hann fór aldrei út úr bílnum til þess
að sannreyna það. Ég hringdi í þjón-
ustuver Póstsins og kvartaði en það
hafði ekkert upp á sig og enginn
svör var að fá við því hverslags þjón-
usta þetta væri hjá þeim og af
hverju starfsmaðurinn hefði ekki af-
hent böggulinn. Mér þykir afar
undarlegt að starfsfólk Póstsins geti
logið því að fólk sé ekki heima. Þetta
er ekkert annað en dónaskapur og
slæm þjónusta.
Margrét Eðvaldsdóttir.
Ljós í verðbólgumyrkrinu
FORSÆTISRÁÐHERRA hefur
hvatt okkur til að spara, þess þarf
nú varla á mörgum heimilum, því að
buddan okkar kemur þeim skila-
boðum hressilega á framfæri. Þess
vegna varð mér afskaplega vel við
þegar ég kom inn á nytjamarkað eða
Basarinn á Grensásveginum um
daginn og sá þar allskonar nytja-
muni og verð þeirra beinlínis yljaði
mér um hjartað.
Basarinn er að vísu á annarri hæð
en stiginn er breiður og handriðið
gott. Þarna var úrval af allskonar
smávöru til heimilis, þarna var mik-
ið af bókum, meira að segja nokkrar
gamlar barnabækur sem ég las mér
til mikillar skemmtunar í æsku. Það
er Kristniboðssambandið sem rekur
þennan basar og ég þykist fullviss
að það sé tryggt að bækurnar séu
með góðu innihaldi og afi og amma
geti verið þekkt fyrir að gefa þær
barnabörnunum.
Mér fannst líka athyglisvert að
þarna voru til sölu ýmsir fallegir
gripir beint frá Afríku sem kristni-
boðarnir hafa líklega komið með
heim. Ég sá þarna fallega silfur-
krossa á góðu verði og fannst gott
að geta þannig stutt við iðnað í Afr-
íku.
Mér fannst ég verða að segja frá
þessari góðu reynslu, maður hefur
nóg af vonbrigðunum þessa dagana
þegar maður kemur í búðir og verð-
ið hefur rokið upp úr öllu valdi.
BG.
Borgarfulltrúar
HÆTTIÐ að leggja borgarstjórann
Ólaf F. Magnússon í einelti.
Stella María.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
HÉR er gengið fram hjá listaverkinu Dialogue þar sem hægt er að virða
fyrir sér andlitsmyndir af tæplega þúsund börnum frá bæjum og þorpum
víðs vegar á landsbyggðinni. Þetta verk er eitt dæmi um fjölda listaverka
sem hægt er að skoða á Listahátíðinni í ár en hún stendur fram í júní.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Á horni Lækjargötu og Austurstrætis
FRÉTTIR
HANDAVINNU- og listmunasýning
verður opnuð í dag, föstudag, kl. 10
í Gerðubergi, með munum sem þátt-
takendur í félagsstarfinu hafa unn-
ið að sl. tvö ár. Á sýningunni gefur
að líta t.d. perlusaum, tréútskurð,
bókband, myndlist, ullarþæfingu,
glerskurð, postulínsmálun o.fl.
Prjónakaffi sem hefur verið vinsælt
í vetur er með yfirlitssýningu, kon-
urnar verða á staðnum og miðla
upplýsingum og fróðleik, segir í
fréttatilkynningu.
Gerðubergskórinn heldur tón-
leika í Fella- og Hólakirkju á sunnu-
daginn 25. maí kl. 16. Boðið verður
upp á fjölbreytta efnisskrá við und-
irleik Unnar Eyfells. Kórstjórnand-
inn Kári Friðriksson syngur ein-
söng við undirleik Árna Ísleifs-
sonar. Ókeypis aðgangur.
Sýningin er opin í dag kl. 10-17, á
laugardag og sunnudag kl. 13-16.
Handavinnu- og
listmunasýning
í Gerðubergi
INGRID Engdahl, lektor við Stokk-
hólmsháskóla, heldur fyrirlestur
um yngstu leikskólabörnin í dag,
föstudaginn 23. maí, í stofu E-302 í
Kennaraháskólanum við Stakka-
hlíð kl. 14.30.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku
og kallast „In the children’s voice:
One-year-olds „tell“ about their
preschool“. Í fyrirlestrinum fjallar
Ingrid Engdahl um rannsókn með
eins árs leikskólabörnum í Svíþjóð
þar sem leitað var eftir sýn
barnanna á líf sitt í leikskólanum.
Með röddum
barna
ÖLLUM íbúum Vallahverfis í Hafn-
arfirði er boðið á hverfishátíð við
Hraunvallaskóla laugardaginn 24.
maí í tilefni 100 ára afmælis Hafn-
arfjarðarbæjar. Dagskráin hefst
með skrúðgöngu frá Hraunvalla-
skóla kl. 11. Skemmtikraftar koma
fram, leikskólabörn taka lagið,
nemendur Hraunvallaskóla verða
með skemmtiatriði og Jónsi hitar
upp fyrir Eurovision.
Skátafélagið Hraunbúar verður
með kassaklifur, lögreglan verður
með úttekt á öryggisbúnaði reið-
hjóla og slökkviliðið sýnir tækja-
búnað. Einnig verða í boði hoppu-
kastalar, andlitsmálun o.fl.
Hverfishátíð
á Völlunum
Í grein Elínar G. Ólafsdóttur, Virkj-
anir í neðri Þjórsá, hverra hagur?, í
síðasta sunnudagsblaði stendur
… frá upptökum árinnar og inn und-
ir Búrfell. Þarna átti að standa … frá
árósum og inn undir Búrfell.
Beðist er velvirðingar á þessum mis-
tökum.
LEIÐRÉTT
… frá árósum