Morgunblaðið - 27.05.2008, Page 18

Morgunblaðið - 27.05.2008, Page 18
Ungir kvikmyndatökumenn Þeir Freyr og Hörður spá og spekúlera á bak við upptökuvélina við gerð myndarinnar In a Real Dark Night. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Það hefur tekið rosalegalangan tíma að búa tilþessa átta mínútna stutt-mynd. Við erum búnir að vera á fullu að vinna í þessu alveg frá því í febrúar og skiluðum henni inn á síðasta degi,“ segja þeir Jör- undur Jörundsson, Freyr Sverr- isson, Hörður Ragnarsson og Ró- bert Barkarson sem allir eru nemendur í tíunda bekk Vogaskóla. Þeir hrepptu fyrsta sætið í sínum aldursflokki fyrir bestu leiknu stutt- myndina í keppni meðal grunn- skólanema. „Við erum búnir að vera í vali sem heitir stuttmyndagerð og er í boði hér í Vogaskóla bæði í níunda og tíunda bekk. Ágúst Pétursson kennir þar og við höfum lært öll grunnatriðin sem þarf til að gera mynd. Við fengum upptökuvélar á námskeiðinu en Hörður og Freyr sáu um endurvinnsluna og klipptu myndina heima hjá sér í tölvu.“ Síðastliðinn fimmtudag var Kvik- myndahátíð grunnskólanna haldin í Kringlubíói og þar voru verðlaun veitt í öllum flokkum og Jörundur fékk auk þess verðlaun sem besti leikarinn. Vert er að taka fram að Jörundur, Freyr og Róbert hrepptu einnig fyrsta sætið í fyrra fyrir leikna stuttmynd sem þeir gerðu þá í sömu keppni. Þeir félagarnir og skólinn þeirra mega því una vel við sinn hag. „Við erum auðvitað mjög ánægðir með að vinna aftur, en núna fengum við góðan liðsauka, hann Hörð sem var aðalmaðurinn í tæknibrellunum, en þær voru frábærar, þótt við segj- um sjálfir frá. Í myndinni stendur tíminn til dæmis kyrr í svolitla stund og það var mikil vinna að ná því öllu eins og við vildum hafa það.“ Jógúrt yfir kennarann Þeir segja Hörð vera mun flinkari en kennarana þegar tölvur eru ann- ars vegar, en sjálfur er hann hóg- vær. „Ég gerði flestar tæknibrellurnar með forriti sem ég prófaði mig áfram með þangað til ég var ánægð- ur með útkomuna.“ Myndin þeirra heitir In a Real Dark Night og fjallar um strák sem lagður er í einelti. „Hann er settur í sturtu í öllum fötunum og þarf að mæta þannig til fara í kennslustund hjá kennara sem er ekkert mjög góður við hann. En þegar tíminn stoppar þá notar strákurinn tæki- færið til að hefna sín.“ Jörundur lagði heilmikið á sig við leik sinn í aðalhlutverkinu. „Við þurftum að vera með regnhlíf í sturtunni svo hann kálaðist ekki úr kulda. Og kennarinn okkar á stutt- myndanámskeiðinu, Ágúst Péturs- son, hann lék kennarann í myndinni og lagði það á sig að fá innihald úr heilli jógúrtdós yfir andlitið á sér. Við þurftum að taka atriðið upp tvisvar, svo hann fékk tvisvar yfir sig jógúrt,“ segja þeir og skelli- hlæja. Þeir taka fram að margir hafi lagt þeim lið við gerð myndarinnar, til dæmis bekkjarfélagar þeirra sem leika í myndinni. Þeim finnst gaman að vinna að kvikmyndagerð þótt það sé erfitt. „Það þarf að pæla í svo mörgu; myndatökunni, sjónarhornum, leiknum, allri endurvinnslu og slíku.“ Þrátt fyrir það stefnir enginn þeirra á að læra kvikmyndagerð eða leiklist, þeir ætla allir í menntaskóla í haust. En svo er aldrei að vita … Erfitt að láta tímann standa kyrran Morgunblaðið/Golli Sælir sigurvegarar Kvikmyndagerðarmennirnir Freyr, Róbert og Hörður með aðalleikarann Jörund í fanginu. |þriðjudagur|27. 5. 2008| mbl.is daglegtlíf Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Flýtitíska Sara, sem gjarnan er kennd við Nakta Apann, kenndi stelp- unum að búa til flottar flíkur úr gömlum fötum. Valkyrjuhátíð Gestir voru valkyrjur á aldrinum 15-25 ára og var hátíð- in tileinkuð þeim fjölbreytileika sem finna má í stúlknafansi landsins. Lampaskreyting Gamlir, þreyttir lampar voru færðir í nýjan búning. Valkyrjur í öllu sínu veldi AF ÖLLUM stærðum og gerðum streymdu þær í Hitt húsið um liðna helgi, íslenskar valkyrjur á aldrinum 15-25 ára á hátíð sem einmitt var tileinkuð þeim fjölbreytileika sem finna má í stúlknafansi landsins. Hvort sem þær höfðu áhuga á ljósmyndun, tísku, jóga, skífuþeytingum, kynlífi, dekkjaskipt- um, handavinnu eða að bora í vegg fundu þær sér eitthvað við sitt hæfi. Annar helmingur DJ-dúósins Ladycats sýndi stelpunum réttu taktana við tónlist- arspilun og hvernig setja má saman tónlist- arlista, annars staðar mátti fá ráð til að bæta eigin ljósmyndir, rætt var á hispurs- lausum nótum um kynlíf, farið yfir förðun í flýti, skipt um dekk, prjónað, borað og fúla grettufésið sett upp svo fátt eitt sé nefnt. „Þetta heppnaðist rosalega vel, góð þátt- taka og mikil stemning,“ segir Arna Ýr Sævarsdóttir, upplýsingafulltrúi Hins Húss- ins, um Valkyrjuhátíðina. „Vinsælastar voru skemmurnar með Ragnheiði Eiríks- dóttur hjúkrunarfræðingi sem báru yf- irskriftina „Kynlíf, ástir og unaður“ og „Flýtitíska“ með Söru (Maríu Eyþórs- dóttur) í Nakta apanum en þar var mikið fjör.“ Hún segir þetta hafa verið í fyrsta sinn sem Valkyrjuhátíðin er haldin. „Hún gekk vonum framar svo nú stefnum við að því að þetta verði árlegur viðburður hér eftir.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.