Morgunblaðið - 23.05.2008, Side 42

Morgunblaðið - 23.05.2008, Side 42
Þú ættir að skammast þín, Regína. Ég pissa bara í sundlaugar … 45 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞAÐ var nú bara hringt í mig og mér boðið þetta,“ segir leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir sem hefur tek- ið að sér hlutverk Janisar Joplin í sýningunni Janis Joplin 27 sem sett verður upp í Íslensku óperunni í haust. Upphaflega stóð til að Arn- björg Hlíf Valsdóttir myndi fara með hlutverk söngkonunnar, en sam- kvæmt upplýsingum frá Íslensku óp- erunni sagði hún sig frá hlutverkinu „vegna persónulegra kring- umstæðna“. En hvers vegna telur Ilmur að hún hafi orðið fyrir valinu? „Af því að ég er svo lík henni,“ segir hún og hlær. „Nei nei, ég veit það svo sem ekki. En við eigum örugglega margt sameig- inlegt.“ Var aðeins 27 ára Mikil tónlist verður í sýningunni, og mun Bryndís Ásmundsdóttir syngja lög Janisar, en Ilmur fara með talað mál. Aðspurð segir hún verk- efnið leggjast mjög vel í sig. „Ég sá einhvern tímann heimildarmynd um Janis Joplin og þá hugsaði ég með mér að ég yrði að leika hana einhvern tímann, af því að hún heillaði mig svo mikið,“ segir Ilmur sem hefur hlust- að þónokkuð á Joplin. „Ég er kannski enginn harður aðdáandi hennar, en mér fannst hún strax mjög spennandi þegar ég fór að fylgjast með henni.“ Janis Joplin 27 er eftir Ólaf Hauk Símonarson og er byggt á ævi söng- konunnar bandarísku, en nafnið vísar til þess að hún var aðeins 27 ára þeg- ar hún lést. Leikstjóri verksins er Sigurður Sigurjónsson og tónlistar- stjóri Jón Ólafsson. Æfingar eru þeg- ar hafnar, en stefnt er að frumsýn- ingu um miðjan ágúst. Ilmur leikur Janis Joplin Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Ilmur „Ég sá einhvern tímann heimildarmynd um Janis Joplin og þá hugsaði ég með mér að ég yrði að leika hana einhvern tímann...“ Leikverkið Janis Joplin 27 sett upp í Óperunni í haust Goðsögn Janis Joplin.  Tónleikar bandaríska tón- listarmannsins Johns Fogertys í Laugardalshöll- inni í fyrrakvöld þóttu heppnast nokkuð vel. Þó virðist úrslitaleik- urinn í Meist- aradeild Evrópu hafa haft sín áhrif á tónleikana því fjölmargir gestir komu seint í Höllina, og voru nokkrir þeirra meira að segja klæddir Manchester United- treyjum. Fogerty steig á svið um 21.30, og átti þá leiknum að vera lokið, en þar sem hann fór bæði í framlengingu og vítaspyrnukeppni voru menn að tínast inn á tón- leikana fram yfir kl. 22. Þá varð vart við töluverða ölvun á tónleikunum og þurfti meðal ann- ars að vísa nokkrum ölóðum Fo- gerty-aðdáendum á dyr. Ekki fylgir sögunni hvort þar hafi verið á ferðinni menn sem setið höfðu að sumbli yfir fótbolta fyrr um kvöldið. Fótbolti í Moskvu trufl- aði Fogerty í Höllinni  Í eilífu áhorfsstríði ljósvakamiðl- anna réttir Sjónvarpið hlut sinn frá því í síðustu viku þegar Stöð 2 mældist með meira mínútuáhorf í aldurs- flokknum 12- 49. Þó munar ekki miklu í hlutdeild þeirra í heildaráhorfi í sama ald- ursflokki; Sjónvarpið fær 32,8% og Stöð 2 31,2%. Evróvisjónþáttur Páls Óskars var með 29% áhorf síðasta laug- ardag og trónir á toppnum þá vik- una sem vinsælasti sjónvarpsþáttur landsins. Páll Óskar er engum öðrum líkur í sjónvarpi og hér er aftur skorað á sjónvarpsstöðvarnar að virkja þessa augljósu hæfileika Palla. Örfá prósentustig Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ÞRÍR ungir menn frá Hvammstanga, þeir Sig- urður Hólm Arnarsson, Daníel Geir Sigurðsson og Halldór Einar Gunnarsson, fengu þá hug- mynd á dögunum að flakka um stóran hluta Bandaríkjanna, heimsækja fjölda smábæja og gera úr ferðalaginu ferðaþætti. Meðal þess sem þeir félagar hyggjast mynda og gera er að búa með Amish-fólki í tvo daga og kynnast fornum helgisiðum indíána. Sigurður Hólm segir tilganginn þann að kynn- ast fjölbreyttri menningu og siðum í Bandaríkj- unum, gríðarlega margt sé í boði smábæjum þeim sem þeir ætla að heimsækja. „Við fljúgum fyrst til Boston og förum beint þaðan til Pennsylvaníu og verðum hjá Amish- fjölskyldu þar í einhverja tvo daga, kynnumst þar þeirra lifnaðarháttum. Síðan höldum við nið- ur eftir, munum væntanlega stoppa einhvers staðar í Tennessee, Alabama eða Mississippi, það er ekki alveg komið á hreint. Í Texas munum við kíkja í bæi, á ródeó og svoleiðis.“ Indíána-athöfn í Silver City Í Silver City í Nýju-Mexíkó hafa indíánar boð- ist til að vera með athöfn fyrir þremenningana að fornum sið, ætla að sýna þeim inn í aldagaml- an menningarheim indíana í Ameríku. Allt verð- ur þetta tekið upp á myndband á almennilegar græjur og greinilegt að vel á að standa að verki. „Við ætlum líka að taka margar myndir og vera með öflugt myndablogg á heimasíðunni okkar (www.sveittir.net), setjum inn nýjar myndir á hverjum degi,“ segir Sigurður. Þeir félagar ætla að reyna að selja þættina í sjónvarp að ferðalagi loknu og segir Sigurður mikinn áhuga fyrir því á ónefndum stöðvum. Hann segir ekki ákveðið hversu margir bæirnir verða sem þeir félagar heimsækja en þeir muni eiga leið um mörg fylki Bandaríkjanna. Halldór mun sjá um tæknilegu hliðina í ferðalaginu, þ.e. myndatöku og hljóðvinnslu. – Hvernig fer maður að því að redda sér gist- ingu hjá Amish-fólki og indíána-helgiathöfn? „Góð spurning. Það er bara gríðarlega mikil vinna og leit á Google,“ svarar Sigurður. Hann hafi eytt öllum kvöldstundum frá áramótum í leit á netinu og í skipulag ferðarinnar. Hann vonast til þess að þættirnir verði sýndir í haust í sjón- varpi en eitthvað verður um vídeóblogg þangað til. Hægt verður að fylgjast með þessari miklu ævintýraferð á www.sveittir.net. Amish-fólk og indíánar Smábæjargæjar ætla að gera ferðaþætti í smá- bæjaferð um Bandaríkin Morgunblaðið/Golli Sveittir? Halldór Einar Gunnarsson, Sigurður Hólm Arnarsson og Daníel Geir Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.