Morgunblaðið - 23.05.2008, Page 48
48 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
IRON MAN kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára
DRILLBIT TAYLOR kl. 3 - 5:30 B.i.10 ára
IN THE VALLEY OF ELAH kl. 8 B.i.16 ára
THE HUNTING PARTY kl. 10:40 B.i.12 ára
SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA,KRINGLUNNI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í KRINGLUNNI
eeee
BBC
eeee
Ebert
eeee
L.I.B.
Fréttablaðið
SÝND Í ÁLFABAKKA
eeee
S.V. - MBL
SÝND Í ÁLFABAKKA
/ KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA
FRÁBÆR
RÓMANTÍSK
ÖRLAGASAGA
TILNEFND TIL
GOLDEN GLOBE
VERÐLAUNA
ÁLFABAKKI
Rowald Harewood
Mike Newell
fyrir „The Pianist“
í leikstjórn
„Four weddings and a funeral“
„Donnie Brasco“
„Harry Potter“
eftir
Stórvirki
óskarsverðlaumahafans
Gabriel Garcia Marquez
„ ÁSTIN Á TÍMUM KÓLERUNNAR“
INDIANA JONES 4 kl. 3D - 5:30D - 8D - 10:40D B.i. 12 ára DIGITAL
INDIANA JONES 4 kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:40 LÚXUS VIP
LOVE IN THE TIME OF CHOLERA kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:40 B.i. 7 ára
NEVER BACK DOWN kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 14 ára
NIM'S ISLAND kl. 3 LEYFÐ
INDIANA JONES 4 kl. 4D - 6:30D - 9D - 10D B.i. 12 ára DIGITAL
NEVER BACK DOWN kl. 11:30 B.i. 14 ára
NIM'S ISLAND kl. 4 - 6 - 8 LEYFÐ
U2 3D kl. 11:403D LEYFÐ 3D DIGITAL
IRON MAN kl. 4 - 6:30 - 9 B.i. 12 ára
SPARBÍÓ 550kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMB
ÞAR er fyrst til að taka að fjórða
kapítulanum í litríkri sögu Indiana
Jones lukkast það sem honum er
ætlað: Að skemmta áhorfendum í
tvo tíma með hasar, brellum og góðu
gríni þar sem handritshöfundinum,
David Koepp, tekst einkar vel að
gera grín að aldrinum sem færst
hefur yfir Ford og þar af leiðandi
söguhetjunni með höttinn og svip-
una, sem hann notar reyndar spar-
lega að þessu sinni. Ég spái því að IJ
IV eigi eftir að verða með best lukk-
uðu og vinsælustu sumarmyndum
ársins og á að skilja við gestina al-
mennt hressa og uppveðraða. IJ IV
er nokkuð frábrugðin fyrri mynd-
unum þremur, hún er dálítið í stíl
gömlu Tarzan-myndanna, menn
sveifla sér af mikilli kúnst í tágum
myrkviðarins, fornleifadulúðin er á
sínum stað en bragðbætt með geim-
vísindaskáldskap að hætti Close
Encounters of the Third Kind. Ekki
má gleyma harðsvíruðum höf-
uðfjanda okkar manns, hún er kven-
kyns, heitir Irina Spalko (Blanchett)
og er frá Úkraínu eins og fegurðar-
og poppdrottningar hinnar nýju
Evrópu. Reyndar gerist myndin á
tímum þeirrar gömlu, nánar tiltekið
á sjötta áratugnum og kalda stríðið í
algleymingi. Irina er erindreki Stal-
íns. Hún fremur vel heppnað rán í
miðjum Bandaríkjum þar sem hún
kemst yfir leynardómsfullan grip,
kristallshauskúpu sem tengist forn-
leifafundi í Amazon. Þar kemur til
sögunnar Marion Ravenwood (Al-
len), hin gamla vinkona Jones úr
upphafsmynd bálksins, og sonur
hennar fulltíða (LeBeouf), hver
skyldi vera faðirinn? Áhorfendur fá
því rómantískt fjölskyldudrama í
bland við litskrúðugar aðal- og auka-
persónurnar, linnulausa eltingaleiki,
geigvænleg glæfraatriði, geimverur,
fornminjar, frumbyggja, hrikalega
náttúrufegurð og óspart notaðar
stafrænar brellur. Þessi margbrotni
pakki tekur því talsverðan tíma í
sýningu og þar liggur helsti galli IJ
IV, hún er ekki til leiðinda lang-
dregin en lopinn er teygður óþarf-
lega í seinni hálfleiknum – líkt og hjá
liði sem er búið að vinna leikinn í
þeim fyrri og tefur síðan tímann.
Þetta er þekkt bóla hjá Spielberg,
sem leikstýrir af öryggi frekar en
innblæstri og hefur með sér pott-
þétta fastamenn á borð við töku-
stjórann snjalla Janusz Kaminski og
tónskáldið John Williams, sem hefur
reyndar ekki miklu við gamla stefið
að bæta. Ford, módel 1942, er
greinilega lífseig árgerð, Harrison
stendur sig með sóma og slær ekki
feilpúst og kemur vel undan ára-
fjöldanum sem liðinn er síðan hann
lék hlutverkið síðast. Hann ber
myndina léttilega uppi með góðri að-
stoð Blanchett í hlutverki kven-
skrattans frá Úkraínu og hennar ill-
mannlegu kommablóka sem hafa
innræti útlitinu verra eins og allir
safaríkir illingjar hasarmyndanna.
Þrír breskir gæðaleikarar, Broad-
bent,Winstone og Hurt, koma með
auka vikt og það er gaman fyrir
aðdáendur bálksins að fá að sjá Kar-
en Allen blómstra í ný (í ómerkilegu
hlutverki reyndar). En ég veðja ekki
á að dægurflugan LeBeouf komi til
með að viðhalda heiðri Jones-ættar-
innar til langframa.
Ef inni er þröngt, tak písk þinn og hött
KVIKMYND
Sambíóin, Smárabíó, Laug-
arásbíó, Borgarbíó Akureyri
Leikstjóri: Steven Spielberg. Aðalleik-
arar: Harrison Ford, Cate Blanchett, Kar-
en Allen, Shia LeBeouf, Ray Winstone,
John Hurt, Jim Broadbent. 125 mín.
Bandaríkin 2008.
Indiana Jones and the Kingdom of the
Crystal Skull
bbbmn
Sómamaður „Harrison stendur sig með sóma [...] og kemur vel undan árafjöldanum sem liðinn er síðan hann mann-
aði hlutverkið síðast,“ segir Sæbjörn Valdimarsson um frammistöðu aðalleikarans í myndunum um Indiana Jones.
Sæbjörn Valdimarsson