Morgunblaðið - 27.05.2008, Side 14

Morgunblaðið - 27.05.2008, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is KÍNVERSKIR hermenn reyndu í gær að sprengja fyrirstöður í fljóti sem stíflaðist þegar skriða féll á það í jarðskjálftanum sem reið yfir Sichu- an-hérað fyrir hálfum mánuði. Skrið- an varð til þess að stórt vatn mynd- aðist og varað hefur verið við flóðum sem talið er að geti stefnt lífi rúmrar milljónar manna í hættu. Skýrt var frá því í gær að 65.000 lík hefðu fundist og 23.000 til viðbót- ar væri saknað eftir landskjálftann 12. maí. Kínversk yfirvöld höfðu í gær áhyggjur af vatnavöxtum í Jian-fljóti í Beichuan-sýslu og sögðu að hætta væri á miklum flóðum ef nýja vatnið myndi tæmast skyndilega. Yfir 100.000 manns hafa þegar verið flutt af svæðinu og talið er að yfir 1,2 milljónir manna til viðbótar geti ver- ið í hættu. Um 1.800 her- og lögreglumenn komu að nýja vatninu í gær eftir langa göngu um afskekkt fjalllendi. Hver þeirra var með tíu kílógrömm af sprengiefni sem þeir áttu að nota til að sprengja jarðveginn sem stífl- aði fljótið. Þyrlur voru notaðar til að flytja þangað vörubíla, gröfur og aðrar vinnuvélar til að fjarlægja fyr- irstöðurnar. Þorp fór á kaf þegar önnur á stífl- aðist vegna skriðu. Íbúar á svæðinu sögðu að yfirborð vatnsins hefði hækkað um 2,5 metra á dag. Yfirvöld sögðu að alls hefðu um 35 vötn myndast af völdum skriðufalla í stóra skjálftanum og eftirskjálftum. Embættismenn lögðu áherslu á að íbúarnir væru ekki í bráðri lífshættu en viðbúið væri að flóðahættan ykist á næstu dögum þar sem spáð er miklu úrhelli á þessum slóðum. Embættismenn hafa einnig varað við því að 69 stíflur kunni að bresta vegna vatnavaxtanna eftir land- skjálftann. Kínversk yfirvöld hétu því í gær að rannsaka rústir skóla, sem hrundi í skjálftanum, til að ganga úr skugga um hvort hann hafi hrunið vegna brota á byggingarreglugerðum. Yfir 1.300 börn létu lífið í skólanum. AP Hætta Nýtt vatn sem myndaðist þegar á stíflaðist í Beichuan-sýslu. Vatnavextir ógna rúmri milljón manna Ný vötn mynduðust þegar skriður féllu í kínverskar ár og hætta er á miklum flóðum ef vötnin tæmast skyndilega CAMDEN er rétt sunnan við millj- ónaborgina Sydney í New South Wales í Ástralíu og með nokkur þús- und íbúa, að sögn vefsíðu BBC. Bæj- arbúar eru nú margir bálreiðir. Ástæðan er umsókn Kóran-félagsins í Sydney um lóð undir skóla þar sem 1.200 nemendur úr röðum múslíma eiga að stunda grunnskólanám. Fáir múslímar búa í Camden og munu nemendur því flestir koma frá Sydney með strætó. En einnig gætu margir múslímar sest að í bænum ef skólinn risi. Bæjarstjórinn segir að fjallað verði um málið eins og hverja aðra umsókn en alls hafa yfirvöld fengið um 3.200 athugasemdir. „Af hverju segjum við ekki sann- leikann? Þeir eru að eyðileggja Ástr- alíu,“ sagði kona á fjölmennum fundi í fyrra. „Hvers vegna þorir enginn? Það eru hryðjuverkamenn á meðal þeirra … Hér í borginni er fólk af öllu þjóðerni en múslímar falla ekki inn í hópinn.“ Nær áttræður karl- maður af staðnum varaði við því að múslímar myndu yfirtaka Camden eins og þeir hefðu hótað að taka yfir London. Honum var ákaft fagnað. Aðrir vöruðu fyrst og fremst við umhverfisáhrifunum af því að koma svo stórum skóla fyrir í sveitasæl- unni í smábænum. Einn hvatti fólk til að halda sig við skipulagsvandann en láta ekki baráttuna snúast upp í rasisma og útlendingahatur. Þegar er farið að bera á áróðri hægri-ofstækismanna og þjóð- rembumanna í bænum vegna máls- ins. En Verkamannaflokkur Kevins Rudds forsætisráðherra vill einnig styrkja stöðu sína í kjördæminu sem er í höndum íhaldsmanna og hefur lengi verið. Rudd sagðist nýlega vera á móti skólanum „af skipu- lagsástæðum“. Tók hann undir með þeim sem telja að innviðir Camden þoli ekki mannvirkið. Á móti múslímaskóla Hörð andstaða er í ástralska smábænum Camden gegn því að stór grunnskóli fyrir börn múslíma rísi á svæðinu Í HNOTSKURN »Í Camden var lagður grunn-ur að hinni mikilvægu sauð- fjárrækt og mjólkurframleiðslu Ástrala snemma á 19. öld. » Íbúarnir hafa reynslu af þvíað mótmæla. McDonalds- keðjan ætlaði að hasla sér völl í Camden en var hafnað. KARLMAÐUR í gervi „El Colacho“, eða kölska, stekk- ur yfir smábörn á dýnu á götu í Castrillo de Murcia á Spáni. Sá siður hefur tíðkast í bænum frá árinu 1620 að karlmenn klæðist slíkum kölskabúningi í tengslum við Kristlíkamahátíðina, sem stendur í nokkra daga á þess- um slóðum, og stökkvi yfir tvær raðir smábarna. Sagt er að með þessu taki þeir allt hið illa með sér og hreinsi börnin. AP Hreinsar börnin í gervi kölska FÖNIX, geimfar bandarísku geim- vísindastofnunarinnar NASA, lenti á Mars í fyrrakvöld og byrjaði skömmu síðar að senda myndir af yfirborði plánetunnar til jarðar. Lendingin var mjúk og það eina óvænta sem gerðist var að fallhlíf geimfarsins opnaðist sjö sekúndum síðar en gert var ráð fyrir. Geim- farið lenti því ekki alveg á þeim stað sem stefnt var að. Fönix lenti á sléttlendi nálægt norðurpól Mars. Er þetta í fyrsta skipti sem NASA tekst að lenda geimfari mjúkri lendingu á Mars frá því að Viking-förin tvö lentu þar árið 1976. Geimvagnar NASA, Spir- it og Opportunity, sem hafa ferðast um yfirborð Mars í þrjú ár, skopp- uðu við lendingu innan í stórum loftpokum eftir að notuð var fallhlíf til að draga úr ferðinni. Fönix á að nota 2,35 metra lang- an, tölvustýrðan hreyfiarm til að taka sýni úr jarðvegi Mars til rann- sóknar í tækjum farsins. Á geim- farinu er einnig þrívíddarmyndavél sem á að taka víðmyndir af yf- irborði Mars. Hreyfiarmurinn á að grafa eftir ís undir yfirborðinu og lífrænum efnasamböndum. Markmiðið er að ganga úr skugga um hvort ísinn á Mars hafi einhvern tíma þiðnað og hvort þar sé að finna efni sem nauð- synleg eru til að líf geti þrifist. Reuters Líf hér? Ein af fyrstu litmyndunum sem geimfarið Fönix sendi af yfirborði Mars eftir að það lenti þar til að leita að hugsanlegum ummerkjum um líf. Geimfarið Fönix sendir fyrstu myndirnar af yfirborði Mars YFIRVÖLD skattamála og þing- menn í Bandaríkjunum setja nú í vaxandi mæli spurningarmerki við þá tilhögun að einkareknar stofn- anir, þ.á m. frægir háskólar og sjúkrahús, geti notið skattleysis í krafti þess að um góðgerð- arstarfsemi sé að ræða, að sögn The New York Times. Er bent á að oft sé um að ræða fulla gjald- töku fyrir umrædda þjónustu og því vafasamt að manngæskan ein ráði. Skattleysið kostar opinbera að- ila samanlagt 8-13 milljarða doll- ara á ári, einnig er bent á að sumir háskólar og spítalar eigi nú geysi- mikið fé. Stofnunin á bak við Har- vard-háskóla á um 35 milljarða dollara. Hæstiréttur Minnesota úrskurð- aði í desember að lítil einkarekin dagvistarstofnun ætti að borga skatta vegna þess að í reynd væri þjónustan alls ekki ókeypis. Hefur mikill ótti gripið um sig hjá öðrum stofnunum um að fordæmið verði notað annars staðar. Skattleysið afnumið? TALSMAÐUR marxistahreyfingarinnar Farc í Kólumb- íu skýrði frá því um helgina að leiðtogi samtakanna, Pedro Marin, venjulega kallaður Manuel Marulanda, hefði látist úr hjartaslagi fyrir tveimur mánuðum. „Við erum að vinna en getum ekki enn lýst yfir sigri,“ sagði Juan Manuel Santos, varnarmálaráðherra Kól- umbíu, í gær. Tveir af forystumönnum Farc hafa fallið á undanförnum vikum og er talið að mjög sé nú þrengt að hópnum. Um 220 liðsmenn uppreisnarhreyfingarinnar hafa gerst liðhlaupar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Marulanda, sem líklega var 78 ára þegar hann dó, stofn- aði Farc árið 1964 með nokkrum vinum og ættingjum en um hríð voru hátt í 20 þúsund manns í liðinu. Markmiðið var upprunalega kommúnistabylt- ing en á síðari árum hefur uppreisnin, sem kostað hefur þúsundir manns- lífa, verið fjármögnuð með mannránum og fíkniefnasölu. Árstekjurnar nema hundruðum milljóna Bandaríkjadollara. Stofnandi Farc-hópsins látinn Manuel Marulanda AÐ minnsta kosti átta manns biðu bana og tugir særðust í sprengju- tilræði í þétt setinni farþegalest í úthverfi Colombo-borgar á Srí Lanka í gær. Læknar sögðu að fimm konur væru á meðal þeirra sem létu lífið í tilræðinu. Yfir 70 farþegar lest- arinnar voru fluttir á sjúkrahús, flestir vegna brunasára. Um 200 manns voru í lestinni þegar spreng- ingin varð. Talsmaður hersins sagði að Tam- íl-tígrarnir hefðu verið að verki, en þeir hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki tamíla í norður- og norðausturhluta landsins frá því á áttunda áratugn- um. Átta létu lífið í árás í Colombo VÍSINDAMENN á vegum kanad- íska hersins hafa fundið miklar sprungur í íshellu sem þekur nyrstu svæði landsins við Íshafið. Fundu þeir um 16 km langt sprungunet á stærstu hellunni, Ward Hunt. Talið er að sprungurnar hafi myndast vegna hlýnandi loftslags. „Þetta merkir að íshellan er að brotna, partarnir hanga saman eins og stykki í púsluspili en þá gæti rekið burt,“ sagði einn vísindamannanna. Sprungur í íshellu STUTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.