Morgunblaðið - 23.05.2008, Side 52
FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 144. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Áfram í Evróvisjón
Ísland komst áfram í und-
anrásum Evróvisjón-söngvakeppn-
innar í Belgrad í gærkveldi og
verður 11. landið í töfluröðinni í
úrslitunum sem fram fara á laug-
ardag þar sem keppa 25 þjóðir.
» Forsíða
Mikill aðflutningur fólks
Enn flyst mikið af erlendum
ríkisborgurum til landsins og
brottflutningur þeirra sem fyrir
eru í landinu hefur ekki aukist
þrátt fyrir dekkri horfur í efna-
hagslífinu. Ef þróunin verður
áfram sú sama og var á fyrsta árs-
fjórðungi í ár eru horfur á að nýtt
metár hvað varðar fjölgun er-
lendra ríkisborgara hér á landi sé
í uppsiglingu, að því er fram kem-
ur í nýju vefriti fjármálaráðuneyt-
isins. » 2
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: Það er nefnilega vit-
laust gefið
Staksteinar: Stóraukin samskipti við
Katar
Forystugreinar: Eftirspurn og
framboð | Sterkur leikur
UMRÆÐAN»
Opið bréf til Kristjáns Möllers sam-
gönguráðherra
Hamingja og fögnuður
Landskipulag? – Já!
Í góðum tengslum við umhverfið
Lítill lúxusbíll
Vespan er elskuð og virt
Húsbílar á fjallvegum
BÍLAR»
1
1 1 1
1
2# (3
,
'
(
4
#
1 1 1 1
1 *5
%/
1
1 1 1
1 1 67889:;
<=:8;>4 ?@>6
59>96967889:;
6A> 55:B>9
>7: 55:B>9
C> 55:B>9
0; >D:9>5;
E9?9> 5<E=>
6:
=0:9
4=>4; 0' ;<989
Heitast 15° C | Kaldast 8° C
Sunnan og suðaustan
5-13 m/s, hvassast við
suðvesturströndina.
Bjart norðan- og aust-
antil, annars skýjað. » 10
Hljómsveitin Sever-
ed Crotch fær að
spila á Neurotic
Deathfest þótt henni
hafi fyrst verið hafn-
að. » 49
TÓNLIST»
Komust inn
að lokum
KVIKMYNDIR»
Suður-amerísk stemning
ríkir í Cannes. » 44
Gestir á tónleikum
Johns Fogertys
fengu mikið fyrir að-
gangseyrinn því
hann lék hátt í 30
lög. » 46
TÓNLIST»
Peninganna
virði
KVIKMYNDIR»
Indy er enn lipur með
svipuna. » 48
LEIKLIST»
Ilmur bregður sér í gervi
Janis Joplin. » 42
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Afklæddist á götu í varnarskyni
2. Ættu allir að flytjast til Íslands?
3. Dæmdur í 16 ára fangelsi
4. Ísland áfram í Evróvisjón
Íslenska krónan styrktist um 0,26%
ostur.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-0
8
0
3
GOTTI
á tilboði
Nú færðu GOTTA-ost í sérmerktum
kílóastykkjum á tilboði í næstu verslun!
Í ÞEIRRI hrinu
verðhækkana
sem á neyt-
endum dynja um
þessar mundir
má í einstaka til-
vikum sjá já-
kvæðar hliðar.
Kona ein, forfall-
inn „kókisti“ eins
og allt hennar
heimilisfólk, hef-
ur um nokkurra
ára skeið keypt
18 plastflösku
kippu af hálfslítra kóki í hverri
viku í Bónus í Árbænum. Síðan
virðisaukinn á matvælum var lækk-
aður og þar til nýlega kostaði flask-
an 84 krónur og kippan því 1.512
krónur, sem þýddi að ársneysla
heimilisins var 78.624 krónur.
Núna er flaskan á 91 krónu, kippan
1.638 krónur og því væri kókþamb
fjölskyldunnar komið í 85.176 krón-
ur á ári, ef ekki hefði verið gripið í
taumana. Konan ákvað að fram-
vegis kæmi kranavatnið í staðinn
fyrir kók á sínu heimili. Fyrir vikið
er ekki ólíklegt að senn komist
heimilisfólkið í betra form og verði
alsælt með ákvörðunina. Þess má
svo geta að sums staðar kostar
hálfslítra kók 140 krónur eða
meira. | vjon@mbl.is
Auratal
7 krónum dýrari
Þar til nýverið
kostaði hálfslítra
kók í plastflösku 84
kr., núna kostar
hún 91 kr.
♦♦♦
ÞRÍR ungir menn frá Hvammstanga
undirbúa ferð um smábæi í Banda-
ríkjunum og hyggjast taka ferðalag-
ið upp á myndband. Þeir Sigurður
Hólm Arnarsson, Daníel Geir Sig-
urðsson og Halldór Einar Gunnars-
son eru búnir að útvega sér gistingu
hjá Amish-fólki í Pennsylvaníu og í
Nýju-Mexíkó verður haldin indíána-
helgiathöfn þeim til heiðurs.
Undirbúningur hefur staðið yfir
sleitulaust frá áramótum, enda að
mörgu að hyggja þegar leiðin liggur
utan alfaraleiðar. Afraksturinn verð-
ur að öllum líkindum notaður í sjón-
varpsþætti, sem verða sýndir hér á
landi. Áhugasamir kaupendur hafa
þegar gefið sig fram. | 42
Mynda smá-
bæjarlífið
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
„HÁR hreindýra eru hol að innan þannig að það er eins
og þau séu í björgunarvestum. Dýrin eru mjög létt í
vatninu út af þessu. Vatn er engin fyrirstaða fyrir dýr-
in. Þau skella sér óhikað út í,“ sagði Skarphéðinn Þór-
isson, líffræðingur á Náttúrustofu Austurlands, en hóp-
ur hreindýra synti óhikað yfir Jökulsá skammt frá
stöðvarhúsinu í Fljótsdal. Gústaf F. Eggertsson eft-
irlitsmaður náði myndum af dýrunum en sjaldgæft er
að ná myndum af hreindýrum á sundi.
Skarphéðinn sagði að hreindýr væru miklir sund-
garpar. Straumhörð Jökulsá í Fljótsdal var engin fyr-
irstaða fyrir þennan 32 dýra hóp. Hann sagði að klauf-
ar dýranna væru þannig lagaðar að þær nýttust til að
krafsa í snjóinn á vetrum og bera dýrin yfir snjóskafla
og mýrar en auk þess gætu dýrin notað þau til að róa
yfir vötn. Skarphéðinn sagði ekki óþekkt að tarfar í
svokölluðum Austurfjöllum upp af Egilsstöðum skelltu
sér yfir Lagarfljót á haustin til að komast að kúnum
sem væru upp á heiði. Nú eru kýrnar að bera uppi á
heiði en tarfar og vetrungar eru á þvælingi niðri í
byggð að gæða sér á nýgræðingnum.
Varð fyrir árás
Það er nóg að gera hjá starfsfólki Náttúrustofu Aust-
urlands þessa dagana en það er að rannsaka hreindýr
og gæsir m.a. fyrir Landsvirkjun. Ýmislegt getur kom-
ið upp á í þessari vinnu. Því fékk Reimar Ásgeirsson að
kynnast þegar hann ætlaði að merkja nýborinn kálf
austanundir Þrælahálsi. Kýrin réðst á Reimar og á vef
Náttúrustofu Austurlands er fullyrt að kýrin hafi gert
tilraun til að drepa hann. Reimar sagði í samtali við
Morgunblaðið að það væri kannski fullmikið sagt en
hún hefði vissulega reynt að hrekja sig frá kálfinum.
„Hún kom á fullri ferð með hausinn undir sér og renndi
sér á mig. Ég náði að grípa í hornin rétt áður en hún
náði til mín og smeygja mér til hliðar þannig að annað
hornið rétt stakkst í úlpuna.“ Kýrin gerði fleiri til-
raunir til að hrekja Reimar í burtu en hann náði að
smeygja sér undan eins og fimasti nautabani.
Hreindýr réðst á starfsmann við kálfamerkingar
Ljósmynd/Gústaf F. Eggertsson
Sundkappar Hreindýrin á Austurlandi eru miklir sundkappar að sögn Skarphéðins Þórissonar líffræðings.
Hreindýrin synda yfir Jöklu
Ljósmynd/Reimar S. Ásgeirsson
Móðurást Þessi kýr réðst á Reimar Ásgeirsson þegar
hann hugðist koma fyrir merki í eyra kálfsins.