Morgunblaðið - 23.05.2008, Page 51
Reuters
Dýnamískt dúó Allt gekk samkvæmt áætlun á sviðun í Belgrad í gærkvöldi og Eurobandið vann sér sæti í úrslitum.
Íslendingar komust áfram uppúr forkeppnalimbóinu og verð-skulda að dvelja lengur í Evr-
óvisjónlandi. Hér í herbúðum Ís-
lendinga í Belgrad ríkir að
sjálfsögðu gríðarleg hamingja með
þennan áfanga og nokkrir kampa-
vínstappar hafa án efa flogið úr
flöskuhálsum í gærkvöldi en nú tek-
ur alvaran við og sjálf aðalkeppnin
framundan á morgun með enn
meira álagi.
Eurobandið hefur staðið sig gíf-
urlega vel og komið fram af stakri
prýði og ekki látið á sig fá þó að
blaðasnápar eins og ég hafi andað
ofan í hálsmálið á þeim við hvert
fótmál, með smellandi myndavélar
og suðandi upptökutæki og spurn-
ingaflaum.
Stór hluti af Evróvisjón gengur útá samskipti við fjölmiðla og það
tvíeggjaða sverð sem fjölmiðlaum-
fjöllun er. Sá sem þetta ritar er svo
mikið kjánaprik að hafa ekki áttað
sig á því hvað Evróvisjón er í raun
stór iðnaður og mikið vörumerki.
Ég vissi vel að þetta væri stór sýn-
ing og meira en bara nokkur bönd í
léttri karaókíkeppni í beinni út-
sendingu en eigi að síður kom um-
fangið á óvart. Hér eru þrjár stórar
íþróttahallir undirlagðar. Ein höll
er fyrir keppnina sjálfa, önnur er
miðstöð fyrir blaðamennina og sú
þriðja er eins konar næturklúbbur
eða félagsheimili þar sem haldin
eru böll og stöðugur gleðskapur þar
sem keppendur troða upp fyrir
áhangendur og blaðamenn til að
kynna sig og létta öllum lund. Þetta
er heilmikið batterí og lítill her
sjálfboðaliða þjónustar blaðamenn-
ina með daglegum upplýsingum um
gang keppninnar og snúningi í
kringum blaðamannafundi og svo
framvegis.
Það kom mér líka á óvart hvaðþað eru margir harðir aðdá-
endur sem elta keppnina ár eftir ár.
Ég rakst á fjórar írskar vinkonur
sem voru mjög svekktar sökum þess
að Dustin komst ekki áfram, en þær
höfðu skilið menn og börn eftir
heima og farið saman í sumarfrí
hingað í Evróvisjónland. Þær byrj-
uðu á að ganga á nokkur falleg fjöll
í Serbíu með ballkjóla í bakpok-
anum, tilbúnar til að kasta sér síðan
í evróvisjónfjörið hér í Belgrad.
Annar aðdáandi sem ég hitti er
hann Roy Van Der Merwe frá Jó-
hannesarborg í Suður-Afríku. Hann
er útvarpsmaður með brennandi
áhuga á Evróvisjón og lætur sér
ekki duga að elta allar keppnir út
um þær trissur sem þær kunna að
fara heldur gefur hann einnig út
geisladiska í sínu heimalandi með
úrvali af evróvisjónlögum með þar-
lendum listamönnum sem syngja á
afrikaans-tungumálinu. Roy sagði
mér frá þessari útgáfustarfsemi í
aðeins of miklum smáatriðum og
treysti mér síðan sem fulltrúa Ís-
lands fyrir einu eintaki af geisla-
diskinum þar sem íslenska evr-
óvisjónlagið vinsæla, Nina, er
sungið af söngvaranum Bles Brid-
ges. Diskurinn mun hafa selst vel í
Suður-Afríku á sínum tíma eða í um
100 þúsund eintökum og hlaut því
tvöfalda platínum-plötu fyrir. Bles
heitinn Bridges lést í bílslysi árið
2000 og samkvæmt Van Der Merwe
bankaði ólukkan upp á er Bles var á
heimleið frá hljóðverinu þar sem
hann hafði einmitt verið að taka
upp lagið Núna sem Bo Halldórsson
söng í keppninni 1995. Ekki veit ég
hvort Bo ber ábyrgð á dauða Bles
með einum eða öðrum hætti en mik-
il synd er að þeir skyldu ekki ná að
leiða hesta sína saman á tónlist-
arsviðinu því ég get vottað það að
Bles söng Nínu af mikilli innlifun.
Húrra fyrir Eurobandinu!
» Sá sem þetta ritar ersvo mikið kjánaprik
að hafa ekki áttað sig á
því hvað Evróvisjón er í
raun stór iðnaður
dagur@mbl.is
DAGUR Í EVRÓVISJÓN
Dagur Gunnarsson
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 51
Úr fyrri
undankeppni:
Armenía
Aserbaídsjan
Bosnía-Hersegóvína
Finnland
Grikkland
Ísrael
Noregur
Pólland
Rúmenía
Rússland
Úr seinni
undankeppni:
Albanía
Danmörk
Ísland
Króatía
Lettland
Portúgal
Svíþjóð
Tyrkland
Úkraína
Komust sjálfkrafa
í úrslit:
England
Frakkland
Serbía
Spánn
Þýskaland
Löndin
í loka-
keppninni
Eftir Dag Gunnarsson og
Gunnhildi Finnsdóttur
„ÞAÐ er ólýsanlegt hvernig
það er að standa á svona
litlu sviði miðað við hvað það
eru margir að horfa og fylgj-
ast með,“ sagði Friðrik Óm-
ar Hjörleifsson í gærkvöldi.
„Maður gerir sér kannski
ekki grein fyrir því fyrr en
heim er komið og maður sér
þetta í sjónvarpinu eftir á.“
Hann og Regína Ósk Ósk-
arsdóttir náðu að vinna sér
inn sæti í lokakeppni Evró-
visjón, en það hefur íslensk-
um keppendum ekki tekist
síðan undankeppnirnar voru
teknar upp árið 2004.
Friðrik Ómar var staddur
í fögnuði á hóteli Euro-
bandsins í Belgrad þegar
blaðamaður náði af honum
tali. Hverju þakkar hann að
hafa náð þessum áfanga, að
vera kominn í aðalkeppni
Evróvisjón á laugardaginn?
„Við notuðum sömu til-
finningu og við fengum þeg-
ar við unnum heima, við fór-
um með hana upp á svið þó
svo við vissum ekki hvernig
færi. Ég held að það hafi
verið sú sigurstund sem
geislaði af okkur. Það er Ís-
lendingum að þakka að við
erum komin þetta langt. Það
er þeirra vegna og okkar
sjálfra sem við höfum náð
þessum árangri,“ sagði Frið-
rik Ómar.
Hvernig metur hann sig-
urlíkurnar í keppninni?
„Þetta er hægt, Íslendingar
geta náð árangri. Ísland get-
ur alveg unnið Evróvisjón.
Við stefnum á ekkert annað
en sigur á laugardaginn. Það
er ekkert annað sem kemur
til greina,“ sagði Friðrik
Ómar. „Við erum ekki með
neinar yfirlýsingar en við
hugsum eins og sigurveg-
arar, maður verður að gera
það til þess að komast
áfram,“ sagði hann að lok-
um.
Nýjar reglur höfðu áhrif
„Það eru allir í svaka stuði
og rosalega ánægðir með
þetta“ sagði Örlygur Smári,
höfundur íslenska framlags-
ins, í gærkvöldi þegar úrslit-
in voru ljós. Hann er ekki
viss hvað það var sem réð
úrslitum um árangur ís-
lensku keppendanna. „Mað-
ur veit svo sem ekki hvað
Evrópa vill, en þetta er gott
lag og flytjendurnir svaka-
lega góðir.“
Allar Norðurlandaþjóð-
irnar keppa til úrslita og
þakkar Örlygur það að
nokkru leyti breyttu fyr-
irkomulagi í undankeppni.
„Ég held að þessar nýju
reglur hafi haft sitt að segja.
Að skipta þessu upp og að-
skilja þær þjóðir sem hafa
verið að skiptast mikið á at-
kvæðum.“
Örlygur segist hafa haft
það á tilfinningunni að lagið
kæmist áfram. „Ég held að
þetta sé rétta músíkin í ár.
Það hefur sýnt sig að þau
lög sem voru með góðu
tempói, þau komust áfram.“
Úrslitin ráðast annað
kvöld, en þangað til verða
Friðrik Ómar, Regína Ósk
og allt þeirra fylgdarlið á
stífum æfingum. Alls munu
25 þjóðir taka þátt á laug-
ardag.
„Mér líst ágætlega á úr-
slitakeppnina. Ég held að
þetta hafi verið sterkari rið-
ill en sá á þriðjudaginn. Það
að við komumst áfram finnst
mér benda til þess að við
eigum möguleika á því að
raða okkur einhvers staðar
fyrir ofan miðju. En það var
markmiðið að komast í úr-
slitin, svo allt annað er bara
bónus,“ sagði Örlygur.
Ísland komst loks í úrslit
Morgunblaðið/Dagur
Út að eyrum Friðrik Ómar og Regína Ósk réðu sér ekki fyrir
kæti á blaðamannafundi í gærkvöldi.
Skál Ármann Skæringsson
fagnaði með kærastanum.
Friðrik Ómar segir þau hafa farið með sigurstundina
að heiman upp á svið og það hafi skilað þeim áfram.