Morgunblaðið - 27.05.2008, Page 15

Morgunblaðið - 27.05.2008, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2008 15 MENNING LÚÐRASVEIT Reykjavíkur heldur vortónleika sína í Nes- kirkju í kvöld kl. 20.30 og er að- gangur ókeypis. Dagskráin hefst á Overture Jubiloso eftir Frank Erickson, síðan Hebraic Rahapsody eftir Robert Jager og Moravian Folk Rhapsody eftir Robert Sheldon. Seinni hlut tónleikanna er helgaður djasstónlistinni og hefst á Har- lem Nocturne Earle Hagens en síðan fylgja þrjár syrpur djassmeistaranna Count Basie, Quincy Jones og Duke Ellington og er þar að finna perlur á við April in Paris, Sophisticated Lady og fleira. Lárus Halldór Grímsson stjórnar. Tónlist Létt og leikandi hjá Lúðrasveitinni Lárus Halldór Grímsson SJÁLFSTÆÐU leik- húsin – SL standa fyr- ir málþingi á fimmtu- daginn kl. 12-14 í Iðnó um stöðu sjálfstætt starfandi sviðslista- manna. Yfirskrift mál- þingsins er: Er starfs- umhverfi sjálfstæðra leikhópa í takt við tímann? Markmið málþings- ins er að hefja samræður milli ráðamanna og sjálfstætt starfandi sviðslistamanna um það starfsumhverfi sem boðið er upp á í dag en jafnframt að varpa ljósi á þá þróun sem hefur orðið á mikilvægi atvinnuleikhópa fyrir íslenskt samfélag. Leiklist Sjálfstæð leikhús ræða við ráðamenn Iðnó Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is HANN var kallaður Áillohaš á sínu eigin máli, og guð má vita hvernig það hefur verið borið fram. Fleiri þekkja hann sem Nils-Aslak Val- keapää – Samaskáldið. Sennilega er hann sá Sami sem þekktastur hefur orðið á mælistikunni sem við köllum alþjóðavettvang; kannski að Mari Boine, joik-söngkonan kunna, sé álíka fræg; hann er alltént sá Sami sem víðast hefur ratað með verk sín og sköpun. Valkeapää fæddist í mars 1943 og lést langt um aldur fram árið 2001. Hann var skáld, tónlistarmaður og myndlistarmaður; fæddur í Enon- tekiö í finnska hluta Lapplands, í fjölskyldu sem stundaði hjarð- mennsku og hreindýrarækt sam- kvæmt hefðinni. Hann fékk þó að ganga menntaveginn og lærði til kennara. Leitað sjálfsmyndar Það er erfitt að gera sér í hug- arlund hvernig það er að vera Sami, og eiga ekki beinlínis land, eiga það þó; vera ekki beinlís þjóð, en vera þó þjóð. Hvernig var það fyrir ungan mann, af ’68-kynslóðinni, sem vissi að ungt fólk um allan heim gerði kröfur um að á það væri hlustað. Valkeapää þráði að þjóð hans fyndi sjálfsmynd sína og gæti lifað stolt af arfi sínum. Hann vildi að rödd Sama heyrðist. Sjálfur fann hann rætur sínar í joíkinu, þessum sérstæða og seiðandi raul-söng Sama sem fyrrnefnd Mari Boine átti eftir að koma á heimskortið. Hann sinnti myndlist, hann las heimspeki og hann skrifaði. Það var joíkið sem fyrst vakti á honum athygli, og árið 1968 gaf hann út sína fyrstu joík- plötu. Þegar Norðmenn héldu Vetraról- ympíuleikana 1994 þótti þeim við hæfi að skarta Samalist við opn- unina meðan umheimurinn horfði á. Mari Boine sagði: „Nei takk!“ og fannst Norðmenn með þessu vilja misnota menningu Sama sér í hag, meðan þeir alla jafna hunsuðu hana. Valkeapää kom hins vegar fram, og joíkaði fyrir heiminn og vakti gríð- arlega athygli. Það var nú samt ekki einungis joíkið sem gerði Valkeapää að því samíska stórmenni sem hann varð; skrif hans heilluðu umheiminn ekki síður. Hann skrifaði á samísku, en verk hans voru jafnharðan þýdd á finnsku, norsku og sænsku, og síðar á ensku og fleiri mál. Átta ljóðabæk- ur liggja eftir hann, og fyrir ljóða- bókina Faðir minn, sólin hlaut hann Bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs árið 1991. En skrif Valkeapääs voru um- fangsmeiri – hann samdi eitt leikrit, og það hefur nú ratað til Íslands. Haukur Gunnarsson leikstýrir Sá hrímhærði og draumsjáandinn heitir leikrit Valkeapääs sem sýnt verður í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þetta er gestasýning Bea- ivváš-leikhússins í Kautokeino, en það er þjóðleikhús Sama. Leikstjóri sýningarinnar er Haukur J. Gunnarsson, sem um ára- bil hefur starfað á Norðurlöndunum og þekkir menningu Sama vel en hann er listrænn stjórnandi Bea- ivváš-leikhússins. Í frétt Þjóðleikhússins um sýn- inguna segir að í þessu verki stefni Valkeapää saman hinu japanska Noh-leikhúsi og ljóð- og tónlistar- hefð Sama. Þar segir ennfremur: „Sá hrímhærði og draumsjáandinn hefur hlotið frábærar viðtökur víða á Norðurlöndum. Gagnrýnendur hafa talað um sýninguna sem einstæða reynslu og lýst því hvernig áhorf- endur eru sem töfrum teknir. Sýn- ingin er einskonar óður til náttúr- unnar, með grípandi boðskap um eilífa hringrás lífsins sem maðurinn er hluti af.“ Þetta er tækifæri til að kynnast hugarheimi Valkeapääs. Samar sýna verk eftir Valkeapää í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í kvöld Að finna sína eigin rödd LEIKRITIÐ Sá hrímhærði og draumsjáandinn var frumflutt á Vetr- arborgahátíðinni í Sapporo í Japan árið 1995, með joík-söngvurum og jap- önskum leikurum. Þetta er í fyrsta skipti sem verkið er sýnt utan Japan. Leikarar í sýningunni nú eru Egil Keskitalo, Nils Henrik Buljo, Mary Sarre, Igor Ántte Áilu Gaup og Sofia Jannok sem hér sést. Sá hrímhærði og draumsjáandinn ARVO Pärt, tónskáldið eistneska hreppti æðstu tónlistarverðlaun Dana, Sonning-verðlaunin, sem af- hent voru á hátíðartónleikum í Danmörku á fimmtudaginn. Arvo Pärt þykir eitt mesta tón- skáld dagsins í dag, og nýtur tónlist hans ómældra vinsælda. Arvo Pärt hefur nokkrum sinn- um komið til Íslands og verið við- staddur flutning verka sinna. Á skírdag var eitt mesta verk Pärts, Passio, flutt í Hallgríms- kirkju af kórum kirkjunnar, hljóð- færaleikurum og einsöngvurum. Arvo Pärt fær Sonning- verðlaunin Heiðraður Tónskáldið Arvo Pärt. Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi athugasemd: „Í ágætri grein Önnu Jóa í Morg- unblaðinu þann 25. maí um verk og sýningu Magnúsar Kjartanssonar sem nú eru í Listasafni Árnesinga er minnst á „Gústu fóstru Magn- úsar í æsku.“ Í bók sem út er gefin í tilefni sýningarinnar er ágæt um- fjöllun Jóns Proppé þar sem minnst er á „Gústu, sem [...] gætti hans í æsku og hafði á hann mikil áhrif.“ Þessar umsagnir byggjast á mis- skilningi sem skapaðist við und- irbúning sýningarinnar. Gústa var góð, hress nágranna- kona, vinkona móður okkar og gætti Magnúsar stöku sinnum. Magnúsi þótti hún rúnum rist mód- el og þess vegna afar góð til mynd- efnis um ellina og tímann en fóstra eða áhrifavaldur í list hans var hún ekki. Þessu er komið á framfæri svo að ekki festist við feril Magnúsar þessi missögn um fóstru. Magdalena Margrét Kjartansdóttir.“ Grannkona, ekki fóstra EINN af fjölmörgum einstökum viðburðum Listahátíðar í ár var uppfærslan á Dagbók Önnu Frank, hæverskri en öflugri einsöngsóperu eftir rússneska tónskáldið Grigori Frid. Í verkinu er gægst inn í ver- öld Önnu Frank sem lést eins og kunnugt er eftir tveggja ára dvöl í feluíbúð í Amsterdam á yf- irráðadögum nasista í seinni heims- styrjöld. Margir ættingjar tón- skáldsins Grigoris Frids hurfu sporlaust undir ógnarstjórn Stalíns og fann hann því sterka samsvörun með Önnu þegar hann fyrst las dag- bókina árið 1966. Tónskáldið velur sér útdrætti úr dagbókarsíðum Önnu og notar þá nánast orðrétt í uppfærslunni. Á rúmum klukkutíma er farið úr ung- æðislegum duttlungum yfir í rauna- mæddar og heimspekilegar spurn- ingar um samfélagið, lífið og guð. Tónlistin ber sterk merki rað- tónlistartækninnar, en rússneski skólinn er þó aldrei langt undan þar sem sveiflast er milli örvæntingar og ískaldrar kaldhæðni í anda Sjos- takovitsj. Raddsvið burðarpersónunnar vex eftir því sem hún þroskast í verk- inu, en á sama tíma þarf að gefa rými fyrir góðan og skýran fram- burð og leikræna túlkun, og er því um mjög krefjandi hlutverk að ræða. Þóra Einarsdóttir leysti ofan- greind atriði af hendi með fyr- irhafnarlausum glæsibrag. Söngur hennar var öruggur og ferskur frá upphafi til enda og fór það henni vel að bera æskuljóma unglings- stúlku sem gengur í gegnum veiga- mikið þroskatímabil. Með snjallri lýsingu náði dans- arinn Valerie Sauer að túlka m.a. fangaða lífsgleði sjálfrar Önnu auk fjarlægrar æskuvinkonu hennar á áhrifaríkan hátt. Píanóleikarinn Al- exander Scherer lék sömuleiðis af fagmennsku og hentar píanóútsetn- ingin sennilega betur en upp- runalega útsetningin fyrir kamm- ersveit í því húsnæði sem hér um ræddi. Að lokinni sýningu var risið úr sætum með tilheyrandi lófataki fulls húss. Nú er einungis von að skýr skilaboð kvöldsins, um mik- ilvægi kjarksins og kærleikans, nái áfram að lifa. Einsemd Önnu Frank Anna Þóra Einarsdóttir og Valerie Sauer í hlutverkum Önnu Frank. TÓNLIST Listahátíð Reykjavíkur – Íslenska óperan Dagbók Önnu Frank, einsöngsópera eftir Grigori Frid. Þóra Einarsdóttir sópran, Va- lerie Sauer dansari, Alexander Scherer píanóleikari, Iris Gerath-Prein leikstjórn, Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir útlit, Páll Ragnarsson lýsing. Sýning byggð á upp- færslu Hessische Staatstheater í Wiesbaden. Íslensk þýðing skjátexta: Guðrún Drífa Kristinsdóttir. Sunnudaginn 25. maí kl. 20. Einsöngsóperabbbbn Alexandra Kjeld ♦♦♦ FJÖLLISTAVIKAN Haf- straumar er nú haldin þriðja ár- ið í röð á sunnanverðum Vest- fjörðum. Hátíðin hefur verið haldin kringum sjómannadag- inn, en teygir nú úr sér fram í vikuna og yfir í fleiri byggð- arlög. Fjöllistavikan hefst í kvöld með tónleikum í Sjóræn- ingjahúsinu. Annað kvöld verð- ur brúðusýning í Skjaldborg- arbíói og sýning opnuð í sláturhúsinu á Patró. Á fimmtu- dagskvöld verða leiksýning á Bíldudal og tónleikar í Tálknafjarðarkirkju og helgin verður undirlögð listviðburðum. Ókeypis aðgangur er á hátíðina. Listir Hafstraumar á suðurfjörðunum Merki Hafstrauma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.