Morgunblaðið - 23.05.2008, Side 43

Morgunblaðið - 23.05.2008, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 43 Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins 551 1200 | midasala@leikhusid.is Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 12:30-18:00, aðra daga vikunnar frá kl. 12:30 til 20, og alltaf klukkustund fyrir sýningu ef um breyttan sýningartíma er að ræða. Stóra sviðið Ástin er diskó - lífið er pönk Fös 23/5 kl. 20:00 U Lau 24/5 kl. 20:00 Fös 30/5 kl. 20:00 Ö Lau 31/5 kl. 20:00 Fös 6/6 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 Lau 14/6 kl. 20:00 Ath. pönkað málfar Gaukshreiðrið Mið 4/6 kl. 20:00 Athyglisverðasta áhugasýningin 2007/2008 Kassinn Sá hrímhærði og draumsjáandinn Þri 27/5 kl. 20:00 Gestasýning frá Beaivvá˚ leikhúsinu Kúlan Skoppa og Skrítla í söngleik Lau 24/5 kl. 11:00 U Lau 24/5 kl. 12:15 Ö Sun 25/5 kl. 12:15 Ö Sun 25/5 kl. 14:00 Ö Sun 25/5 kl. 20:11 U Lau 31/5 kl. 11:00 Lau 31/5 kl. 12:15 Ö Sun 1/6 kl. 11:00 Sun 1/6 kl. 12:15 Sun 1/6 kl. 14:00 síðasta sýn. Síðustu sýningar 1. júní Borgarleikhúsið 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Miðasala Borgarleikhússins er opin alla virka daga frá klukkan 10 og fram að sýningum á sýningardegi, annars til klukkan 18. Um helgar er opið frá kl. 12-20. Alveg brilljant skilnaður (Nýja sviðið) Fös 23/5 kl. 20:00 Ö Sun 25/5 kl. 20:00 Ö Aðeins sýnt í mai Dauðasyndirnar-guðdómlegur gleðileikur (Litla sviðið) Lau 31/5 kl. 20:00 U Sun 1/6 kl. 20:00 U Fim 5/6 kl. 20:00 Ö Fös 6/6 kl. 20:00 Lau 14/6 kl. 20:00 Sun 15/6 kl. 20:00 Aðeins 9 sýningar Gítarleikararnir (Litla sviðið) Fös 23/5 kl. 20:00 Fös 30/5 kl. 20:00 Sýningum lýkur í mai Kommúnan (Stóra sviðið) Fim 29/5 kl. 20:00 Lau 31/5 kl. 20:00 Aðeins sýnt í mai LADDI 6-TUGUR (Stóra svið) Fös 30/5 kl. 20:00 U Sun 1/6 kl. 20:00 Mið 4/6 kl. 20:00 síðasta sýn. Síðasta sýning 4.júní. Sumarnámskeið Sönglistar Mán 16/6 kl. 10:00 Mán 23/6 kl. 10:00 Mán 30/6 kl. 10:00 Mán 7/7 kl. 10:00 Mán 14/7 kl. 10:00 Mán 21/7 kl. 10:00 Hvert námskeið er ein vika Leikfélag Akureyrar 460 0200 | midasala@leikfelag.is Wake me up - LeikhópurinnBRAVÓ (Samkomuhúsið) Sun 1/6 aukas kl. 20:00 Killer Joe (Rýmið) Fös 23/5 2korta kl. 19:00 U Fös 23/5 aukas kl. 22:00 Ö Lau 24/5 3korta kl. 19:00 U Sun 25/5 4korta kl. 20:00 U Alveg brilljant skilnaður (Samkomuhúsið) Fim 29/5 1korta kl. 20:00 U Fös 30/5 2korta kl. 19:00 Ö Lau 31/5 aukas kl. 19:00 Ö Lau 31/5 aukas kl. 22:00 Hvers virði er ég? (Samkomuhúsið) Fös 23/5 gestas kl. 19:00 Ö Lau 24/5 gestas kl. 21:00 Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Mammamamma (Hafnarfjarðarleikhúsið) Fös 23/5 kl. 20:00 Sun 25/5 kl. 20:00 Fim 29/5 kl. 20:00 Sun 1/6 kl. 20:00 síðasta sýn. síðustu sýningar Möguleikhúsið 5622669 / 8971813 | moguleikhusid@moguleikhusid.is Langafi prakkari (Möguleikhúsið/ferðasýning) Sun 1/6 kl. 14:00 F þingborg Lau 7/6 kl. 14:30 F Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Dagbók Önnu Frank Sun 25/5 kl. 20:00 Ferð án fyrirheits Fim 29/5 kl. 20:00 Fös 30/5 kl. 20:00 Þorkell Sigurbjörnsson - Afmælistónleikar Mið 4/6 kl. 20:00 Iðnó 562 9700 | idno@xnet.is Systur Fös 23/5 kl. 20:30 Ö Lau 24/5 kl. 20:30 U Sun 25/5 aukas. kl. 20:30 Dómur Morgunblaðsins Hvanndalsbræður Tónleikar Fös 13/6 kl. 21:00 Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Búlúlala - Öldin hans Steins (Tjöruhúsið Ísafirði/Ferðasýning) Fös 23/5 kl. 21:00 F vagninn flateyri Lau 24/5 kl. 16:00 einarshús bolungarvík Fim 29/5 kl. 20:00 F haukadal dýrafirði Lau 21/6 kl. 20:00 F snjáfjallasetur Forleikur (Hótel Ísafjörður/Ferðasýning) Fös 23/5 kl. 21:00 Fös 6/6 kl. 21:00 einarshús bolungarvík Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Ambra (Borgarleikhúsið stóra svið) Fös 23/5 kl. 20:00 heimsfrums. Lau 24/5 kl. 17:00 ath breyttur sýn.artími Sun 25/5 kl. 20:00 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is Saga til næsta bæjar (Á Sögulofti) Sun 25/5 ýkjusögur kl. 20:00 Sun 1/6 kl. 20:00 draugasögur Sun 8/6 kl. 20:00 lífsreynslusögur Sun 15/6 kl. 20:00 gamansögur BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Fös 23/5 kl. 20:00 Ö Sun 25/5 kl. 16:00 Ö Mið 28/5 kl. 17:00 Ö ath breyttan sýn.artíma Lau 31/5 kl. 15:00 U Lau 31/5 aukas. kl. 20:00 Fös 6/6 kl. 20:00 U Lau 7/6 kl. 15:00 U Lau 14/6 kl. 20:00 Sun 15/6 kl. 16:00 Lau 28/6 kl. 15:00 Lau 28/6 kl. 20:00 Þrjár tilnefningar til Grímunnar Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið) Lau 24/5 kl. 15:00 Ö Lau 24/5 kl. 20:00 örfá sæti laus Fös 30/5 aukas. kl. 20:00 U Lau 7/6 kl. 20:00 U Sun 8/6 kl. 16:00 U Lau 14/6 kl. 15:00 Lau 21/6 kl. 15:00 Lau 21/6 kl. 20:00 ÓVENJUMIKIÐ er um að vera á skemmtistöðum borgarinnar þessa helgina. Hér er farið yfir helstu við- burði: Friðarsleikur á Organ Ung vinstri græn blása til tónleika á Organ í kvöld undir yfirskriftinni „Kodd’í sleik, ekki stríðsleik“. Þar koma fram hljómsveitirnar Hraun, Múgsefjun, Æla og <3 Svanhvít auk rímnasmiðsins Blaz Roca. Markmiðið er að rokka í nafni friðar, frelsis og kærleika. Þórhildur Halla Jónsdóttir hefur annast skipulagningu tónleik- anna, en hún situr í stjórn Ungra vinstri grænna. Hún segir að í maí 1968 hafi róttækir stúdentar í París- arborg risið upp gegn valdinu og hefðunum og hrundið af stað hreyf- ingu sem breiddi úr sér um öll Vest- urlönd, baráttuhreyfingu ungs fólks fyrir frelsi, jafnrétti og kærleika sem sýndi harða andstöðu gegn Víetnam- stríðinu og vopnakapphlaupi stór- veldanna. Alþjóðlegt slagorð þess- arar hreyfingar var „Make love – not war“ og er yfirskrift tónleikanna ís- lensk þýðing á því. Ung vinstri græn hvetji alla, ráðamenn og aðra, til þess að mæta á Organ föstudaginn 23. maí klukkan 21:00 og fara í góðan sleik og nýta þannig orku sína í þágu ástar og kærleika í stað ófriðar og hervæð- ingar. Sex gítarar á Kaffibarnum Ben Frost flytur verk sitt „Music for 6 Guitars“ í kvöld klukkan 21:30. Í kjölfar plötunnar Theory Of Mach- ines sem kom út á vegum íslensku plötuútgáfunnar Bedroom Comm- unity var Ben Frost fenginn til að skrifa nýtt verk fyrir sex rafmagns- gítara. Verkið hefur síðan verið flutt í Hallgrímskirkju, á Iceland Airwaves- hátíðinni og á tónlistarhátíðum í Eist- landi og Svíþjóð svo eitthvað sé nefnt. Verkið tekur meira en 40 mínútur í flutningi og er eingöngu flutt lifandi á staðnum. Hugarástand á Tunglinu í kvöld Plötusnúðarnir Frímann og Arnar eru fyrir löngu orðnir frægir fyrir hugarástands-kvöld sín en þar fram- reiða þeir til skiptis hart teknó og dúnmjúka hús-tónlist. Hugarástand á rætur að rekja aftur til ársins 1998 og byrjaði sem útvarpsþáttur á útvarps- stöðinni Skratz og síðar á X-inu. Klúbbakvöld á skemmtistöðum fylgdu í kjölfarið og festu sig fljótt í sessi. Eitt slíkt fer fram í kvöld á Tunglinu (gamla Gauki á Stöng), dyrnar verða opnaðar kl. 23 og 1.000 krónur kostar inn. Djezus kominn til landsins Íslenski plötusnúðurinn DJ Baldur (Djezus), sem var fyrir stuttu valinn besti plötusnúðurinn í Boston af viku- tímaritinu Boston Phoenix, er kom- inn til landsins og spilar á Tunglinu annað kvöld. Bróðir DJ Baldurs, DJ Skeletor, verður með í för en hann hefur vakið nokkra athygli fyrir fingrafimi sína á skemmtistöðum borgarinnar. Dyrnar opnaðar kl. 23 og aðgangseyrir 1.000 krónur. Pendulum á Broadway Ein af fremstu dans- og „drum&bass“-hljómsveitum heims, Pendulum, kemur fram annað kvöld á Broadway ásamt Exos, Plugg’d og Sindra BM. Haldnir verða tvennir tónleikar, fyrir 16 til 20 ára frá 19 til 23 (athugið að það er árið sem gildir til komast inn og skilríki eru skilyrði) og fyrir 20 ára og eldri frá eitt. Miða- verð er kr. 2.500 en 3.000 við dyr. Miðasalan er nú þegar hafin í Jack & Jones í Kringlunni. Dansað meira á Kaffibarnum Á Kaffibarnum annað kvöld verður fyrsta „Dansa meira“-kvöld sumars- ins, en það er röð samkvæma sem dansþátturinn Party Zone stendur fyrir þriðja sumarið í röð. Tilgangur þessara samkvæma er afar einfaldur; dansa meira á litlu stöðunum. Party Zone hreiðrar um sig á litlu stöðunum í sumar og verður Kaffibarinn höfuð- vígið en einnig munu „Dansa meira“- partíin færast á Barinn, B5 og til Ak- ureyrar. Sem fyrr verður partídiskur sumarsins settur saman af þessu til- efni; Dansa meira vol. 3, og gefinn gestum og dansandi á „Dansa meira“-kvöldunum í sumar. Stuðið hefst óvenjusnemma eða kl. 22. Pendulum Kórdrengirnir í „drum and bass“ hljómsveitinni Pendulum hyggjast trylla lýðinn á Broadway annað kvöld. Friðelskandi Hljósmveitin Hraun er ekki þekkt fyrir annað en friðsaman ástarboðskap og breytir væntanlega ekki út af venjunni í kvöld á Organ. Kuldalegur Ástralinn Ben Frost hefur verið búsettur hér á landi í nokkur ár og látið mikið að sér kveða. Sumarið er tíminn Friðartónleikar, gítarorgía og dansveisla er meðal þess sem er í boði um helgina TÓNLISTARMAÐURINN Sebas- tien Tellier, sem keppir fyrir hönd Frakklands í Evróvisjón, segir þjóð sína skiptast í tvær fylkingar í af- stöðu til lagsins „Divine“, vegna þess að það er sungið á ensku. Póli- tíkusar hafi meira að segja látið í sér heyra í tungumáladeilunni. Tellier segir ráðherra menning- armála og hinnar frönsku tungu hafa sent sér bréf og greint frá af- stöðu sinni til málsins. Tellier segir stóran hluta Frakka afar stoltan yf- ir frönskum hljómsveitum á borð við Air og Daft Punk þó svo þær syngi á ensku. Sömu Frakkar hafi glaðst yfir því að hann ætti að flytja Evróvisjónlag þeirra í ár. Íhalds- samari Frakkar vilji að hann syngi á frönsku. „Það eru allir að tala um þetta í sjónvarpinu. Stundum vill einhver gömul kona taka mynd af sér með mér úti á götu, þetta er alveg nýr hlustendahópur fyrir mig,“ segir Tellier. Hann er enda þekktur fyrir allt annað en Evróvisjóntónlist, hef- ur verið í tilraunakenndari kant- inum í poppi. Tellier segir Evr- óvisjón ekki listræna uppákomu. Lagið „Divine“ hafi hreinlega hljómað betur á ensku. Reuters Svalur Sebastien Tellier á æfingu. Frakkar bálreiðir út af enskunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.