Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 20
- kemur þér við Rafræn hlið lokast á börnin á Nesinu Sævar Ciesielski fær ríkisborgararétt Innbrot á 173 heimili á höfuðborgarsvæðinu Allsherjar spennufall hrjáir þjóðina Ísland keppir áfram í Eurovision SeinheppinnValsari seinkaði opnunarleik Hvað ætlar þú að lesa í dag? daglegt líf 20 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Árlegir íbúafundir bæjarstjóra eru nýafstaðnir. Á fundunum, sem haldnir eru í öllum hverfum bæjar- ins, er staða bæjarins tekin og Árni Sigfússon fer yfir helstu fram- kvæmdir sem framundan eru í bæn- um sem og viðkomandi hverfum. Íbúar í Reykjanesbæ eru ekki ókunnir þessu ferli þar sem bæjar- stjóri Njarðvíkur hélt gjarnan fundi með bæjarbúum fyrir tíð Reykjanes- bæjar. Auk yfirferðarinnar gefst bæjarbúum kostur á að koma hugð- arefnum sínum á framfæri, en með bæjarstjóra eru framkvæmdastjórar sviði og fleiri forsvarsmenn þannig að boðleiðir séu sem allra stystar. Allar tillögur eru skráðar niður, ásamt spurningum sem brenna á bæjarbúum.    Ánægjulegt er að fundirnir eru ekki eintóm halelújasamkoma. Oft kemur fram hörð gagnrýni frá bæjarbúum um eitt og annað sem þeim finnst vera ábótavant í sínu nærumhverfi, allt frá hraðahindrunum og illa við- höldnum húsum til svefntruflana frá Frökkunum fráu sem á sínum Mirage þotum vöktu bæjarbúa af værum svefni á heldur ókristilegum tíma, 06:30, einn morguninn. Virðast þeir nokkuð viljugir til flugs á ólíklegustu tímum og er það mikil breyting frá veru Ameríkananna sem lá við að væri hægt að stilla klukkuna eftir þegar F–15 þoturnar þeystust af stað klukkan 9 árdegis.    Eitt af því sem kom fram á íbúafund- unum góðu var mikil fjölgun bæjar- búa. Reykjanesbæingum fjölgaði um 1.328 á síðasti ári og ku það vera Ís- landsmet í fjölgun í einu sveitarfélagi. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hafa 500 manns bæst í hópinn og eru íbúar Reykjanesbæjar nú komnir yfir 13.800. Sé litið til fjögurra síðustu ára hefur fjölgunin numið 26%.    Hér spilar m.a. inn í fjölgun íbúa á Vallarheiði í kjölfar uppbyggingar háskólaþorps. Í máli bæjarstjóra á íbúafundum kom fram að 3ja ára markmiði í uppbyggingu svæðisins hafi náðst á 8 mánuðum. Það má ekki REYKJANESBÆR Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Listahátíð barna Snuddutré vakti mikla athygli hjá gestum. úr bæjarlífinu Hugmyndin að árdegis-messu Hallgrímskirkjuvaknaði þegar séraKristján Valur Ingólfs- son var við guðfræðinám í Heidel- berg í Þýskalandi. Þar var ætíð haldin messa á miðvikudagsmorgn- um og þótti fólki ósköp gott að byrja daginn með þessu móti. „Messan hófst kl. sjö og stóð í heila klukkustund,“ útskýrir Kristján Valur. „Að lokinni messu var svo sameiginlegur morgunmatur en það var alltaf einhver úr hópnum sem hjólaði út í bakarí þegar verið var að syngja síðasta sálminn.“ Það var síðan á öskudaginn árið 2003 að ákveðið var að prófa slíkt messuhald á miðvikudagsmorgnum í Hallgrímskirkju og síðan þá hefur messan aðeins tvisvar sinnum fallið niður, í kringum jólahátíðina. Fyrir- komulagið er þó eilítið öðruvísi en í Heidelberg að því leyti að messan er aðeins hálftími að lengd. „Við töldum ekki líklegt að margir Ís- lendingar myndu vakna kl. sex á morgnana til að mæta til messu kl. sjö,“ segir Kristján Valur. „Ég setti því fram ákveðnar reglur um hvern- ig ætti að fara að þessu og þannig er predikunin t.d. ekki lengri en þrjár til fjórar mínútur.“ Morgunblaðið/G.Rúnar Morgunmessa Séra Kristján Valur Ingólfsson kynntist árdegismessunni í Heidelberg í Þýskalandi. Klukkan átta á hverjum miðvikudagsmorgni hringja klukkur Hall- grímskirkju þegar fólk á leið til vinnu eða skóla kemur þar við í messu og fær sér morgunkaffi á eftir. Vala Ósk Berg- sveinsdóttir ræddi við séra Kristján Val Ingólfs- son, upphafsmann árdeg- ismessunnar, og Sverri Júlíusson sem sækir messuna reglulega. Sverrir Júlíusson Hyggst sækja árdegismessurnar á meðan hann getur. Gott nesti út í hvunndaginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.